Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 JjV Útrúleg lífsreynsla íslenskrar hjúkrunarkonu sem starfaði í Þýskalandi í síðari heimsstyrjöld: Nokkur kaflabrot úr ævisögu Ástu Sigurbrandsdóttur, Hin hljóðu tár, sem er að koma út hjá Vöku- Helgafelli. Höfundur bókarinnar er Sigurbjörg Ámadóttir, fréttaritari Útvarpsins í Finniandi Ásta Sigurbrandsdóttir kynntist hildarleik síöari heimsstyrjaldar í návígi. Hún var hjúkrunarkona skammt utan Berlínar í lok stríðs- ins og komst þaðan við illan leik áður en sjúkrahúsið lenti -inni á valdasvæði Rauða hersins - hún gekk langleiðina til Danmerkur fár- sjúk af berklum. Þá hafði hún horft upp á grimmdarverk mannsins í sinni verstu mynd. Ástæða þess að hún hélt tO Þýskalands var sú að hún varð ástfangin af þýskum liðs- foringja í hernámsliðinu í Dan- mörku, þar sem hún starfaði sem hjúkrunarkona, og þegar hann var sendur á austurvígstöðvarnar vildi hún eiga möguleika á að hitta hann í fríum. Hún fluttist síðar til Finn- lands og hefur staðið þar fyrir stóru búi í áratugj. Makkarónur fyrir lífstíð Þegar Ásta hélt til Þýskalands réð hún sig á sjúkrahús í Nauen sem er skammt frá Berlín. „Þremur vikum eftir að ég hóf störf á héraðssjúkrahúsinu í Nauen varð ég yfirhjúkrunarkona á skurð- stofum spítalans. Hjúkrunarkonan sem gegnt hafði starfinu veiktist og ég, illa talandi útlendingurinn, var sú eina sem var tiltæk. Auk þess sem spítalinn var venjulegt héraðs- sjúkrahús voru fangabúðir fyrir striðsfanga stutt frá spítalanum og braggi sem notaður var fyrir særða fanga við hlið hans. Þar vantaði einnig hjúkrunarkonu og það þótti eðlilegt að láta útlendinginn sjá um sjúklinga braggans líka. Hjúkrunar- konan sem verið hcifði yfir braggan- um hafði átt vingott við fanga og orðið ófrísk. Fyrir það fékk hún að fara, alfarin. Hún var skotin." Matur var af skornum skammti enda stríðsreksturinn Þjóðverjum dýr: „Maturinn var hvorki mikill né fjölbreyttur. í morgunmat fengum við makkarónur í mjólk og makkar- ónur í káli eða kartöflum um há- degi. Síðdegiskaffið var vatn sem hellt hafði verið yfir einhverjar ræt- ur, svo það fengi lit, og kvöldmatur- inn var makkarónukássa. Ég var því alltaf hálfsvöng en það vandist fljótt og ég drakk vatn á milli mála til að slá á verstu sultartilfinning- una. Ekki veit ég hvaðan Þjóðverjar stálu öllum þessum makkarónum en þarna borðaði ég minn skammt af þeim. Enn í dag sækir að mér flökurleiki ef þær ber fyrir sjónir mínar.“ Veikist af berklum Haustið 1944 réðst Ásta tií starfa á berklahælinu Waldhaus Charlotten- burg, norðvestur af Berlín: „Þar bráðvantaði hjúkrunarkonu á skurðstofu og ég hafði ekkert á móti því að skipta um vinnustað. En skömmu eftir að ég hóf þar störf hætti ég að þola lykt af sterkum efn- um og hóstaði í sífellu. Ég var kom- in með berkla í vinstra lunga. Átti ég nú að veslast upp úr berkl- um í Þýskalandi? að hafa ekkert okkur til matar. í aprO er skógurinn snauður af berj- um og öðrum lystisemdum. Vatnið var það eina sem náttúran bauð okkur upp á. En auðvitað var mað- urinn búinn að spilla því eins og svo mörgu öðru og því þorðum við ekki að drekka vatn úr ám og lækjum, heldur sötruðum ofan af forarpoll- um sem á leið okkar urðu. Það er auðvelt að vera svangur dögum og jafnvel vikum saman en þorstinn er skelfilegur og ærir mann á nokkrum klukkustundum." Fjöldamorð En það var ekki aðeins við óblíða náttúru að etja, hungur og þorsta: „Á fjórða eða fimmta degi flótt- ans, þegar geislar morgunsólarinn- ar þrengdu sér inn á milli trjánna, fundum við skyndilega undarlega lykt. Áður en við áttuðum okkur á því hvaða fnykur þetta var stóðum við yfir hópi fólks sem hafði verið slátrað! Nályktin fyllti vit okkar. Þau lágu þarna eins og hráviði á víð og dreif um það bil tuttugu lík af konum, börnum og gamalmennum. Lík kvennanna báru merki þess að þeim hafði öllum verið nauðgað. Einnig lítilli stúlku, um það bil átta til tíu ára að aldri. Síðan hafði hún verið rist á hol og innyflin héngu út úr kviðarholinu. Andlit hennar var enn markað ótta og þjáningu. Þetta er skelfilegasta sjón sem ég hef nokkurn tíma séð og hefur hún alltaf fylgt mér síðan. Við flýttum okkur burt sem mest við máttum. Sum okkar köstuðu upp, önnur grétu en öll skulfum við af hræðslu og viðbjóði. Við vissum ekki ná- kvæmlega hvar