Þjóðviljinn - 11.05.1991, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Qupperneq 17
Sól úr Sorta Þið vitið að stríðinu við Persaflóa er lokið. Það er ekki lengur í fréttum. Sennilega eru bæði foreldrar ykkar og kennarar hættir að tala um það við ykkur. Flestir eru fegnir að það varð ekki lengra. En af stríðinu hlaust mikið tjón. Nú þarf að taka til eftir það. Það þarf að ryðja í burtu rústunum. Það þarf að byggja upp á nýtt það sem var eyði- lagt. Það þarf að hjálpa þeim sem urðu að flýja. Það þarf að gefa börn- unum sem misstu heimili sín, heimili á ný. Það þarf að hugga þau sem misstu feður sína, eða mæður eða aðra nákomna ættingja. Það er hægt að hjálpa Alþjóðleg samtök eins og Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn hafa það hlutverk að hjálpa fólki, sem hef- ur orðið fyrir miklu tjóni af völdum stríðs eða náttúruhamfara. Og ein- mitt þessa dagana eru þau að vekja athygli á starfsemi sinni og safna peningum til þess að kosta hjálpar- starfið. Bæði rokkkonsertinn sem Óli Helgi fór á og Ijölskylduhlaupið, sem sum ykkar tóku þátt í, fóru fram til þess að styðja við bakið á börnum, sem þið hafið aldrei hitt og munuð sennilega aldrei hitta. Þið vitið bara að þau eru til. Og þið vitið að nú eiga þau bágt. Og þó að seint verði hægt að hjálpa öllum börnum, sem eiga bágt, þá er hægt að hjálpa sumum. Það er hægt að gefa þeim nýja von um að sólin komi aftur úr sortanum. Að myrkrið sem helltist yfir þau, þegar þau misstu land sitt eða heimili, breytist aftur í bjartan dag. Símasambandið - Eyja, þetta er Öli Helgi. - Sæll, elsku drengurinn minn. Mikið er langt síðan ég hef heyrt í þér. - Eg er alltaf úti að leika mér. Það er komið svo gott veður. - En skólinn er ekki búinn enn. Þarftu ekki að læra fyrir vorpróf? - Jú, soldið. En ég verð samt að fá að leika mér. - Já, já! Auðvitað verða börn að leika sér. En þau ættu nú ekki að vera lengi úti á kvöldin fyrr en skólinn er búinn. - Ég fékk að vera lengi úti um daginn. Ég fór með mömmu og pabba á rokk- konsert Rauða krossins. Við komum ekki heim fyrr en að verða hálftólf. Fórst þú ekki? - Ekki nema óbeint. Ég var í heimsókn hjá vinkonu minni í Þingholtunum og við heyrðum óminn af honum allt kvöldið. - En ætlar þú að gefa í söfnunina? - Já, Óli minn. Ég held ég verði að láta eitthvað af hendi rakna. Þótt ekki sé til annars en friða samviskuna. - Pabbi segir líka, að maður gefi bara til að friða samviskuna. En mamma segir að peningarnir hjálpi fullt af fólki. Hjálpa þeir fólki? - Já, Óli. Þeir hjálpa fólki. Eitthvað svolitið hjálpa þeir nú fólki. En mesta hjálpin væri samt fólgin í því að setja minni peninga í vopn og meiri í að koma í veg fyrir stríð og hungursneyðir. - Af hverju er það ekki gert? - Það má nú kannski segja, að það sé líka gert. Á meðan veröldin logar ekki öll í stríði. Og þó að manni finn- ist stundum að mennirnir séu alveg óttalega vondir og vit- lausir, þá geta þeir líka verið góðir og skynsamir. Menn eru ýmist vinir eða óvinir. - Gummi er vinur minn. En helvítið hann Sísi er sko ekki vinur okkar. Hann var að reyna að spilla Ronju og Öldu Sif í gær. - Já, svona gengur þetta. - En nú erum við að fara í brennó. Bless. Úr Ijóðabók barnanna Daglegt líf í febrúar Ég sit við giuggann sem nötrarafofsa í veðrinu. Vindurinn er í ham húsin fjúka út í loftið þau tætast í sundur. Ljósið er farið það er dimmt það er kalt. En fólkið fauk ekki burt. Þetta eru náttúruöfl segir fullorðna fólkið. Úti í heimi eru líka hús að splundrast af sprengjum og byssu skotum. Mennirnir eru I ham mannslífin fjúka burt. Þetta er stríð segir fullorðna fólkið. Kristín Jóhannsdóttir 12 ára Jórdanía Jórdanía heitir land, sem tekur á móti fleiri flótta- mönnum en nokkurt annað land í heiminum af svip- aðri stærð. Þar hafa bæði Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn reist tjaldbúðir fyrir fólk á flótta frá mörgum löndum. Og þangað flúðu margir undan persaflóastríðinu. Það er ekki mikið við að vera fyrir börnin í eyði- mörkinni. Enginn skóli, engir leikvellir, ekki sting- andi strá, ekki stakt tré. Samt reyna börn alls stað- arað leika sér. Þau eignast nýja vini og þau láta sig dreyma um að komast aftur heim. Að minnsta kosti vonast þau til að geta einhvers staðar byrjað nýtt og eðlilegt líf. Og þó að vonska heimsins hafi bitnað sárt á þessum börnum, þá geta þau samt brosað og ver- ið glöð, bara ef við gleymum þeim ekki. Það er þeim huggun, ef íslensk börn yrkja til þeirra Ijóð, eða fá foreldra sína til að setja peninga í söfnun Rauða krossins. Kveðja ?*ÚÐ'% o o Innritun hafin 1. námskeið 27. maí-7. júní 2. námskeið 10. júní-21. júní 3. námskeið 24. júní-5. júlí 4. námskeið 8. júlí-19. júlí 5. námskeið 22. júlí-2. ágúst 7991 ★ Fjölbreytt íþróttanámskeið fyrir stráka og stelpur ★ Samfelld dagskrá frá kl. 9-16 ★ Gæsla frá kl. 8-9 og 16-17 ★ Heitur matur innifalinn í verði ★ Góðir leiðbeinendur ★ Systkinaafsláttur ★ Afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið ★ Allir fá sumarbúðaboli ★ Verð kr. 9.800,- fyrir námskeið 1,3,4 og 5 ★ Verð kr. 8.800,- fyrir námskeið 2 ★ Visa - Eurocard Innritun og upplýsingar á skrifstofu Vals á Hlídarenda alla daga kl. 9-12 og 13-16. SÍMAR12187 OG 623730. Laugardagur 11. maí 1991 NÝTT- HELGARBLAÐ — SÍÐA 17 " ....." 1 11 i-'iSl-««;«! »íAT.jyí*A?yjyi.J* rw'A1? VRt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.