Þjóðviljinn - 12.07.1991, Side 9
Geithafra-
söngur
Senur úr harmleiknum Medea eflir Evrepldes, skreyting á vasa.
Fyrir allmörgum árum flutti
útvarp Reykjavík fomgrískan
harmleik, og bergmálar enn i
huga mér hvernig leikararnir ro-
guðust burt með langar og lit-
lausar orðræðurnar án þess að
geta svo mikið sem jafnhattað
þær, hvað þá lyft þeim til hæða.
Þó hljómar kórinn enn skærar í
endurminningunni: þeir sem
stóðu fyrir fiutningnum reyndu
að leysa það vandamál hvemig
túlka mætti kórkaflana í verkinu
- en það stendur nútimaleik-
stjórum gjarnan mjög fyrir þrif-
um - með því að tefla fram tal-
kór einhverra kalla sem kyrjuðu
textann nokkurn veginn í takt,
nema þegar þeir hittu ekki á að
byrja á sama augnabliki. Hljóm-
urinn var ótrúlegur: það var eins
og þama væru saman komnir
þeir geithafrar sem sagt er að
tragedían dragi nafn sitt af, en
fróðir menn telja að það orð út-
leggist sem „geithafra-söngur".
Af forvitni hleraði ég nokkuð
eftir viðbrögðum íslenskra út-
varpshlustenda á þessum tíma, og
luku þeir upp einum munni að
þessi tvö þúsund og fimm hundr-
uð ára gamli samsetningur væri
orðinn eins úreltur og ffekast gæti
verið og út í hött að bera hann á
borð fyrir nútímamenn, sem
gerðu dálítið meiri kröfúr um
dýpt og efnistök. Menn voru
næstum því eins neikvæðir og
skólabræður mínir nokkrum árum
síðar, þegar þeir voru látnir lesa
M. Tulli Ciceronis De senectute.
En það kemur oft í ljós, eins
og heimspekingar hafa löngum
bent á, að fortíðin er alls ekki nein
fúllsmíðuð mynd á stalli, heldur
breytist hún líka í takt við það
sem gerist og þannig geta ein-
hveijir nýir atburðir eða reynsla
valdið því að hún birtist í alveg
nýju ljósi. Og nú vill svo til að
þessi úrelti „geithafrasöngur" ffá
fimmtu öld fyrir Krists burð hefúr
orðið einn mesti leikhúsviðburður
þessa árs í París: Hinn þekkti leik-
flokkur „Sólarleikhúsið“ undir
stjóm Ariane Mnouchkine tók til
sýningar þijú verk eftir Æskýlos
og Evripides og hafa þau verið
sýnd fyrir fullu húsi í allan vetur,
þannig að menn hafa orðið að
keppast um miða með mánaðar-
fyrirvara. Verður sýningum hald-
ið áffam næsta vetur og fjórða
verkinu væntanlega bætt við.
Það sem veldur þessari endur-
komu fomgrískrar leiklistar er
ekki einungis, eins og menn
kynnu að halda, að verkin em bet-
ur flutt og af meiri tilfinningu en
áður hefúr tíðkast, hvort sem er í
ríkisútvarpinu eða annars staðar,
heldur er eins og nýjar víddir hafi
opnast til skilnings og túlkunar.
Kannske mætti segja að umskipt-
in séu svipuð og þegar rómantisk
viðhorf á 19. öld og síðan kvik-
myndalistin á þesari öld sýndu
mönnum verk Shakespeares í
nýju ljósi, en þau höfðu um stund
verið talin illa hæf til flutnings á
sviði: sú nýjung sem orðin er í
„Sólarleikhúsinu" er að Ariane
Mnouchkine hefúr farið í smiðju
til leiklistar Austur-Asíu og end-
urtúlkað fomgrísk verk í sam-
ræmi við slíkar hefðir.
Ef menn vildu væri sjálfsagt
hægt að réttlæta þessa aðferð með
því að leiklist Austur-Asíu standi
að öllum líkindum talsvert nær
leikhústækni Grikkja í fomöld en
raunsæ leikhefð Vesturlanda. En
vitanlega er ekki um það að ræða
að reyna að endurvekja eitthvað
sem er horfið, heldur gera verkin
skiljanleg nútímamönnum. Eins
og leikverk Austur-Asíu vora
griskir harmleikir hluti af stærri
sagnaheildum og verða naumast
skilin nema í slíku samhengi. Ari-
ane Mnouchkine tók því þá stefnu
að fella saman fjögur fomgrísk
verk i e.k. „fjórleik“ sem segir
nokkum veginn samhangandi
sögu og kalla sýningamar einu
nafiii „Atreifsniðja". Hægt var að
sjá þau þijú leikrit sem tekin vora
til sýningar í vetur á þremur
kvöldum, en svo vora einnig tvö
verk sýnd saman á sunnudagseft-
irmiðdögum.
