Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Síða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Síða 51
^>"V LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 afmæli Laufey Jakobsdóttir Laufey Jakobsdóttir húsmóðir, Grjótagötu 12, Reykjavík, verður áttræð á mánudaginn kemur. Starfsferill Laufey fæddist á Bóndastöðum í Seyðisfirði en ólst upp í Snotrunesi í Borgaríirði eystra og síðan á Neistastöðum. Hún naut almennrar barnafræðslu og var síðan í vinnu- mennsku í Reykjavík og víðar. Laufey starfaði á vegum borgar- innar við miðbæinn og sótti þá fjöldi uriglinga athvarf tii hennar. Hún hefur starfað meö Samtökum um 'kvennalista frá upphafi, starfað í dýraverndarfélögum, sinnt málefn- um aldraðra og er áhugasöm um friðun gamalla húsa. Þá var hún fyrst til að hreyfa þeirri hugmynd opinberlega að Vigdís forseti gæfi kost á sér til forsetakjörs 1980. Bók- in Lífsbók Laufeyjar, samtalsbók um ævi Laufeyjar, eftir Ragnheiði Davíðsdóttur, kom út 1992. Fjölskylda MaðurLaufeyjarvarMagnús - Björgvin Finnhogason, f. 21.7.1911, d. 2.2.1993, húsasmíðameistari og hugvitsmaður. Foreldrar hans voru María Þorleifsdóttir húsfreyja og Finnbogi Erlendsson, útgerðarmað- ur á Eskifirði. Börn Laufeyjar og Magnúsar eru Edda, f. 5.5.1936, teiknari í Reykja- vík, gift Páli Jónssyni og eignuðust þau sex börn en fimm þeirra eru á lífi; Inga, f. 10.3.1939, bæjarstarfs- maður í Hafnarfirði, gift Birgi Björnssyni og eiga þau þrjú börn; Erlendur Finnbogi, f. 24.7.1941, myndlistarmaður í Hveragerði, kvæntur Sigurdísi Sveinsdóttur og eiga þau fimm börn; Elín Björg, f. 1.8.1942, sjúkraliði í Reykjavík, ekkja eftir Gísla Björnsson og eru börn þeirra tvö; Sigurbjörg, f. 25.9. 1943, fangavörður í Reykjavík, og á hún sex börn; Helga Hafdís, f. 21.12. 1948, skrifstofumaður í Hafnarfirði, gift Hinrik Einarssyni og eiga þau þrjú börn; Jakob Skafti, f. 22.1.1955, þroskaþjálfi á Stokkseyri, í sambúð með Ragnhildi Jónsdóttur og á hann fiögur börn; Þorleifur Magnús, f. 27.9.1961, verkamaður í Reykjavík, kvæntur Guðlaugu Steinsdóttur og á hann þrjú börn. Afkomendur Lau- feyjar eru nú sextíu og fimm talsins. Alsystkini Laufeyjar: Elín Björg, nú látin, húsmóðir í Reykjavík;-Sig- urbjörg er lést um tvítugt; Gróa, ekkja á Eyrarbakka; Siguröur, lát- inn, smiður í Reykjavík; Björn Skafti, lést um tvítugt. Hálfsystkini Laufeyjar, samfeðra: Anna Jakobsdóttir Cronin, ekkja, í London; Ólafur Jakobsson, bifreiða- stjóriíReykjavík. Hálfsystkini Laufeyjar, sam- mæðra: Guðrún Sæmundsdóttir, húsmóðir á Selfossi; Vilborg Sæ- mundsdóttir, starfsmaöur i Heilsu- verndarstöðinni í Reykjavík; dreng- ur, lést í frumbernsku. Foreldrar Laufeyjar voru Jakob Sigurðsson, f. 15.10.1885, bóndi í Geitavík og á Seyðisfiröi, síðan bif- reiöasfióri í Reykjavík og loks kaup- maöur í Kaupmannahöfn, og k.h., ÞuríðurBjörnsdóttir, f. 21.9.1888, húsmóðir. Ætt Jakob var sonur Sigurðar, b. á Unaósi, Jakobssonar, b. í Mjóanesi, Þórðarsonar, b. á Finnsstöðum, Gíslasonar, b. á Finnsstöðum, Niku- lássonar. Móðir Jakobs í Geitavík var Elín Björg, dóttir Arnbjörns Sigmunds- sonar, b. á Þorvaldsstöðum í Breiöadal, og Guðnýjar Erlends- dóttur, b. á Þorvaldsstöðum, Þor- steinssonar, b. á Þorvaldsstöðum, Erlendssonar, ættfóðurÁsunnar- staðaættarinnar, Bjarnasonar. Þuríður