Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 28
iltfPfPOTTL Námsmai lírsan fv hugsandi náms FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIfi NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995. Halldór Blöndal: Ekki sviknir í minni ráð- herratíð „Þetta fólk var ekki svikiö á meðan ég var ráðherra í landbúnaðarráðu- neytinu. Ég þekki ekki til þess. Loð- dýrabændur lentu hins vegar margir hverjir í mjög miklum fjárhagslegum erfiðleikum. Sumir misstu eigur sín- ar. Ríkið gekk hins vegar ekki al- mennt inn í skuldamál bænda og greiddi upp fyrir þá skuldir," sagði Halldór Blöndal, fyrrverandi land- búnaðarráðherra, í samtah viö DV í morgun aðspurður um málefni ábú- enda að Kvistum og Hvoli I í Ölfusi. Ríkið hefur höfðað útburðarmál á hendur ábúendum beggja býlanna en þeir segja landbúnaðarráðuneytið hafa svikið loforð um lausn á vanda þeirra. „Spumingin sem eftir stendur í dag er hvort ríkið sé reiðubúið til að ganga lengra í því að greiða upp þær skuldir sem stofnað var til vegna loð- dýrabúa. Á meðan ég var landbúnað- arráðherra var stigið stórt skref í þá átt en það dugði ekki öllum,“ sagði HalldórBlöndal. -Ótt -sjáviðtölbls.2 Kartöflustríðið: Lægsta verð 25 krónur Kartöfluverðstríðið mun halda áfram í verslunum í höfuðborginni í dag. Kári Ingólfsson í Álfheimabúðinni, sem er ný verslun, reið á vaðið í gær og bauð kílóið á 49 krónur. Bónus og Hagkaup svöruðu um hæl. Bónus bauð 2 kg poka á 59 krónur og kart- öflur í lausu á 25 krónur kílóið. Hag- kaup bauð kílóið á 38,50 krónur. Kári sagði við DV í morgun að lík- lega yrði opnað í dag á sama verði. Forráðamenn Bónuss og Hagkaups sögðu slíkt hið sama. „Þetta er hrein og klár skemmdar-' starfsemi hjá þessari verslun og við lækkuðum verðið eingöngu vegna þess að það var lækkað í Hagkaupi. Við bjóðum alltaf betur,“ sagði Guð- mundur Marteinsson, rekstrarstjóri hjá Bónusi, í samtali við DV. „Ég tel það víst að menn munu ekki láta svona rugl yfir sig ganga einu sinni enn. Menn hætta að af- henda vöruna upp á svona vitleysu. Það verður að stöðva þetta í fæð- ingu,“ sagöi Sigurbjartur Pálsson, fráfarandi formaður kartöflubænda. -bjb/sv LOKI i Svíþjóð ganga þessi ríkis- greiðslukort undir nafninu Bleiukortin! „Umtíu u CnM4V PAmIhV ■ IMM cnQðv regiiii mii notkun kortanna „Útgáfa þessara ríkisgreiðslu- korta er á vegum hvers ráðuneytis fyrir sig. Fjármálaráðuneytið hefur enga heildaryfirsýn yfir útgáfu þeirra. í Qármálaráðuneytinu hef ég greiðslukort til að greiða það sem ráöuneytið á að greiða fyrir ráðherrann. Þetta greiðslukort er mjög lítið notað nema erlendis," sagði Friðrik Sophusson fjárraála- ráðherra \dð DV um ríkisgreiðslu- kort sem eru í notkun. Eins og komið hefur fram í frétt- um hefur núkið fjaörafok verið i Svíþjóð vegna misnotkunar Mon- iku Salin, aðstoðarforsætisráð- herra þar í landi, á ríkisgreiðslu- korti sem hún er með. Gunnar HaU ríkisbókari staðfesti að þessi kort hér á landi væru „um tiu“ eins og hann orðaði það. Hann vildi ekki gefa upp nákvæma tölu né heldur hverjir bæru þessi kort. Ríkísendurskoðandi hefur sagt op- inberlega að kortin væru „teljandi á fingrum beggja handa" eins og hann tók til orða. Það hefur hins vegar komið i Ijós við eftirgrennslan