Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Side 24
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995
34
rtjm^önn
'__________
Sverrir Hermannsson sendir
Finni Ingólfssyni af og til skot.
Er Sverri illa
við Finn?
„Einhverra hluta vegna hefur
Sverrir fundið þörf hjá sér til að
senda mér einhver skot öðru
hverju.“
Finnur Ingólfsson, í DV.
Hættulegt að lækka þá
hæstlaunuðu
„Það er hættulegt að lækka þá
hæstlaunuðu, þeir gætu einfald-
lega horfið úr landi.
Friðrik Sophusson, í Tímanum.
Ummæli
Ófingraliprir karlar
„Konurnar sem vinna allt árið
við þessar flæðilínur vilja ekki
óvana og ófingralipra karla að
flæðilínunum."
Þórunn Kristinsdóttir, í DV.
Harðlífi í umræðu
um menningu
„Kynningin í Odda var því
eins konar himnasending í harð-
lífinu sem einkennt hefur inn-
lenda umræðu um listir og
menningu."
Halldór Björn Runólfsson, í Alþýðu-
blaðinu.
Uppboð á lóð
„Ætli við verðum ekki að hafa
uppboð á lóðinni, svo vinsæl er
hún.“
Guðmundur J. Guðmundsson um lóð
sem Dagsbrún á, í Viðskiptablaðinu.
Kvennakór Reykjavíkur verður
með ferna fimmtudagstónleika.
Tónleikar og
skemmtikvöld
Kvennkór Reykjavíkur er að
hefja vetrarstarf sitt og er fyrsta
söngskemmtunin í Ráðhúsi
Reykjavíkur í kvöld, en þá er um
að ræða styrktartónleika sem
hefjast kl. 20.30. Á eftir verður
skemmtikvöld með góðum lista-
mönnum að Ægisgötu 7.
Tónleikar þessir eru fyrstir af
fernum á vegum Kvennakórsins
sem verða næstu fimmtudaga, 2.
nóvember verða tónleikar með
Vox feminae í Kristskirkju og
þarnæstu tvo fimmtudaga eru
söngkvöld í félagsheimilinu, Æg-
isgötu 7. Öll kvöldin verður boð-
ið upp á kaffiveitingar og
skemmtiatriði í félagsheimilinu.
í Kvennakór Reykjavíkur eru
um 120 konur. Aukabúgreinar
kórsins eru Léttsveit Kvenna-
Tónleikar
kórs Reykjavíkur með um 70
konur, kórskólinn þar sem 35
konur læra undirstöðutækni
söngs svo og tónmenntun,
„Senjorítukór" þar sem um 20 sí-
ungar eldri konur syngja saman,
Vox feminae þar sem 35 konur
syngja kirkjutónlist og nú-
tímatónlist og söngskólinn Hjart-
ans mál þar sem margar af okk-
ar bestu óperusöngkonum kenna
kórkonum sem og öðrum nem-
endum.
Lægir lítið eitt vestanlands
Norðaustan- og norðanstormur
eða rok um norðan- og vestanvert
landið og fárviðri eða ofsaveður á
stöku stað. Snjókoma verður mikil
um allt norðvestanvert landið í
fyrstu en á Suðaustur- og Austur-
landi verður vindur mun hægari og
úrkomulítið. Suðvestanlands verða
Veðrið í dag
smáél. í dag lægir litið eitt vestan-
lands og dregur smám saman úr úr-
komu norðanlands. Frost á bilinu 0
til 5 stig verður norðan- og vestan-
lands en eins til þriggja stiga hiti
sunnanlands. Á höfuðborgarsvæð-
inu er norðan stormur eða rok vest-
an til en austan til er hvassviðri.
Norðan- og norðvestan hvassviðri í
kvöld en allhvasst i nótt. Dálítil él.
Hiti um frosmark.
