Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Page 35
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 43 Seyðisfjörðun Bölvanlega í stakk búnir - segir Þorvaldur Jóhannsson „Það er búið að samþykkja gerð varnargarðs upp á 40 milljónir. Framkvæmdir eru ekki hafnar af því að allt hættumat er í endur- skoðun. Þetta er bara fyrsti áfangi vama til varnar athafna- og vinnu- svæði hafnarinnar,“ segir Þorvald- ur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyð- isfirði. Byrjað veröur á endurmati hættumats á Seyðisfirði í nóvem- ber og giskar Þorvaldur á að heild- arkostnaður geti numið allt að 120 milljónum. „Við eram bölvanlega í stakk búnir til að standa straum af kostnaði við gerð vamarmann- virkja en við þurfum að greiða 10 prósent af þeim kostnaði sem hlýst af því. Ég vil að það gildi sömu reglur um sjóvamargarða sem rík- ið greiðir að fullu og snjóvamar- garða," segir Þorvaldur en bætir við að gerð ofanflóðavarna verði forgangsverkefni hjá bæjarfélag- inu. Flateyri: kaupi eignir - segir sveitarstjórinn „Ef vamirnar eru ekki hundrað prósent þá sé ég ekki tilgang með því að eyða peningum í fleiri varn- ir. Það liggur fyrir sú ákvörðun hreppsnefndar að fara þess á leit við stjómvöld að þau kaupi upp fasteignir á hættusvæði,“ segir Kristján J. Jóhannesson, sveitar- stjóri á Flateyri, þar sem um 14 byggingar era á hættusvæði. Kristján segir hug fólks vera þannig að flestir vilji færa sig af hættusvæðinu. -rt Siglufjörður: Tugmilljóna kostnaður „Það er verið aö vinna nýtt hættumat sem liggur fyrir í októ- ber en ef menn era að tala um ein- hver vamarmannvirki þá er verið að tala um tugi ef ekki hundrað milljóna," segir Bjöm Valdimars- son, bæjarstjóri á Siglufirði. Hann segir bæjarsjóð hafa til ráðstöfunar 40 milljónir til fram- kvæmda á ári og lögum samkvæmt þurfi bæjarsjóður að greiða 10 pró- sent af kostnaði sem hlýst af mann- virkjagerö til varnar ofanflóðum. Þegar hættumat lægi fyrir yrðu snjóflóðavarnir forgangsverkefni og það yrði að bregðast við þeim kostnaði sem af þeim hlytist þegar þar að kæmi. Þangað til hættumat yrði fullgert yrði ekkert aðhafst. -PP Beðið nýs hættumats „Við erum með áætlun að vöm- um samkvæmt fyrra hættumati og þar er gert ráð fyrir 600 til 700 milljóna kostnaði við þær. Við munum samt ekki taka neinar ákvarðahir fyir en í desember þeg- ar nýtt hættumat liggur fyrir,“ seg- ir Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri í Neskaupstað. Samtals era 245 byggingar á hættusvæði í Neskaupstað og segir Guðmundur þær metnar á 4,5 milljarða. Kostnaður kaupstaðarins við snjóflóðavarnir samkvæmt gild- andi hættumati nemur því 60 til 70 milljónum. Guðmundur segir að þriggja ára áætlun geri ráð fyrir að tveimur milljónum verði varið á ári í snjóflóðavámh- en bæjarfélag eins og Neskaupstaður ráði létt við 4 til 6 milljónir á ári. Eins og stað- an er i dag sé því um 10 til 15 ára verkefni að ræða sem hafi forgang. -pp Ibúi á hættusvæði við Ólafstún á Flateyri: Börnin spyrja með tárin í augun- um hvort við verðum hér í vetur - segir Magnea Guðmundsdóttir sem var í 40 daga að heiman „Ég finn verulega fyrir þvi á mínu heimili að fólki óar við vetrin- um. Bömin mín spyrja mig að því með tárin í augunum hvort við verðum að búa hér annan vetur. Þau segjast ekki vilja vera annan vetur og það er afskaplega erfitt að horfa upp á það hvað börnin er sköðuð eftir síðasta vetur,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, íbúi við Ólafstún á Flateyri, sem ásamt fjöl- skyldu sinni varð að vera fjarri heimili sínu í 40 daga á síðasta vetri vegna snjóflóðahættu. Magnea hef- ur þurft að yfirgefa heimili sitt oft á vetri undanfarin ár. Heimiiið flúið í ótai skipti „Ég hef ekki tölu á öllum þeim tilvikum sem við höfum þurft að yf- irgefa hús okkar undanfarin ár. Ég á þetta þó skráð í dagbók. Undanfar- in ár hefur ekki liðið sá vetur að við höfum ekki þurft að flýja út,“ segir hún. „Hugur minn og þess fólks sem býr við Ólafstún er í flestum tilfeli- um sá að það er ekki tilbúið að sætta sig við að setja upp varnir þegar ekki er öraggt að það geti ver- ið í húsum sínum. Fólk trúir því að stjórnmálamenn standi við loforð sín frá síðasta vetri og í kosninga- baráttunni