DV að enginn einn aöili hefur umsjón meö útgáfu kortanna. Engar reglur ent heldur til um notkun þeirra. Friörik Sop- husson sagðist telja að um þau gUtu bara sömu reglur og þegar um það er að ræða að ráðherra eða aðrir skuldbínda rikissjóð. „Korthafar eiga ekki með greiðslukortinu né með öðrum hætti að taka út í nafni ríkisins verðmæti eða annað til einka- nota," sagði Friðrik Sophusson. Tveir ráðherrar, sem DV hefur rætt við, eru með ríkisgreiðslukort. Það eru þeir Friðrik Sophusson og Guðmundur Bjarnason landbún- aöarráðherra. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagöi að sín hefði beðið ríkisgreiðslukort þegar hún kom í ráðuneytið. Hún sagðist hafa skilað því vegna þess aö hún hefði ekkert við það að gera. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra og Bjöm Bjarnason mennta- málaráðherra, Halldór Blöndal samgönguráðherra og Halldór Ás- grímss'on eru ekki með þessi kort. Páll sagðist bara vera með bensín- kort frá ráðuneýtinu, annað ekki. Gróf viðumefrii nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík: 4 Símaskrá fyrir t skólastjórnina % 4 Ákaft hefur verið rýnt i nýja símaskrá nemenda i Menntaskólanum i Reykja- vík. Eru nemendum þar gefin hin furðulegustu viðurnefni. DV-mynd GVA Skólafélag Menntaskólans Reykjavík, MR, hefur gefið út síma- skrá þar sem nafngreindum nemend- um eru valin hin grófustu viður- nefni. „Ég vil ekkert segja um þetta mál. Það er nýtt hér og hefur ekki verið rætt,“ segir Ragnheiður Torfadóttir, rektor MR. Skólastjórn MR kemur saman nú í vikunni þar sem símaskrármálið verður tekið fyrir. Kalla átti skóla- stjómina saman í gær en ekki náðist þá í alla stjórnarmenn og var fundi frestað. Mikil óánægja hefur verið með símaskrána frá því hún kom út á mánudaginn og eru bæði kennarar og margir nemendur ósáttir við hvernig að málum var staðið. Áður hafa verið gefnar út símaskrár af þessú tagi en aldrei áður mun þó hafa verið seilst svo langt í uppnefn- um á nemendum. Meðal nafna sem nemendum hafa verið valin eru Brjóstapesetinn, Kennarasleikja, Dráttarvél, Veiði- maður, Reif í rifu, Nuddbudda, Göb- bels, Inspektor túttus, Fann höfuð af hrúti, Fullnæging, Skeit í skóginn, Gredda, Stinna, Buxnabeib, Bitch, Æði bora, Gelgja er alltaf full, Brjóst, Marblettur, Phobic sex, Kunta, Gaddagella, Dó á árshátíðinni og fleira í þessum dúr. Skólafélagið gefur símaskrána út og er ábyrgt fyrir henni. Nefnist skráin í ár Sveinbjörg Þórhndsdóttir eftir Inspector scholae, Þórlindi Kjartanssyni. Hann vildi fátt eitt um útgáfuna segja í gær annað en að „húmorinn" í bókinni væri óskiljan- legur öðrum en þeim sem til þekktu í skólanum og ætti ekkert erindi út fyrir hann. „Þetta hefur oft verið gert áður og ekkert meira mál nú enda ekki ætl- unin að særa nokkurn mann,“ sagði Þórlindur. -GK Veðriðámorgun: Veður 1 er hlýnandi A morgun verður hægviðri, þurrt og bjart og nokkurt frost í innsveitum á Norður- og Austur- landi í fyrstu en snýst síðan í sunnankalda og þykknar upp, fyrst vestan til. Veður fer hlýn- andi eftir því sem líður á daginn og fer að rigna vestanlands síð- degis. Veðrið í dag er á bls. 36 bfother tölvu límmiða prentari IrrlVsl i Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.