Þjóðviljinn - 11.05.1991, Page 9
HELGARUMRÆÐAN
Áætlunin á að varpa Ijósi á vandamál sem bíða úrlausnar í
skólakerfinu og beina athyglinni að ákveðnum
forgangsverkefnum sem leysa þarfá síðasta áratug 20. aldar.
Kæri menn sig um getur stefnan einnig verið rökstuðningur
fyrir fjárlagatillögum þegar fjármunum er skipt á Alþingi.
Fráfarandi menntamálaráðhera
Svavar Gestsson afhenti nýskipuðum
menntamálaráðherra Ólafi G. Einars-
syni framkvæmdaáætlun menntamála-
ráðuneytisins í skólamálum til ársins
2000 þegar Óiafur tók við iyklum að
menntamálaráðuneytinu 30. apríl si.
Áætlunin, sem hlotið hefur heitið Til
nýrrar aldar, er um 200 síður og hefur
að geyma lýsingu á stöðu mála á öllum
skólastigum og áætlanir um þróun á ein-
stökum sviðum á næstu árum.
Stefna menntamálaráðherra á hveijum
tíma mótast af lögum sem sett eru á Al-
þingi og þeim áherslum sem hann vill setja
á oddinn. Það er mikill styrkur fyrir nýjan
ráðherra að fá slíka áætlun í hendur. Hann
sér hvaða málum er verið að vinna að og
getur þá tekið afstöðu til einstakra mála,
samþykkt að halda áfram á sömu braut,
breytt um áherslu og forgangsröðun eða
tekið upp ný mál. Meðan ráðherra hefur
ekki ákveðið að breyta um áherslur geta
starfsmenn innan og utan ráðuneytis haldið
áffam að vinna á þeirri braut sem mörkuð
hefur verið. Það er síðan á valdi Alþingis á
hverjum tíma að breyta heildarstefnu sem
mörkuð er með lögum.
Rökstuðningur
ffyrir framkvæmda-
áætluninni
Það skiptir miklu máli að þeir sem
vinna að skólamálum geri sér far um að sjá
sem lengst fram í tímann eða eins og segir
í inngangi ffamkvæmdaáætlunarinnar
„Lífsafkoma þjóðarinnar byggist annars
vegar á auðævum lands og sjávar og hins
vegar á menntun þjóðarinnar og þekkingu.
Nemendur sem nú eru í grunnskólum stíga
sín fyrstu spor í atvinnulífinu og stofna
Qölskyldur um og eftir aldamót. Þau böm
sem um þessar mundir eru að heíja skóla-
göngu á leikskólum koma á vinnumarkað-
inn á öðrum áratugi næstu aldar." Ennfrem-
ur segir: „Þessari langtímaáætlun um fram-
kvæmd ýmissa þátta skólamála er ætlað að
auðvelda öllum þeim sem vinna að
menntamálum að sjá verkefni í samhengi,
hvetja menn til að horfa fram í tímann og
stuðla að meiri samfellu í starfsemi og þró-
un þeirra mála sem unnið er að. Henni er
jafnffamt ætlað að örva framsækna hugsun
og stuðla að hagræðingu og samvinnu á
sviði menntamála. Hún á að varpa ljósi á
vandamál sem bíða úrlausnar í skólakerf-
inu og beina athygfinni að ákveðnum for-
gangsverkefnum sem leysa þarf á síðasta
áratug 20. aldar. Þannig er á hveijum tíma
ljóst hvert er stefnt en ekki teknar ákvarð-
anir um einstaka þætti án samhengis við
annað; meiri líkur eru á að málum verði
fylgt eftir; auðveldara en ella að útskýra
það sem gert er; menn vita betur hvar þeir
standa og auðveldara er að andmæla stefh-
unni eða lýsa sig fylgjandi henni.“ Kæri
menn sig um getur stefnan einnig verið
rökstuðningur fyrir fjárlagatillögum þegar
Qármunum er skipt á alþingi.
Undirbúningur að þessari áætlanagerð
fór að mestu fram á árinu 1989 en þá stóð
menntamálaráðuneytið m.a. fyrir víðtækri
skoðanakönnun um helstu forgangsverk-
efni í skólamálum næstu 10 árin, sendir
voru spumingalistar til framhaldsskóla og
háskóla, haldnir voru fundir víða um land
þar sem fjallað var um þróun mála á öllum
skólastigum eða einstök skólastig tekin
fyrir sérstaklega og nefndir störfuðu um
einstaka málaflokka. Vinna við áætlunina
sjálfa hófst síðan i ráðuneytinu í byijun árs
1990 og henni lauk í febrúarlok 1991. Drög
að áætluninni voru til umfjöllunar á
menntamálaþingi sem ráðuneytið stóð fyr-
ir í nóvember 1990. Um þrír tugir bréfa
bárust með tillögum og athugasemdum við
drögin og haldnir voru nokkrir fundir um
einstaka þætti þeirra. Við áætlanagerðina
var einnig tekið mið af niðurstöðum fjölda
nefnda sem starfað hafa á vegum ráðuneyt-
isins á undanfomum ámm, fyrirliggjandi
frumvörpum og stefnuskrám kennarasam-
taka og stjómmálaflokka, en megingrunnur
hennar er að sjálfsögðu þau markmið sem
sett em fram í fyrirliggjandi lögum og
reglugerðum. Eins og segir í áætluninni
„Það sem einkennir því þessa áætlun er að
margs konar markmið sem sett hafa verið,
áætlanir sem unnið hefur verið að og kann-
anir sem gerðar hafa verið og snerta skóla-
mál em hér tvinnaðar saman á einum stað,
jafnffamt því sem farið hefur fram víðtæk
umræða við fjölda aðila um áætlunina."
