Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995
13
Þjoð og slys
Flestar þjóöir hafa búið það
lengi i landi sinu að þær þekkja
eðli þess. Sú þekking ætti að vera
byggð á umgengni við fólk, nátt-
úru og loftslag. Þekking af þessu
tagi byggist á öðru en draumsýn
eða óskhyggju. Versta slys sem
hendir þjóð er það að hún hætti að
þekkja sig af reynslunni, en heldur
í staðinn að hún sé svo menntuð
að þekking byggð á útreikningi
nægi. Það er rangt.
Sama er hvort stjórnmálamenn,
veðurfræðingar eða hagfræðingar
reikna. En þótt flestir lifl langt fyr-
ir utan svið þeirra, þá verðum við
að lúta útreikningum þeirra. Besta
björgunarstarfið er því að velja
hæfa menn þegar okkur gefst færi
á slíku.
Loftslag í sama landi breytist lít-
ið, þótt í veðráttunni kunni að
vera sveiflur. Þjóðum er nauðsyn
að þekkja veðráttuna í landi sínu
og fæða, klæða og skæða sig sam-
kvæmt því.
Með hegðun okkar höfum við ís-
lendingar reynt að forðast slíkt á
síðustu áratugum. Við höfum úr-
ættast, séð landið með augum ósk-
hyggjunnar og leyft listum og
menningu að verða innihaldsrýr
söngleikur. Hann gleður aðeins þá
sem hafa til að bera þrek og tár úr
steini.
Léleg menntun kemur fram með
ýmsu móti, t.d. í því að fúlsa við
afurðum landsins eða neita að
horfast í augu við veðurguðina.
Það er ekkert samræmi lengur
milli hita í húsum og úti, eins og
þegar fólk klæddist ullarfötum.
í byggingarlistinni eru vinnu-
svikin og gróðafíknin það mikil að
þakplötur fjúka af við minnsta
blástur. Hús eru líka reist á stöð-
um, þar sem engum hefði dottið í
hug að byggja, meðari fólk var fá-
tækt, en þekkti landið og snjóalög,
þótt það kynni kannski ekki meira
en að leggja saman.
Meðan ferðast var á hestum
urðu ekki önnur umferðarslys en
þau að drukknir menn duttu af
baki. Núna fer slysum fjölgandi á
Kjallarinn
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
W i
- . p-t 'fi
vegum landsins, þó þeir séu ekki
lengur lagðir fram með reiðgötum,
heldur samkvæmt útreikningi
tæknifræðinga. Þeir eiga sjaldan
sök á slysunum, enda engin menn-
ingarsynd að sleppa leiðsögn reið-
gatna og íslenska hestsins.
En það er annar óvinur: síminn.
íslendingar þykjast vera orðnir
svo alþjóðlegir að þeir þurfa alltaf
að vera að tala í síma. Þær fáu
hræður, sem ferðast með rútum,
verða að hlusta alla leiðina á
fimmmínútnavit þáttagerðar-
manna útvarpsstöðvanna, í bland
við símtöl bílstjóranna. Síminn
hringir látlaust. Halda mætti að
þeir stýrðu heiminum, ekki rútu.
Það er slys að íslenskir þumbaldar
skuli hvergi fá málið nema þegar
þeir komast í farsíma.
Guðbergur Bergsson
segir Guðbergur m.a. í grein sinni.
„Loftslag í sama landi breytist lítiö, þótt
í veðráttunni kunni að vera sveiflur.
Þjóðum er nauðsyn að þekkja veðráttuna
í landi sínu og fæða, klæða og skæða sig
samkvæmt því.“
* * ( ■ *'
%
V
J
„Hús eru líka reist á stöðum, þar sem engum hefði dottið í hug að byggja..
Oryggi í umferðinni
Að undanförnu hafa orðið mörg
slys í umferðinni hér á landi. Ég
vil votta öllum þeim sem um sárt
eiga að binda vegna þeirra samúð
mína. Orsakir þessara slysa eru ef-
laust margar og mismunandi. í
sumum tilfellum hefði öryggisbún-
aður eins og bObelti vafalaust orð-
ið til þess að bjarga einhverju. Góð
vegöxl eykur líka öryggi í umferð
en þótt slíkt sé víða í útlöndum
virðast yfirvöld hér hafa slíka
ofurtrú á íslenskum ökumönnum
að ástæðulaust sé að leggja í þann
kostnað sem slíku fylgir.
