Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Síða 16
Iveran
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 Jj’V
16
__ Nýjar rannsóknir á mannsheilanum:
lilfinningar vega
þungt í greindinni
Flest okkar kannst við greindar-
vísitölu og próf sem gerð hafa verið
til þess að mæla hana. Greindarvísi-
talan hefur síðan verið það viðmið
sem notast hefur verið við í sam-
bandi við greind. Síðustu ár hafa
vísindamenn í æ ríkari mæli beint
sjónum sínum að tilfinningunum og
halda þvi fram að kannski sé þar
komin betri aðferð til þess að mæla
greind.
Sykurpúðaprófið
Framtíð fjögurra ára barna
virðist nú vera eins og opin bók
fyrir vísindamönnum og þurfa þeir
aðeins að fylgjast með áhuga þeirra
á sykurpúðum. Þeir bjóða einu og
einu barni inni í autt herbergi og
byrja mildilega pyntingu. „Þú getur
fengið þennan sykurpúða strax en ef
þú bíður meðan ég skrepp aðeins frá
getur þú fengið tvo þegar ég kem aft-
ur.“ Með það er vísindmaðurinn
rokinn á dyr.
Sum börn rjúka strax á sykurpúð-
ann, önnur þola við í nokkrar
mínútur og gefast þá upp og enn
önnur vilja fyrir alla muni reyna að
þrauka og bíða eftir hinum
sykurpúðanum. Þau hylja augu sín,
syngja fyrir sig sjálf, lúta höfði I
spenningi, reyna að fara í einhvern
leik eða jafnvel að leggjast til svefns.
Þegar vísindamaðurinn kemur til
baka gefur hann börnunum
sykurpúðann sem þau hafa haft svo
mikið fyrir að vinna sér inn og
síðan bíða vísindin eftir að þau vaxi
úr grasi.
Betri sem biðu
Þegar börnin ná menntaskóla-
aldri hefur margt undravert gerst. í
könnun á meðal foreldrá og kennara
barnanna kemur í ljós að þau sem
fjögurra ára gátu beðið eftir seinni
í greininni í Time er fjallað um tilfinningalega greind, nokkuð sem varla fæst með því að liggja yfir namsbókum. Hins
vegar getur tilfinningalega greindin haft áfhrif á það hverjir ná árangri í námi og hverjir ekki.
sykurpúðanum hafa reynst vinsælli,
með meiri aðlögunarhæfni, hug-
rakkari, sjálfstæðari og áreiðanlegri
unglingar. Hin börnin, sem létu
freistast, eru líklegri til að verða
einmana, skapstyggari og þrjóskari
þegar kemur að unglingsárunum.
Svo virðist sem það sé mikill
hæfileiki að kunna að „fresta
gleðinni" (líkt og með sykurpúð-
ana). Þar er um að ræða baráttu á
milli rökhugsunar og þeirrar órök-
rænu, þeirrar sem snýr að tilflnn-
ingunum. Þessi hæfileiki er merki
um það sem kallað er tilfinningaleg
greind (EQ). Hana er ekki hægt að
mæla á greindarprófi (IQ).
Tilfinningaleg greind er ekki and-
staðan við hina hefðbundnu greind,
sem mæld er með greindarvísitölu.
Sumir hafa blessunarlega mikið af
hvorutveggja, aðrir lítið. Það sem
vísindamenn hafa verið að reyna að
skilja er hvernig þessir tveir hlutir
vinna saman, hvernig hæfileiki
manns til að vinna á streytu t.d. hef-
ur áhrif á hæfni til einbeitingar og
að nota greindina. Nú eru vísinda-
mennirnir, sem um þetta hafa
fjallað, á einu máli um að hin
hefðbundna greind, mæld í
greindarvísitölu, sé einungis 20%
prósent af heildinni, restin liggi á
öllum sviðum öðrum, allt frá
stéttarstöðu til heppni og til þess
taugakerfis sem þróast hefur í
mannsheilanum í milljónir ára.
Endursagt úr Time
Ein leið til að mæla
tilfinningalega greind
Greind:
Eitt fyrirbæri
eða mörg
„Frá fornu fari hafa menn
deilt um það hvort líta eigi á
greindina sem eina eða marg-
skipta. Það sem fræðimenn hafa
skilgreint sem hluta af greind
hefur innbyrðis fylgni. Það er
kannski smekksatriði hvort
S menn líta á þetta sem eitt fyrir-
bæri eða mörg með fylgni sín á
milli," sagði sálfræðingur sem
DV ræddi viö um greind í gær.
Sálfræðingurinn sagði að menn
væru að velta því fyrir sér
hvort hefðbundin greindarpróf
næðu yfir það sem kallað hefúr
verið félagsgreind.
„Fræðin hafa mikið íjallað
um muninn á rökhugsun ann-
ars vegar og heild hins vegar.
Ætli menn séu ekki að tala um
þessa heild þegar talað er um
tilfinningalega greind, þ.e.
hvernig fólk áttar sig á aðstæð-
um almennt.“ Hann sagði menn
gera mun á svokallaðri kristall-
aðri greind, sem mótast af
skólakerfinu og uppeldi, og
flæðigreind, hæfni mannsins í
upprunalegri mynd, sem ekki
hefúr skólast neitt. Hann sagð-
ist ekki kannast við hugtakið
um tilfinningalega greind. -sv
. . ...... ■ msm
Suma hluta tilfinningalegrar
greindar er hægt að mæla. Bjartsýni
er t.d. góður mælikvarði á sjálfs-
traust fólks. Það hvort fólk bregst
við hindrunum ýmiss konar með
svartsýni eða bjartsýni hefur sýnt
sig hafa áhrif á hvernig fólki reiðir
af í skóla, íþróttum og ákveðnum
atvinnugreinum. Til að kanna þessa
tilgátu var búiö til spurningapróf
fyrir tryggingasala ákveðins
fyrirtækis í Bandaríkjunum. Fólk
var beðið að setja sig í ákveðnar
aðstæður og svara annað hvort með
A eða B.
