Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 Snjóflóðavarnir eða húsakaup? 640 - allar tölur í milljónum króna samkvæmt áætlun DV - Flateyri er eini staðurinn á landinu þar sem snjóflóðavarnir geta talist í nokkuð góðu lagi, en þó ekki fullnægjandi. 140 720 Flateyri ) 100 , Ig^lsafjoröur/Hnífsdalur 700 60 ^ ) Patreksfjöröur uðavik 0Í0°0 Keilur Snjóflóöavarnlr V O* v. Varnar- Húfttín 1020 Skýringar Andvirði mannvirkja og 'i bygginga innan hættu- marka í snjóflóðabyggðum. ) 2450 Áætlaður kostnaður við snjóflóðavarnir. 0 Hættumörk © Varnargarðar © Keilur Snjóflóðahættan endurmetin um allt land: Fasteignir á hættusvæðum kosta um 6 milljarða en varnir á þriðja milljarð - Neskaupstaður með 245 byggingar á hættusvæði Unnið er að nýju snjóflóðamati eða endurmati hættumarka á átta stöðum en samkvæmt mati dagsettu 31. janúar síðastliðinn eru 580 bygg- ingar á snjóflóðahættusvæði. Endur- mat fyrir Súðavík er tilbúið og ijölg- aði byggingum á hættusvæði um 19 þannig að 599 byggingar eru skil- greindar á snjóflóðahættusvæði í dag. Ef miðað er við að hver bygging kosti 10 milljónir, en hér er um ibúðar-, skrifstofu- og iðnaðarhús að ræða, hleypur kostnaðurinn á 6 milljörðum króna. Hærri tölur hafa verið nefndar eða allt að 7,5 millj- arðar. Þess má þó geta að í Neskaup- stað eru 245 byggingar innan hættu- marka og samkvæmt reiknireglu DV ætti verðmæti þeirra að nema 2,5 milljörðum króna. Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Neskaup- stað, segir þó í viðtali við blaðið kostnaðinn miklu hærri eða sem nemur 4,5 milljörðum. Þáð er þvi ljóst að reikniregla DV felur síst í sér ofmat á kostnaði við húsakaup- in. Kostnaður við snjóflóðavamir er hins vegar lauslega áætlaður tæpir 2 mUljarðar. Þau átta byggðarlög á íslandi sem búa við verulega snjóflóðahættu eru flest á Vestfjörðum. Á Patreksfirði eru 72 hús talin vera á hættusvæði. Ef farið yrði út í að kaupa þau hús yrði heildarkostnaðurinn 720 millj- ónir. Gróft mat á kostnaði við varn- argarða hljóðar upp á 60 milljónir króna. Á Flateyri eru 14 byggingar á hættusvæði. Kostnaður við kaup þeirra er um 140 milljónir. Kostnað- ur við varnir þar er talinn vera um 75 milljónir króna en þegar hafa verið lagðar um 20 mUljónir króna í varnir. Þar eru jafnframt einu snjó- flóðavarnimar á íslandi sem eitt- hvað kveður að. Þær eru þó alls ekki taldar fullnægjandi og reynslan sýnir að svo er ekki þar sem hús stórskemmdist þar sl. vetur í snjó- flóði. Á Isafirði eru tvö hættusvæði. Annars vegar er um að ræða Smára- teig og Fitjateig í Hnífsdal en hins vegar Seljalandssvæðið. Kostnaður við kaup þeirra 64 húsa sem eru á þessum svæðum er um 640 milljónir krpna. Varnir fyrir svæðið í heUd gætu kostað um 100 milijónir króna. Saga Súðavíkur er öllum kunn en þar féUu hrikaleg snóflóð á byggð- ina sl. vetur. Nýtt hættumat fyrir þá byggð setur nánast alla byggðina á hættusvæði. Þar vora fyrir snjóflóð- in 55 byggingar á hættusvæði sem kostað gætu 550 milljónir ef keyptar væru. Varnarkostnaður þar nemur samkvæmt áætlun 700 mUljónum króna. Á Siglufirði hefur verið viðvar- andi snjóflóðahætta. Þar eru 102 byggingar á hættusvæði. Kostnaður við kaup þeirra gætu numið rúmum miUjarði króna. Áætlaður kostnað- ur við gerð snjóflóðavarna nemur 900 milljónum króna. Á Seyðisfirði eru samkvæmt hættumati 47 byggingar á hættu- svæði. Kostnaður við kaup þeirra gæti verið tæpar 500 milljónir króna. Þar er talið að snjóflóðavarn- ir kosti 120 mUljónir króna. í Neskaupstað eru 245 byggingar taldar vera á hættusvæði. Þar er kostnaður við húsakaup talinn vera um 2,5 milljarðar króna ef miðað er við reiknireglu DV. Áætlaður kostn- aður við gerð varnarmannvirkja er talinn vera um 600 mUljónir. Þetta mat á kostnaði er byggt á hættumati Almannavarna ríkisins frá því fyrr á árinu. í Súðavík ligg- ur þó fyrir að búið er að gera nýtt hættumat og er gengið út frá því. Óljóst er hvaða áhrif nýtt hættumat hefur tU útvíkkunar hættusvæðis. Það er þó nokkuð ljóst að svæðin sem snjóflóðahættan er á minnkar . ekki frá því sem nú er. -rt/-pp Snjóflóðavarnir eða kaup á fasteignum: Verða að byggjast á langtímaáætlunum - segir formaður Almannavarna „Þetta verður allt að byggjast á langtímaáætlunum vegna þess að við erum að tala um gífurlega fjár- muni. Þetta eru svo mikU mann- virki að það tekur misseri að fylgja þessu eftir þó við hefðum nægt fjár- magn undir höndum," segir Guðjón Pederson, framkvæmdastjóri Al- mannavarna ríkisins, um mögu- leika á því að tryggja öryggi fólks á yfirlýstum snjóflóðahættusvæðum. „Lögin kveða alveg skýrt á um það hvernig á að bregðast við. Þar segir að sé hagkvæmara talið að tryggja öryggi íbúanna gagnvart of- anflóðum si sveitarstjóm heimUt að gera tillögu um að kaupa húseignir í stað annara varnaraðgerða, sem Ofanflóðasjóður fjármagni að hluta eða öllu leyti. Þetta er svo ennþá betur áréttaö í reglugerðinni," segir Guðjón. „Það eru alveg skýr lög og reglur frá stjórnvöldum tU að vinna eftir,“ segir Guðjón. „Þær vamaráætlanir sem búið var að gera eru aUar upp í loft vegna breytts hættumats þannig aö þær þurfa aUar að endurskoðast. Það var ekkert farið að skoða ýmsa staði og breytingar geta hlaupið á hundruðum miUjóna króna,“ segir Guðjón. „Nýtt hættumat krefst þess að fyrri áætlanir um varnir verður að endurskoða," segir Guðjón. -rt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.