Þegar við ökum erum við stans-
laust að meta aðstæður. Oftar en
ekki er mat okkar rétt en þegar að-
stæður breytast mjög skyndilega,
til dæmis ef óvæntur vindsveipur
skellur á bifreiðinni, veitist ekki
ráðrúm til að breyta mati í sam-
ræmi við þessar nýju aðstæður og
dugar þá, eins og dæmin sanna,
hvorki mikil reynsla ökumanns og
kórrétt viðbrögð hans, almenn
varfærni né öryggistæki í full-
komnu lagi til að koma í veg fyrir
slys.
Gamlir bílar
Eitt af því sem hefur verið í um-
ræðunni nokkuð lengi er hár með-
alaldur hópbifreiða hér á landi.
Ekki þarf að hafa mörg orð um
það að við mikla notkun slitna
tæki og með aldrinum úreldast
þau tæknilega. Þannig eru ný tæki
almennt öruggari en þau eldri.
í þessari umræðu hefur fátt
komið fram sem skýrir það hvers
Kjallarinn
Guðmundur Agnar
Axelsson
skólameistari Hótel-
og veitingaskóla íslands
vegna hópbifreiðir eru gjarna í
eldri kantinum hér á landi og að
við kaupum oft slíkar bifreiðir
notaðar erlendis frá frekar en að
endurnýja með nýjum bílum.
Ég er þess fullviss að flest eða
öU fyrirtæki í þessari grein vildu
miklu frekar endurnýja bUaflota
sinn meö nýjum bílum en notuð-
um, enda er það vitað mál að auð-
veldara er að fá farþega til að ferð-
ast með finum nýjum bU en gömlu
„braki“. Öryggistæki eru full-
komnari og vinnuaðstaða öku-
manna og þægindi í farþegarými
eru miklu meiri í þeim nýrri, þeir
eru gjarnan sparneytnari og nýr
bUI krefst minna viðhalds en gam-
all. Ég er þess líka fuUviss að að
því gefnu að viljinn tU endurnýj-
unar sé fyrir hendi hlýtur það að
vera getan sem skortir sé endur-
nýjunin ekki í eðlUegum farvegi.
Er. þá ekki eitthvað að i rekstra-
rumhverfi þeirra fyrirtækja sem
stunda þessa starfsemi? Væri það
ef til viU fyrirbyggjandi öryggisað-
gerð að létta álögum af þessum
tækjum til þess að fyrirtækin ættu
auðveldara með að endurnýja þau?
Væri ef til viU rétt að taka upp úr-
eldingarkerfi líkt og í sjávarút-
vegi? Mætti ef til vill létta fyrir-
tækjum endurnýjunina með end-
urgreiöslu hluta af þungaskatti við
endurnýjun? Ætti ef til vill að
setja reglur um hámarksaldur
hópbifreiða til nota við almenna
fólksflutninga eða ætti að fjölga
skoðunardögum eldri bifreiða
þannig að skoðun færi fram til
dæmis fjórum sinnum á ári eftir
að ákveðnum aldri er náð?
Eða ætti að ganga eins langt og
gengið er í flugi í skylduviðhaldi
og skoðunum? Sumar hópbifreiðir
taka fleiri farþega en flestar þær
gerðir flugvéla sem notaðar eru í
innanlandsflugi þannig að hópslys
í slíkum farartækjum geta hæg-
lega orðið jafnmannskæð eða
mannskæðari en flugslys.
Gátlistar
Nokkuð hefur verið rætt um að
ökumenn hópbifreiða ættu ef til
vill að taka upp notkun gátlista
sem farið væri yfir áður en lagt er
upp í ferð, svipað og gert er í flugi.
Ég held að flestir ökumenn hópbif-
reiða, í það minnsta þeir sem
mesta reynslu hafa, hafi sinn eigin
gátlista þótt ekki sé hann skrifað-
ur. Eins og er í flugi er mönnum
mikið í mun ekki aðeins að koma
farþegum heilum á áfangastað
heldur ekki síður að komast þang-
að sjálfir án áfaUa. Ef til vill væri
til bóta að gátlistar væru formlega
teknir í notkun hjá fyrirtækjum
sem reka hópbifreiðir.
