Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Page 24
24
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995
Heldíir upp á fjörutíu ára leiklistarafmæli á frumsýningu nýs verks í Borgarleikhúsinu:
Ætlaði mér alltaf að verða leikkona
- segir Guðrún Ásmundsdóttir
„Ég man ekki eftir öðru en að
hafa ætlað mér að verða leikkona.
Þetta var einhver bernskuþrá sem
varð til þess að ég svindlaði mér
komung í leiklistarskóla hjá Lárusi
Pálssyni. Ég var ekki nema 15 ára
en laug því að ég væri 17 því hann
kærði sig ekki um svona unga nem-
endur. Ég var í þrjú ár hjá Lárusi og
var í síðasta hópnum sem hann
kenndi. Þegar égTít til baka finnst
mér óborganlegt að hafa numið hjá
þessum snillingi,“ segir Guðrún Ás-
mundsdóttir leikkona.
Fallegt, átakanlegt
og spennandi
Á morgun heldur Guðrún upp á
40 ára leiklistarafmæli þegar frum-
sýnt verður í Borgarleikhúsinu leik-
ritið Hvað dreymdi þig, Valentína?
eftir Ljúdmílu Razumovskaju og fer
Guðrún með eitt aðalhlutverkanna í
þeirri sýningu, auk Sigrúnar Eddu
Björnsdóttur og Ástu Amardóttur.
Ljúdmila er einnig höfundur Kæru
Jelenu sem sem sýnt var fyrir fullu
húsi á Litla sviði Þjóðleikhúsins fyr-
ir nokkru. í fáum orðum er Hvað
dreymdi þig, Valentína? fallegt,
átakanlegt og spennandi leikrit um
mæður, dætur, ástina, hamingjuna,
draumana og árekstra þeirra við
veruleikann.
Átti öðruvísi æsku
Guðrún er borinn og bamfæddur
Reykvíkingur, dóttir Ásmundar
Gestssonar, kennara og skólastjóra.
Faðir hennar var á sjötugsaldri þeg-
ar hún fæddist en móðir hennar,
Sigurlaug Pálsdóttir, var um fertugt
en lést þegar Guðrún var aðeins
þriggja ára.
„Pabbi, gamli maðurinn, lenti í
því hlutverki að ala upp tvo vill-
inga, mig og bróður minn, Pál Ás-
mundsson lækni. Þegar ég hugsa
um það núna finnst mér þetta hafa
verið skemmtilegt heimilislíf og ég
tel mig heppna að hafa átt æsku sem
var allt öðruvísi heldur en allra
hinna. Mér finnst þó aUJaf þegar ég
tala um ætt mína að það vanti einn
ættlið í hana þvi faðir minn var svo
gamall þegar ég fæddist. Hann var
kominn á eftirlaun og mér þótti það
afskaplega leiðinlegt. Ég man að
þegar ég var í skóla átti ég til að búa
til hinar furðulegustu sögur því mér
þótti ómögulegt að segja að pabbi
minn gerði ekki neitt,“ segir Guð-
rún.
Hún segist hafa lært mikið af því
að eiga svo fullorðinn föður. Honum
hafi þótt það sjálfsagt mál að hún
yrði leikkona þegar hún fékk hug-
myndina, aðeins 8 ára gömul. Þau
hafi oft rætt þetta og þegar hún lék
í uppfærslu Þjóðleikhússins á
Tyrkja-Guddu, og fékk hlutverk þar
sem hún sagði eina setningu, þá
keypti faðir hennar dýrustu sæti á
frumsýningu til að horfa á dóttur
sína segja setninguna. Það var í eina
skiptið sem hann sá hana á leiksviði
því stuttu síðar lést hann.
í deiglunni
fyrsta hlutverkið
Aö námi loknu hjá Lárusi fór
Guðrún í Þjóðleikhússkólann. í kjöl-
farið lék hún tvö hlutverk en fór síð-
an utan til Englands til frekara
náms. Annað þessara verka var í
deiglunni eftir Arthur Miller.
Eg lék eina af galdrastelpunum,
Bettý, en þetta var lítið hlutverk. Ég
hafði eiginlega alist upp í Þjóðleik-
húsinu því að við sem námum í
Þjóðleikhússkólanum lékum oftast
aukahlutverk í sýningum á meðan á
náminu stóð.“
Þegar Guðrún kom að utan tók
leikhúslífið við. Fyrsta hlutverkið
var túlkun Önju í Kirsuberjagarði
Tsjekhovs.
Guðrún segir að sér líði miklu betur í dag en nokkurn tíma áður á ferlinum. Nú sé horfin sú tilfinning sem blundi í flestu ungu fólki að það verði að „meika
það“. Ef hún sé með gott hlutverk í höndunum þá leiki hún það eins og hún sé að leika í síðasta skipti. Hvorki þurfi að hugsa um framtíðina né fortíðina.
DV-mynd Brynjar Gauti
„Þessi „success" Jökuls lyfti mér upp í það að allt í einu varð maður viður-
kenndur leikari," segir Guðrún um leikrit Jökuls Jakobssonar, Hart í bak.
Hér er hún á æfingu með Birgi Brynjólfssyni, Helgu Valtýsdóttur og
Brynjólfi Jóhannessyni.
