Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 15
X> V LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995
15
Betri helmingur minn hefur
mjög sóst eftir utanlandsferðum
alla okkar sambúð með þokkaleg-
um árangri. Heldur hefur pistil-
skrifari þó verið á handbremsunni
'og borið við bágum efnahag lands-
manna og versnandi lífskjörum til
sjávar og sveita. Það eru því
merki um aukna linkind mína og
minna aðhald í efnahagsmálum að
ég stakk upp á utanlandsferð þetta
árið og lét drýgindalega.
Konan hefur nefnilega lengi alið
með sér þann draum að komast tii
Rómar, borgarinnar eilífu. Ég
þóttist því góður þegar ég stakk
upp á mikilli Evrópiu-eisu í sum-
arleyfinu með Róm sem enda-
punkt. Ég sagði konunni að mán-
aðarlöng ferð hæfist í Lúxemborg
og siðan yrði ekið um fjölmörg
lönd. Endað yrði í annarri heims-
borg, París, og í nokkurra daga
slökun í Holiandi í restina. Til
sannindamerkis um fyrirhugaða
ferð lagði ég fram flugfarseðla og
tillögu um að í aftursæti væntan-
legs bílaleigubíls yrðu með í för
dætur okkar hjóna, fjórtán og sex
ára gamlar.
Úvæntar efasemdir
Þetta kom svo flatt upp á frúna
að í fyrsta skipti í sambúðinni
setti hún fram efasemdir um utan-
landsferð. Hún benti á það, sem ég
þegar vissi, að þetta væri dýrt. Þá
bætti hún við að ferðalag á bíl
með nýjum gististað á hverri
nóttu væri erfitt. Að lokum spurði
hún mig hvort ég héldi að stelp-
urnar yrðu til friðs í aftursætinu,
þeysandi þúsundir kílómetra á
hraðbrautum í hitamollu. Konan
taldi í fáum orðum sagt að eigi-
maðurinn væri orðinn galinn.
Ég vissi þó að ekki þyrfti mikl-
ar fortölur til þess að fá eiginkon-
una með enda var rúsína í pylsu-
endanum, Róm. Hún var tilbúin
geldátómat og stakk inn kortinu.
Stelpan stimplaði inn leyninúmer-
ið. Hún þurfti helst að gera það
með mörgum fingrum eins og
gjaldkerar í banka. Þessi leikni
varð ítalska átómatinu hins vegar
ofraun. Það spýtti kortinu mínu út
úr sér og sagði númerið rangt.
Áður en ég náði að góma plastið
ýtti stelpan því inn á ný og þannig
stóð það i vélinni. Fór hvorki inn
né út. Voru nú góð ráð dýr enda
kortið undirstaða ferðalagsins. Án
þess varð hvorki keyptur matur,
hótel né bensín á bílinn, svo ekki
sé nú minnst á bjór handa pabba,
hvítvín handa mömmu og ís fyrir
stelpur í aftursæti.
Ég hugðist grípa til neyðarað-
gerða til þess að toga kortið út úr
maskínunni en þá heyrðist blúbb
og martröðin fullkomnaðist.'Vélin
át kortið mitt og ropaði ekki einu
sinni. Á skjáinn kom ein setning:
Hafðu samband við bankann þinn!
Ekki veit ég um landafræðikunn-
áttu þessa tóls í San Remo en dreg
þó í efa að það hafa heyrt Kópavog
nefndan. Með þessu er alls ekki
verið að gera lítið úr nefndu sveit-
arfélagi. Það lá hins vegar ljóst
fyrir að tækið taldi mig fjár-
glæframann og stöðvaði umsvif
mín því tafarlaust.
Breitt bak á ferð
Það var komið kvöld og ítalskir
bankastarfsmenn sátu heima í
pasta og rauðvíni. Það vildi til að
við hjónakornin áttum fyrir
kvöldmat og ítölsku simmerfræi.
