Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 13 "V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, (ax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Utsala á orku
Komið hefur í ljós, hvers vegna Landsvirkjun vill ekki
segja frá orkuverðinu, sem samdist um við Alusuisse-
Lonza vegna fyrirhugaðrar stækkunar ísals. Það stafar
einfaldlega af, að Landsvirkjun skammast sín fyrir orku-
verðið, sem er um 10 miUs á kílóvattstundina.
Þetta útsöluverð Landsvirkjunar á raforku þýðir, að
næstu sjö árin mun þjóðin niðurgreiða um það bil
helminginn af verði orkunnar, sem ísal fær. Það kost-
ar nefnilega upp undir 20 miils að framleiða hana. Eft-
ir þessi sjö ár mun orkuverðið síðan færast í þolan-
legra horf.
Útsöluverðið á raforku er engan veginn alvont, því
að það er breyting til batnaðar frá núverandi ástandi,
er þjóðin greiðir ein fyrir umframorkuna frá Blöndu.
Það er skárra að búa við hálfan skaða í sjö ár en allan
skaðann, úr því að orkuverið stendur þama fullbúið.
Sala á niðurgreiddri orku er ekki eina hlið málsins,
en það er sú hlið, sem snertir Landsvirkjun. Þjóðin hef-
ur þar fýrir utan margvíslegt gagn af stækkun álvers-
ins, svo sem tímabundna þenslu í atvinnulífinu og var-
anlega aukningu þjóðarframleiðslunnar um 0,7% á ári.
Þriðja hlið málsins má ekki heldur gleymast. Meng-
unarvarnir hins nýja hluta álversins verða svipaðar og
eldri hlutanna, en ekki eins miklar og þær eru yfirleitt
í nýlegum álverum á Vesturlöndum. Hálfgerður þriðja
heims bragur er því á þessum þætti samkomulagsins.
Orkuverðið segir mikla sögu um samkeppnisstöðu
Landsvirkjunar og íslands. Til skamms tíma var óþarfa
orkuverið við Blöndu varið með því, að það mundi gera
okkar mönnum kleift að ná hagstæðum stóriðjusamn-
ingum, af því að orkan væri tilbúin til afhendingar.
Raunveruleikinn varð annar. Blönduvirkjun varð
ekki tromp á hendi seljenda stóriðjuhugmynda, heldur
myllusteinn um háls þeirra. Þeir náðu ekki í neina til-
fallandi auðjöfra með heimilislaus álver undir hend-
inni og neyddust að lokum til að setja orkuna á rým-
ingarsölu.
Þessi niðurstaða ætti að vera einkar athyglisverð fyr-
ir þá mörgu kjósendur, sem trúðu því á sínum tíma, að
virkjun Blöndu væri hið bezta mál og að það væri fmt
að eiga eitt afgangs orkuver til að grípa stóriðjugæsina.
Þeir ættu nú að vita, að þeir voru hafðir að fífli.
Niðugreiðsla raforkunnar segir líka mikla sögu um
stöðu íslands á Vesturlöndum. Við erum og verðum
frumframleiðsluþjóð, sem er í raun hluti þriðja heims-
ins, þótt góð tækni og framleiðni í sjávarútvegi hafi
fært okkur ótryggar tekjur af vestrænni stærðargráðu.
Við slíkar aðstæður gera menn orkusamninga á borð
við þann, sem gerður hefur verið um stækkunina í
Straumsvík. Hann felur í sér játningu um, að Lands-
virkjun og ríkið hafa verið rekin af slíku þriðja heims
rugli, að viðsemjendur geti sjálfír valið sér orkuverð.
Það er nauðsynlegt, að menn átti sig á bláköldum
raunveruleika orkuverðsins og fari loksins að læra af
reynslunni, um leið og ástæða er til að fagna því, að
loksins er hægt að eygja, að eftir sjö ár muni skattgreið-
endur sleppa við að niðurgreiða orkuverið við Blöndu.
Að vísu munu afkomendur okkar ekki losna svona
auðveldlega við afleiðingar ruglsins í valdhöfum lands
og Landsvirkjunar. Afborganir skulda, sem stofnað var
til vegna virkjunar Blöndu, munu halda áfram langt
fram á næstu öld, afkomendum okkar til hrellingar.
