Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Qupperneq 4
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995
* *
fréttir
Landeigendur og Landsvirkjun einhuga um hækkun á stíflu Laxárvirkj unar:
Rykið dustað af sam-
komulagi frá 1990
- sumir vilja að stíflan verði tólf metrar í stað átta
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Landeigendur og forsvarsmenn
Landsvirkjunar eru mjög einhuga
um aö stöðva þurfi sandburðinn í
ánni sem er að gera út af við allt líf-
ríki Laxár neöan virkjunarinnar og
veldur auk þess stórtjóni á vélum
virkjunarinnar," segir Stefán Skafta-
son, formaður Gróðurverndarnefnd-
ar S-Þingeyjarsýslu, en nú bendir
ýmislegt til þess aö fljótlega, jafnvel
strax á næsta ári, verði hafist handa
viö aö hækka stíflugarð Laxárvirkj-
unar í Brúargljúfrum í Laxá í S-
Þingeyjarsýslu.
Geysilegur sandburður í ánni nær
nú alveg niður í ós hennar neðan
Æöarfossa og enginn ágreiningur er
um að sandburðurinn hefur valdið
stórtjóni á lífríkinu í ánni, sérstak-
lega í Aðaldal, neðan virkjunarinnar.
Sandurinn veldur minna tjóni á líf-
ríkinu ofan virkjunar vegna þess að
straumþungi er þar víðast meiri en
í Aðaldal og áin hreinsar sig betur
þar. Þá hefur sandurinn stórskemmt
vélar Laxárvirkjunar og hefur þurft
Fréttaljós
Hagsmunir Landsvirkjunar
Það er geysilegt hagsmunamál fyr-
ir Landsvirkjun að í hækkun stífl-
unnar verði ráðist. Sem fyrr sagöi
veldur sandurinn sífelldum
skemmdum á vélum virkjunarinnar
og fyrir skömmu lauk t.d. viðgerð á
vélum fyrir um 40 milljónir króna
en það tjón má rekja beint til sand-
burðar í ánni. Vélar og önnur mann-
virki virkjunarinnar voru á sínum
tíma miðuð við 50 metra háan stíflu-
garð og því mun meiri fallhæð vatns-
ins en nú er. Hækkun stíflunnar í 12
metra myndi þýöa 5 megavatta fram-
leiðsluaukningu. Sem dæmi um
hversu mikið það er má nefna að 5
megavött nægja til að anna allri raf-
orkuþörf bæði Blönduóss og Húsa-
víkur.
Hagsmunir bændanna
Hagsmunir bændanna í Aðaldal
eru varla minni. Mjög hefur dregið
úr laxveiði í ánni undanfarin ár og
menn velkjast ekki í vafa um að
sandurinn á þar sökina. Að vísu hafa
sveiflur í veiði í Laxá í Aðaldal ávallt
verið nokkrar en ekki nærri eins
miklar og sú niðursveifla sem verið
hefur undanfarin ár. Sem dæmi má
nefna að hlutfall örmerktra laxa í
veiöinni í sumar hefur vaxið geysi-
lega frá fyrri árum en þeir laxar eru
komnir úr seiðasleppingum bænda í
ána og undirstrika að áin sjálf „fram-
leiðir" mun minna af seiðum sem
komast upp.
„Þar sem áður voru djúpir hyljir
neðan virkjunarinnar er víða varla
fært á bátum í dag. Fyrir utan það
að sandurinn leggst yfir riðstöðvar
eyðileggur hann allt skjól í ánni og
gróðurinn á bökkum árinnar hefur
látið mjög á sjá,“ segir Stefán Skafta-
son.
Loftmynd af svæðinu efst í Brúargljúfrum. Höndin bendir á þann staö þar
sem efri mörk uppistöðulónsins verða eftir aö stiflugarðurinn hefur verið
hækkaður um 8 metra. DV-mynd gk
Átta eða tólf metrar
Svo er að sjá sem eina ágreinings-
efni landeigenda og Landsvirkjunar
nú gæti verið hæö stíflunnar. í sam-
komulaginu frá 1990 var gert ráð fyr-
ir hækkun stíflunnar um 8 metra og
landeigendur vilja ekki breytingu á
því. „Þetta var það sem samið var
um og það er engin eining um það
nú a.m.k. að á því verði breyting,"
segir Stefán Skaftason. „Ég er per-
sónulega þeirrar skoöunar að stíflu-
garðurinn eigi að vera 12 metrar.
Með því vinnst margt, við fáum betri
nýtingu fyrir vélar virkjunarinnar,
það þarf ekki að dæla sandinum úr
lóninu nærri eins oft og þetta hefur
sáralítið að segja varðandi stærð
lónsins," segir Bjarni Már Júlíusson,
stöðvarstjóri Laxárvirkjunar.
Ráðherra jákvæður
„Þama er greinilega á ferðinni al-
varlegt umhverflsvandamál og á því
þarf að skoða allar hliðar til lausnar.
