Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Side 28
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995
Moskva hefur breyst.
Kóka kóla í
stað hamars
og sigðar
„Það vekur ónéitanlega at-
hygli að í staðinn fyrir hamar og
sigð eru kóka kóla skilti út um
allt.“
Ey'vindur Erlendsson, í Al-
þýðublaðinu um Moskvu.
Plokkfiskur og pitsa
„Þetta var ósvikinn plokkfisk-
ur, æðislegur, eitthvað svo inni-
Ummæli
lega langt frá pitsudraslinu sem
þessi umkomulausa þjóð er farin
að neyta sýknt og heilagt."
Steingrímur St.Th. Sigurðsson, i DV.
Gáfur frá Laugarvatni
„í gær hitti ég gáfaða mann-
eskju frá þeim tima þegar gáfna-
ljósin komu frá Laugarvatni."
Guðbergur Bergsson, í DV.
Hverfur ekki á einni nóttu
„Sá málefnaágreiningur sem
er milli Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags hverfur ekki á einni
nóttu eða á einum fundi.“
Sighvatur Björgvinsson, í DV.
Leikrit á Broadway ganga sum
hver árum saman.
Leikhús og
leikrit
Stærsta bygging heims, sem
notuð er fyrir leikhús, er þjóð-
þingsbyggingin (Ren min da hui
tang) við Torg hins himneska
friðar í Peking í Kfna. Bygging-
unni var lokið 1959 og nær það
yfir 5,3 hektara. í húsinu eru tiu
þúsund sæti og þótt það sé ekki
byggt sérstaklega sem leikhús er
það stundum notað sem slíkt.
Stærsta hús sem gagngert er
byggt fyrir leiksýningar er
Entertainment Center í Perth í
Ástralíu. Þar eru sæti fyrir átta
þúsund manns. Leiksviðið er
1148 fermetrar. Þetta er samt
Blessuð veröldin
ekki stærsta leiksviðið í heimi.
Það er í Ziegfield Room í Reno í
Nevada. Upp með sviðinu eru 53
metrar af göngubrúm og er það
búið þremur lyftum, sem geta
borið 1200 dansmeyjar, tveimur
snúningspöllum, sem eru 19,1
metri í þvermál hvor um sig, og
800 sviðsljósum.
Sýningamet á söngleik
Broadway er frægasta leikhús-
gata í heimi og þar ganga söng-
leikir árum saman. Það er þó
ekki þar sem sýningamet á söng-
leik var sett heldur í West End í
Lúndúnum. Verkið ?r The Black
and White Minstrels Show sem
seinna var nefnt Magic of the
Minstrels. Það var sýnt 6464
sinnum í Victoria Palace á árun-
um 1962-1972. Sýningar hófust
aftur í júní 1973 en lauk endan-
lega 8. desember 1973.
Léttskýjað sunnanlands
Norðanátt er á landinu, víða st-
inningskaldi vestanlands í fyrstu en
annars kaldi. É1 á Vestfjörðum,
slydda eða rigning með köflum á
Norður- og Austurlandi en léttskýj-
að sunnanlands. í kvöld og nótt
verður fremur hæg austlæg átt á
Veðrið í dag
landinu og úrkomulítið. Snýst í lítið
eitt vaxandi suðaustan- og austanátt
sunnanlands með morgninum. Hiti
frá 6 stigum syðst á landinu niður í
2ja stiga frost á Vestfjörðum. Á höf-
uðborgarsvæðinu verður norðaust-
ankaldi og léttir til. Hiti -1 til 3 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 17.29
Sólarupprás á morgun: 8.05
Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.29
Árdegisflóð á morgun: 8.54
(Stórstreymi)
Heimild: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri rigning 2
Akurnes léttskýjaö 5
Bergsstaöir slydda 1
Bolungarvík snjókoma -2
Egilsstaöir rign. og súld 2
Grímsey snjókoma -2
Keflavíkurflugvöllur léttskýjaó 0
Kirkjubcejarklaustur léttskýjaö 5
Raufarhöfn súld 4
Reykjavík alskýjað 1