Tvíeggjað hrós
„Ég var svo heppin mörgum
árum seinna að fá að leika móður
Önju, Ljúpu, hjá Leikfélaginu. Þá
var ég komin á þann aldur sem
hæfði hlutverki móður Önju. Það
blundaði alltaf í mér sá draumur að
fá að leika niðri í íðnó. Mér fannst
afar heillandi að fá að leika í þessu
litla leikhúsi. Eftir að ég eignaðist
dóttur mína, Sigrúnu Eddu Björns-
dóttur, var hringt í mig og Helgi
Skúlason bauð mér hlutverk. Ég var
alsæl en það var hik á mér þvi ég
Lafði fitnað eftir barnsburðinn. Ég
ætlaði varla að þora á samlesturinn
því ég var svo hrædd um að þeir
myndu segja: „Heyrðu, vina, þetta
eru fullmörg kíló. Farðu bara
heim.“ En þegar ég kom niðureftir
sagði leikstjórinn: „Fínt! Hún á
einmitt að vera svona. Þetta var í
leikritinu Þegar nóttin kemur og ég
fór með hlutverk vinnukonunnar
Dóru. Gísli Halldórsson fór með
hlutverk morðingjans og Áróra
Halldórsdóttir fórnarlambsins. Ég
var vinnukona Róru og var svo
heimsk og löt að það var sagt um
Dóru að hún myndi fyrr skera af sér
nefið en finna lyktina úr ruslafót-
unni. Þetta gekk mjög vel og ég fékk
vægast sagt undarlega dóma sem
bróðir minn var svo „elskulegur" að
klippa út og setja upp á vegg. Ein-
hver sagði að ég hefði leikið Dóru
frábærlega vel: „Það var eins og
heimskan og einfeldnin væri henni í
blóð borin.“ Þetta átti að vera hrós
en það getur orðið tvíeggjað - sér-
staklega þegar bræður komast í spil-
ið.“
Hart í bak tímamót
Guðrún segir að það hafi fyrst
verið í leikritinu Hart í bak, eftir
Jökul Jakobsson, sem hún hafi orð-
ið viðurkenndur leikari. Þar lék
hún Árdísi. Hún segir ástæðu þessa
ekki hafa verið þá að hún hafi leik-
ið hlutverkið einstaklega vel eða
neitt þvíumlíkt. Heldur vegna þess
hversu vinsælt leikritið var en þetta
var undir lok sjöunda áratugarins.
Ferðast var með leikritið víða um
land og reyndar var hlutverk Guð-
rúnar skrifað með hana í huga.
„Ég man að þetta leikrit kom
fram þegar íslensk leikritun var í al-
gjöru lágmarki. Leikhúsin vildu
helst ekki íslensk leikrit og áhorf-
endur fóru sjaldnast á þau. Eftir
fyrsta samlestur fórum við í kaffi á
Hótel Borg og vorum öll mjög lukku-
leg með hlutverkin okkar og vorum
að ræða það okkar á milli að leikrit-
ið væri svo gott að það hlyti að
ganga svona 10 sýningar. Þegar upp
var staðið urðu sýningarnar 205.
Þessi „success" Jökuls lyfti mér upp
í það að allt í einu varð maður við-
urkenndur leikari."
Guðrún hefur enga tölu á hversu
mörg leikritin eru orðin sem hún
hefur leikið í. Því síður hefur hún
tölu á öllum leiksýningunum. Segist
engan tíma hafa til að telja þær Sam-
an nú því allt of mikið sé að gera og
ófáanleg er hún til að gefa upp sitt
eftirlætishlutverk, segir það ekki
hægt.
„Þau eru mörg hlutverkin sem
eru mér dýrmæt: Nóra í Brúðuheim-
ilinu, sem ég lék í Þjóðleikhúsinu,
frú Heidberg úr Lífi ánamaðkanna.
Eitt hlutverk elskaði ég mikið. Það
var Vesla í Múmínálfunum. Fyrir
utan það hef ég verið svo lánsöm að
fá að leika I þremur leikritum eftir
Tsjekhov. Þaö er eitt mesta ævintýri
sem leikari getur komist í. Tvö hlut-
verk í Kirsuberjagarðinum, sem
fyrr eru nefnd, Mösju í Mávinum og
Élenu í Vanja frænda.
Á sviði með
dótturinni á ný
„Hvað dreymdi þig, Valentína? er
yndislegt verk. Ég hugsa að ef ég
hefði vitað í gamla daga, í fyrsta
baksinu, að ég ætti eftir að fá að
halda upp á 40 ára leikafmæli mitt
með hlutverki eins og þessu hefði ég
verið nokkuð hress og óhrædd að
stefna fram á við. Það var líka dálít-
ið gaman hvernig þetta kom til. Ég
hafði veriö að ræða við Árna Berg-
mann um að ég ætti 40 ára leikaf-
mæli á þessu ári og hann spurði
hvað ég myndi leika og ég svaraði
að ég vissi það ekki. Hann vissi af
þessu leikriti og tók upp á því að
þýða það og kom svo með það til
mín og spurði hvernig mér litist á
það. Mér fannst það stórkostlegt. Ég
hef sjaldan átt eins ánægjulega und-
irbúningsvinnu fyrir hlutverk og
einmitt nú. Sú sem leikur aðalhlut-
verkið er dóttir mín og það er eitt-