Sólarlag í Reykjavík: 17.32
Sólarupprás á morgun: 8.02
Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.44
Árdegisflóð á morgun: 8.07
(Stórstreymi)
Heimild: Almanak Háskólans
Veörið kl. 6 í morgun:
Akureyri snjókoma 0
Akurnes alskýjað 3
Bergsstaöir snjókoma -2
Bolungarvík snjókoma -5
Egilsstaöir skýjaö 2
Grímsey snjókoma -1
Keflavíkurflugvöllur skafrenningur -2
Kirkjubœjarklaustur alskýjaö 2
Raufarhöfn alskýjað 4
Reykjavlk úrk. í grennd -2
Stórhöföi skýjað -1
Helsinki þokumóöa 9
Kaupmannahöfn skýjaó 9
Ósló hálfskýjaö 9
Stokkhólmur léttskýjaö 8
Þórshöfn léttskýjað 7
Amsterdam skýjaö 10
Barcelona þokumóöa 16
Chicago léttskýjaö 10
Frankfurt þoka á síö.klst. 8
Glasgow rigning 11
Hamborg þokumóóa 6
London skýjaö 13
Los Angeles heiöskírt 16
Lúxemborg þoka 9
Madríd skýjað 12
Mallorca þokumóöa 14
New York heiðskírt 10
Nice léttskýjaö 14
Nuuk hálfskýjaó -1
Orlando hálfskýjaö 21
Valencia skýjaó 16
Vín þokumóóa 1
Winnipeg léttskýjaó 0
Kristján Jóhannsson, formaður Hundavina:
Viljum bætta
hundamenningu
Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum:
„Viö erum með þrælskemmti-
legt og mjög stórt svæði í Litla-
Hólma í Leiru og þangað geta allir
komið með hundana sína til að
viðra þá Þetta er afgirt svæði,
fjarri veginum. Þá erum við með
gott húsnæði á staðnum og þar er
hægt að njóta góðs félagsskapar,“
sagði Kristján Jóhannsson sem var
Maður dagsins
nýlega kosinn formaður Hunda-
vina sem er félag áhugafólks um
bætta hundamenningu á Suður-
nesjum. Félagið var óformlega
stofnað fyrir tveimur árum en nú
var það gert formlega.
Kristján segir að stefnan sé að
gera félagið öflugt. Mikill áhugi er
á starfsemi félagsins meðal hunda-
eiganda sem eru íjölmargir á svæð-
inu. Hann segir að félagið sé opið
Kristján Jóhannsson.
öllum og skorar á fólk að láta sjá
sig með hunda sína. Á döfinni er
fjölbreytt starf og segir Kristján að
félagsskapurinn sé mjög skemmti-
legur. „Tilgangur félagsins er að
bæta og kynna hundamenningu og
sýna fram á kosti hundsins." Sjálf-
ur á Kristján einn hund, Kötlu,
sem hann fékk í maí.
Kristján starfar sem blaðamaður
og er jafnframt einn af útgefendum
vikublaðsins Suðurnesjafrétta:
„Mér líkar starfið mjög vel en það
er erilsamt á köflum. Við dreifum
blaðinu ókeypis í 6500 eintökum í
hverri viku frítt inn á öll heimili á
Suðurnesjum."
Áhugamál Kristjáns eru útiver-
an og hundurinn. Þá er körfubolt-
inn mjög ofarlega og lestur góðra
bóka. Unnusta Kristjáns er Svan-
hildur Eiríksdóttir, nemi í bók-
menntafræði í Háskólanum. Hún
starfar einnig hjá Suðurnesjafrétt-
um.
Myndgátan
<fV0íVA VERÐUP.
HANN ALLTAP
ÞB&AR- HANN
SOFHAR..,
• pARF AlpBEÍ
AB KAVpA sép.
V/N..S
9 '
1 /35Z.
\ /"V'
CVbnO__A-
Fílapenslar
Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði.