Stórhöföi léttskýjaö 2
Helsinki alskýjaö 9
Kaupmannahöfn alskýjaö 12
Ósló alskýjaö 12
Stokkhólmur rigning 11
Þórshöfn skúr 7
Amsterdam rigning 15
Barcelona þokumóöa 17
Chicago rigning 12
Frankfurt þoka í grennd 10
Glasgow skýjaö 5
Hamborg þokumóöa 13
London léttskýjaö 15
Los Angeles heiöskírt 17
Lúxemborg þokumóóa 12
Madríd léttskýjaö 9
Mallorca þokumóóa 14
New York heiöskírt 8
Nice léttskýjaö 13
Nuuk heiöskírt -3
Orlando þokumóða 21
Valencia þokumóóa 16
Vín þokumóöa 2
Winnipeg léttskýjaö 5
Magnús Geir Þórðarson, verkefnastjöri hjá Leikfélagi Reykjavíkur:
Aldrei verið meira líf í Borgarleikhúsinu
Eins og flestir hafa sjálfságt tek-
ið eftir hefúr farið fram mikil
starfsemi í Borgarleikhúsinu á
vegum Leikfélags Reykjavíkur í
upphafi leikárs og eru ekki aðeins
leiksýningar í húsinu, heldur tón-
leikar og settar upp málverkasýn-
ingar svo dæmi sé tekið. Það hefur
verið starf nýráðins verkefnastjóra
LR, Magnúsar Geirs Þórðarsonar,
að koma þessari starfsemi af stað
og er ekki annað að sjá en að vel
hafi tekist til:
„Ég var ráðinn til koma af stað
nýjungum í starfsemi leikhússins
og við byrjuðum á að bjóða fram-
sæknum myndlistarmönnum að
setja upp verk i forsal Borgarleik-
Maður dagsins
hússins. Þá höfum við opnað leik-
húsbókasölu, sem er nýjung, þar
sem boðin eru leikrit sem til eru á
prenti á íslenskri tungu og eins
flytjum við inn tímarit og helstu
perlur leikbókmenntanna á erlend-
um tungumálum. Tónleikaröðin
sem við erum með á þriðjudögum
hefur farið betur af stað en við
þorðum að vona. Við höfum reynt
að velja saman dagskrá sem okkur
Magnús Geir Þórðarson.
finnst einkennast af metnaði og
fjölbreytileika. í síðustu viku vor-
um viö að fara af stað með mjög
spennandi verkefni að mínu mati,
Heimsókn í Borgarleikhúsið, sem
miðar að því að fræða böm um
leiklist, sögu hennar, Borgarleik-
húsiö sjálft og vinnu í leikhúsi.
Við bjóðum níu ára krökkum i
dagsheimsókn til okkar, en þaö
hefur verið skoðun leikhúsfólks að
skort hafi á að böm kæmust í
snertingu við leikhúsið. Með þess-
ari dagskrá verður reynt að bæta
úr því. Þá má geta þess að við
erum að undirbúa hádegisleikhús
sem verður starfrækt á laugardög-
um, þar sem fólk getur notið leik-
listar og tónlistar. Fleira er á dag-
skrá hjá okkur, meðal annars höf-
undasmiðja og einnig er nýjung
hjá okkur, samstarf um leiksýning-
ar við önnur atvinnuleikhús og
verða sex slíkar sýningar í vetur.“
Magnús Geir er lærður leikstjóri
og lauk námi á þessu ári. Mun
hann næsta sumar heyja frumraun
sína í Borgarleikhúsinu: „Ég hef
verið viðloðandi leiklist í mörg ár,
rak meðal annars Gamanleikhúsið
sem var leikhús ungs fólks. Þegar
ég lauk menntaskóla fór ég strax í
leikstjóranám til Englands og kem
úr náminu í þetta starf. Jafnframt
þvi er ég að undirbúa fyrstu upp-
setningu mína, Stonefree, sem er
nýjasta leikrit Jims Cartwrights og
verður það sýnt næsta sumar á
Stóra sviðinu, en heimsfrumsýn-
ing á verkinu verður í West End
næsta vor. Við verðum sem sagt
aðeins nokkrum vikum á eftir að
sýna leikritið. Ég hef verið að þýða
verkið og gert það í náinni sam-
vinnu við Cartwright og er á leið-
inni í næstu viku til London að
undirbúa sýningima með honum.