var dóttir Björns, b. á Snotrunesi, Jónssonar, b. á Bónda- stöðum, Bjömssonar. Móðir Björns var Þuríður Andrésdóttir, b. í Geita- víkurhjáleigu, Jónssonar og Ingi- bjargar Andrésdóttur. Laufey Jakobsdóttir. Móðir Þuríðar var Elín Björg Guð- mundsdóttir, b. á Staffelli, Bjarna- sonar, b. þar, Jónssonar, b. á Bessa- stöðum, Þorsteinssonar, ættföður Melaættarinnar, Jónssonar. Laufey tekur á móti gestum hjá syni sínum og tengdadóttur í Ás- garði á Hvolsvelli á morgun, sunnu- daginn 24.9. milli kl. 15.00 og 18.00. Ingibjörg Þorgeirsdóttir Ingibjörg Þorgeirsdóttir húsmóðir, Merkurgötu 12, Hafnarfirði, verður sextug á morgun. Auk þess eiga þau hjónin rúbínbrúðkaup, eða fiörutíu ára hjúskaparafmæli, sama dag. Starfsferill Ingibjörg fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Húri stundaði þar barnaskólanám í Lækjarskóla og var síðan við miðskólanám tvo vet- ur í Flensborgarskóla. Ingibjörg var mikið í sveit á bernskuárunum á Mýrum og í Leir- ársveitinni hjá móðurbræðrum sín- um. Hún stundaði fiskbreiðslu í Hafnarfirði á unglingsárunum og starfaði lítils háttar í fiskvinnslu. Fjölskylda Ingibjörg giftist 24.9.1955 Þóri H. Óskarssyni, f. 17.4.1933, bifreiða- stjóra. Hann er sonur Óskars Árna- sonar, bifvélavirkja í Hafnarfirði, og k.h., Magdalenu Sigurðardóttur húsmóður sem bæði eru látin. Böm Ingibjargar og Þóris eru Ósk- ar Þorgeir, f. 14.10.1953, verkamað- ur í Hafnarfirði; Magdalena Sirrý, f. 14.4.1955, handavinnukennari í Keflavík, gift Jóni Birni Sigtryggs- syni tannlækni og eiga þau tvö börn; Hrafnhildur, f. 9.10.1956, iðnverka- kona, búsett í Garðabæ, gift Jens Kristinssyni verslunarmanni og eiga þau tvö börn; Marinó, f. 9.12. 1957, verkamaður í Varmahlíð í Skagafirði, kvæntur Steinunni Arn- ljótsdóttur kennara og á hann eina dóttur; Sverrir, f. 17.12.1962, verka- maöur í Hafnarfirði, en kona hans er Bára Hilmarsdóttir skrifstofu- maður og eiga þau tvær dætur. Systkini Ingibjargar: Markús Þor- geirsson, f. 14.8.1924, d. 24.11.1984, sjómaður og hugvitsmaður í Hafn- arfirði; Jóhanna Þorgeirsdóttir, f. 3.7.1925, húsmóðir í Reykjavík; Alda Þorgeirsdóttir, f. 24.10.1929, d. 26.7. 1989, húsmóðir í Hafnarfirði; Gest- heiður Þorgeirsdóttir, f. 27.2.1931, húsmóðir í Garðabæ; Edda Kolbrún, f. 27.9.1942, verslunarmaður í Hafn- arfirði. Ingibjörg Þorgeirsdótir. Foreldrar Ingibjargar voru Þor- geir Sigurðsson, f. 24.6.1902, d. 8.6. 1972, sjómaður í Hafnarfirði, og k.h., Katrín Markúsdóttir, f. 29.3.1900, d. 31.3.1967, húsmóðir. Þau hjónin, Ingibjörg og Þórir, verða heima á morgun og með heitt á könnunni eftir kl. 16.00. Sigurrós Gísladóttir Sigurrós Gísladóttir húsmóðir, Fíf- useli 16, Reykjavík, verður áttræð á morgun. Starfsferill Sigurrós fæddist á Fáskrúðsfirði og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Bamaskóla Fáskrúðsfiarðar og við Húsmæðraskólann í Hallorms- stað 1938, Á sínum yngri árum stundaði Sig- urrós verkamannastörf og var auk þess vinnukona á nokkrum stöðum á Austurlandi og í Vestmannaeyjum áður en hún gifti sig. Sigurrós bjó alla tíða á Fáskrúðsfirði þar til 1992 er hún flutti til Reykjavíkur með syni sínum. Fjölskylda Sigurrós giftist 15.12.1940 Oddi Stefánssyni, f. 7.8.1911, d. 