Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Side 38
46
ipiðsljós
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995
Sean Penn:
Hefur búið tvö ár í húsbíl
Meryl Streep:
Stundum
ástfangin af
mótleikurum
Meryl Streep kveðst hafa orðið ástfangin af mótleikurum sínum en það hafi
aldrei gengið svo langt að hún hafi verið að hugsa um að yfirgefa eigin-
manninn.
kom að sú fyrrverandi og John
höfðu gert einhvern samning fimm
árum áður þó að þau hefðu aldrei
búið saman. Þar með var Meryl á
götunni, þremur vikum eftir andlát
Johns.
Það var þá sem Don Gummer
kom inn í lif Meryl. Hann var vinur
bróður hennar. Á meðan Don var á
ferðalagi erlendis fékk hún að búa í
íbúð hans. Og þegar hann kom til
baka urðu þau ástfangin.
Meryl er fædd í New Jersey og er
elst þriggja systkina. Faðir hennar
var apótekari og móðir hennar lista-
kona. Henni var gefið nafnið Mary
Louise en móðir hennar kallaði
hana Meryl. Streep nafnið er komið
frá forfeðrum hennar sem voru
spænskir gyðingar er fluttu til
Hollands á sautjándu öld.
Þegar Meryl var barn datt engum
í hug að hún yrði leikkona. Sjálf
kveðst Meryl hafa verið hrokafull
og litið út fyrir að vera miðaldra.
Hin börnin héldu að hún væri einn
af kennurunum. Hún var tólf ára
þegar hún uppgötvaði að hún var
með góða söngrödd. Hún söng ein-
söng á skólaskemmtun og þar með
varð kúvending í lífi hennar. Meryl
ákvað að fara á leiklistarbraut og
fékk alltaf stjörnuhlutverkin í skóla-
sýningum. Þegar hún útskrifaðist
rigndi tilboðunum yfir hana.
Fyrri sambýlismaður Meryl Streep,
John Cazale, lést úr krabbameini
1978.
Don Gummer, eiginmaður Meryl
Streep, brosir aldrei til Ijósmynd-
ara.
Eiginmaður Meryl Streep, Don
Gummer, sem er myndhöggvari, er
ekki hrifinn af því samkvæmislífi
sem fylgir því að vera kvæntur
kvikmyndastjörnu. Þau hjónin eiga
flögur börn og eins og svo margar
aðrar leikaraíjölskyldur hafa þau yf-
irgefið Los Angeles og flust út á
landsbyggðina, á búgarð í Connect-
icut.
Meryl, sem er orðin 46 ára, kom
öllum í Hollywood á óvart þegar
hún giftist Don Gummer fyrir
sautján árum, aðeins hálfu ári eftir
að sambýlismaður hennar, John
Cazale, lést úr krabbameini.
Meryl var nýútskrifuð úr leiklist-
arskóla þegar hún hitti John í leik-
húsi um miöjan áttunda áratuginn.
John, sem var þrettán árum eldri en
hún, lék yngsta bróðurinn í Guðfoð-
ur-myndunum. Meryl og John unnu
mikið saman á sviði. Þau léku
einnig saman í kvikmyndinni Deer-
hunter en það var í henni sem
Meryl sló í gegn og var fyrst útnefnd
til óskarsverðlauna.
John og Meryl höfðu aðeins verið
saman í skamman tíma þegar það
uppgötvaðist að hann væri með
beinkrabba. Þegar John varð rúm-
liggjandi ákvað Meryl að hætta að
vinna til að geta hjúkrað honum.
Síðustu vikurnar sem hann lifði bjó
hún hjá honum á sjúkrahúsinu.
Meryl var sannfærð um að John
myndi batna. Hún segist hafa verið
svo nálægt honum síðasta árið að
hún hafi ekki tekið eftir því hvernig
honum hrakaði smám saman. Hún
segir sársaukann vegna andláts
hans alftaf vera til staðar og hafa
áhrif á gerðir sínar.
Þegar John dó missti hún ekki
bara ástvin heldur einnig húsnæði.
Fyrrverandi kærasta Johns birtist
aílt í einu og vildi fá íbúðina sem
hann hafði búið með Meryl í. í ljós
Clint Eastwood og Meryl Streep í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Brýrnar
í Madisonsýslu. Samkvæmt frásögnum kvikmyndatökuliðsins héldust þau í
hendur í vinnuhléum, dönsuðu og kysstust. Meryl er sögð lifa sig inn í hlut-
verk sín!
Olyginn
sagði...
. . . að rokkstjarnan Sting, sem
er orðinn 43 ára, ætti von á
sjötta barni sínu. Hann á þrjú
börn með eiginkonunni Trudi
og tvö frá fyrra hjónabandi.
„Foreldrahlutverkið er stærsta
hlutverk okkar Trudi í lífinu," er
haft eftir Sting.
.
. . . að trúlofun Beverly Hills
stjarnanna Tiffany-Amber
I Thiessen og Brian Austin
Green hefði bara varað í hálft ár.
Þau eru sögð mjög ólík, hún vill
snemma í háttinn með bók en
hann var á skemmtistöðum,
kom seint heim og spilaði mús-
ík á fullu.
. . . að Lisa Marie og Michael
Jackson væru líklega búin að
kyssa hvort annað í síðasta
sinn. Michael á að hafa farið
með tveimur ungum drengjum í
frí til Parísar í sumar en Lisa fór
á fund fyrrum eiginmanns með
börn sín.
. . . að Christopher Lambert
hefði verið þreytulegur þegar
hann kom í frt til Los Angeles á
dögunum með þriggja ára dótt-
ur sína. Christopher er nú önn-
um kafinn við tökur á tveimur
nýjum myndum.
. . . að meðlimirnir í sænsku
hljómsveitinni Ace of Base
hefðu fengið hálfan milljarð
hver í tekjur af plötunni Happy
Nation. Einn þeirra, Ulf Ekberg,
hefur sett á laggirnar eigið
plötufyrirtæki, byggt sér hús á
Spáni og keypt snekkju. Hann
hefur jafnframt f hyggju að
opna veitingastað í New York.
Sean með dótturina Dylan Frances.
Sean Penn er einn margra leikara
sem misstu heimili sin í brunanum
i Kaliforníu fyrir tveimur árum.
Sean flutti þá inn i húsbíl og býr þar
enn. Húsgögnin sem kvikmynda-
stjarnan vill hafa í kringum sig
komast greinilega ekki öll fyrir í
húsbílnum því utandyra virðist nán-
ast vera húsgagnalager.
Samband Seans og Robin Wright
hefur verið upp og niður. Hún hefur
kosið að búa í Santa Monica með
tveimur börnum þeirra. Robin
ákvað að yfirgefa Sean þegar hann
hélt fram hjá henni síðastliðinn vet-
ur. Hann bað hins vegar um fyrir-
gefningu og sættir tókust, í bili að
minnsta kosti. Robin var þá að leika
í kvikmynd á írlandi og Sean keypti
þar hús á fjörutíu milljónir til þess
að eiga athvarf frá stressinu í
Hollywood.
Robin lætur Sean gæta Dylan þegar
hún er við kvikmyndaleik.
Húsbíllinn sem fyrrum eiginmaður Madonnu hefur búið í í tvö ár.