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 1352:
«1,1
V'"" ^. jr ♦
‘C r
BYÞOR-
Svefndrukkinn
EYÞo1\—a-
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
Bikarkeppni
í handbolta
í kvöld hefst bikarkeppnin í
handbolta og eru þrír leikir á
dagskrá. Fylkir leikur við HK,
Kefiavík við b-liðs Aftureldingar
og ÍH leikur gegn KR. Allir leik-
imir hefjast kl. 20.00. Þá er einn
leikur í 2. deild karla. Þór á Ak-
ureyri leikur viö Ármann kl.
21.00.
íþróttir
Tveir leikir verða í körfubolt-
anum. í 1. deild kvenna fer fram
viðureign Njarðvíkinga og
Grindvíkinga í Njarðvíkum kl.
20.00 og í 1. deild karla leika í
Hafnarfirði ÍH og Reynir, Sand-
gerði.
Skák
Erfitt var að ná áttum í stöðu Svíans
Jonny Hector og Danans Erlings Morten-
sen, sem birt var í DV á mánudag, því að
lykilpeð hvíts á d7 prentaðist illa. Skákin
var tefld á svæðamðtinu í Reykjavík fyrr
á árinu. Itarleg umijöllun Sævars Bjarna-
sonar um mótið er í nýjasta tölublaði
tímaritsins Skákar sem út kom fyrir
skömmu.
Hector hafði hvitt og átti ieik:
25. He8+! og svartur lagði niður vopn.
„Svartur lendir í skemmtilegu (leiðin-
legu!) afbrigði af kæfmgarmátinu," segir
Sævar. Áfram gæti teflst: 25. - Hxe8 26.
Db4+ Kg8 27. Re7+ KfB 28. Rg6++ Kg8 29.
Df8+ Hxf8 30. Re7 mát! Hvítur getur
einnig sparað sér ómakið af drottningar-
fóminni og skotið inn í 29. leik (eða fyrr)
dxe8=D+ og mát í næsta leik.
Jón L. Árnason
Bridge
Þrátt fyrir að Jón Baldursson og
Sævar Þorbjömsson hafi unnið á
Minningarmóti Einars Þorfinnsson-
ar, sem fram fór á Selfossi um síð-
ustu helgi, er ekki þar með sagt að
þeir hafi sloppið við mótbyr í mót-
inu. Þeir voru til dæmis ekki heppn-
ir í þessu spili í 14. umferð mótsins.
Þeir spiluðu þá gegn Halldóri Svan-
bergssyni og Kristni Kristinssyni.
Sagnir gengu þannig, suður gjafari
og enginn á hættu:
* K865
•* Á97
f D10964
* 6
Suður Vestur Norður Austur
Halldór Jón B. Kristinn Sævar
2G 3G p/h
Tveggja granda opnun Halldórs
Svanbergssonar í suður lýsti veikri
hendi með langan lit og Jón Bald-
ursson ákvað að segja þrjú grönd.
Sá samningur var passaður út og út-
spil suðurs var lítill spaði. Jón spil-
aði strax tígli í öðrum slag en Krist-
inn stökk upp með ásinn og spilaði
hjarta. Þar með voru sagnhafa allar
bjargir bannaðar úr því að lauflitur-
inn brotnaði ekki og suður hafði
nægar innkomur tO þess að fría
spaðalit sinn. Spfiið fór 3 niður sem
tryggði NS mjög gott skor i spilinu.
Jón og Sævar létu þetta áfall þó ekki
á sig fá og enduðu með 264 stig í
plús, tveimur stigum meira en Ein-
ar Jónsson og Ragnar Hermannsson
sem enduðu í öðru sæti.
ísak Örn Sigurðsson
4 A
D4
■f G853
* ÁKD842
4 G
* G865:
f Á7
4 G105!