Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Síða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995
Fréttir
Bærinn Hvítanes án rafmagns í 11 daga:
Ormagna gæsir
leitudu skjóls
' í fjárhúsinu
Valur Gylfi Ragnarsson, 4 ára, heldur á lambinu. Líklega verður það því til
lífs að fæðast svo síðla árs. DV-mynd Jón Ben
Sauðburður að hausti
Jón Benediktsson, DV, Suöurlandi;
Nú er sá tími ársins að hrútar eru
lokaðir inni fram að fengitíma þvi
að náttúran vaknar um þetta leyti.
Á vorin eru hrútar hálfgerðir sauð-
ir og ekki tilbúnir til ástarleikja. Þó
hefur það gerst í vor að lifnað hefur
yfir einhverjum hrútnum á bænum
Stóradal undir Eyjafjöllum því ein
ærin þar bar hrútlambi nú um helg-
ina. Ærin er litfögur og af forustu-
kyni og hefur kannski haft frum-
kvæði að þessu en að fé beri á þessum
tíma er fátítt.
„Það komu til okkar tvær gæsir á
föstudaginn og hreinlega settust hjá
okkur, örmagna af þreytu eftir
óveðrið. Við vorum að ganga á milli
húsa þegar þær flugu rétt fram fyrir
okkur í mannhæð. Síðan köstuðu
þær sér niður og kúrðu. Við opnuö-
um þá garðann á ijárhúsinu og
skelltum þeim inn. Þar hafa þær ver-
ið síðan í rólegheitum. Viö erum að
hugsa um að senda þær suður, ann-
aðhvort í Húsdýragarðinn eða á
Reykjavíkurtjörn," sagði Kristján
Kristjánsson, bóndi í Hvítanesi, í
samtali við DV. Hvítanes liggur á
milli Hestíjarðar og Skötuíjaröar í
ísaijarðardjúpi.
Kristján sagði að ýmis óáran heföi
gengið yfir hjá íbúum inni í Djúpi,
rafmagn komst fyrst á bæ hans á
laugardagskvöldið eftir ellefu daga
rafmagnsleysi.. Auk þess hefði fé frá
Hattardal farið í sjóinn í síðustu
viku. „Það varð fé úti hjá bændum,
menn vita af því þó ekkert hafi enn
sést,“ sagði Kristján.
„Rafmagnið fór af á þriðjudags-
kvöldið í fyrri viku. En við vorum
undir þetta búin þvi ég keyröi ljósa-
vél. Það er staðreynd að það er annað
hvort að duga eða drepast héma,“
sagði Kristján.
Bóndinn sagði að menn hefðu ekki
komist fyrr í að gera við rafmagns-
línuna en raun bar vitni. Línan ligg-
ur yfir Hestíjörð að bænum. Þegar
viðgerð fór fram kom í ljós að gat var
á strengnum í fjörunni - sjór haföi
því komist í strenginn og valdið raf-
magnsleysinu. -Ótt
Krossanesverksmiöjan:
Tvö tilboð hafa borist
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri:
Tvö tilboð hafa borist i 30 millj-
óna króna hlut í mjölverksmiöj-
unni í Krossanesí á Akureyri sem
til stendur aö selja en ekkert útboð
hefur þó átt sér stað.
Hlutafé Krossanesverksmiöjunn-
ar er 100 milljónir króna og á Akur-
eyrarbær um 99% þess. Auka á
hlutaféð um 30 milljónir og hafa
borist tilboð frá fóðurvöruverk-
smiðjunni Laxá og frá hópi ein-
staklinga á Akureyri.
Jakob Björnsson bæjarstjórí er
með málið í sínum höndum fyrir
Akureyrarbæ og mun gefa um það
skýrslu í bæjarráði áður en langt
um líður.
Víkingalottóið:
Aukaút-
dráttur
getur
gefið 170
milljomr
í vinning
Vinningsmöguleikamir í Vík-
ingalottóinu verða óvenjumiklir
á miðvikudagskvöldið. Þá verður
aukaútdráttur í sjónvarpsútsend-
ingu og gildir sami miðinn í
tveimur útdráttum sama kvöldið.
Vinningsmöguleikarnir á hvem
miöa verða þvi tvöfaldir og vinn-
ingsupphæðin mun hærri en
venjuiega eöa samtals líklega yfir
170 milljónir króna.
Fyrirkomulagið á aukaútdrætt-
inura í Víkingalottóinu verður
þannig að fyrst verður dregið í
venjulega pottinum en hann er
að þessu sinni tvöfaldur, yfir 120
miHjónir króna. Að þeím útdrætti
loknum veröur dregið um auka-
pottinn sem veröur 58 milljónir
króna. í aukaútdrættinum verð-
ur aðeins einn vinningsflokkur,
það er sex réttar tölur.
Bjami Guðmundsson, mark-
aðsstjóri hjá íslenskrí getspá, seg-
ir að myndast hafi svokallaður
aurasjóður hjá lottófyrirtækjun-
um á Noröurlöndum vegna
gjaldmiðlajöfnunar og ákveðið
hafi veriö að búa til aukapott úr
peningunum i sjóðnum og nota
þá i aukalegan útdrátt nú. Þarna
sé um einn einstakan aukaút-
drátt að ræða og ekki víst að au-
rasjóðurinn verði notaður aftur í
slíkan útdrátt.
