Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Síða 14
14
veran
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 DV
Svartblettabanki
umferðardeildar
Stefnan á íslandi hefur veriö sú
að skipuleggja skóla eftir hverf-
um með þeim hætti að börn geti
gengið í skólann og því skiptir
miklu máli að ekki sé yfir stór-
ar umferðaræðar að fara. Hjá
Umferðardeild Reykjavíkur hef-
ur í mörg ár verið unnið að
gerð svokallaðs Svartbletta-
banka, banka sem hefur að
geyma upplýsingar um hættu-
leg svæði í borginni. Bankinn
sýnir hvar slysin verða helst og
hvar brýnast sé að huga að lag-
færingum í gatnakerfinu.
i:.-
m
m
1
m
a ■
:■ ■ '
::
Foreldrar hringi
í lögregluna
Foreldrafélög beita
sér mikið í um-
ferðarmálum í
kringum skól-
ana og til þess
að reyna að
hafa áhrif hef-
ur fólk oft tek-
ið sig saman í
hópum og
hringt í lög-
regluna til þess
að kvarta, t.d.
yfir hraðakstri á
ákveðnum stöð-
um. Með því móti
komist þetta ákveðna svæði í
Svartblettabankann og þá
kannski verði möguleika á því
að eitthvað verði gert.
Endurskinsmerkin
Á þessum tíma árs er skyggni
ökumanna oft lítið, bæði af
myrkri og dimmviðri. Allir eru
sammála um að til þess að gera
ökumönnum kleift að sjá gang-
andi ökumenn í tíma þurfi þeir
að bera endurskinsmerki. Allir
ökumenn þekkja muninn á því
að aö keyra fram á dökklæddan
fullorðinn mann eða barn sem
ber endurskinsmerki. Ökumað-
urinn getur verið kominn fast
upp að hinum ómerkta og þá
fyrst séð hann en bamið með
endurskinsmerkið sést úr mik-
illi íjarlægð. Endurskinsmerkin
eru geysimikilvæg og þau geta
komið í veg fyrir slys.
| Hættulegur leikur
Alltof oft sést til
barna og ung-
linga við þá
miður æski-
legu iðju að
„teika“ bíla.
Þegar hált
er á götum
getur verið
gaman að
láta reyna
á hugrekk-
ið og hæfn-
ina en þessi
leikur getur
verið afar
hættulegur.
Ökumenn sjá
oft á tíðum ekki
hvað gerist fyrir
aftan bílinn og fyrir
komið að böm hafi ekki
náð að losa takið af stuðara sem
þau ætluðu aöeins að hanga í
nokkra metra. Stórslys hafa
hiotist af þessum glæfraleik og
því rétt að vara börn og ung-
linga við þessu miður skynsam-
lega athæfi.
■
-sv
smmmmwMmmmmm
Gönguleiðir barna úr og í skóla:
Sifellt unnið að endurbótum
- segir Guttormur Þormar verkfræðingur
„Fyrir nokkrum árum var farið
út í að senda kort í skólana og biðja
börnin að teikna gönguleið sína inn
á það. í framhaldi af því var farið út
í lagfæringar. Yfirleitt eru þetta
sömu atriðin sem foreldrar eru að
kvarta yfir; umferð á gönguleiðum
barnanna sé of hröð og að umferðar-
ljós séu ekki virt og gangbrautir
hundsaðar," segir Guttormur Þorm-
ar, verkfræðingur og yfirmaður um-
ferðardeildar borgarinnar um ára-
bil. Hann hefur að undanfórnu ver-
ið umferðardeildinni til rágjafar um
hvað betur mætti fara í sambandi
við umferð í kringum skóla.
„Oft eru þetta mörg minni háttar
mál sem þarf að laga og í mörgum
tilvikum með litlum tilkostnaði. Um
er að ræða hraðahindranir, þreng-
ingu á vegum og þar fram eftir göt-
unum. Gott er t.d. að setja eyjur á
göturnar miðjar til þess að börnin
þurfi ekki að hafa áhyggjur af um-
ferð úr tveimur áttum í einu,“ segir
Guttormur.
Guttormur segir að sífellt sé verið
að vinna að því að bæta þessi mál
en verkefnin séu engu að síður ærin
og í raun óþrjótandi, alltaf komi
eitthvað nýtt upp.
„Núna er verið að vinna að lag-
færingum í kringum Selásskóla og
margt hefur verið gert í kringum
Melaskóla og Vesturbæjarskóla. í
sumar hafa menn einbeitt sér að
Laugarnesskólanum og svona mætti
lengi telja. Ég held að segja megi að
gott skipulag sé á þessum málum í
dag,“ segir Guttormur. Hann segir
að fyrst þurfi að huga að skipulag-
Fjöldi barna þarf að fara yfir miklar umferðargötur á leið sinni úr og í skóla. Til þess að minnka hraða bifreiða á við-
komandi götum þarf oft að setja þrengingar og hraðahindranir. Hér er allt undir öruggri stjórn gangbrautarvarðar.
DV-mynd GS
1§' jföj* {
. ■ .
Kw
Hf V} i
8L ■. r wÆ
inu í hverfunum og síðan að fram-
kvæmdum. Benda þurfi svo börnum
á að nota þær gönguleiðir þar sem
umferð hefur verið löguð að gang-
andi umferð. Gangi börnin ekki á of
stóru svæði verða ökumenn betur
meðvitaðir um að þeirra megi
vænta á ákveðnum stöðum.
-sv
- segja Edda Björk og Gunnhildur, 7 ára
Við reynum alltaf að vera sam-
ferða einhverjum i skólann en
stundum förum við alveg einar,“
sögðu Edda Björk Ragnarsdóttir og
Gunnhildur Harðardóttir, 7 ára
hnátur sem urðu á vegi blaðamanns
DV fyrir helgina. Þær voru að koma
úr Hlíðaskóla og sögðust hugsa sig
vel um áður en þær héldu út í um-
ferðina.
„Pabbi og mamma fylgdu okkur
fyrst þegar við fórum gangandi í
skólann en nú getum við alveg farið
einar.
Við pössum okkur bara vel á bíl-
unum,“ sögðu vinkonurnar. Þær
sögðu stutt vera að fara að heiman
og kváðust báðar vera með endursk-
insmerki á úlpum sínum.
-sv
Edda Björk og Gunnhildur á leið gangandi heim úr
föstudaginn.
DV-mynd GS
Gangandi í skólann:
Getum alveg
farið einar
Gangbrautarvörður við Hlíðaskóla:
Þau kalla mig afa
- segir Erlendur Guðmundsson
„Hér eru aldrei nein leiðindi eða
vandræði og ég veit ekki annað en
að börnunum líki vel að hafa mig
hérna á horninu. Þau eru sérstak-
lega samvinnuþýð og kalla mig sum
hver afa og jafnvel pabba,“ sagði Er-
lendur Guðmundsson, vörður við
gangbraut yfir Hamrahlíð. Eriendur
sagðist vera kominn á hornið um
tiu mínútum fyrir átta og vera fram
yfir níu, koma síðan aftur á milli
tólf og eitt og loks á milli íjögur og
fimm.
„Þetta er þriðja árið hjá mér í
þessu og mér finnst þetta afskaplega
gefandi og skemmtilegt. Málið er að
fá börnin á sitt band og þá er björn-
inn unninn," sagði Erlendur. Hann
sagði ökumenn oft ekki alveg nógu
tillitssama.
Erlendur Guðmundsson er gangbrautarvörður við Hlíðaskóla.
DV-mynd GS