Allra stuðningsgagna er getið i heimilda-
skrá og ffernst í hverjum kafla er listi yfir
útgáfur menntamálaráðuneytisins frá und-
anfömum ámm.
Aætlunin skiptist í átta kafla, auk inn-
gangs og ávarps ráðherra. í viðauka er gerð
grein fyrir kostnaði af framkvæmd hennar.
1 inngangi er áætlunin rökstudd, gerð grein
fyrir undirbúningi og vinnu við hana, fjall-
að um ytri aðstæður eins og fjölda nem-
enda og kennara, samfélagsþróun, þróun
efnahagsmála og fjárhagslcga getu, hefðir
um skólahald, húsnæði o.fl.
Fjögur
meginmarkmið
I fyrsta kafla er fjallað um meginmark-
mið sem snerta öll skólastig. Sett em fram
markmið um
* jafnrétti allra til náms - menntun fyr-
ir alla, allt lífið
* lýðræði og skólastarf- valddreifingu
og aukið sjálfstæði skóla
* mat og rannsóknir á skólastarfi
* tengsl skóla við umhverfi sitt - nátt-
úm og mannlegt samfélag í alþjóðlegu
ljósi.
Eins og segir í áætluninni „valddreif-
ing, mat og tengsl skólastarfs við alla þætti
samfélagsins em leiðir til að stuðla að betri
menntun. Góð menntun fyrir alla, allt líjið
em því einkunnarorð þessarar áætlunar í
skólamálum til ársins 2000“.
Með menntun fyrir alla er átt við að
fötlun, búseta, kynferði, þjóðemi eða bágur
efnahagur hindri engan í námi og lögð
áhersla á virka upplýsingamiðlun og leið-
sögn með öflugri námsráðgjöf á öllum
skólastigum. Sömuleiðis er lögð áhersla á
að allir fái notið sín í námi og likamleg eða
andleg líðan eða félagslegir erfiðleikar séu
þar sem minnstur þrándur í götu. Því þurfi
að skoða möguleika á samstarfi þeirra sem
vinna margs konar fyrirbyggjandi starf og
sinna sál- og heilsugæslu í heilbrigðiskerf-
inu, sálfræðiþjónustu skóla og félagslegri
þjónustu sveitarfélaga.
Nátengd markmiðum um skóla fyrir
alla em markmið um menntun allt lífið eða
símenntun sem hefst í leikskóla og endar í
fullorðinsffæðslu. „Allir þegnar þjóðfé-
lagsins eiga ekki aðeins að hafa jafnan rétt
á grunn- og ffamhaldsmenntun á yngri ár-
um heldur einnig til fullorðinsfræðslu og
endurmenntunar alla ævi svo hæfileikar
hvers og eins fái notið sín og þeir fái tæki-
færi til að virkja sköpunargáfu sína og hug-
myndauðgi í bóklegu og verklegu námi.“
Með auknu sjálfstæði og dreifingu
valds til fræðsluumdæma, skóla og skóla-
nefnda er gengið út ffá því að starfið verði
árangursríkara og þar með verði menntun-
in betri og fjármagn sem lagt er í menntun
nýtist betur. Lögð er áhersla á sjálfstæði
grunnskóla, ffamhaldsskóla og háskóla t.d.
um námsskipan, skólaþróun, mannaráðn-
ingar og fjármál. Faglegt sjálfstæði leik-
skóla hefur alltaf verið mikið og áhersla er
lögð á að svo verði áffam. Aukinn hlutur
foreldra er liður í valddreifingu.
Mat og rannsóknir á skólastarfi hafa
þann tilgang að hjálpa skólum að bæta
menntun, bera kennsl á þróun og greina
vandamál svo bregðast megi við þeim.
Upplýsingaöflun, rannsóknir og þróunar-
starf þarf að vera grunnur ákvarðana og
stefnumótunar og breytingum og nýjung-
um þarf að fylgja eftir með rannsóknum og
mati.
Lögð er áhersla á að nemendur kynnist
og taki þátt í atvinnulífinu í nánasta um-
hverfi sínu með heimsóknum og dvöl á
vinnustöðum og að nemendur í framhalds-
námi á sem flestum námsbrautum hljóti
þjálfun í atvinnulífmu til ákveðinna starfa
sem byggi á samvinnu skóla og aðila í at-
vinnulífinu. Einnig er lögð áhersla á að
nemendur tengist menningarlífi, m.a. með
því að iðka list og njóta hennar. Loks er
áréttað að í skólakerfi allt ffá leikskóla sé
lögð rækt við virðingu fyrir náttúrugæðum
og rétti komandi kynslóða til jarðarinnar.
