Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Side 21
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 33 Menning Uppistand! Ég er ótrúlega ginnkeyptur fyrir auglýsingum. Enda þótt ég verði fyrir vonbrigðum æ ofan í æ þegar ég tek að neyta þess sem auglýsingin hefur boðið mér fell ég aftur og aftur fyrir nýrri auglýsingu. Þannig hefur þetta einnig verið með freistingarnar lengst af. En það er önnur saga. Ég hlakk- aði óskaplega mikið til þess að fá Dagsljósþáttinn aftur á skjáinn og aug- lýsingar Sjónvarpsins undangengna daga drógu ekki úr tilhlökkun minni og spenningi. Fimm mínútum fyrir útsendingu settist ég með kaffibolla og kex framan við tækið og stillti á síra Heimi, eins og stöð eitt á hundr- að rása sjónvarpinu mínu heitir hér innan veggja. Svei mér ef það var ekki jólafílingur í mér. Svo brast hann á og ég komst í uppnám á samri stundu. Þvílíka hörmungar sviðs- Atburðir Úlfar Þormóðsson mynd hef ég aldrei á ævi minni séð fyrr! Mér fannst hún svo ógeðsleg að ht og lögun að ég trúði ekki frétt- unum og heldur ekki Dagsljóss- spjalhnu; ég sem hingað til hef ávallt kveikt á síra Heimi til þess ------------------------------------- að sannreyna fréttirnar af Stöð tvö og frá öðrum miðlum. Það er engu líkara en þessi sviðsmynd sé gerð fyrir barnatíma blindra og heyrnar- lausra; upphleypt klósettpappírsveggjabrot með hveitilímsklessum og lit- um sem hafa svo hátt að daufir fá heyrn í himnaríki þó svo það kunni að vera mílu vegar frá endastöð sendigeisla sjónvarpsins. Og þegar hinar óhugnanlegu htablandanir, sem notaðar voru á undan fréttum, auglýsing- um, veðri og Dagsljósi, ultu hingað inn á mitt heimili í væminni klessu var mér nóg boðið, stóð upp, slökti á síra Heimi og fór út. Það átti að vera uppistand í Leikhúskjallaranum. Valgeir Guðjónsson, sá sami og lék með Stuðmönnum og fleiri ljúfum, ætlaði að standa þar upp á endann og skemmta fólki. Þetta er nýjasta bólan á íslendingsbúknum; skemmti- krafturinn einn á sviði og lætur vaða á súðum. Einn þeirra, Hallgrímur Helgason listmálari og rithöfundur, hefur stundað þessa iðju síðsumars niöri í Kaffileikhúsi við góðar undirtektir og kallað móðamás. Mér líkar betur við orðið uppistand um þetta athæfi, meðal annars vegna þess að það hefur að minnsta kosti tvíþætta merkingu. Dagskráin hjá Valgeiri var kúltiveruð og svo sem ekkert uppistand í texta eða við ílutning, öfugt við það sem var hjá Hallgrími sem bæði lét móðan mása og óð á súðum á meðan Valgeir spjahaði á milh laga sem hann lék á gítarinn og ýmist söng eða raulaði undir. Og úr því að ég er farinn að bera þá saman má líkja framgöngu Hallgríms við það að klæðast næst sér koti úr óþæfðu ullargami sem klæjar undan, jafnvel svo maður rífur sig tíl blóðs, á meðan Valgeir óf shkiklukku fyrir áheyrendur sína. Bæði eru klæðin góð en henta sitt hvoru tilefninu. Það er það og það er þannig. Ég var að velta því fyrir mér á heimleiðinni að fengi ég að hvísla orði í eyra síra Heimis kynnu þau að vera þessi: „Settu sviðsmyndagerðarmennina í eitt- hvað annað, síra minn, og fáðu þér aðra. Leggðu nýja sviðið í rúst; þú gætir látið höfundana sópa kurhnu saman, leggja á borð í mötuneyti starfsmanna, vera með uppistand í kaffitímum, passa lyftuna fyrir skemmdarvörgum og loks þurrka af gluggunum á efstu hæðinni svo að þeir sæju landslag og hti og láttu þá svo í refsiskyni horfa á upptöku af sviðsmynd þessa kvölds á yfirvinnukaupi þar th þeir biðjast vægðar og lofa þvf að gera þetta aldrei framar. í guðs bænum gerðu þetta, síra Heim- ir, svo ég geti haldið áfram að trúa fréttunum frá þér og þínu fólki! Og sem fyrst, helst í dag, því það skiptir máli að minnsta kosti ein fréttastofa