Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 25 Geysilegur körfuboltaáhugi er á Sauöárkróki eins og kunnugt er og ungling- arnir í bænum nota flestar tristundir tii að leika körfubolta. Þessir hressu strákar voru í frímínútum í grunnskólanum þar i bænum og það var tekið á í körfuboltanum af fullum krafti eins og sjá má. DV-myndir gk Kaffi Krókur á Sauðárkróki: Kaff ihúsaandi með menningarlegu ívafi hjá okkur og þá höfum við haldið hér ýmis fræðslu- og menningarkvöld. Viö höfum haldið konu- og karla- kvöld og fengið til okkar fyrirlesara til að íjalla um ýmsa þætti mannlífs- ins,“ segir María Björk. Nú stendur fyrir dyrum stækkun á KafTi Krók. „Við ætlum að taka í notkun sal hér inn af kaffistofunni og m.a. ætlar systir min, sem starfar hjá mér, að kenna þar dans. Með stækkun húsnæðisins getum við líka komið betur til móts við óskir við- skiptavina okkar. Það er að sjálf- sögðu okkar aðalmarkmið og við leggjum áherslu á persónulega þjón- ustu og hlýlegt viðmót við gesti okk- ar. Ef maður vill að viðskiptavinirnir komi aftur verður maður að gefa af sér,“ segir María Björk. Hún er með fleiri járn í eldinum, er fréttaritari Ríkisútvarpsins á Sauðárkróki og mn nokkurra ára skeið birtist hún landsmönnum sem þula í Ríkissjón- varpinu. „Þetta er ágæt vinna og ekki verri en hvað annað,“ sögðu þessir hressu „skreiðarkarlar" sem voru að vinna við að hengja upp þorskhausa á Sauð- árkróki. Þeir eru starfsmenn Fiskiðjunnar Skagfirðings og sögðu þorskhaus- ana fara til Nigeríu þegar þeir væru tilbúnir til útflutnings. Gylfi Krisqánsson, DV, Akureyii: „Það tók vissulega tíma að kenna Skag- firðingum að fara á kaffihús en þetta er allt á réttri leiö og gengur vel,“ segir María Björk Ingvadóttir, veitingamaður Kaffi Króks á Sauðárkróki, sem hún á ásamt Ómari Braga Stefánssyni, eiginmanni sínum. Þau opnuöu Kaffi Krók í maí á síðasta ári í rúmlega aldargömlu húsi við aðalgötu bæjar- ins og hafa gert á húsinu miklar end- urbætur svo það er orðið allt hið glæsilegasta. María Björk segir að hún leggi höf- uðáherslu á að andinn í húsinu sé kaffihúsaandi með menningarlegu ívafi, að blanda saman fræðslu og skemmtun. „Við erum yfirleitt alltaf með málverkasýningar á veggjunum SteinuUarverksmiðjan á Sauðárkróki: Afkastageta verksmiðj- unnar f ullnýtt mánuði ársins nam hagnaðurinn af rekstrinum 16,5 milljónum króna og tekjur námu 376 milljónum sem er um 30% aukning frá fyrra ári. Einar Einarsson segir að fyrirtæk- ið hafi hægt og bítandi verið að vinna sér markaði erlendis og sé komið með nokkuð stöðugan útflutning sem er 2-3 þúsund tonn á ári. „Nýting verksmiðjunnar er orðin viðunandi en hér innanlands er það að sjálf- sögðu ástandið í byggingariðnaði hveriu sinni sem ræður mestu um framleiðsluna fyrir innanlands- markaðinn," segir Einar. í fyrirtæk- inu eru um 40 stöðugildi og það er geysilega mikilvægt fyrir atvinnulíf- ið á Sauðárkróki. Gylfi Kristjánsson, DV, Ækureyri: „Afkastageta verksmiðjunnar, sem er um 6.500 tonn, verður fullnýtt í ár. Salan hér innanlands verður um 2.700 tonn en árið er sérstakt að því leyti að við tókum að okkur að fram- leiða umtalsvert magn fyrir aðila í Englandi," segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Steinullarverk- smiðjunnar á Sauðárkróki. Verksmiðjan varð 10 ára í síðasta mánuði en hún er í eigu ríkissjóðs, Sauðárkróksbæjar, finnska fyrir- tækisins Partek og fleiri aðila. Fjór- um sinnum á sl. 6 árum hefur verk- smiðjan skilað hagnaði og í ár lítur vel út með afkomu hennar. Fyrstu 8 Þrettán kvenfélög starf a í Skagaf irði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Aöildarfélög að Sambandi skag- firska kvenna eru þrettán talsins og eru á svæðinu frá Fljótum og Skaga og fram í dali,“ segir Ingibjörg Kolka, varaformaður sambandsins, um starfsemi kvenfélaga í Skagafirði. Á því svæði má m.a. finna elsta kvenfé- lag landsins sem var stofnað árið 1869 í Hegranesi og er því 126 ára gamalt. Starfsemi kvenfélaganna í Skaga- firði er með „hefðbundnum" hætti ef svo má segja. „Félögin hafa ávallt stuðlað að menningar- og líknarmál- um, að ræktun og haldið ýmiss konar námskeið. Okkar kjörorð eru hvað við getum gert fyrir