Ef hækkun stíflunnar er slík lausn
er sjálfsagt að skoða þá leið,“ segir
Guðmundur Bjarnason umhverfis-
ráðherra sem hefur haft þetta mál til
skoðunar að undanförnu.
Guðmundur segir að málið horfi
öðruvísi við nú en 1991 því nú sé um
tvö aðskilin mál að ræða, hækkun
stíflunnar annars vegar og „laxamál-
iö“ hins vegar og sjálfur segist hann
ekki hlynntur því að breyting verði
á þeirri niðurstöðu frá 1991 að lax
verði ekki fluttur upp í ána ofan
virkjunar. „Sandburðurinn er hins
vegar greinilega stóralvarlegt um-
hverflsmál sem flnna verður bestu
lausn á,“ segir ráðherra.
aö gera við og endurbæta tækjakost
fyrir tugi milljóna króna vegna sands
sem í vélarnar hefur borist.
Uppistöðulón sem myndast viö
hækkun stiflumíar um 8 metra mun
verða um 1 km langt. Gljúfrið ofan
virkjunarinnar tæki að mestu við því
vatnsmagni sem safnast myndi sam-
an og ekki færi mikið land undir
vatn. Lónið myndi t.d. ekki ná upp
að veginum inn Laxárdal þar sem
hann er næst ánni.
Sandurinn úr Kráká
Sandurinn í Laxá kemur ofan af
hálendinu og berst með Kráká niður
í Laxá skammt neðan Mývatns. Mik-
ið starf hefur verið unnið við að
freista þess að hefta sandburðinn í
Kráká með uppgræðslu og menn sjá
vissulega árangur af því starfi. Þó
þykir ljóst að ekki verði hægt að
koma algjörlega í veg fyrir sandburð-
inn með þeim ráðum einum.
Menn virðast á einu máli um aö
hækkun stíflunnar sé það sem helst
komi aö gagni í baráttunni við
sandinn sem myndi safnast fyrir í
Bjarni Már Júlíusson, stöðvarstjóri Laxárvirkjunar, á stíflugarði virkjunarinnar sem ætlunin er að hækka um 8 metra. Eftir þá hækkun verður stíflugarður-
inn aðeins lægri en mastrið sem er hægra megin við Bjarna á myndinni.
DV-mynd gk
Hvað gerir Náttúru-
verndarráð?
Arnþór Garðarsson, formaður
Náttúruverndarráðs, segir ráðið
ekkert hafa fengið.í hendur um fyrir-
hugaðar framkvæmdir nú og hafi því
ekki tekið neina afstöðu til hækkun-
ar stíflunnar og lónsins sem myndast
við þá framkvæmd. En er einhver
ástæða til að hafa af því áhyggjur að
ráðiö muni leggjast gegn málinu nú
þar sem flutningur laxa upp fyrir
stíflu er ekki á dagskrá?
„Ég veit svo sem ekki upp á hveiju
þeir ágætu menn taka, þeir eru óút-
reiknanlegir. Þeir hafa ekki viljað
koma að neinu máli sem varðar
verndun þessa svæðis. Það hafa e.t.v.
verið mistök að biöja um verndun
ráðsins á sínum tíma því sú verndun
viröist hafa snúist upp í andhverfu
sína,“ segir Stofán Skaftason.
lóni ofan stíflunnar þaðan sem hon-
um yrði dælt upp reglulega. Því hef-
ur rykið veriö dustaö af samkomu-
lagi landeigenda og Landsvirkjunar
frá 1990 um hækkun stíflunnar við
virkjunina.
Náttúruverndarráð neitaði
Það samkomulag komst raunar
aldrei til framkvæmda vegna afstöðu
Náttúruverndarráðs sem hefur neit-
unarvald þegar málefni Laxár og
Mývatns eru annars vegar. Andstaöa
ráðsins var þó ekki við stíflugerðina.
sjálfa og það lón sem myndi myndast
heldur fyrst og fremst það að taka
átti laxa í gildrur neðan stíflunnar
og flytja þá upp á urriðasvæöin í efri
ánni. Þessu neitaði ráðið alfarið og
Eiður Guðnason umhverfisráðherra
staðfesti þann úrskurð.
í enn eldra samkomulagi landeig-
enda og yfirvalda frá 8. áratugnum
hafði verið gert ráð fyrir laxagengd
ofan stíflunnar og í því skyni voru
byggðir veglegir laxastigar í gljúfr-
inu við virkjunina. Lax fór þó aldrei
um þá stiga sem síðar var lokað.
Landeigendur héldu því fram að
ríkið væri bótaskylt þar sem ráð-
herra hafnaði algjörlega þeirri hug-
mynd 1991 að lax yrði fluttur upp
fyrir virkjun. Því neitaöi ríkislög-
maður og má segja að þetta hafi orð-
ið til þess að áform um hækkun stífl-
unnar við virkjunj^ia voru lögð á
hilluna. Nú eru þessi mál hins vegar
aðskilin - annars vegar hækkun stífl-
unnar en hins vegar „laxamálið" sem
væntanlega verður útkljáð fyrir
dómstólum.