Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Side 25
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 25 + „Ég miða alltaf við að þetta hafi verið mitt fyrsta hlutverk," segir Guðrún, sem hér er önnur frá hægri f leikritinu í deiglunni. hvað gott við það að hitta hana á sviðinu aftur núna en við höfum ekki leikið saman í mörg ár.“ Guðrún segir að sér líði miklu betur í dag en nokkurn tíma áður á ferlinum. Nú sé horfin sú tilfinning sem blundi í flestu ungu fólki að það verði að „meika það“. Ef hún sé með gott hlutverk i höndunum þá leiki hún það eins og hún sé að leika í síðasta skipti. Hvorki þurfi að hugsa um framtíðina né fortíð- ina „og maður nýtur þess. Auðvitað getur maður slegið vindhögg - er annað hægt á 40 ára ferli - en við skulum ekkert vera að telja þau upp“. hinu sem er stórkostlegt. Það mætti til dæmis leggja meiri rækt við ljóð- ið, að leikarar nái þeirri hæfni að geta staðið uppi á sviði og farið með dagskrá og haldið salnum bergnumdum. Það hefur verið gert allt of lítið að þessu og þjálfun í leiklistarskólum er allt of lítil. Við sjáum til dæmis svellandi Shakespeare-sýningu í Leiklistar- skólanum, fulla af gáska. Svo kem- ur að eintölunum og í sumum til- fellum leka þau niður og eru hrein- lega fyrir manni. Þessi þróun, þessi takmarkaða virðing fyrir hinu tal- aða orði og því að glæða það lífi, sem er uppistaðan í leikhúsinu, er orðin of áberandi. Það er ekki það að markaðurinn vilji þetta ekki, fólk þráir þetta. Það dýrmætasta sem ég fékk hjá Lárusi Pálssyni var tilsögn i ljóðalestri en hann flutti ljóð þannig að það var með eindæm- um.“ -PP Trúin skipar öndvegi Trúin hefur alltaf skipað öndvegi í lífi Guðrúnar Ásmundsdóttur. Því þarf það ekki að koma á óvart að eitt mesta ævintýr sem Guðrún hef- ur upplifað á leiklistarferli sínum er þegar hún skrifaði leikrit byggt á ævisögu Kaj Munks. Alls var leik- ritið sýnt 60 sinnum í Hallgríms- kirkju, auk þess sem leikarar lögðu land undir fót og sýndu það í Dan- mörku og Svíþjóð. „Það blundaði alltaf sú tilfinning í mér að ég gæti dáið þegar ég væri búin að skrifa þetta verk. En auð- vitað dó ég ekki, sem betur fer. í þessu verki fannst mér ég fá tæki- færi til að segja hvað hefur alltaf verið min lífshugsjón og mitt líf - það er trúin. Við það að kynna mér lífshlaup þessa manns, Kajs þá komst ég að því að hann hafði þann kristindóm sem hefur alltaf heillað mig. Fólk sem er trúað en hefur bylgju efans og kjarkinn til að við- urkenna að það hefur gert vitleysúr hefur alltaf heillað mig.“ „Það blundaði alltaf sú tilfinning í mér að ég gæti dáið þegar ég væri búin að skrifa þetta verk. En auðvitað dó ég ekki, sem betur fer,“ segir Guðrún um leikritið Kaj Munk. Hér er hún ásamt Arnari Jónssyni og ívari Sverris- syni, Kaj Munk eldri og yngri. Borgaralegferming 1996 á nániskdðia slcmliii* yfir. Upplýsingar í síma 557-3734. ★ ★★★ Helgarpóstuiinn E.H. Atriðiti milli Lífar og tónskáldsins eru gerð af ntikvæmni og falslausri tiltínningu sem ég helcl að httl'i altlm áður sést í íslenskri kvikmvnd. Samk'ikur Þrastar Leós Gunnarssonar og Bergþóru Aradóttur er einstakur... íslenskar myndir eru margvíslegar en komtt sjaldan eitis fallega ti óv.trt og Ttir úr steini. Þetta er glæsilegt verk og :i allt annan hátt en þær íslensku bíómyndir sem rísa undir nafni. alvörttmeiri. vandaðri. stærri í sniöum. ★ ★★★ Aljjbl. Har. Jóh. Tár úr steini er í hópi. þröngum hópi. hinna bestu íslensku kvikmvnda. Með glæsihrag fer Þröstur l.có Gunnarsson með aðalhlutverkið. Samúð og jafnvel hrifningu vekur Ruth Olafsdóttir með leik sínum. ★★★1: Mbl. E.S. Það hefur orðið stökkbreyting í íslenskri kvikmyndagerö og þar með bafa orðið söguleg þáttaskil. Xú hefur loks tekist að búa til beilsteypt- ar persónur í íslenskri kvikmynd. sem láta áborfandann ekki ósnortinn. .. . Þegar best lætur upphefst Tár úr steini í breinræktaöa kvikmyndal- ist. Xú er okkar að þiggja þessa gjöf með þvi að koma og njóta hennar. allir sem vettlingi geta valdiö. ★ ★★1. DV H.K. Tár úr steúii_er kvikmynd sem snertir mann. ... magnþrungin leikin kvikmvnd. ein sú allra besta'sem íslendingttr Itefur gert. ★ ★★ Rás 2 - Ó.T. Eg tel Tár úr steini eina bestu íslensku ræmuna sem fram hefur komið. gallar hennar eru fáir og kostirnir vega |i:i upp. Loksins er komin l’ram sterk. íslensk bíómvnd um eitthvað sem skiptir máli. Keitb Keller bja Hollvwood Reporter. Tár úr steini er ákaflega falleg myntl og Hilmari Oddssvni tekst að kanna kröftuglega það sem leikstjórum flestra kvikmynda. sem fjalla um ævi tónskálda. befur mistekist að kanna. þeirra á meðal Milos l'orm- an (..Amadeus"). þ.e. hugarheim tónskálds og hvernig tónverkin verða til í raun og veru. Það mætti leggja meiri rækt við textann Spumingunni um stöðu leiklist- arinnar í dag svarar Guðrún á þá leið að hún standi vel. Það sýni best áhugi fjölda hæfileikariks ungs fólks sem streymi til liðs við leik- húsin og einnig fjöldi smárra leik- húsa sem spretta upp hér og þar um bæirm að viðbættum þeim stóru. „Ég er í gönguklúbbi og í honum er líka Gísli Halldórsson leikari. Við vorum að ganga í Hvalfjarðar- fjörunni og þá sneri ein konan sér að Gísla og sagði: „Gísli! Ég var að sjá Hárið og þetta unga fólk er bara akróbatar. Það getur hreyft sig og stokkið. Þið lærðuð aldrei svona lagað, var það? Voruð þið ekki meira með svipbrigði og svona?“ Ég leit á Gísla og velti fyrir mér hverju hann myndi svara. Minn maður var fljótur til svars: „Já! Það er nú orð- ið svo langt síðan. Það er meira að segja orðið svo langt að ég man eft- ir þvi að það skipti máli hvað leik- arar sögðu,“ sagði Gísli. Þetta snjalla svar Gisla á svolítinn rétt á sér. Það mætti leggja meiri rækt við textann og textameðferðina með Konur lesa fleira en kvennablöð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.