Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR23. SEPTEMBER 1995 Bókmenntakvöld í Norræna húsinu Annað kvöld, kl. 20,. verður bókmenntakvöld í Norræna hús- inu. Danski rithöfundurinn Gorm Henrik Rasmussen mun kynna verk sín og Ein- ar Már Guðmundsson mun lesa upp eig- in þýðingar. Dagur heyrnarlausra Gengið verður frá Kjarvals- stöðum að húsakynnum Félags heyrnarlausra á Laugavegi 26 kl. 13.30 í dag. Opið hús og spjall til kl. 18. Kirkjudagur * Kirkjudagur verður í Grinda- vík á morgun. Helgistund i Víði- hlíð, messa kl. 14 og kaffíveiting- ar á eftir. Þá verða gítartónleik- ar í kirkjunni kl. 16. Opið hús Bahá’íar eru með opið hús að Álfabakka 12 í Mjódd kl. 20.30. Allir velkomnir. Samstarf, samkennd og gagnkvæm virðing í dag verður í BSRB-húsinu málþing undir yfirskriftinni Samstarf, samkennd og gagn- kvæm virðing. Ný vinnubrögð. Þingið verður sett kl. 9 af félags- málaráðherra. Slydda fyrir norðan I dag verður fremur hæg breyti- leg eða suðvestlæg átt. Á landinu verða slydduél á stöku stað og hiti 1 Veðrið í dag til 5 stig sunnan til á landinu. Um landið norðanvert verður hiti 0 til 4 stig og dálítil snjóél og slydduél. Á höfuðborgarsvæðinu gæti orðið slydduél á morgun og hitinn verður 1 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavlk: 19.27 Sólarupprás á morgun: 6.27 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.42 Árdegisflóð á morgun: 6.01 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaó 5 Akurnes skýjaö 8 Bergsstaöir úrkoma 3 Bolungarvík snjóél 2 Egilsstaðir úrkoma 6 Grimsey rigning 3 Keflavíkurjlugvöllur úrkoma 5 Kirkjubœjarklaustur skúr ■6 Raufarhöfn rigning 3 Reykjavík skúr 4 Stórhöföi úrkoma 5 Bergen rigning 10 Helsinki skýjað 16 Kaupmannahöfn skýjaö 15 Ósló þokumóöa 12 Stokkhólmur léttskýjað 18 Þórshöfn skýjaó 9 Amsterdam þokumóöa 17 Barcelona þokumóöa 17 Berlín léttskýjaö 17 Chicago hálfskýjað 3 Feneyjar hálfskýjaö 21 Frankfurt skýjaö 16 Glasgow úrkoma 14 Hamborg skýjaö 16 London léttskýjaö 20 Los Angeles þokumóða 18 Lúxemborg skýjaö 16 Madrid léttskýjað 21 Malaga léttskýjaó 22 Mallorca skýjaö 23 New York alskýjað 22 Nice léttskýjað 22 Nuuk snjókoma 2 Orlando þokumóða 24 París léttskýjaö 18 Róm skýjaö 21 Samkomur Fræðsla um ofvirk börn 1 dag verður haldið á vegum Barna- og unglingageðdeildar Landspitalans námskeið sem ber heitið Fræðsla um ofvirk börn. Námskeiðið er að Dal- braut 12. Fjölskyldudagur Fjölskylduferð verður farin á Suðurnes 24. september og verð- ur farið að Seltjörn við Grinda- víkurveg og deginum eytt við ýmsar skemmtanir. í Reykjavík verður farið frá Tjarnargötu kl. 10 og í Keflavík verður farið frá Myllubakkaskóla kl. 10.30. Bridge og félagsvist Á morgun, sunnudag, verður bridge í Risinu kl. 13 og félags- vist kl. 14. Bjarni Tryggvason skemmtir ásamt blússveit sinni. Blúsá Jazzbamum Blús verður í fyrirrúmi á Jazzbarnum í kvöld en þar munu stíga á svið Bjarni Tryggvason og félagar og skemmta gestum staðarins. Með honum verða Þorleifur Tóiúist Guðjónsson, bassi, og Kormák- ur Geirharðsson, trommur, sem hafa löngum leikið með KK. Á sunnudagskvöld mun svo Dúett Eddu