Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 41 Anna tveimur dögum eftir aðgerðina. Fyrstu dagana á eftir var hún á verkjalyfjum en að loknum tveimur mánuðum voru sárin gróin. Að lokinni aðgerð breytti hún nafni sínu í Kristjánsdóttir og fékk nýja kennitölu og formlega kynbreytingu hjá sænsku hagstofunni. mynd TP Kristján var sannarlega harðjaxl, var fúlskeggjaður, bölvaði hraustlega og hátt og fór á kvennafar. og staðfestu þá skoðun hans að að- gerð væri eina leiðin til eðlilegs lífs fyrir hann. „Loksins fékk ég staðfestingu á því sem var,“ segir Anna. Berst gegn fordómum - Hvernig hefur sambandið við fjölskylduna verið eftir að þú fórst að koma fram í fjölmiðlum og lýstir yfir áformum þínum um að fara í kyn- skiptaaðgerð? „Það er mjög misjafnt hvernig fjöl- skyldan tekur þessu. Framan af voru flestir ákaflega neikvæðir en þetta hefur snúist töluvert við á síðustu árum og sérstaklega síðasta árið. Þetta er eina leiðin en tíminn læknar öll sár. Síðan reyni ég að hafa áhrif á fóik með því að hafa samband við það og tala við það og það hefur geng- ið í nokkrum tilfellum en sumir geta ekki sætt sig við þetta og mér þykir það leitt. Það hefur hins vegar líka gerst að þeir sem höfðu snúið við mér baki hafa komið aftur til mín. Þannig virðist fólk gera sér betur grein fyrir alvöru málsins en áður fyrr og þeirri stöðu sem ég var í. Þetta var og er kannski enn tabú á ís- landi.“ Anna segist vita um 2 til 3 íslend- inga sem hafa farið í kynskiptaað- gerð líkt og hún á Norðurlöndunum. Vafalaust séu þeir þó fleiri en það. Um 10 íslendingar, konur og karlar, séu hins vegar í meðferð og á leið í aðgerð. Anna segist hafa verið í sam- bandi við nokkra sem eru í svipuð- um sporum og hún en hún hefur einnig verið dugleg við að reyna að vinna gegn fordómum fólks gagnvart þeim sem hafi farið í kynskiptaað- gerð. Nokkuð beri á slíku og hún hef- ur sjálf orðið fyrir barðinu á þeim án þess hún vilji ræða það frekar. Marg- ir í sömu sporum og hún hafi orðið fyrir aðkasti, líkamsárásum, verið hótað, bolað frá sinni vinnu þegar ljóst er hvernig lífi þeirra er háttað og fleira. Hún hafi hins vegar verið mjög heppin, eigi sína vini, íslenska og sænska, og mæti miklum skiln- ingi samstarfsmanna og yfirmanna í raforkuverinu sem hún vinnur í. Anna hefur verið dugleg að ræða við fjölmiðla um líf sitt sem kynskipt- ings og líf sitt áður en hún fór í kyn- skiptaaðgerðina. Til dæmis fjölluðu sænskir fjölmiðlar um mál kynskipt- inga og þeirra sem hyggja á aðgerðir sem slíkar i 12 síðna viðtali við Önnu og aðra í hennar sporum. Þá hafa norskir fjölmiðlar tekið svipað á mál- unum og jafnframt hefur Anna rætt við íslenska fjölmiðla. Daginn áður en þetta viðtal var tekið var Anna meðal annars í viðtali í sænska sjón- varpinu. Þá sat Anna fundi með land- lækni íslands fyrir meira en ári þeg- ar ákvörðun var tekin um það að setja á fót vinnuhóp á íslandi um málefni þeirra íslendinga sem hyggja á kynskiptaaðgerðir og hvernig hægt er að sinna þeirra málum að hluta til hér á landi. Stigið í vænginn við hana Fékkstu enga bakþanka þegar þú vaknaðir eftir aðgerðina? Spurðirðu tO dæmis sjálfa þig á eftir hvort þú hefðir nú ekki gengið of langt í þetta skiptið? „Líðanin var ljómandi góð og þetta var nákvæmlega það sem ég vildi gera. Ég var aldrei í'vafa um að þetta væri það eina rétta. Þetta er fleiri ára aðlögunartími og fólk sem er í vafa áttar sig áður en til aðgerðar kemur. Fólk er búið að lifa í sínu nýja kyn- hlutverki í mörg ár og hefur haft fjölda tækifæra til að snúa aftur áður en það er um seinan.“ - Ertu í fóstu sambandi núna? „Nei, en ég hef orðið fyrir því að karlmenn sýni mér áhuga og það var virkilega gott fyrir sjálfstraustið þó ég sé ekki reiðubúin enn þá.