Þjóðviljinn - 11.05.1991, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Qupperneq 22
Form hljóðsins og litur þagnarinnar Á rölti um sýningarsali borgarinnar Finnbogi Pétursson: „Hringur". Efni: hljóð, vatn og Ijós. Ef einhverjir eru þeirrar skoðunar að myndlistin sé hætt aö geta komiö okkur á óvart og sett ímyndunaraflið á hreyfingu vegna þess að á þeim vettvangi séu þegar allir möguleikar tæmdir, þá hefðu þeir hinir sömu gott af því að líta inn á sýningu Finnboga Péturssonar í Nýlista- safninu. Einkum ætti verk það, sem hann hefur unnið með hljóðbylgjum á vatn og varpað síðan með Ijósspeglun upp á vegg sýningarsalarins, að vekja athygli. Þar er um að ræða verk sem er ekki bara nýstárlegt heldur líka margrætt, áreitiö og ertandi fyrir hugann og ímynd- unaraflið. Verk þetta er gert af hátalara sem hangir úr loftinu rétt yfir sléttum vatnsfleti sem fyllir hluta af gólffleti salarins. Hátalarinn er síðan mataður á rafstraumi sem framkallar tímabundin lágtíðni- hljóð með stigvaxandi tíðni. Hljóðin skella á vatnsfletinum og mynda á honum gárur sem taka form af hljóðgjafanum og styrk hljóðbylgjanna annars vegar og formi laugarinnar sem vatnið er í hins vegar. Þegar gárumar skella á barm laugarinnar endurkastast þær og mynda síbreytilegt mynst- ur inn í þau hringferli sem gárum- ar mynda. Ljóskastari endurvarp- ar síðan Ijósbroti í vatninu upp á vegg salarins þar sem gámmar teikna mynstur sem tekur breyt- ingum í samræmi við hljóðin úr hátalaranum. Þannig breytist stig- mögnun lágtíðnihljóðanna í stig- magnandi myndbreytingu á vegg salarins. Finnbogi segir að myndin á veggnum sé teikning í sínu ein- faldasta formi. En það sem gerir þessa teikningu hins vegar áleitna og margbrotna er sú staðreynd að hún er í raun ummyndað hljóð. Hún er ekki öll þar sem hún er séð frekar en að hljóðið sem heyrist frá hátalaranum er allt eins og það heyrist. Bæði hljóðið og teikning- in eiga sér fleiri víddir og fleiri efnislega eiginleika en okkur gmnar í fyrstu. Finnbogi hefur þama brúað bilið á milli hljóðs og forms eða á milli tónlistar og myndlistar með áþreifanlegum hætti, gefið teikningunni og tón- listinni nýja vídd. Annað verk Finnboga á þess- ari sýningu er línuteikning úr hljóði. Nokkrir tugir lítilla hátal- ara em festir upp á streng eftir endilöngum vegg salarins. Þeir gefa frá sér lágstillt og jöfn há- tíðnihljóð með mismunandi tíðni. í þessu verki blandar Finnbogi líka saman myndrænni og hljóð- rænni skynjun um leið og hann gefur hugtakinu lína nýja vídd. Hljómblöndunin frá hátölumnum gerir það að verkum að í salnum virðist ríkja samfelldur ómur sem fylgir öllum veggnum með jöfn- um styrk. En sé gengið nær lín- unni greinir eyrað mismunandi hátíðnihljóð um leið og við heyr- um óminn af línunni allri óma í salnum. Línan reynist semsagt tvinnuð úr ólíkum hljómþáttum sem em breytilegir eftir því sem við fæmm okkur meðfram henni. Þau sjónrænu og hljóðrænu áreiti sem þetta verk felur í sér hvetja okkur til umhugsunar og setja ímyndunaraflið af stað í vanga- veltum um víddir teikningar, hljóðs og tíma og innbyrðis tengsl þeirra í skynjun okkar. Þótt „teikningar“ Finnboga komi ímyndunaraflinu þannig af stað er rétt að hafa það í huga að verkin sjálf em á engan hátt tengd tímabundnum tilfmningasveiflum í sálarlífi höfundarins. Þannig veita þær áhorfandanum fúllkom- ið frelsi til þess að skynja verkin á sínum eigin forsendum. Það er ekki síst þessi „ópersónulega“ af- staða höfúndarins sem gerir það að verkum að sýningin í heild kemur eins og ferskur andblær inn í nokkuð dmngaleg og loftlítil salarkynni íslenskrar myndlistar á þessum vetri. ****** Á efri hæðum Nýlistasafnsins sýnir Guðjón Ketilsson tréskúlp- túra. Þetta em verk sem yfírleitt era unnin úr heilum tijábolum og mynda eins konar andlit eða skap- gerðir sem em ávöxtur þess stefnumóts sem hendur lista- mannsins hafa átt við tréð. Það er íjóst að Guðjón er mjúkhentur og tilfinninganæmur í fingmnum og gælur hans við tréð bera vitni um gott og næmt handbragð, en ka- rakteramir sem verða til af þess- um ástafúndum Guðjóns við efni- viðinn em hins vegar greinilegir bastarðar. Náttúran öðlast nýjan karakter þegar maðurinn leggur hönd sína á hana á sama hátt og maðurinn umbreytist í meðferð náttúrunnar. Þótt tijábolurinn hafi oft í sér fólgna fallusarimynd og skógar- höggið hafi verið túlkað sem ígildi vönunar, þá em tijábolir Guðjóns tvíræðnari en svo. Þetta em bólgnir bolir og þungaðir af eins konar sifjaspelli, líkt og gyðj- an Mirra sem þunguð af völdum foður síns umbreyttist í tré skömmu áður en hún gat af sér hinn engilfríða son sinn, Adonis. Ef bolir Guðjóns em ekki af kven- legri ætt, þá em þeir í það minnsta tvíkynja, berandi í sér eitthvað ófætt og ffíðara en móðureikin sjálf. Norræna húsiö „Ég mála borð, hús og lampa- skerma vegna þess að það em svo einföld form að ég ræð örugglega við þau“ sagði norski málarinn Sverre Wyller, þegar ég gekk með honum um sýningu hans í kjallara Norræna hússins í vikunni. Þetta em yfirlætislaus akrílmálverk, sem ganga út frá einföldum frum- formum eins og burstahúsi, borði, stól, lampa eða undirskál á hvolfi, sem á að tákna eyju. Og mynd- fletinum er gjaman skipt í tvennt á milli þess sem er „inni“ og „úti“, þar sem rammi gluggans leikur á þá sjónhverfingu sem fólgin er í fjarvíddarteikningu á tvívíðum fleti málverksins. Þessi form í myndum Sverre Sverre Wyller: Sjónarhorn skipuleggjandans 22 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.