landið og meö- bræður okkar en ekki hvað hægt sé að gera fyrir okkur,“ segir Ingihjörg Kolka. Hún segir að í kvenfélögunum í Skagafirði séu um 270 konur. Þau séu opið öllum konum eldri en 16 ára og ekkert kynslóðabil sé til. Um starfsemina segir Ingibjörg að haldnar séu vinnuvökur og fé sé safnað til menningar- og líknarmála. Félögin hafa styrkt starfsemi tónhst- arskóla, sjúkrahússins á Sauöár- króki og minjasafnsins í Glaumbæ, svo fátt eitt sé nefnt. Þrjár skagfirskar kvenfélagskonur, Ingibjörg Kolka, varaformaður Sam- bands skagfirskra kvenna, Helena Magnúsdótfir gjaldkeri og Helga Sigur- björnsdóttir, formaður félagsins á Sauðárkróki. Úr húsasmíðinni í verslunarreksfur Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég lít ekki á þessa verslun sem litla versl- un að því leyt- inu að við reyn- um að vera með í samkeppninni af fullum krafti og bjóða það verð sem tíðkast í stóru mörkuðun- um,“ segir Ásgeir Einarsson, versl- unarmaður í versluninni Hlíðar- kaupum á Sauöárkróki, sem Ásgeir stofnaði ásamt fóður sínum fyrir tæpum 4 árum. Ásgeir og faðir hans höfðu verið í byggingarstarfsemi, byggt og selt hús, og áttu húsnæðið sem hýsir verslunina við Akurhlíð. „Húsnseðið var búið að standa autt í nokkuö langan tíma og til að koma því í nýt- ingu urðum við að selja það eða hefja í því einhveija starfsemi. Ég hafði aldrei komið nálægt verslunar- rekstri en það var samt ákveðið að skella sér í þetta," segir Ásgeir. Hann segir að reksturinn hafi gengið vel með geysilega mikiUi vinnu og meðfram verslunarrekstr- inum hafi þeir feðgar verið smátt og smátt að ljúka byggingu hússins. Um samkeppnina í verslunarrekstrinum segir hann að hún sé mjög hörð. „Við reynum að halda vöruverðinu niðri eins og frekast er kostur og fólk virð- ist kunna að meta það. Okkar við- skiptavinir eru alls staöar úr bænum og bændur úr nágrannasveitunum eru fariiir að láta sjá sig talsvert hér sem er ánægjulegt. Þetta gengur upp. Við höfum getað staðiö í skilum og þá er ég ánægður," segir Ásgeir. Kristinn leikur fyrir gesti í afmælis- veislu DV á Sauðárkróki. Frumsamið ef ni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Kristinn Baldvinsson er ungur Sauðkrækingur sem þó hefur lengi verið tengdur tónlist á ýmsan hátt. Hann hefur verið í hljómsveitum og verið „rótari" hjá Geirmundi sveiflu- kóngi svo eitthvað sé nefnt. En nú hefur hann stigið fram á sviðið einn síns liðs til að flytja frumsamda tón- list. * Kristinn lék fyrir gesti í afmælishá- tíð DV á Sauðárkróki á dögunum og vakti hrifningu. „Þetta er frumraun mín að koma svona einn fram og vissulega skemmtilegt," segir Krist- inn. Hann er nú að íhuga útgáfu á geisladiski með efni sínu og kann leið hans að liggja í hljóðver til upp- töku áður en langt um líður. Guðmundur, t.v., lítur í eitt keranna hjá Máka ásamt Snorra Birni Sig- urðssyni bæjarstjóra sem kom við hjá honum en Sauðárkróksbær er stærsti hluthafinn í Máka hf. og á um þriðjung hlutafjár. Barraeldið á Sauðárkróki: Stef nt að 70 tonna fram- Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við erum með 8 þúsund seiði í kerunum núna en þau eru úr klaki frá í vor. Núna eru þau 6 grömm á þyngd en 1 júní á næsta ári verða þau orðin um 500 grömm og þá verður fyrsta slátrunin hér,“ segir Guð- mundur Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Máka hf. á Sauðárkróki, en það fyrirtæki fæst viö nýjung í fiskeldi hér á landi sem er barraeldi. Barri er hlýsjávarfiskur sem hefur mjög mikinn vaxtarhraða, og við eld- ið hjá Máka er notuð ný aðferð með sírennsli á upphituðum sjó, en Guð- mundur er hönnuður þeirrar aðferð- ar. Máki er í samvinnu við fyrirtæki í Frakklandi, Svíþjóð og Noregi um þetta eldi og fyrir skömmu veitti Evrópusambandið 50 milljónir króna til þessa verkefnis. Helmingur þeirr- ar upphæðar kemur í hlut Máka. „Með þessu fjármagni getum við komið okkur upp stöð hér sem fram leiðir 70 tonn af fiski á ári en mark- aðsverð þess er um 50 milljónir króna,“ segir Guðmundur. Hann seg- ir reksturinn vera á réttri leið og á næstunni fær hann um 350 þúsund hrogn sem munu skila af sér a.m.k. «r 70 þúsund barraseiðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.