1983, sjó- . manni og verkamanni. Hann var sonur Stefáns Péturssonar og Ingi- gerðar Guðmundsdóttur, bænda í Skálavík við Fáskrúðsfiörð. Börn Sigurrósar og Odds: Steinþór Oddsson, f. 1941, starfsmaður Pósts og síma á Akureyri, kvæntur Grétu Guðvarðardóttur og eiga þau fiögur börn saman auk þess sem hún á tvö börn frá því áður; Pétur Oddsson, f. 1943, d. 1954; Gísli Oddsson, f. 1946, starfsmaður hjá Goða á Kirkjusandi í Reykjavík, kvæntur Guðnýju Ragnarsdóttur og eiga þau eina fóst- urdóttur og eina dóttur. Bræður Sigurrósar: Sigurbjörn Gíslason, f. 1904, nú látinn, bóndi í Höfðahúsum og við Fáskrúðsfiörð; Guðjón Gíslason, f. 1908, nú látinn, múrari í Reykjavík; Kristinn, f. 1925, lengst af fiskvinnslumaður á Fá- skrúðsfirði. Foreldrar Sigurrósar voru Gísli Eiríksson, f. 11.11.1866, d. 26.1.1935, Sigurrós Gísladóttir. bóndi í Steinholti við Fáskrúðsfiörð, og k.h., Guðrún Ólafsdóttir, f. 27.3. 1882, d. 7.11.1964, húsfreyja. Sigurrós verður að heiman á af- mælisdaginn. Til hamingju meo af- mælið 24. 95 ára Guðmundur Guðnason, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. 80 ára Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, Heiðargerði 21, Akranesi. Dagmar Fanndal, HátúnilO, Reykjavík. Jóhanna Dagbjartsdóttir, Ásabraut 13, Grindavík. september Erla B. Vignisdóttir, Grettisgötu 6, Reykjavík. Sigurveig Björnsdóttir, HofilI.Fellahreppi. Pálmi Sigurðsson, Bjarmastig 15, Akureyri. Öm Guðj ónsson, Hvammstangabraut 23, Hvamms- tanga. Sigurlaug Jóhannesdóttir, Tunguvegi 90, Reykjavík. SævarG. Proppé, Lækjarbergi 58, Hairiarfiröi. Karen Welding, Hamri, Þverárhliðarhreppi. 70 ára 40ára SnorriBjarnason, Urðarbraut 20, Blönduósi. Skúli Theódórsson, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. ÓlöfÓlafsdóttir, Hliöargötu32, Neskaupstað. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Vörum II, Gerðahreppi. 60ára Eggert J óhannsson, Felli, Hofshreppi. BjörnHelgason, Hjallavegi 3, ísafirði. Guðbjartur Pálsson, Hagamel 36, Reykjavík. Emilía Siguijónsdóttir, Þinghólsbraut 16, Kópavogi. Erling Kristjánsson, Markarvegi 17,Reykjavík. Reynir Kristjánsson, löggilturendur- skoðandi, Mosgerðill, Reykjavík. Konahanser JónaÞ.Vem- harðsdóttir deild- arsfiórí. Þauverðaaö heiman. CarlHenrik Engelbrekt Rörbeck, Lindarhvammi 6, Hafnarfirði. Jóhannes Ágústsson, Holtsgötu 41, Reykjavík. Hlöður Freyr Waage, Langholtsvegi 85, Reykjavík. Jósteinn Þór Hreiðarsson, Baughóli 23, Húsavík. Auður Ólafsdóttir, Vesturbergi 78, Reykjavik. Sigríður J. Sigurðardóttir, Þingási 38, Reykjavík Sigríður Jóhannesdóttir, Ásbúð84,Garðabæ. Margeir Þorgeirsson, Háaleiti24,Keflavík. SigrúnEdda Knútsdóttir, Austurtúni 3, Bessastaðahreppi. Elín Baidursdóttir, Skólagerði 39, Kópavogi. Ámi Guðlaugur Jónsson, Bollagörðum 25, Seltjarnarnesi. Alfreð ViggóSigurjónsson, Bæjargili 71, Garðabæ. Andrés Hjaltason, Njarðvík, Borgarfiarðarhreppi. Elsa Lára Blöndal, Bæjarholti 9, Hafnarfirði. Óskar Haukur Óskarsson, Ásabyggð 6, Akureyri. Gunnar Karl Gunnlaugsson, Kaldaseli 26, Reykjavik. Svanfríður Ásgeirsdóttir, Löngumýri 13, Akureyri. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRABA VALDA ÞÉR SKAÐA! .1 á næsta sölustað I Áskriftarsími 563-2700 j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.