við vorum en töld- um okkur komin það langt í vestur að þaö hlytu að hafa verið banda- menn sem þannig gömnuðu sér við ímyndaða óvini. Morguninn eftir vorum við allt í einu umkringd af Rússum." Afdrifarík baunasúpa Ásta komst við illan leik til Ham- borgar og var þá brostinn á friður. Hún var 38 kíló og sjúk af berklum. Eftir mánaðar flótta þar sem hver dagur gat verið sá síðasti fékk hún loks nóg að borða og komst í sturtu: „Þó vatnið væri ískalt þá var það yndislegt að geta þvegið af sér mestu óhreinindin eftir mánaðar útiveru og borða síðan súpu af diski - með skeið. Ég var svo glorsoltin að ég borðaði þrjá fleytifulla diska af grænmetissúpu, sem aðallega hafði að geyma baunir - ég sem aldrei hef verið gefin fyrir baunir. Til allrar hamingju fékk ég ekki meira þó mér fyndist ég hafa magapláss fyrir tíu í viðbót. Þetta er besta súpa sem ég hef látið inn fyrir mínar varir en ég hef aldrei á ævinni orðið jafn veik. Langsoltinn líkaminn brást ókvæða við þessum krásum og ég sat á klósettinu í þrjá sólarhringa án þess að lyfta rassi af setu. Mér fannst sem magakvalirnar myndu gera út af við mig og að síðustu gekk bara blóð niður af mér.“ Örlagavaldur í lífi Ástu Ásta fór á berklahæli í Danmörku þar sem hún kynntist fyrri eigin- manni sínum sem var Finni og fór Ásta Sigurbrandsdóttir hefur ótrúlega lífsreynslu að baki frá því að hún starfaði sem hjúkrunarkona skammt fyrir utan Berlín í lok síðari heimsstyrjaldar: „Ég var ung og vildi trúa á hið góða í manneskjunni. Þegar ég fór tii Þýska- lands 1944 gat ég ekki gert mér í hugarlund það sem beiö mín.“ Mig hryllti við jafn ömurlegum örlögum. Langaði síst af öllu til að deyja ein á erlendri grund.“ Hef svikið foringjann Ásta fór ekki varhluta af ógnar- stjórn nasista. Það var engum að treysta og ein mistök, eitt orð, gat kostað mann lifið. Hún héit eitt sinn með samstarfskonu sinni til þorps sem var í nágrenni berklahælisins: „Þegar við komum inn í þorpið stóðu ungir strákar úr Hitlersæsk- unni í einfaldri röð við aðalgötuna. Þetta voru fjórtán, fimmtán ára börn sem verið var^að senda beint í opinn dauðann. Utan á renglulegum líkömum héngu vopn og út úr barnslegum andlitum skein ótti. Einn strákurinn gekk fram fyrir hvern og einn félaga sinn í röðinni, heilsaði með Hitlerskveðju, en við heyrðum ekki hvað hann sagði. Færðum okkur því nær, stóðum í skjóli trés og lögðum við hlustir: „Heil Hitler. Ég hef svikið for- ingja minn og fósturland. Heil Hitl- er. Ég hef svikið ..." Þegar hann hafði gengið fram fyr- ir alla og endurtekið þessa játningu stillti hann sér upp fyrir framan miðjan hópinn og skotið reið af. Mér sortnaði fyrir augum og hneig niður við rætur trésins. Beit í trjábörkinn til að kæfa öskur angistar og reiði. Skalf siðan af ekkasogum og bað þess heitt og innilega að fá að varð- veita í mér manneskjuna. Mig hryllti við tilhugsuninni um að verða að svo skelfilegu villidýri og ég fyrirleit sjálfa mig fyrir eigin heimsku. Hvernig í ósköpunum hafði mér hugkvæmst að fara til Þýskalands? Hvernig gat ég verið svo skelfilega einfóld að ana sjálf- viljug inn í þetta helvíti á jörð? Og hafði ég virkilega verið aö hjúkra þessum villidýrum sem skutu eigin börn eins og flækingshunda? Nokkru seinna kom bróðir Elisa- bethar í heimsókn og þá fengum við svarið við þvi hvers vegna ungling- urinn var skotinn. Foreldrar hans bjuggu þarna skammt frá og í barnaskap sínum hafði hann ætlað að hlaupa heim til að kveðja fjöl- skylduna áður en hann færi á víg- stöðvarnar. Við slíkri tilfinningasemi lá dauðarefsing.“ Eins og dýr merkurinnar Loftárásirnar ágerðust, víglínan færðist nær, álagið jókst. Ásta var farin að hlaupa út á vígvöllinn að sækja sundurtætt lík í von um að geta tjaslað þeim saman. Dagar og nætur runnu í eitt, hjúkrunarfólk- inu var haldið vakandi með pillum - henni fannst hún ekki vera mann- eskja heldur tilfinningasnautt vél- menni. Kvöld eitt fékk hún spurnir af því að morguninn eftir yröi víg- línan færð og berklahælið myndi þá lenda inni á yfirráðasvæði Rússa. Þá pakkaði hún niður því sem hún kom í litla hattöskju og hélt af stað fótgangandi. Við tók flótti upp á líf og dauða: „Við vorum eins og dýr merkur- innar, á flótta undan veiðimannin- um. En vorum verr sett að því leyti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.