Ekki er unnt að kenna orkuverðssamningnum um
tjónið, sem varð, þegar orkuverið var reist. Hann er til
bóta, af því að hann mildar timburmenn virkjunaræð-
isins.
Jónas Kristjánsson
Reynir á hvort
friður lifir Rabin
Frumkvöðull ísraelsku friðar-
hreyfingarinnar, Arveh Eliav,
sýndi fyrir löngu fram á að her-
nám þéttbýlla byggða Palestínu-
manna hlyíti að vekja andspyrnu
og henni yrði mætt með valdi. Of-
beldi á báða bóga myndi magnast,
verða alvanalegt og með tímanum
síast inn í ísraelskt samfélag.
Morðið á Yitzhak Rabin forsæt-
isráðherra er endanleg staðfesting
á réttmæti þessarar viðvörunar.
Rannsókn á aðdraganda þess
snýst að hluta um að kortleggja
þann slóða haturs og heiftaræs-
inga sem óbilgjörnustu andstæð-
ingar friðargerðar við Palestínu-
menn og arabaríki hafa skilið eft-
ir sig síðustu tvö ár, og náði há-
marki í haust, þegar loks tókst
samkomulag um að létta hernám-
inu af mestöllum Vesturbakkan-
um og fela byggðirnar þar sjálf-
stjórn Palestínumanna.
Þetta svæði kalla kröfugerðar-
menn um Stór-ísrael biblíunöfn-
unum Júdeu og Samaríu, þau hér-
uð séu fom guðsgjöf til ísraels og
hver sá sem ljái máls á að láta þau
af hendi sé guðníðingur. Á æs-
ingafundum, þar sem menn hafa
komið saman vopnaðir, hefur
Rabin verið sýndur í SS-búningi
nasista og dauða hans krafist há-
stöfum.
Úr þessu umhverfi er banamað-
ur Rabins, Yigal Amir, sprottinn.
Fyrst kvaðst hann hafa verið einn
að verki, guð einn hefði verið með
sér í ráðum. Nú hafa fjórir aðrir
verið handteknir vegna morðsins,
þar á meðal Avishai Raviv, foringi
ofbeldissamtakanna Eyal, sem eru
kunn fyrir árásir á Palestínu-
menn.
Moshe Shahal, ráðherra lög-
reglumála, hefur sagt fréttamönn-
um, að sín sannfæring sé að hóp-
ur manna hafi staðið í samsæri
um að myrða ekki aðeins Rabin
heldur fleiri stjórnmálamenn. Til-
gangur samsærisins sé að stöðva
friðargerðina við Palestínumenn.
Annar þáttur í aðdraganda
voðaviðburðarins í lok friðarfund-
ar hundrað þúsunda í Tel Aviv er
svo andvaraleysi og vanhæfni ör-
yggisstofnana. Næstráðandi ör-
yggislögreglunnar Shin Bét, sem
öðrum þræði sér um að gæta
þeirra sem taldir eru þurfa á líf-
verði að halda, hefur sagt af sér og
nokkrum öðrum foringjum verið
vikið úr starfí. Rannsóknarnefnd
skipuð af hæstarétti á að kanna
niður í kjölinn hvað úrskeiðis fór
í öryggisgæslu.
Af frásögn einkabílstjóra
Rabins að dæma hefði vanrækslan
og ringulreiðin við leikvanginn í
Tel Aviv varla getað verið verri.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Aðeins einn lífvörður fylgdi Rabin
fast. Forsætisráðherrann var ber-
skjaldaður á bak, þar sem morð-
inginn komst í hálfs annars metra
færi og hæfði með tveim dúmm-
dúmm tætikúlum sem komið hef-
ur í ljós að bróðir hans telgdi fyr-
ir hann. Þetta sleifarlag viðgekkst
þrátt fyrir að Shin Bet hefði þegar
í september borist vísbending um
að vænta mætti tilræðis við æðstu
menn ríkisins eftir því sem haft er
fyrir satt í ísraelskum fjölmiðlum.