Draumfarir mínar voru ekki góð-
ar enda átti ég þá nótt við gráðug
átömöt og fór flatt í þeim viðskipt-
um. Ég var fyrsti viðskiptavinur
ítalska bankans morguninn eftir
og blandaði saman ýmsum timgu-
málum þegar ég skýrði tortryggn-
um bankamanni frá því að fyrir
framan hann stæði einstakt séntil-
I leit að simmerfræi
til þess að leggja á sig akstur suð-
ur alla Evrópu til þess að komast
þangað og þá líka til baka. Hún
hugsaði líka um stúlkurnar i aft-
ursætinu sem gera raunar margt
skémmtilegra en að sitja lengi í
bfl. Ferðalagið var því undirbúið
af kostgæfni, sérstaklega með til-
liti tfl þeirra.
Emil gerist óþolandi
Þegar við lögðum af stað í liðn-
um mánuði fylgdi okkur því tals-
verður farangur. Ég á því að venj-
ast að fara með léttar töskur utan
en þungklyfjaður heim. í þetta
skipti var það öfugt. í farteskinu
voru ótal dúkkur fyrir yngri
skvísuna, dúkkuföt til skiptanna,
bangsar og mjúkir birnir. Sú eldri
tók með sér stafla af ástar- og ör-
lagasögum. Með í för voru líka
tvær leikjatölvur og mikið af leikj-
um. Koma átti í veg fyrir rifrildi
með því að hafa tvö apparöt alveg
eins. Það sem mestu máli skipti
var síðan segulbandasafn heimU-
isins og nálægra heimUa. Þar gat
að líta valin lög úr söngleikjum og
poppívaf fyrir stóru stelpuna og
nánast endalausar sögur fyrir þá
litlu. Þar bar hæst sjálfan EmU í
Kattholti en önnur stórmenni æv-
intýranna voru þar, svo sem dát-
inn í Eldfærunum, Þumalína,
Svínahirðirinn, sagan af skild-
ingnum, Penninn og blekbyttan og
svo má lengi telja.
Það var því ekkert til fyrirstöðu
þegar haldið var suður þýskar
hraðbrautir frá Lúxemborg, sól-
ríkan dag á glansandi Ford. EmU í
Kattholti söng sinn fyrsta tón í bU-
tækjnu og var vel þolanlegur. Af-
staða mín tU Emils átti þó eftir
breytast því yngri dóttirin vildi
hlusta á hann í heUd sinni ekki
sjaldnar en tvisvar á dag næsta
mánuðinn. Undir það síðasta var
EmU trauðla í mínum vinahópi.
Sama er að segja um svínahirðinn
og prinsessuna. Hún söng með
hirðmeyjum sínum um sinn kæra
Ágústín og var aUt horfið burt.
Þegar liðnar voru þrjár vikur af
ferðalaginu lagði ég fæð á hyskið
allt í keisarahöUinni. Lokavikuna
mátti ég ekki til þess hugsa að
heyra enn einu sinn um næturgal-
ann og fleiri góðar gjafir sem hinn
ungi konungsson færði hortugri
prinsessunni.
En hvað gerir maður ekki tU
þess að halda friðinn og barninu
ánægðu í aftursætinu? Það verður
jú að viðurkennast að sex ára
barn hefur takmarkaða ánægju af
því að þjóta á hraða kappaksturs-
bUa á breiðum átóbönum.
Simmerfræ
Konan sagði mér fyrirfram að
hún kviði því mest að leita að hót-
eli á nánast hverjum degi. Ég var
því skipaður í þá nefnd og voru
nefndarmenn ekki fleiri. Leitin að
húsum merktum „Zimmer frei“
varð oft skrautleg og tímafrek
enda vorum við í fríi á sama tima
og heimamenn. Þessi simmerfræ
eru víða i Þýskalandi og yfirleitt
ágæt. Þau hafa og þá kosti að vera
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
viðráðanleg fyrir íjölskyldufólk á
ferð, mun ódýrari en stærri hótel.
