Þjóðviljinn - 11.05.1991, Page 4
Líkamsleikhús
Þjófurinn -
fyrsta
tilraun
Unnið úr
hughrifum af verkum
Jean Genet
Lítill leikhópur áhugafólks
réð fyrir nokkru til sín tvo
leiðbeinendur, þau Árna Pét-
ur Guðjónsson leikara og
Sylviu von Kospoth danshöf-
und, og lásu saman þrjú
verk eftir Jean Genet. Síðan
var unnið úr hughrifum þeim
sem hópurinn og einstakling-
ar innan hans urðu fyrir af
verkunum. Eftir helgi ætla
þau að sýna verk sitt í Kram-
húsinu. Þjófurinn, fyrsta til-
raun, nefnir hópurinn verkið.
Málfríður Gísladóttir, ein úr
hópnum, sagði þau hafa soðið
verkið saman úr hughrifum
þriggja verka Genet, Þjóínum,
Svölunum og Vinnukonunum.
Genet hélt því fram að í skítnum
blómstraði rósin. Hann sagði
menn verða að leita að sannri ást
og sönnu hatri í göturæsinu.
Grunntilfinningin i verkinu,
sagði Málfríður, er ást og hatur.
Inn í það fléttum við hreyfing-
um og tónlist, ekki hreyfingum
sem okkur hafa verið kenndar,
heldur miðar hver og einn
hreyfingamar út frá sjálfum sér.
Þetta er mjög sjónræn sýning.
Við emm ekki að reyna að sýna
eitthvað eitt sérstakt, heldur að
benda á að við emm öll ólík og
skynjum hlutina á mismunandi
vegu. Við höfum lagt öllum
hefðum leikhússins fyrir róða,
spjótunum er beint að einstak-
lingunum, og vonandi tekst
okkur að snerta áhorfendur, það
kemur í Ijós.
Hópurinn varð til eftir nám-
skeið í Kramhúsinu fyrir ári. Þá
setti hann upp sýningu til að
sýna afrakstur námskeiðsins.
Eftir það fengu meðlimir hans
styrk frá menntamálaráðuneyt-
inu til að koma þeirri sýningu á
laggimar sem lítur dagsins ljós
eftir helgi. Þá hefúr hópnum
verið boðið á leiklistarhátíð i
Danmörku í sumar. Málffíður
sagði að þá yrði um að ræða
Þjófinn, aðra tilraun. Meðlimir
hópsins em á aldrinum 19 til 35
ára úr flestum starfsstéttum.
Sýningamar í Kramhúsinu
verða mánudag, þriðjudag og
fimmtudag kl. 21, og er miða-
verð 500 krónur.
BE
G ATN AMÁLAST JÓRIN N
í REYKJAVÍK
Tilkynning frá Gatnamálastjóra um hreinsunar-
daga í hverfum Reykjavíkur.
Hverfi 2 og 3. - Vesturbær, Miðbær og Aust-
urbær að Kringlumýrarbraut, laugardagur 11.
maí.
Hverfi 4. - Laugarnes, Langholt, Bústaða-
hverfi, Fossvogur og Blesugróf, laugardagur 18.
maí.
Hverfi 5 og 6. - Breiðholt og Seljahverfi, Ár-
bær, Selás og Grafarvogur, laugardagur 25.
maí.
Ruslapokar verða afhentir á hverfastöðum.
Safnað verður saman pokum og rusli sem er á
aðgengilegum stöðum.
Borgarbúar eru hvattir til að nota sér þessa þjón-
ustu.
Þjófurinn, fyrsta tilraun, kallast verk það sem hópur áhugaleikfólks sýnir ( Kramhúsinu eftir helgi. Á myndinni
eru þau Sverrir Stephensen og Ásta S. Ólafsdóttir á æfingu á Þjófnum. Mynd: Jim Smart.
Óratórían Páll postuli (Paulus) op. 36
eftir Felix Mendelssohn - Bartholdy
verður frumfiutt á Islandi í Hallgríms-
kirkju föstudaginn 24. maí kl. 20:00.
Mendelssohn var af gyðingaættum
en játaði kristna trú af mikilli alvöru. I
Paulus fjallar hann m.a. um trúskipti
Sáls frá Tarsus og er verkið „óslitin keðj,
fagurra hluta“ enda fór það sigurför um
alla Evrópu fyrir einni og hálfri öld.
Flytjendur: Sigrún Hjálmtýsdóttir
sópran, Alina Dubik mezzósópran,
Frieder Lang tenór og Andreas Schmidt
barítón, Mótettukór Ilallgrímskirkju og
Sinfóníuhljómsveit Islands. Konsert-
meistari er Andrzej Kleina. Stjórnandi
er Hörður Askelsson.
Forkynning a
Páli postula
Við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju sunnu-
daginn 12. maí verða sungin kunn sálma-
lög sem Mendelssohn notar í óratóríunni
Páli postula. Að messu lokinni talar Hörður
Áskelsson um verkið og skýrir það með
aðstoð Mótettukórsins.
Gatnamálastjórinn í Reykjavík
Miðasala í Hallgrímskirkju. Upplýsingar í síma 11416, 11417, 11418.
HVÍTA HÚSID / SÍA