Söguna munu sennilega ýmsir
kannast við. Fyrsta leikritið i röð-
inni (sem þó er yngst þeirra allra)
var „Ifigenía í Alis“ eftir Evripi-
des, sem segir ftá því að Agam-
emnon konungur fómar dóttur
sinni Ifigeniu til að floti Grikkja
megi komast heill úr höfn í Alis
og til Tróju, sem þeir hyggjast
ráðast á til að hefna fyrir brúðar-
rán. Á eftir þessu tók síðan við
þríleikurinn „Oresteia“ eftir
Æskýlos, sem var þcgar í byijun
samin sem ein heild. I fyrsta hluta
hans, „Agamemnon" kemur kon-
ungur heim aftur: Trója er fallin
en umsátrið hefúr tekið tiu ár og á
þeim tíma hefúr Klýtemnestra
kona Agamemnons (og móðir If-
igeníu) tekið sér elskhuga. Hatar
hún mann sinn af nokkuð auð-
skildum ástæðum og ræður hon-
um bana við heimkomuna með
aðstoð elskhugans. Hann var
reyndar af sömu ætt og Agam-
emnon en af grein sem hafði ver-
ið bægt ftá völdum, og gerist
hann konungur. Nú er hefnt fyrir
dauða Ifigeníu, en fiækjan heldur
áftam: á Orestes, son Ágamemn-
ons, fellur sem sé sú skylda að
hefna föður síns með því að
myrða móður sina. Það gerir hann
í þriðja og síðasta leikritinu sem
sýnt var að þessu sinni, „Fómfær-
endunum". Síðasta verkið í þrí-
leik Æskýlosar, „Heilladísimar“,
segir loks ftá þvi hvemig Órestes
fær sýknu og flækjan leysist og
sýnir jafnftamt á táknrænan hátt,
gegnum þessa sögu alla, hvemig
ftumstætt þjóðfélag hefndar-
skyldu breytist í réttarriki. Vegna
slyss sem ein aðalleikkonan varð
fyrir var ftumsýningu þessa síð-
asta leikrits frestað til næsta
hausts.
Reynslan hefúr sýnt, að það er
mestu erfiðleikum háð að koma
þessari hrikalegu sögu til skila
innan ramma þeirrar raunsæis-
hefðar sem þróast hefur í vest-
rænu leikhúsi: við það kemur ein-
ungis ftam hvað atburðimir era
okkur fjarlægir á ytra borði og
innihaldið hverfúr. í uppfærslu
Ariane Mnouchkine var sama
sviðið fyrir öll leikritin: það var
nánast autt, umlukið lágum múr-
vegg á þijá vegu og hlið aftast,
eins og svið í einhveijum fomum
leikvangi, en til hægri við það var
upphækkaður pallur og á honum
hljómsveit sem lék á alls kyns
austræn hljóðfæri, klukkuspil,
tréspil, margvislegar bjöllur og
blásturshljóðfæri ýmis konar, en
einnig harmoníku, fiðlu o.fl. Áður
en áhorfendur komu inn í salinn
gengu þeir ftam hjá breiðum
skurði með stóram leirstyttum af
fommönnum í breiðri fylkingu,
svipuðum þeim sem fúndist hafa í
gröfum í Kína frá upphafi keis-
aradæmisins. Þegar sýningin
hófst komu síðan leikaramir og
kórinn hlaupandi í þéttum hóp,
eins og þeir væra risnir upp úr
fomri gröf... Leikaramir vora
klæddir í mjög stílfærða búninga í
sterkum og einföldum litum (sem
virtust sóttir í japönsku no- hefð-
ina), og þeir vora svo mjög mál-
aðir að það var eins og þeir væra
með grímur. Sýndi þessi búningur
Einar Már
Jónsson
ftekar þjóðfélagsstöðu og hlut-
verk persónunnar en einstaklings-
eðli. Leikaramir dönsuðu mjög
gjarnan og voru hreyfingar þeirra
- jafnvel höfúðhreyfingar - mjög
stílfærðar. Þótt undarlegt mætti
virðast vora raddimar gjaman
álíka litlausar og í flutningi rikiss-
útvarpsins islenska í fymdinni, en
í þessu umhverfi haföi sá ftam-
setningarstill allt aðra merkingu:
raddimar túlkuðu ekki persónu-
leika heldur týpur við ákveðnar
aðstæður og málpípur hugmynda
sem þá koma upp, og til að leggja
meiri áherslu á það vora orðræð-
umar yfirleitt „undirstrikaðar“
með lágum hljóðfæraslætti, takt-
föstu slagverki eða öðra.