Áhersluþættir ffrá
leikskóla til
fullorðinsfræðslu
Kaflar tvö til sex fjalla um skólastigin
fimm, leikskóla, grunnskóla, framhalds-
skóla, haskóla og fullorðinsffæðslu. Sér-
takur kafli er um menntun kennara og
fóstra til að leggja áherslu á mikilvægi
þessarar menntunar fyrir þróun skóla.
Lokakaflinn er um menntamálaráðuneytið.
Hver kafli hefst á almennum inngangi
þar sem greint er frá stöðu mála á viðkom-
andi skólastigi og er m.a. getið um nem-
endafjölda, námsskipan, lög og reglugerð-
ir. Síðan eru sett ffarn nokkur meginmark-
mið um viðkomandi skólastig, markmiðið
skilgreint og rökstutt og getið helstu skrefa
sem stíga þarf til þess að ná markmiðinu.
Leikskóli er
menntastofnun
I kafla um leikskólann er lögð áhersla á
að staða leikskóla sem uppeldis- og
menntastofnunar fyrir böm undir grunn-
skólaaldri verði styrkt og stefnt að því að
leikskólinn verði opinn öllum bömum á
leikskólaaldri.
Nám við hæffi
í grunnskóla og
framhaldsskóla
I gmnnskólakaflanum er m.a. lögð
áhersla á einsetinn, samfelldan skóla,
lengri skóladag yngstu nemenda og skóla-
máltíðir, stefnt verði að því að allir nem-
endur eigi kost á námi við hæfi í skóla-
hverfi sínu og nám í grannskóla sé skipu-
lagt á forsendum allra nemenda. Sett era
fram markmið um aukinn hlut lista, verk-
menntagreina og skólaíþrótta og lögð
áhersla á fjölbeytt námsgögn. Jafnffamt er
fjallað um sjálfstæði skóla og skólaþróun
og mat og eftirlit með skólastarfi.
Framhaldsskólakaflinn hefur að geyma
markmið um aukna fjölbreytni í námi þar
sem segir að allir nemendur i ffamhalds-
skólum eigi að eiga völ á fjölbreyttu bók-
legu og verklegu námi sem höfðar til þeirra
og þeir ráða við. Námið sé mislangt og
tengist helstu sviðum atvinnu- og menn-
ingarlífs á hveijum tíma. Allir eiga þannig
kost á starfsmenntun, ýmist í framhalds-
skóla eða háskóla. Einnig era sett fram
markmið um samstarf skóla og atvinnulífs,
listiðkun og umfjöllun um listir, námskrá
og náms- og kennslugögn. Lögð er áhersla
á framkvæði skóla, sérhæfingu þeirra og
verkaskiptingu og mat og eftirlit með
skólastaríi.
Háskóli og fullorðins-
fræðsla tekur við af
framhaldsskóla
I háskólakaflanum er lögð áhersla á
mikilvægi þess að skilgreina háskólanám
og mörk ffamhaldsskóla- og háskólastigs,
samvinnu og verkaskiptingu milli skóla og
sjálfstæði þeirra.
I kafla um fullorðinsfræðslu era sett
fram markmið um upplýsingamiðlun um
fullorðinsffæðslu, leiðsögn og ráðgjöf á
þessu sviði. Lagt er til að stofnað verði
fullorðinsffæðsluráð og menntunarsjóður
fullorðinna.
Á sviði kennara- og fóstramenntunar
era sett ffam markmið um menntun fyrir
starfsfólk skóla á öllum helstu sviðum
skólakerfisins, kennara- og fóstrumenntun
fyrir fólk búsett víðs vegar um landið og
endurmenntun uppeldisstétta.
Starfshættir menntamálaráðuneytisins
era teknir fyrir í kafla um menntamála-
ráðuneytið, sömuleiðis er m.a. fjallað um
eflingu fræðsluskrifstofa, samráð um
stefnumörkun og þróunarráð.
Þegar hefur nokkram þáttum sem þama
er mörkuð stefna um verið hrint i ffarn-
kvæmd, þar ber hæst lög um leikskóla og
grannskóla sem era grannur að mörgum
öðram stefnumiðum. Til nýrrar aldar hefur
verið send til allra skóla og annarra
menntastofhana. Það er á valdi skólamanna
sjálfra að nýta hana sem hjálpartæki í þró-
un skólans telji þeir það æskilegt, en það
ber að undirstrika að lokum að stefna sem
þessi verður aldrei fullskrifuð, hana þarf
stöðugt að endurskoða og aðlaga breyttum
tímum og nýjum sjónarmiðum.
Gerður G.
Óskarsdóttir
Höfundur var ráðu-
nautur fym/erandi
menntamálaráðherra
um uppeldis- og
skólamál.
„Til nýrrar aldar“
markar leiðina
Laugardagur 11, maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9