Þjóðviljinn - 01.02.1991, Side 13

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Side 13
Upphaf Persaflóa- stríðs á forsíðum heimspressunnar. Virðuleg fréttablöð slepptu fram af sér beislinu og blésu í herlúðra engu síður en „gula pressan“ Náið honum drengir! Menn hafa ekki farið varhiuta af því að Persaflóastríðið er öðrum þræðinum fretta- og fjölmiðlastríð þar sem sannleikur- inn skiptir helst engu máli. Deiluaðilar, jafnt írakar sem þau ríki sem að Ijölþjóðahernum standa, keppast hvorir um ann- an þveran að fóðra fjölmiðla á þeim upplýsingum sem best þykir henta í hvert skiptið, þótt þeir fyrrnefndu beri skarðan hlut frá borði í þessum sálfræðihernaði, allavega hér á Vest- urlöndum. Það er fróðlegt að skoða hvemig hin ýmsu blöð, jafnt þau sem talin hafa verið til hóps virðulegra fréttaskýringarita, full- trúar „gulu pressunnar“ og ís- lensku blöðin brugðust við í upp- hafi stríðsins þann 17. janúar sl. og rýna örlítið í forsiður þeirra. Því verður seint uppá „gulu pressuna“ logið að hún láti sig yf- irvegun og hlutlægni í fréttaflutn- ingi og framsetningu eitthvað varða. Það kemur greinilega í ljós þegar forsíður ensku slúðurblað- anna eru skoðaðar þann örlaga- ríka dag 17. janúar. A þeim bæ er augljóslega mottóið að styðja með ráð og dáð við bakið á strák- unum okkar sem eru að stríða suður í Persaflóa og blása um leið í glæðumar um minninguna um heimsveldið sem einusinni var. Og ekki er Iaust við að nokkurs feginleika gætti yfir því að stríðið væri loksins hafið. Sun fer mikinn og birtir yfir forsíðuna mynd af breska fánan- um sem andliti af breskum her- mamii hefur verið skeytt inní með meðfylgjandi íýrirsögn: - Standið við bakið á drengjunum okkar og setjið þennan fána út í glugga hjá ykkur! Inni í blaðinu bætti dálkahöf- undur blaðsins um betur: - Það er tími til kominn að óði hundurinn verði knésettur, og dylst víst eng- um við hvem er átt. Daily Star, annar fulltrúi ensku slúðurblaðanna, rak upp heróp mikið: - Drengir, farið og grípið hann! Bæði Today og Daily Mirror flögguðu mynd af yngsta breska sjóliðanum á flota hennar hátign- ar suður við Persaflóa, hinum 17 ára gamla Stephen Lewis. - Stríðsbam, sagði háifgiidings myndatexti Mirrors með tilheyr- andi mynd af sjóliðanum unga. - Landið þitt þarfnast hans, sagði Today og bætti við í meginmáli: - Þetta unga andlit, sem geislar af æsku og fjöri, er verðugur fúlltrúi fyrir þær hetjulegu fómir sem Bretland er í þann mund að færa. Það þarf víst vart að taka það frarn að sama dag minntust þessi blöð lítt eða ekki á fjölmennar mótmælaaðgerðir gegn stríði sem fram fóm víðs vegar um Bretland síðustu klukkutímana áður en lokafrestur sá sem Sameinuðu þjóðimar gáfu írökum til að hypja sig frás Kúvæt rann út. En það var ekki eingöngu „gula pressan" sem ekki hélt vatni Siðurífyrsiulotu C-Apt. Okcvoay -i-.'i 1.1, IMGDAD og kuveft vilsjov v® tak- arítfíffc.M mitt í öllum stríðsæsingnum. For- síðu jafn virðulegs og íhaldssams tímarits og The Economist prýddi nærmynd af Saddam Hussein ásamt svohljóðandi fyrirsögn: - Vægið honum ekki. The European, nýliðinn í hópi heimsblaðanna, vitnaði í Bush Bandaríkjaforseta: „Við munum ekki bregðast" með táknrænni teikningu sem sýnir Bandaríkin í líki gamms veita írösku illfygli svöðusár í fyrstu atrennu. Við frétt neðar á síðunni var fyrir- sögn: - Erfið og löng bið á enda. í samanburði við þessa full- trúa heimspressunnar er fróðlegt að skoða forsíður íslensku dag- blaðanna. Ekki verður annað sagt en að þau hafi haldið ró sinni og látið yfirvegun ráða við fýrir- sagnagerðina, þótt DV hafi hlaup- ið á sig og látið glepjast af staðl- ausum yfirlýsingum marskálka bandamanna um sigur á írökum þegar í fýrstu lotu. Meira að segja Tíminn, sem daglega fer með miklum bumbuslætti á forsíðu, heldur aldrei þessu vant ró sinni. Hvort skýringin á þessari ró íslensku blaðanna stafar af því, að íslendingar eru ekki þátttakendur með beinum hætti að hildarleikn- um í Persaflóa, skal lesendum lát- ið effir að dæma um. -rk | SKEMMTISKREPP UM HELGI TIL...BALTIMORE/ HEL6ARFERÐ FÖSTUDAGUR TIL MÁTJUTDAGS LOMBARDY WASHINGTON DC TVEIR í HERB. KR. 33.580 Á MANN FLUGLEIÐiR Þjónusta alla leið

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.