Þjóðviljinn - 01.02.1991, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Qupperneq 12
Keila í Öskjuhlíð I keilu gildir að láta kúluna fella þær allar (einu, eins og hér virðist vera raunin. Myndir: Jim Ekki slðra er að halda vel utan um stigagjöfina, og ekki er annað að sjá en svo sé hjá þessum slungu kvenmönnum. Halldór Ragnar Hall- dórsson KR, núverandi (slands- og Reykjavlkur- meistari I keilu að leið- beina ungri stúlku hvern- ig hún eigi að bera sig að með kúl- una. Þolinmæðin skapar meistarann Um sex ár eru liðin frá þvi Keilusalurinn í Öskjuhlíð tók til starfa að frumkvæði Jóns Hjaltasonar og þar með var sköpuð aðstaða til að stunda þessa íþrótt. Áður fyTr mun keila eitthvað hafa verið stunduð hérlendis á árun- um rétt eftir heimsstyijöldina síðari. Salurinn í Öskjuhlíðinni er með átján brautir, sem er meðalstærð, en í Évrópu eru þeir með tuttugu og fjórar til þijátíu og sex brautir, og í Bandaríkjunum og Asíu eru brautimar mun fleiri. Þyngd kúlunnar má vera ffá þrem- ur kílóum og allt uppí átta kíló (sex- sextán pund) en ummál hennar er um tuttugu og sjö tommur. Jafnffamt eru kúlumar æði misjafnar og sumar úr plasti, gúmmíi og fleiri efnum og haga sér því ekki eins í brautinni. Þeir sem æfa keilu með keppni í huga notast því við eigin kúlu og skó, allt eftir því hvað hentar best fyrir viðkom- andi. Halldór Ragnar Halldórsson KRingur og núverandi Islands- og Reykjavíkurmeistari segir að galdurinn á bak við það að ná árangri sé þolinmæði og aftur þolinmæði, gagnstætt því sem margir halda í fyrstunni. Ennfremur sé Það má oft á tlðum sjá ýmis skemmtileg tilþrif hjá keiluspilurum I þann mund sem þeir sleppa kúlunni nauðsynlegt að menn séu rólegir og yfirvegaðir þegar þeir láta kúluna fara; séu sem eðlilegastir í hreyfmgum og snúi ekki uppá likamann. íslandsmeistarinn segir að áhuginn fyrir keilunni hafi verið mikill í byijun, en eftir að nýjabrumið fór af hafi áhuginn eitthvað dofnað, en nú sé keilan aftur á uppleið. Hann segir að íþróttin sé vinsæl hjá öllum aldurs- hópum, unglingum, konum og körlum. Eins er hún mikið stunduð af vinnustaðahópum, og dæmi eru um að lið samanstandi af einni fjölskyldu. Islandsmót í keilu hafa verið haldin ár hvert frá því Keilusalurinn var opnaður, og er keppt í fjórum unglingaflokkum, deildakeppni liða, para- og einstaklingskeppni. Ennfremur hafa íslenskir keilumenn tekið þátt í Norðurlandamótum og i Evrópubikarkeppni landsliða. Þegar íslendingar tóku fyrst þátt í þessari Evrópukeppni fýrir tveimur árum í Barcelona á Spáni, töpuðu þeir í öllum leikjum nema einum, þegar sigur vannst á liði Belgíu, sem eru núverandi Evrópubikarmeistarar. I fyrra fór þessi keppni ffarn í Vínarborg í Austurríki og þá unnu Islendingar fimm leiki og eru því á uppleið. Guðný Guðjónsdóttir ffamkvæmdastjóri Keilusalarins í Öskjuhlíð seg- ir að æskilegt sé að aðstaða til iðk- unar keilu sé á fleiri stöðum en í Reykjavík. Hún segir að aðilar á Akureyri og í Vestmannaeyjum hafi sýnt áhuga, en enn sem komið er hefur ekkert orðið úr fram- kvæmdum þvi kostnaður er mikill. „Unglingamir eru ekkert vandamál hér, og ef einhver vand- ræði eru þá tengjast þau yfirleitt fullorðna fólkinu,“ segir Guðný Guðjónsdóttir. -grh Til að ná árangri I keilu verða menn að vera vel með á nótunum og hafa einbeitinguna I lagi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.