Borg skemmta á Jazzbamum. Skemmtanir Lipstikk í Rósenbergkjallara: Heim eftir Norðurlandareisu kvöld verður Lipstikk með tón- leika í Rósenbergkjallaranum en á undan mun ný og efnileg hljóm- sveit, Silverdome, leika. Lipstikk hefur undanfarna mán- uði fylgt plötunni Dýralífi eftir með hljómleikahaldi en hún kom út um mitt sumar. í Lipstikk eru Bjarki Kaikumo, Ragnar Ingi, Sæv- ar Þór, Anton Már og Ámi Gústafs Hljómsveitin Lipstikk er nú komin heim eftir ferðalag um Norðurlöndin. Hljómsveitin spilaði viða og fékk hvarvetna frábærar viðtökur og hafa félagarnir hug á að endurtaka leikinn innan tíðar. í Fjölskyldan horfir á sjónvarp. Hundalíf Um helgar er lögð á það > áhersla í kvikmyndahúsunum að bjóða upp á kvikmyndir fyrir bömin og hafa Sambíóin verið dugleg við að endursýna hinar skemmtilegu teiknimyndir frá Disney. Nýlega hófust sýningar á einni allra skemmtilegustu teiknimyndinni, Hundalífi (101 Dalamatian), sem var gerð árið 1961, og kemur hún nú fyrir sjón- ir íslenskra barna með íslensku tali. Allt frá því Hundalíf var Kvikmyndir frumsýnt hefur myndin verið óhemjuvinsæl um allan heim. Á nokkurra ára fresti hefur hún verið tekin til sýningar og alltaf hafa nýir árgangar bama hrifist af myndinni. Þegar upp er staðið hefur Hundalíf fengið hvað mesta aðsókn af öllum teikni- myndum Walt Disneys. íslensk talsetning við Disney- myndimar Aladdín og Konung ljónanna hafa heppnast sérlega vel og nú hafa Sambíóin tekið ákvörðun um að hafa sem reglu að setja íslenskt tal á teikni- myndir þær sem sýndar verða í Sambíóum. Leikstjóri íslensku K talsetningarinnar er Örn Áma- son og sem fyrr er það Júlíus Agnarsson sem sér um tækni- vinnsluna. Nýjar myndir Háskóiabíó: Indíáni í stórborg- inni Laugarásbíó: Dredd dómari Saga-bíó: Bad Boys Bíóhöllin: Ógnir i undirdjúpun- um Bíóborgin: Umsátrið 2 Regnboginn: Braveheart Stjörnubíó: Tár úr steini Síðasta umferðin í 1. deild Nú er komið að lokum íslands- mótsins í knattspyrnu. í dag verður leikin síðasta umferðin í 1. deild karla. Löngu er orðið ljóst hverjir urðu íslandsmeist- ÍÞRÖTTIR arar, leikirnir eru ÍA—ÍBV á Akranesi, Grindavík—UBK í Grindavík, KR—Keflavík í vest- urhænum, Fram—Valur í Laug- ardalnum og Leiftur—FH á Ólafsfirði. Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 225. 22. september 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 64,500 64,820 65,920 Pund 102.130 102,650 102,230 Kan. dollar 47,690 47,980 - 49,070 Dönsk kr. 11,6810 11,7430 11.569C Norsk ki. 10,3160 10,3720 10.254C Sænsk kr. 9,1870 9,2380 9,021 ( Fi. mark 15,0670 15,1560 15.093C Fra. franki 13,0970 13,1720 13,001 ( Belg. franki 2,2010 2,2142 2,182' Sviss. franki 56,4200 56,7300 54.490C Holl. gyllini 40,4600 40,7000 40.080C Þýskt mark 45,3300 45,5600 44.880C it. lira 0,04018 0,04042 0,0406 Aust. sch. 6,4380 6,4780 6.383C Port. escudo 0,4319 0,4345 0,432- Spá. peseti 0,5224 0,5256 0,5246 Jap. yen 0,64860 0,65250 0,6835 irskt pund 104,420 105,070 104,620 SDR 96.79000 97,37000 98.520C ECU 84,2800 84,7800 84.040C Simsvari vegna gengisskráningar 5623270.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.