í landinu haldi trúðverðugleik sínum. Takk. Söguhetjur í tónum Hið mikla tónverk Jóns Leifs Sinfónía I (Söguhetjur), op. 26, sem þekkt- ast er undir heitinu Sögusinfónían, hefur nú verið gefin út í hljóðritun hjá sænska plötufyrirtækinu BIS. Það er Sinfóníuhljómsveit íslands sem leikur undir stjóm Osmos Vánskás og er upptakan gerð í Hallgrímskirkju í Reykjavík í framhaldi af tónleikum þar 2. mars sl. en það var í fyrsta sinn sem verkið var flutt í hehd og öhum kröfum tónskáldsins um hljóð- færi og framsetningu verksins var fylgt. Sinfónían er í fimm.þáttum og er hver þeirra helgaður ákveðinni per- sónu úr íslendingasögunum. Þann- ig er fyrsti þátturinn tóndrápa um Skarphéðin Njálsson, sem með exi sinni, Rimmugýgi, og hvassri tungu hjó til manna af meira kappi en forsjá, en þá frásögn er að finna í Njálu. Annar þáttur leiðir Guðrúnu Ósvífursdóttur á sjónarsviðið, þann mikla kvenskörung sem sagt er frá í Laxdæla sögu. í þriðja þætti er byggt á frásögn í Njálu um hinn mikla kappa Kára Sölmundarson og Björn í Mörk, heigulinn sem skýlir sér vdð bak þess fyrrnefnda og gortar af öhu eftir á. Fjórði þátturinn hefur aö fyrir- mynd líf Grettis Ásmundarsonar, sem m.a. lagði hin ihræmda draug Glám í harðvítugri ghmu og varð síðan dæmdur undir þau álög að verða útlagi og einveru óttast vegna draugslegra sýna. Hetjulegur dauðdagi Þormóðs Kolbrúnarskálds í bardaga á Stiklastöð- um í Noregi, sem frá er sagt í Fóstbræðra sögu, er yrkisefni síðasta þátt- ar verksins. Hér notar Jón m.a. hið forna norræna hljóðfæri lur, en ann- ars notar hann í verkinu fjölda fremur óvenjulegra hljóðfæra, s.s. steina, steðja, trépah, glerflautu o.s.frv. Þetta mikla og tignarlega verk á sér líklega enga hhðstæðu. Sérstaða þess er svo alger. Öhætt er að segja að verkið hafi aldrei notið sín svo vel sem í þessum flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands. Komist er hjá of miklum hljóm Hallgrímskirkju með því að staðsetja míkrófóna nálægt hljómsveitinni. Alhr sem komu nálægt þessari upptöku og útgáfu eiga mikið hrós skh- ið. Hér hefur eitt af stærstu hstaverkum okkar íslendinga verið komið í aðgengilegt form og það á aldeihs frábæran hátt. Óaðgengheiki eða „hrjós- trugleiki" þessa verks er eins og íslensk náttúra, hún öðlast fegurð í hri- kaleik sínum. Þessa geislaplötu ættu allir íslendingar að eiga. Osmo Vanská. Tónlist Áskell Másson LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðiö LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Sunnud. 8/10 kl. 14, uppselt, laud. 14/10 kl. 14, örfá sæti laus, sunnud. 15/10 kl. 14, uppseit, sunnud. 15/10 kl. 17, fáein sæti laus. Stóra sviðiðkl. 20.30. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR ettir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Fimmtud. 5/10, föstud. 6/10, uppselt, fim. 12/10, laud. 14/10, miðnætursýning kl. 23.30, Ath.: Aðeins átta sýningar eftir. Stóra sviðið kl. 20: TVÍSKINNUNGSÓPERAN Gamanleikrit með söngvum eftir Ágúst Guðmundsson. Frumsýning laugard. 7/10, örfá sæti laus, 2. sýn. miðvd. 11/10, grá kort gilda. Litla svið kl. 20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju Sun. 8/10, uppselt, mvd. 11/10, uppselt, föstud. 13/10, uppselt, laud. 14/10, uppselt, sunnud. 15/10. Tónleikaröð LR: hvert þriðjudagskvöld kl. 20.30. Þriðjud. 10/10,3-5, hópurinn Kvintettarog trió. Mlðav. 