Þar sem við vorum með stelpurn-
ar með okkur þurfti stærri her-
bergi og fleiri rúm. Það reyndi því
verulega á gömlu menntaskóla-
þýskuna og frönskuna en brátt
urðu orðin „Zimmer" og „cham-
bre“ mitt uppáhald og ég bræddi
hikstalaust hjörtu margra þétt-
holda húsfreyja. Ég fór fögrum
orðum úm þær, hús þeirra og her-
bergi um leiö og ég lagði áherslu á
flekklausan feril íslenskra ferða-
manna. Toppnum náði ég samt
þegar ég beitti sömu aðferö við
ítalskar senjórur og bað um
„camera" á tungumáli sem ég hef
aldrei lært. Á meðan á þessu
skjalli öllu stóð var frúin í bílnum
og beið þess að eiginmaðurinn
hefði herbergislykil upp úr krafs-
inu.
Vélræn martröð
Ferðin gekk raunar eins og í
sögu, í bókstaflegri merkingu,
með Emil og dátann og það lið allt
í eyrunum. En það vita þeir sem
ferðast, hvort sem það er innan-
lands eða utan, að ekkert gerist án
peninga. Þar treysti ég á mitt
plastkort og tók út feita
bankóseðla hvar sem ég sá hrað-
banka eða Geldautomat eins og
þeir kalla þetta fyrirbrigði í út-
landinu. Ég hef rótgróna vantrú á
alls konar átómötum, hvort sem
það eru sjálfsalar á bensínstöðv-
um, bílastæðum eða hvað sem
þetta heitir allt saman. í reisunni
löngu komst ég þó ekki hjá því að
brúka þennan sjálfvirka búnað og
fyrst í stað gekk það farsællega.
Ég rak greiðslukortið í rauf á
bankavélum þessum, stimplaði
inn mitt leyninúmer og úr átómat-
inu gubbuðust peningarnir.
Skuldadagarnir koma síðar.
Ég get þó ekki neitað því að al-
laf var ég fremur kvíðinn í viður-
eign minni við tólin. Eldri dóttirin
hafði hins vegar gaman af því að
spila á lyklaborðið og ræða vél-
rænt við það. En ótti minn reynd-
ist ekki ástæðulaus. Þegar við á
bakaleið komum við í ítölsku
gleðiborginni San Remo vildi ég
enn ná mér í lírur. Ég fann mér
menni. Heiðarlegri maður væri
vart finnanlegur í Kópavogi og
nærsveitum. Bankamaðurinn
hafði ekki heyrt Kópavog nefndan.
Hann opnaði vélina og fann kortið
í meltingarfærum hennar.
Starfsmaðurinn hringdi út um
víðan völl og hélt á kortinu mínu.
Þótt ég sé sleipur í samningum víð
ítalskar frúr um kamerur skildi ég
ekki orð en vissi í hjarta mínu að
ég var saklaus. Það kom líka á
daginn. Viðmót bankamannsins
var allt annað eftir hringingarnar.
Þar kom í ljós að hér var á ferð
eitt af breiðari bökum Kópavogs-
kaupstaðar, maður sem mátti ekki
vamm sitt vita. Bankinn bauð mér
milljónir líra. „Hvað viltu mikið?“
spurði þjónn bankans auðmjúkur.
Um leið og ég fékk kortið í hendur
fylltist ég fyrra sjálfstrausti og
neitaði fyrirgreiðslu þessarar
stofnunar eins kuldalega og unnt
var. Sagðist fara þegar í stað tfl
Frakklands í von um betri þjón-
ustu. Hótunin virtist ekki hafa
teljandi áhrif á manninn.
Fjölskyldunnar beið því ljúfur
tími það sem eftir var ferðar með
kortið góða á öruggum stað. Var-
lega var farið að átömötum það
sem eftir lifði reisunnar en þau
gerðu samt það sem fyrir var lagt.
Eftir að heim var komið sá ég
að álögin voru horfin af eiginkon-
unni því hún ámálgaði aðra utan-
landsferð nákvæmlega tveimur
dögum eftir að við lentum í í Leifs-
stöð. Þá þekkti ég aftur mitt
heimafólk.
Jónas Haraldsson