Hvort sem menn telja að það
sem hér er rakið sé tU bóta eða
ekki ber brýna nauðsyn til að um-
ræður um þessi mál haldi áfram
og að gripið verði til aðgerða í
framhaldi af þeim.
Guðmundur Agnar Axelsson.
„Ætti ef til vill að setja reglur um há-
marksaldur hópbifreiða til nota við al-
menna fólksflutninga eða ætti að fjölga
skoðunardögum eldri bifreiða...?"
Með og
á móti
Er staðsetningin á
sorpeyðingarstöðinni
á Isafirði rétt?
Fáir staðir
„Það var sam-
þykkt 9:0 í bæj-
arstjórn ísa-
fjarðar í maí
1992 að kaupa
sorpbrennslu-
stöð af full-
komnustu gerð.
Nágrannasveit-
arfélögin voru
með í upphafi
en drógu sig tU
baka. Þá var
erfiðast að finna stað. Byggingar-
nefndin vUdi hafa stöðina niðri á
eyri en þá reis fiskiðnaðurinn upp
á afturlappirnar. Svo var kosið
um að hafa hana á eyrinni eða í
Dagverðardal og báðir staðirnir
voru felldir. Þá var eiginlega ekki
um annað að ræða í landi ísafiarð-
arkaupstaðar en nærri þeim stað
þar sem stöðin nú er. Segja má að
þessi staður hafi verið nánast sá
eini sem kom tU greina en auðvit-
að kom hann ekki tU greina ef
menn hefðu gert sér grein fyrir
snjóflóðahættunni.
Þegar búið var að ganga frá öllu
vegna byggingarinnar kom upp
kvittur um aö þarna gæti verið
snjóflóðasvæði og menn töldu sig
muna að þarna hefðu fallið snjó-
flóð. Þá voru góð ráð dýr og grip-
ið tU þess að fá sérfræðingana tU
að reikna. Niðurstaðan í þessu
bráðabirgðahættumati var sú að
stöðin myndi sleppa. Það var látið
gott heita og byggt.
Við ætiuðum að sefia upp varn-
argarða sem hefðu sennUega dug-
að í þessu tilviki en það var ekki
búið því að byggingunni er eigin-
lega ekki lokið. Mér brá afskap-
lega mikið þegar flóöið féll á stöð-
ina en sannleikurinn er sá að það
er ekkert annað land hér í bæjar-
landinu. Nú er eðlUegast að kanna
hvort ekki sé hægt að sefia þarna
upp tiltölulega einfaldar snjóflóða-
varnir.“
Smári Haraldsson
bæjarfulltrúi.
Fáránleg
„Þessi stað-
setning er fár-
ánleg. Menn eru
búnir að sjá
það. Sorpeyð-
ingarstöðin er
byggð í röndina
á Kirkjubólstún-
inu. Ég bjó á
Kirkjubóli í 12
ár og varaði við
þessari stað-
setningu. Ég sagði þáverandi bæj-
arstjóra og snjóflóðaeftirlitsmann-
inum að þetta væri snjóflóðasvæði
því að mörg snjóflóð hafa komið
niður á þessum stað. Snjóflóð kom
til dæmis á Kirkjuból og tók verk-
færahúsið þar árið 1952 og aftur
fyUtist verkfærahúsið í snjóflóði
1973.
Sorpeyðingarstöðin er byggð á
fáránlegan hátt þvi að gluggarnir
snúa upp í hlíöina og stór hurð
líka. Gluggar og hurðir eru aðal-
lega þeir punktar sem gefa sig í
snjóflóði. Með tUliti tU snjóflóða-
hættu hefðu flestir steypt húsið
frekar en að hafa svona stálgrind-
arhús með blikki. Ef húsið hefði
verið öðruvísi hefði það ef tU vUl
komið betur út úr flóðinu nýlega.
Srfióflóðavarnir eins og þær eru
byggðar í dag gera ekkert gagn. Þó
að gerðir séu einhverjir hólar þá
skefur í þá og svæðið fyllist af
snjó áður en snjóflóðið kemur.
Inni í Holtahverfinu nýja átti að
vera snjóflóðavörn að gera skurð
fyrir ofan veginn. Maður sér hann
aldrei öðruvísi en fullan af snjó.“
-GHS
Glsll Jónsson verk-
stjóri.