800,- ^iðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntun- um i síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Tilkyririingar Stuðbandið og Garðar 10ára 10. árið er hafið. Hljóðfæraleikarar eru, talið frá vinstri, Lárus Ólafsson, bassi og söngur, Ólafur Már, orgel og söngur, Garðar Guðmundsson, söngur, Sturla Már, gitar, Guðmar Marels, trommur. Hljómsveitin tekur að sér að leika á árs- hátíðum og þorrablótum. Upplýsingar gefur Garðar Guðmundsson, s. 567 4526. Félag austfirskra kvenna verður með basar, köku- og kaifisölu sunnudaginn 8. október kl. 14 á Hallveig- arstöðum. Safnaöarstarí Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Breiðholtskirkja: TTT starf í dag kl. 17.00. Mömmumorgunn á morgun kl. 10-12. Grafarvogskirkja: Foreldramorgunn kl. 10-12. Æskulýðsfundur kl. 10-12. Æsku- lýðsfúndur kl. 20-22. Grensáskirkja: Ópið hús fyrir eldri borgara kl. 14.00. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrimskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.00. Léttur hádegisverður á eftir. Háteigskirkja: Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.00. Hvað er trú? Fræðsla kl. 19.00. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.00. Kvöldsöngur með Taizé-tórdist kl. 21.00. Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSID Sími 551 1200 Litla sviðið kl. 20.30. SANNUR KARLMAÐUR eftirTankred Dorst Frumsýnlng á morgun, föstud. kl. 20.30, upp- selt, 2. sýn. Id. 7/10,3. sýn. lid. 12/10,4. sýn. föd. 13/10,5. sýn. mvd. 18/10. Stórasviðiðkl. 20. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Simonarson 6. sýn. á morgun, föd., uppselt, 7. sýn. Id. 14/10, uppselt, 8. sýn. 15/10, uppselt, 9. sýn. fid. 19/10, uppselt, föd. 20/10, uppselt, Id. 28/10, uppselt. STAKKASKIPTI eftir Guðmund Steinsson Ld. 7/10, föd. 13/10, Id. 21/10. Smiðaverkstæðið kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Sd. 8/10, uppselt, mvd. 11/10, nokkur sæti laus, Id. 14/10, uppselt, sud. 15/10, nokkur sæti laus, fid. 19/10, föd. 20/10. Miöasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga og fram aö sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10 virka daga. Greiöslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 Sími miðasölu: 551 1200 Sími skrifstofu: 551 1204 VELKOMIN Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! r* íseIUenska óperan Jllll Sími 551-1475 Frumsýning laugard. 7. október. Sýning föstud. 13/10, laugard. 14/10. Sýningar heljast kl. 21.00. Miðasalan er opin kl. 15-19 daglega nema mánudaga, sýningardag tíl kl. 21. STYRKTARFÉLAGAR! Munið forkaupsréttinn frá 25. til 30. september. Almenn miðasala hefst 30. september. SÍMI551-1475, bréfasimi 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir hjart- anlega velkomnir. Kópavogskirkja: Starf með eldri borgur- um í safnaðarheimilinu kl. 14-16.30 í dag. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45- 18.00 í safnaðarheimilinu Borgum. TTT starf á sama stað kl. 18.00. Langholtskirkja: Vinafundur kl. 14.00. Samvera þar sem aldraðir ræða trú og líf. Aftansöngur kl. 18.00. Laugarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgelleikur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu að stundinni lokinni. Seltjarnarneskirkja: Starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17.30. Föstudagur 6. október Langholtskirkja: Aftansöngur kl. 18.00. Laugarneskirkja: Mömmumorgnar kl. 10-12. /-----------\ 904-1700 Verö aöeins 39,90 mín. Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn ítalski boltinn Þýski boltinn Önnur úrslit NBA-deildin giglllllil lj Vikutilboð stórmarkaðanna ; 2;[ Uppskriftir 11 Læknavaktin [2] Apótek 3 [ Gengi Dagskrá Sjónvarps Dagskrá Stöðvar 2 Dagskrá rásar 1 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 Myndbandagagnrýni ísl. listinn -topp 40 Tónlistargagnrýni Nýjustu myndböndin 5 Krár Dansstaðir Leikhús Leikhúsgagnrýni Bíó Kvikmyndagagnrýni jy L°ttó 2 j Víkingalottó 3 Getraunir 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.