í vor,“ segir Magnea. Hún segir að tvær fjölskyldur við Ólafstún hafi þegar útvegað sér hús- Eyðileggingarmáttur snjóflóða er gríðarlegur. Tjón af völdum snjóflóða í Súðavík síðasta vetur nam hundruðum milljóna. næði á öruggum stað og ætli ekki að vera í vetur á hættusvæðinu. „Það er ónotaleg tilfinning fyrir okkur sem eftir sitjum að horfa á eftir nágrönnum í burtu af þessum ástæðum. Ég hef þó fullan skilning á ákvörðunum þeirra og vona að ég geti líka boðið minni fjölskyldu upp á öryggi,“ segir Magnea. -rt '* Helgi Hallgrímsson, formaður Ofanflóðasjóðs: Peningaskortur hamlar hraðri uppbyggingu stjórnvöld þurfa að koma að málinu þegar stærð vandans er Ijós „Ofanflóðasjóði er tryggður tekjustofh í nokkur ár sem gefur rámar 200 milljónir króna á ári. Á móti er Ofanflóðasjóði ætlað að standa straum af kostnaði við snjóflóðaeftirlit, snjóflóðarann- sóknir, hættumát og varnar- virkjagerð eða húsakaup ef þau eru talin hagstæðari. Það er ljóst að sjóðurinn hefur ekki peninga til að ráðast í mjög hraða upp- byggingu þessa verkefnis nema því aðeins að það verði gerðar einhverjar aðrar ráðstafanir í formi meiri tekju- eða lánsfjáröfl- unar sem yrði þá greitt síðar af tekjum sjóðsins,“ segir Helgi Hallgrímsson, formaður ofan- flóðanefndar. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvernig kostnaði ' við snjóflóðavarnir verði mætt. Ný lög voru sam- þykkt í vetur og nýjar reglugerð- ir eru enn að líta dagsins ljós og þegar þetta er tilbúið og menn hafa tíma til að meta afleiðing- arnar og kostnaðinn sem af þessu hlýst þá verður auðvitað að gera um það áætlanir hversu hratt „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvernig kostnaði við snjóflóðavarnir verði mætt,“ segir Helgi Hallgrímsson, formaður ofanflóðanefndar. verður farið í þetta og forgangsraða. Alþingi og ríkisstjórn verða að koma að þessu þegar ljóst er hversu verkefnið er stórt. Það er spurning hvort menn vilja fara í þetta með hraðari hætti eða dreifa framkvæmdum yfir lengri tíma,“ segir Helgi. - Nú hafa menn búið við snjó- flóðahættu í gegnum tíðina hér á landi. Er of mikið gert úr snjó- flóðahættunni að þínu mati? „Reynslan sýnir að þegar snjó- flóð era nýgengin eða eru að ganga yfir þá er hættan mönnum mjög í fersku minni og menn tala mikið um hana. Þegar frá líður minnkar það umtal og hættan í vissum skilningi færist fjær mönnum. Þetta er eðlilegt og við þessu verður ekkert gert. Það verður alltaf dálítill bylgjugang- ur í þessum umræðum og í þrýst- ingi á þessi mál,“ segir Helgi. Jafnóðum sem niðurstaða nýs hættumats liggur fyrir mun al- mannavarnaráð gera félagsmála- ráðuneytinu grein fyrir stöðu málsins en ofanflóðanefnd er starfsnefnd Almannavama. -pp ísafjörður: Munum verja Seljalandssvæðið „Það er alveg á hreinu að við munum verja Seljalandssvæðið. Varðandi Hnífsdal þá eigum við einfaldlega eftir að skoða það mál i ljósi þess að nýtt hættumat hefur farið fram,“ segir Kristján Þór Júl- iusson, bæjarstjóri á ísafirði. Á ísafirði og í Hnífsdal eru á sjötta tug fasteigna á hættusvæð- um. Við Fitjateig og Smárateig hafa íbúar verið langdvölum að heiman vegna snjóflóðahættu en minni hætta er talin vera á Selja- landsdal. -rt Súðavík: Hús verði keypt upp „Þaö er ekki framundan hér að byggja varnir enda hefur komið í ljós við skoðun að þær eru i öllum tilvikum dýrari en að kaupa upp húsin. Þá er ljóst að ekki er hægt að reisa vamir sem eru öraggar," segir Ágúst Kr. Bjömsson, verð- andi sveitarstjóri i Súðavik, þar sem 55 hús eru talin vera á hættu- svæði samkvæmt nýju hættumati. Ágúst segir hug fólks vera þann eftir hörmungarnar 16 janúar sl. að það komi ekki til álita að reisa varnir. -rt , Patreksfjörður A von á ao varnir verði ofan á „Það sem hefur verið helst í um- ræðunni hér er að efla varnir vegna snjóflóða. Ég á von á því að þær verði ofan á,“ segir Páll Jó- hannsson, byggingarfulltrái Vesf- urbyggðar á Patreksfirði, þar sem 72 byggingar eru á hættusvæði samkvæmt niati Almannavama. Á Patreksfirði er nú beðið eftir nýju mati en Páll segir að sam- kvæmt sínum útreikningum sé brunabótamat þeirra húsa sem yf- irgefin voru vegna snjóflóðahættu um 1,4 milljarðar króna. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.