Kórkaflamir vora þannig sett-
ir á svið að kórinn var flokkur
grímuklæddra dansara, sem flutti
löng dansatriði - eins og reyndar
var gert í uppfærslum leikritanna í
Grikklandi til foma - með ýmis
konar undirleik, þar sem blönduð-
ust saman tyrknesk tónlist, sí-
gaunastíll og annað. Mitt í þess-
um atriðum mælti svo kórstjórinn
(eða -stýran) texta kórsöngvanna
af munni fram. Til að gera ffam-
andleikann enn meiri voru grisk
nöfn ekki borin fram með hefö-
bundnum frönskum framburði
þeirra, heldur var reynt að fara ná-
lægt uppranalegum ffamburði og
áherslum.
Þegar leikritin vora sýnd á
þennan hátt sem heildarsaga um
,Atreifsniðja“, sem sé Agamemn-
on konung og ættmenn hans, og
tekin úr tengslum við vestræna
leikhefö síðari alda, komu þau
áhorfendum ekki lengur fyrir
sjónir sem „ffumstæð“ eða „ein-
feldningsleg" evrópsk verk, held-
ur sem eitthvað framandi en þó
ferskt sem hægt var að skilja al-
veg milliliðalaust. Innihaldið
sjálft - vald guða og örlaga,
hefndarskyldan og ábyrgð ein-
staklingsins og staða hans í heim-
inum - varð aðalatriðið og allt
eins og litríkur rammi því til und-
irstrikunar.
Sumir hafa haldið því ffam að
áhugi manna á fomöld Grikkja og
Rómveija sé nú mjög að aukast í
Frakklandi. Það er því sennilega
tímanna tákn að þessi mikla sýn-
ing var ekki einstakur viðburður.
Á útmánuðum var stytt útgáfa af
„Óresteiu" Æskýlosar flutt í sjón-
varpi við góðar undirtektir. Var
sviðsmyndin þar sérlega ffumleg:
verkið byijaði í snævi þöktum
rústum og því lyktaði (í lok
,dfeilladísanna“) í e.k. söluskála
úr gleri í nútimaborg. Einnig voru
,3akkynjur“ Evripídesar teknar
til sýningar í kunnu leikhúsi í út-
hverfi Parísar, en þetta magnaða
verk komst þar alls ekki nógu vel
til skila.
Meðal þeirra leiksýninga sem
vöktu athygli i fyrravetur vora
mjög einföld og sterk uppfærsla á
„Fedru“ eftir rómverska heim-
spekinginn Seneca og sérkennileg
sýning soðin upp úr því óleikræn-
asta bókmenntaverki sem samið
hefúr verið, kvæðabálkinum „Um
náttúrana“ eftir annan rómversk-
an heimspeking, Lucretius. Voru
þar kaflar úr ffumtextanum, m.a.
sungnir beint á latínu undir mjög
nútímalegri tónlist... Báðarþessar
sýningar vora teknar aftur upp á
þessu leikári og gengu góða stund
fyrir fúllu húsi. Um sama leyti
fylltust bókabúðir af þýðingum
lameskra bókmenntaverka, ekki
síst rita eftir silfúraldarhöfúndana
svokölluðu, t.d. Seneca og Tacit-
us, og þekkt bókmenntatímarit
gaf út sérhefti um þessa endur-
vakningu. Býsna erfitt er að átta
sig á því hvert þessi óvænti
straumur stefnir, en kannske er
viðeigandi að segja „quod felix
faustumque sit“...
Nútíma uppfærsla á griskum harmleik (fomu leikhúsi við Akrapolishæö
Föstudagur 12. júlí 1991 NYTT HELGARBLAÐ — SfÐA 9