Ef enginn veröur með sex tölur
réttar veröur aftur dregíð um
aukapottinnínæstuviku. -GHS
í dag mælir Dagfari
Vísindin efla alla dáð
Vegir vísindanna em órannsakan-
legir. Aö því leyti eru rannsóknir
afar spennandi og eftirsóknarverð-
ar að maður veit aldrei útkomuna
og hún skiptir engu raunverulegu
málii ljósi vísindanna. Það eru hin-
ar vísindalegu niðurstöður sem
skipta máli. í því eru vísindin fólg-
in.
Hafrannsóknastofnun hefur ný-
verið kynnt ágrip af skýrslu þeirri
sem unnin hefur verið um norsk-
íslenska síldarstofninn. Þar var
fariö yfir söguleg gögn um síldar-
göngur, vöxt og veiðar síðastliðin
tuttugu og fimm ár. Eftir þessum
gögnum hafa menn síðan reynt að
skipta síldarkvótanum á milli
þeirra veiðiþjóða sem sem hafa
stundað síldveiöar á þessum árum.
Þá kemur sem sagt í ljós að ís-
lendingar eiga nánast ekkert tilkall
til síldveiða í þeim síldarstofni sem
talinn er vera sá stærsti í heimi.
Veiöistofninn er um 4 milljónir
tonna og getur farið upp í 8 milljón-
ir tonna innan tveggja ára.
Vísindamennirnir hafa komist að
þessum niðurstöðum um síldar-
kvótann meö því að athuga veiðar
hverrar þjóðar og þá kemur það í
ljós, sem vísindamennirnir vissu
alls ekki þegar rannsókn þeirra
hófst, að íslendingar hafá lítið sem
ekkert veitt á þeim árum sem rann-
sóknin tók yfir.
Hvernig skyldi nú standa á því?
Jú, íslendingar veiddu svo mikiö á
árunum áður en veiðarnar voru
mældar að það var ekkert eftir til
að veiða. Þess vegna veiddu íslend-
ingar ekkert vegna þess að það var
ekkert eftir.
Síldin gekk upp að Noregsströnd-
um og þar gátu Norðmenn veitt og
veiddu allt tímabilið allmikið af
síld. Þess vegna er kvóti þeirra nær
níutíu prósent meðan kvóti íslend-
inga er 0,1 prósent.
Þetta er auðvitað heilmikið reið-
arslag fyrir íslenska útgerð, en
svona eru vísindin og engan skyldi
undra þótt menn hafi viljað liggja
á þessari skýrslu og koma í veg
fyrir birtingu hennar. Leyndar-
málið var nefnilega það að norsk-
íslenski síldarstofninn, sem er
stærsti síldarstofn í heimi, er ekki
okkar. Hann er Norðmanna einna.
Þetta eru hinar vísindalegu nið-
urstöður.
Vísindamennirnir segja okkur
með öðrum orðum aö af því við
veiddum ekki síld meðan engin síld
var finnanleg getum við ekki veitt
síld þegar hún finnst. Ef við hefö-
um veitt síld meðan hún fannst
ekki til veiða, hefðum við hins veg-
ar mátt veiða síldina sem núna
finnst.
Nú þarf engin vísindi til að segja
manni það að síldarstofninn hefur
stækkað einmitt vegna þess að síld-
in fékk að vera í friði og var ekki
veidd. Ef hún hefði verið veidd
meðan hún var ekki veidd, mætt-
um við veiða síldina núna, sem
finnst af því viö veiddum ekki síld.
En af því að við veiddum ekki síld
meðan hún var ekki veidd, megum
viö ekki veiöa síld þegar hún er
veidd.
í þessum einföldu staöreyndum
liggja hinar vísindalegu rannsókn-
ir og niðurstöður þeirra og af þessu
sést að það er mikilvægt fyrir okk-
ur að eiga vísindamenn, sem finna
stærsta síldarstofn í heimi eftir að
við bönnuðum veiðarnar til að
stofninn gæti stækkað, til að kom-
ast að þeirri merkilegu niðurstöðu
að við getum ekki veitt þennan síld-
arstofn af því við bönnuðum veiðar
til að hann gæti orðið til.
Þetta er sjálfhelda. Ef við veiðum
eftir að stofnarnir finnast ekki,
eyðum við stofnunum. Ef við bönn-
um veiðar til að leyfa stofninum
að stækka, megum við heldur ekki
veiða af því við veiddum ekkert
meðan veiðarnar voru bannaðar.
Sem kennir okkur að veiða meðan
við megum ekki veiða til að mega
veiöa þegar má veiða. Öðruvísi er
ekki hægt að veiða. Síldin verður
að skilja þetta og Norðmenn verða
að skilja þetta enda þótt vísinda-
mennirnir skilji þetta ekki, enda
eru þeir bara vísindamenn og vís-
indin eru órannsakanleg og hafa
ekkert með þaö að gera hver veiöir
eða hversu mikið.
Dagfari