Þjóðviljinn - 11.05.1991, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Qupperneq 12
Sól úr sorta „Heimurinn færði mér óhamingju í ár“ Rauði krossinn stendur nú fyrir alheimsátaki til hjálpar stríðshrjáðum undir yfirskrift- inni „Sól úr sorta“. Helmingur söfnunarijár mun renna til Kúrda og helmingur til stríðs- hrjáðra í Afganistan. Rauði kross íslands hefur ákveðið að verja þeim fjármunum sem hér safnast til hjálpar fólki sem hefur misst útiimi í Afganistan °g byggja upp gervilimaverk- stæði. Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur er ný- komin heim frá Kabúl þar sem hún hjúkraði særðum börnum á sjúkrahúsi Rauða krossins í sex mánuði. „Ég er tilbúin að fara út aftur en ég verð að fá tíma til að safna orku og hvíla mig. Maður er alveg búinn að vera eftir hálft ár,“ segir hún. Gleymdu stríöin Árið 1988 vann Hildur á skurð- sjúkrahúsi í búðum fyrir kambód- íska flóttamenn í Thailandi í hálfl ár. „Það geisa tugir gleymdra stríða um allan heim. Eg held að fáir ís- lendingar geri sér grein fyrir því að það séu einhver slík vandamál í Thailandi,“ segir Hildur. „Kamp- útsea liggur að Thailandi og allt frá árinu 1979 hefur legið stoðugur straumur flóttamanna þaðan. 011 landamærin eru þakin flóttamanna- búðum. í þeim eru að minnsta kosti 250-300.000 manns. Búðimar eru allar lokaðar og margir þeirra sem komu fyrstir fyrir ellefu árum eru þar ennþá. Þama fæðast böm og al- ast upp við ömurlegar aðstæður. Skortur er á hreinlætisaðstöðu og algengt er að lungnabólga, berklar og niðurgangspestir heiji á fólkið. Thailendingar vilja ekki opna land sitt íyrir flóttamönnum og thai- lenskir hermenn gæta þess að eng- inn flýi úr búðunum." Hildur vann á eina skurð- sjúkrahúsinu á svæðinu og það tók eingöngu við særðum. „Spítalinn er úr bambus og heldur hvorki vatni né sandroki. Vatn er flutt inn í tankbílum en allur aðbúnaður og vistir em mjög takmörkuð.“ Hildur kom heim frá Thailandi um mitt ár 1988 og segir það hafa tekið langan tíma að jafna sig aftur eftirþessa lífsreynslu. „Það er jafn- vel erfiðara að koma heim aftur en fara út,“ segir hún. „Maður upplifir svo mikið á þessum stutta tíma og er klipptur út úr öllum aðstæðum sem maður hefúr vanist. Það tekur þvi langan tíma að melta þetta allt þegar heim er komið.“ Eldflaugum rignir daglega yfir Kabúl Hildur hikaði þó ekki þegar hún var beðin um að fara til Afgan- istan á síðasta ári. Þar vann hún á bamadeild sjúkrahúss Rauða krossins i Kabúl. í Afganistan ríkir enn stöðugur innanlandsófriður. Landið er illa farið af eldflaugaárásum og jarðsprengjum. Efnahagur er bág- borinn og Afganir, sem telja 20 miljónir, eru nú ein af fátækustu þjóðum heims. Meirihluti þjóðar- Algengustu áverkarnir sem börn verða fyrir eru bruni og áverkar af völdum fiisa úr eldflaugum. Mynd: Hildur innar er ólæs og mikill skortur er á fagfólki í öllum greinum atvinnu- lífs. Heilbrigðisþjónusta er léleg og stendur hinum fátæku ekki til boða. Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur er nýkomin frá Kabúl: „Maður fyllist reiði þegar maður tekur á móti sundurtættum og fótalausum bömum og spyr sjálfan sig: Af hverju, af hverju?" Mynd: Kristinn Átta miljónir hafa flúið ófriðinn, flestir til Pakistan. Landið er íjalllent og harðbýlt. Útflutningur, sem áður byggðist á landbúnaði, er lítill. Vegir eru fáir og hæltulegir vegna jarðsprengja og hemaðar. Almenningur býr í illa upphituðum leirhúsum eða kofúm án rafmagns. Stjómarherinn hefúr Kabúl og nokkrar aðrar borgir á sínu valdi en skæruliðar ráða rikjum á lands- byggðinni og geta einangrað borg- imar. „Vegimir em umsetnir af báðum aðilum. Stjómarherinn heldur einum vegarbút og skæm- liðar öðmm bút þannig að fólk get- ur ekkert farið og er kyrrsett þar sem það er. Sundurleitir skæmliða- hópar halda til í fjöllunum um- hverfis borgina. Þeir láta eldflaug- um rigna yfir borgina á hveijum degi og stjómarherinn skýtur eld- flaugum út. Tilviljun ræður hvar flaugamar lenda og það má segja að önnur hver bygging í borginni sé í rústum. Hreinlætisaðstaða er léleg og sjúkdómar því algengir. Niður- gangs- og ormapestir em landlægar og fólk tekur þeim orðið eins og sjálfsögðum hlut. Stjómin rekur þó nokkra spít- ala í borginni en það þarf að greiða fyrir læknishjálp þar og það geta hinir fátæku ekki. Okkar þjónusta er ókeypis en það er ofl yfirfullt hjá okkur þegar við vitum um rými annars staðar. Við sinnum einungis þeim sem em særðir af völdum ófriðarins og því er reynt að beina öðm fólki á sín eigin sjúkrahús. Rauði krossinn er eina hjálparstofnunin sem rekur sjálfstætt sjúkrahús í Kabúl og hef- ur þar 300 rúm en það er engan veginn nóg. Á landsbyggðinni starfa einnig nokkrar smærri hjálp- arstofnanir auk Sameinuðu þjóð- anna að öðmm verkefnum en sjúkrahúsrekstri, t.d. að bæta hrein- lætisaðstöðu, bólusetja böm, gefa afgönskum sjúkrahúsum lyf og fleira." Brenndu börnin lifa sjaldan af „Algengast er að fólk særist á fótum eftir jarðsprengjur eða eld- flaugar. Fólk missir ofl fætur, ann- an eða báða. Það er eitt gervilima- verkstæði í Kabúl sem er rekið í gamalli reiðhjólaverksmiðju og það er ætlunin að veija því fé sem safnast hér til að stækka hana og byggja fleiri á landsbyggðinni. Ka- búl er umsetin og fólk kemst ekki út úr borginni. Á landsbyggðinni em tugir þúsunda manna sem vant- ar fætur. Á bamadeildina var oflast komið með böm með áverka um allan líkamann eftir eldflaugaflísar. Mörg þeirra fá höfuðáverka og það em þau tilvik sem við eigum mjög erfitt með að sinna. Talsvert var einnig um að taka þurfti fótlegg af bömum. Sjá næstu slðu a 12.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ ‘ Laugardagur 11. maí 1991 'O i.i. t'iT ,íí i'jysb'if'gt't--1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.