Ekki segir bílstjóri forsætisráð-
herrans betra hafa tekið við eftir
að hann losnaði úr mannþröng-
inni. Særður lífvörðurinn hélt
fyrst að blóðrennslið úr Rabin
væri úr sér. Svo þegar til sjúkra-
húss kom hafði enginn á morð-
staðnum gert boð á undan þeim.
Bílstjórinn varð að þvarga sér leið
fram hjá vörðum í hliðum og í
neyðarmóttöku voru engir læknar
til taks.
Skilvirkari viðbrögð hefðu sjálf-
sagt engu breytt eins og áverkar
voru, en lýsingar sem þessi auka á
reiðarslagið sem ísraelsmenn hafa
orðið fyrir. Fólk flest vildi ekki
trúa því að gyðingur skyldi hafa
myrt forsætisráðherra ísraelsrik-
is.
Nú reynir svo um munar á
Shimon Peres. Nýi forsætisráö-
herrann og Rabin voru um langan
aldur svæsnir keppinautar en sór-
ust svo síðustu þrjú árin í fóst-
bræðralag við að semja frið við
alla nágranna ísraels. Þar var Per-
es frumkvöðullinn en Rabin kjöl-
festan sem tryggði samband við
ísraelskt almenningsálit.
Brottfor Israelshers úr borgum
og byggðum Vesturbakkans er
rétt að hefjast. ísraelskir landnem-
ar og Palestínumenn sem hafna
friði við ísrael eru vísir til að
reyna að trufla framkvæmdina
sem mest þeir mega.
Friður er ósaminn við Sýrland
þar sem hernaðaraðstaðan á Gol-
an- hæðum er þrætueplið.
Framundan er upphaf viðræðna
um viðkvæmustu deilumál ísraela
og Palestínumanna, landnema-
byggðirnar og Jerúsalem.
Og í ísrael verður kjörið nýtt
þing ekki síðar en í nóvember
1996. Þá verður líka forsætisráð-
herra í fyrsta skipti valinn með
þjóðaratkvæði.
Shimon Peres í skrifstofu forsætisráðherra eftir að hann tók við af Rabin.
Símamynd Reuter
skoðanir annarra
Enginn hlær lengur að Walesa
„Mesta kraftaverkið frá því Lasarus reis upp frá
: dauðum. Það er kannski heldur sterkt til orða tek-
i ið. En gengi Lechs Walesas í fyrri umferð pólsku
i forsetakosninganna flokkast undir meiriháttar póli-
■ tískt kraftaverk. Hann kom alveg á hæla fyrrum
I kommúnistanum og höfuðandstæðingi sínum Alex-
I ander Kwasniewski. Þegar Walesa tilkynnti að
| hann sæktist eftir endurkjöri ætluðu flestir Pólverj-
ar að rifna af hlátri. Nú hlær enginn lengur. Kjós-
[ endur viðurkenna aö hann sé sá frambjóðandi sem
j best er til þess fallinn að stöðva Kwasniewski.“
Úr forustugrein Politiken 7. nóvember.
Margbrotinn maður
„Rabin var þegar öllu er á botninn hvolft marg-
I brotinn maður og mestu kostir hans voru ef til vill
1 þeir að geta haldið áfram að læra og þroskast. Hann
* skilur eftir sig jafn margbrotið land. Mesta virðing-
in sem það gæti vottað honum væri sú að draga
lærdóm af hugrakkri forustu hans og þroskast af
þeim harmleik sem ótímabært morðið á honum er.“
Úr forustugrein New York Times
8. nóvember.
Gott hjá Gro í Kína
„Það Kína sem opnast æ meir til vesturs, býður
upp á mikla möguleika, einnig fyrir lítið land eins
og Noreg. Kína er samt enn einræðisríki, leitt af
kommúnistaflokki sem þolir ekki tjáningarffelsi og
lýðræðislegar hreyfingar. Margir samviskufangar
eru í landinu og réttaröryggi er í raun ekki til. Þess
vegna er mikilvægt að norski forsætisráðherrann
hafi bæði rætt um einstök mál og mannréttindi al-
mennt á fundum sinum með kínverskum ráða-
mönnum.“
Úr forustugrein Arbeiderbladet 9. nóvember.