Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 Anna Kristjánsdóttir ræðir um kynskiptaaðgerð sína og lífsviðhorf sitt í hlutverki konu: Laðast að sterkum konum og veikum körlum - sagt um okkur mannfólkið að við löðumst að einhverju sem líkist okkar eigin spegilmynd „Ég fór í aðgerðina 24. apríl og hún gekk alveg ljómandi vel. Ég hef ekki átt í neinum óviðbúnum veikindum og það má segja að aðgerðin hafi heppnast 100 prósent. Það koma oft upp ýmis vandkvæði eftir aðgerðir sem þessar en svo var ekki hjá mér. Ég var að vísu frá vinnu í tvo mán- uði en er með allar tilfinningar þarna niðri og því má segja að þetta hafi heppnast eins vel og á verður kosið,“ segir Anna Kristjánsdóttir sem allt þar til fyrir rúmlega hálfu ári var íslenskur karlmaður og hét Kristján Kristjánsson. Anna, sem býr nú og starfar í Stokkhólmi í Svíþjóð, hefur skipt um kyn og ræðir hér við DV um líf sitt sem konu á opinskáan hátt og fyrra líf sitt sem karl. Hún segir aðgerðina alls ekki hafa verið sársaukafulla. Vandræði með sköpun þvagrásar- kerfis komi stundum upp á yfirborð- ið en svo hafi ekki verið í hennar til- viki. Verkja- og deyfilyf séu það góð að aðgerðin sem slík sé ekki eins sársaukafull og fólk haldi. í Sví- þjóð séu jafnframt starfandi mjög góðir skurðlæknar og hjúkrunar- fólk sem veit upp á hár hvernig á að bregðast við enda áratuga- reynsla í aðgerðum sem þess- um þar í landi. Ný sköpuð úr þeim gömlu Kynskiptaaðgerðin sjálf á körlum, það er þegar karikynfærum er breytt í kvenkynfæri, hefur þróast mjög í gegnum árin. Anna segir að þegar byrjað var á kynskiptaaðgerðum fyrir nokkrum áratugum hafi þær fyrst og fremst falist í því að fjarlægja þau kynfæri sem fyrir voru. Nú séu hins vegar sköpuð ný úr þeim gömlu og reynt að haga málum svo að allar tilfinningar sem fundust í gömlu kynfærunum haldist áfram í þeim nýju. í grófum dráttum er úr fremsta hluta tippis búinn til snípur. Úr pung eru byggðir skapabarmar og síðan opnað upp á réttum stað og úr „Aðgerðin sem slík gerir það ekki að verkum að ég verði hrifin af karlmönnum því aðgerðin og for- máli hennar fjallar um persónu- leika en ekki kynlíf. Hins vegar viðurkenni ég fúslega að ég verð oft hrifin af karlmönnum en ég get líka orðið hrifin af konum," segir Annar Kristjánsdóttir. þeirri húð sem eftir er eru byggð leggöng. Allir taugaendar eru látnir halda sér að svo miklu leyti sem hægt er. Þar að auki er þvagrásin færð til og hún sett á réttan stað. Ekki um aðra leið að ræða Ég fór þessa leið af því að það var ekki um neina aðra leið að ræða í mínu tilviki. Hjá mér komu þessar kenndir strax fram í bernsku. Þetta er ekki neitt sem fólk býr til á fullorðinsaldri. Þetta kemur fram, eins og i mínu dæmi, strax á þriggja til fjögurra ára aldri. Þær bernskuminningar sem eru mér ljós- lifandi er þegar ég klæddist kjólum systra minna. Síðan er það bara spurningin hvað fólk streitist lengi á móti þessu áður en það grípur til sömu aðgerða og ég, það er áður en það fer út í jafn róttæka breytingu. Hér áður fyrr var engin leið úr vand- ræðunum en leið hefur ophast á síð- ustu áratugum." Anna, sem nú er 43 ára, hélt lengi út í hlutverki Kristjáns. Aðspurð um hvernig hún hafi gert það segist hún hafa sótt í dæmigerð karlmannshlut- verk og hagað sér sem slíkur. Hún eða Kristján hafi reynt að bægja frá sér þessum dæmigerðu tilfinningum sem sóttu á hann með því að læra til vélstjóra og fara á sjóinn. í raun hafi lífið snúist um að gera það sem til- finningarnar buðu ekki upp á að yrði gert og bæla þær þannig niður eða bægja þeim frá. Kristján hafi sannar- lega verið harðjaxi, verið fúlskeggj- aður, bölvað hraustlega og hátt og farið á kvennafar. Tók sár nafn látinnar systur Kristján var yngstur sjö systkina; átti þrjá bræður og þrjár systur. Ein systranna, Anna, dó aðeins nokkurra mánaða gömul og tók Kristján sér nafn hennar eftir aðgerðina. Segist hún ávallt hafa talið að hún sé systir sín endurborin. Undir þetta taki miðlar sem hún hefur farið til og þekkja ekki til fortíðar hennar. Þegar Kristján var í námi kynntist hann eiginkonu sinni og eign- uðust þau þrjú börn. Árið 1984 skildi hann hins vegar við konu sína og var yngsta barnið þá tveggja ára en það elsta 9 ára. Eftir skilnað- inn hafi hann fyrst opinberað tilfinningar sínar og hagað sér í samræmi við þær. Hann leitaði sál- fræðihjálpar strax en án árangurs. Þaö var ekki fyrr en þremur árum seinna sem hann fór reglulega til sálfræðings og geðlæknis. í kjöl- farið úrskurðuðu læknar að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.