“ - Hvernig er með líkamsstarfsemi þina? Er hún eins og almennt er hjá konum? „Ég hef ekki blæðingar ef þú átt við það en að öðru leyti er líkamsstarf- semin að mestu eins og hjá öðrum konum. Ef ég á að geta lýst því þá stjórnast mikið af líkamsstarfseminni af hormónunum. Eitt af því mikilvægasta sem við, sem ákveð- -um að fara í kyn- skiptaaðgerð, gerum er að taka hormóna- lyf. Það hefur geysileg áhrif á andlega líðan og stjórnar skaplyndi og tilfinningum. Síð- an minnkar að sjálf- sögðu náttúruleg hormónaframleiðsla líkamans með aðgerð- inni og það hefur líka sín áhrif. Síðan verð ég að halda áfram þessum hormónagjöf- um, annars fer ég beint inn í þetta til- finningalega breyt- ingaskeið kvenna sem eru komnar nálægt fimmtugu sem lýsir sér oft í geðshræringu, svitaköstum og öðru í þeim dúr.“ Allar tilfinningar fyrir hendi - Merkirðu það sjálf að skaplyndi þitt og tilfinningar hafa breyst? „Já, það geri ég. Ég er opnari í dag en ég var og er meiri tdfínningavera. Jafnframt á ég auðveldara með að setja mig inn í tilfinningar annarra.“ - Hvað með hluti eins og móðurtil- finningu til barna þinna? „Ég á erfitt með að svara þessu. Til dæmis ber ég tilfmningu sem foreldri til barna minna. Ég hef aldrei upplif- að móðurtilfinninguna og get því ekki dæmt um hvernig það er.“ - Hvernig er með ástarlífíð? „Það getur gengið mjög vel en eins og ég segi þá hef ég ekki prófað það enn þá. Ég veit þó að allar tilfinning- ar eru fyrir hendi. Ég hugsa ekki svo mikið um þetta. Kynlíf er ekki svo stórt atriði fyrir mig. Hins vegar er það svo að í eitt ár eftir svona aðgerð þarf ég að halda leggöngunum opn- um með hjálpartækjum þannig að mér er fullkunnugt um að allar til- finningar eru fyrir hendi þannig að þetta gengur allt ljómandi vel þannig lagað.“ Hrifin af körlum sem konum - Þú verður þá ástfangin eða hrifin af karlmönnum? „Aðgerðin sem slík gerir það ekki að verkum að ég verði hrifin af karl- mönnum því aðgerðin og formáli hennar íjallar um persónuleika en ekki kynlif. Hins vegar viðurkenni ég fúslega að ég verð oft hrifin af karlmönnum en ég get líka orðið hrifin af konum. í raun laðast ég að sterkum konum og veikum körlum. Er ekki sagt um okkur mannfólkið að við löðumst að einhverju sem lík- ist okkar eigin spegilmynd? Það eina sem hefur breyst með aðgerð- inni er að í dag á ég á auðveldara með að sætta mig að verða hrifin af karlmönnum. Nú get ég tekið á móti en ég afneita ekki hrifningu minni á konum. Anna segist eiga sína vinkonur og vini í Svíþjóð. Vinahópurinn sé að. vísu ekki mjög stór en þeir sem á annað borð séu vinir hennar séu góðir vinir. Viðhlæjendurnir hafi horfið á braut þegar álvaran tók við í hennar lífi en sannir vinir orðið eftir og aðrir bæst við. Ætlar að flytja heim Anna segist hafa farið tvisvar heim síðan hún byrjaði að lifa í konuhlutverkinu en síðan mál henn- ar hafi orðið opinber á Islandi hafi hún ekki komið þangað. Þó langi hana að flytja heim en hún hafi enga vinnu þar. Að vísu er hún ekki farin að leita hennar þar sem svo stutt er síðan hún fór i aðgerðina en þegar hún sé fundin þá haldi hún heim. Jafnframt eigi hún eftir að fara í raddbandaaðgerð sem, eins og stóra , aðgerðin, er kostuð af sænska al- mannatryggingakerfinu, „skattpen- ingum mínum“, eins og Anna segir, og brjóstastækkunaraðgerð sem Anna verður að kosta beint úr eigin vasa. Seinni aðgerðinni segist Anna ekki enn hafa ráð á. í viðtölum við sænska fjölmiðla segist Anna ekki líta svo á að hún hafi lokið öUum kynskiptaferlinum þótt hún sé hættv að leika konu eins og í einhverju leikritinu. Takmarkinu verður ekki náð fyrr en að loknum þessum tveim- ur aðgerðum og þegar hún sé laus við allan óeðlilegan hárvöxt. „Þá óski hún þess að verða með- tekin sem kona og geta lifað í eðli- legu sambandi sem slík.“ -PP^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.