Körfubolti
og
handbolti
í kvöld er körfubolti og hand-
bolti á dagskrá. Heil umferö
verður leikin í úrvalsdeildinni í
körfubolta og tveir leikir fara
fram í 1. deild kvenna í handbolt-
anum en það eru viðureignir
Víkings og Hauka í Vikinni og
KR og Vals í Laugardalshöll.
í körfúnni taka Keflvíkingar á
íþróttir
móti Skallagrími, Njarðvíkingar
leika á heimavelli gegn Val,
norðanliðin Tindastóll og Þór
leika á Sauðárkróki, ÍR leikur
gegn Grindvíkingum í Reykja-
vík, Haukar gegn ÍA í Hafn-
arfirði og Breiðablik leikur við
KR í Kópavogi.
Skák
Þessi staða er frá alþjóðlegu móti
í Viernheim í Þýskalandi fyrir
skömmu. Lettneski alþjóðameistar-
inn Sokolovs hafði svart og átti leik
gegn Þjóðverjanum Siegel. Svörtum
tókst að knýja andstæðing sinn til
uppgjafar í fáum leikjum:
8
7
6
5
4
3
2
1
ABCDEFGH
31. - Hxg2+! 32. Kxg2 Be4+ 33. Kh2
Ef 33. Kgl Dh3 og mát í næsta leik.
33. - Df7! 34. Hxe3 Engu breytir 34.
Dxe3 Dh3+ 35. Kgl Dhl+ 36. Kf2 Dg2
mát. 34. - Df2+ og hvítur gaf, því að
35. Kh3 Dfl+ 36. Kg4 Df5+ 37. Kh5
Dh3 er mát.
Jón L. Árnason
Bridge
Jón Baldursson og Sævar Þorbjörns-
son sigruðu á hinu áriega Minningarmóti
Einars Þorfmnssonar á Selfossi um síð-
ustu helgi. Sigur þeirra var þó naumur
þar sem aðeins munaði tveimur stigum á
þeim og stigafjölda Einars Jónssonar og
Ragnars Hermannsonar í lokin. Spilaður
var að venju barómeterkeppni með þátt-
töku 38 para, allir við alla, tvö spil. Hér
er spil 52 í keppninni þar sem skipting
spilanna var æði skrautleg. Hægt er að
standa 5 hjörtu á NS-hendurnar og 5
spaða á AV-hendurnar en þaö er einnig
auðvelt að gefa samningana upp í sex. AV
mega ekki spila út spaða í tvöfalda eyðu
og NS verða að gæta sín á að taka
hjartaslag ef útspilið er tígulkóngur.
Skrautlegasta niðurstaðan í spilinu var
sennilega á borði 19 en þar sátu Sigurður
B. Þorsteinsson og Gylfi Baldursson í NS.
Vestur var gjafari í spilinu og tók örlaga-
rika ákvörðun í upphafiVestur Norður
* ÁKG105432
«» 2
Á
* 853
Suöur
Sigurður - - Gylfi
2-f pass 2G 4«*
pass pass Dobl p/h
Vestur ákvað að opna á „multi“ tveim-
ur tíglum sem alla jafna lýsir veikum
spilum með 6 spil í öðrum hvorum hálit-
anna. Austur gaf spurnarsögnina tvö
grönd og Gylfi stökk eðlilega í 4 hjörtu.
Þau voru pössuð yfir til austurs sem taldi
sig nú sjá það óvéfengjanlega á spilum
sínum að vestur ætti 6 spil i hjarta. Varla
gat hann átt spaða úr því austur átti 8
spil í litnum. Austur doblaði því til refs-
ingar og þar við sat. Sigurður lagði upp
spilin með þeim orðum að þeir væru
sennilega eina parið í NS sem væri ekki
í slemmu. Fjögur hjörtu dobluð, með
tveimur yfirslögum, reyndist að vonum
vera góð skor.
ísak Örn Sigurðsson
4 D9876
«* 8
♦ 832
* KG109
* 7 —
V A106E
* G109<
4 Á764
Austur