Dæmi úr prófinu
Þú gleymdir afmæli maka þíns.
A. Ég er gleyminn á afmælisdaga.
B. Ég var upptekinn við annað.
Þú skuldar bókasafninu vegna
þessa að þú gleymdir skiladegi
bókar.
A. Ég gleymi skiladegi bókar oft
þegar ég sekk mér ofan í lestur.
B. Ég var svo upptekinn við að
skrifa greinina að ég gleymdi að
skUa bókinni.
Þú missir stjórn á skapi þínu
við vin.
A. Hann eða hún er alltaf að ergja
mig.
B. Hann eða hún var í vondu
skapi.
Þér var refsað fyrir að skila
skattaskýrslunni seint.
A. Ég fresta alltaf að skila skatta-
skýrslunni.
B. Ég var latur við að ganga frá
skattamálunum þetta árið.
Þér finnst þú útkeyrður.
A. Ég fæ aldrei tækifæri til að
slaka á.
B. Ég var sérstaklega upptekinn
þessa viku.
Þú dettur oft þegar þú ert á
skíðum.
A. Skíðaiðkun er erfið.
B. Brekkurnar voru ísilagðar.
Þú þyngist í fríum og losnar
ekki við aukakílóin.
A. Megrúnarkúrar hafa yfirleitt
ekkert að segja.
b. Megrunarkúrinn, sem ég
prófaði, virkaði ekki.
Jákvæðir og neikvæðir
Niðurstöður þessa prófs leiddu í
ljós að þeir sölumenn sem oftar
svöruðu með B en A reyndust betur
hæfir til þess að jafna sig eftir
slæma söludaga, náðu sér betur eftir
höfnun og hættu síður í vinnunni.
Bjartsýnt fólk hefur tilhneigingu til
að meðhöndla hindranir og mótlæti
sem tímabundið ástand og þar með
óyfirstíganlegt. Svartsýnir taka
sömu hlutum persónulega. Það sem
aðrir líta á sem breytilegt og
staðbundið ástand skoða þeir sem
óbreytanlegt og óendanlegt.
Endursagt úr Time
Þunglyndir og reiðir.
Geta ekki lært
Skóli í Bandaríkjunum tók upp
verkefni á sviði tifinningalegra
málefna fyrir fimm árum með
það að markmiði að hjálp
nemendunum að fást við reiði,
vonbrigði og einmanaleika.
Síðan þá hefur slagsmálum í
matartímum fækkað úr
tveimur, þremur á dag og niður
i nánast engin. Nemendur, sem
eru þunglyndir eða reiðir, geta
ómögulega lært. Þeir sem eiga í
erfiðleikum með að öðlast
viðurkenningu skólafélaga
sinni eru tvisar til átta sinnum
líklegri til þess að falla út úr
skólum en vinsælir nemendur.
lilfinningar
Hvar og til hvers?
Síðustu öldina hafa vísinda-
menn lært nógu mikið um
heilann til þess að dæma um
hvaðan geðbrigði (tilfinningar)
koma og til hvers við þurfum
þau. Fi’umstæðar tilfinningaleg-
ar svaranir halda um lykilinn
að því aö komast af: Ótti dælir
blóði inn í stóru vöðvana svo að
auðveldara sé að forða sér;
undrun lyftir augabrúnum svo
að augun hafi víðari sjón-
deildarhring og safni þeim mun
meiri upplýsingum um óvæntar
uppákomur. Viðbjóður hrukkar
upp á andlitið og lokar
nasaholum til þess að halda úti
vondri lykt.
Snákur eða ekki
snákur
Fjallgöngumaður á þröngum
göngustíg sér útundan sér
eitthvað langt og mjótt í
grasinu til hliðar við hann.
Hann kastar sér til hliðar áður
en hann áttar sig á því að þetta
var aðeins spýta sem leit út
eins og snákur. Þá fyrst róast
hann aftur. Heilabörkurinn
nemur boðin nokkrum
milliskúndum eftir hin
ósjálfráðu viðbrögð og leiðréttir
þau þar með.
I Erfiðastað
stjárna reiðinni
Auðveldara virðist að hafa
stjórn á sumum taugaboðum en
öðrum. Það þarf ekki að koma á
óvart að reiði er með því
erfiðasta, kannski vegna þess
gildis sem hún hefur til þess að
reka fólk til aðgerða.
Sérfræðingar halda að fólk
reiðist í langflestum tilvikum
. vegna þess að þeim finnst yfir
sig gengið, það sé rænt því sem
er þeirra með réttu.
Skrítnir einmana
snillingar
Sýnt þykir að greindarvísitala
geti orðið þess valdandi að
maður verði ráðinn í eitthvert
starf en stöðuhækkunina fær
hann út á tilfinningalegu
greindina. Hæfustu starfsmenn
ákveðins framkvæmdastjóra
voru ekki þeir sem höfðu hæsta
greindarvísitöluna; þar voru
þeir sem náði sambandi viö fólk
í gegnum tölvupóst, voru góðir
samstarfsmenn og sniðugir í
allri samvinnu. Þeir voru mun
líklegri til þess að fá fólk til
samstarfs við sig til þess aö
klára tiltekin verkefni en
skrítnu, einmana snillingarnir.
-sv
1