Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 JjV
fréttir
Stálsmiöjan fær ekki innskatt greiddan á meöan á greiöslustöövun stendur:
Hæstiréttur fann aö
galla í lagasetningu
- skuldajöfnun heimil en óheimilt að beita þvingunarúrræöum
Ágalli á lagasetningu Alþingis
leiðir tO þess að fyrirtæki í greiðslu:
stöövun fær ekki endurgreiddan
viröisaukaskatt ef það skuldar önn-
ur opinber gjöld sem nemur inn-
skattsupphæð. Ríkissjóði er því
heimilt að skuldajafna virðisauka-
skattsinneign og opinber gjöld þrátt
fyrir að greiðslustöðvun standi yfir.
Þetta er niðurstaða meirihluta fimm
manna klofins dóms Hæstaréttar í
máli Stálsmiðjunnar hf. á hendur
Tollstjóranum í Reykjavík.
Við innheimtu opinberra gjalda
var Stálsmiðjan látin greiða inneign
vegna viröisaukaskatts til skulda-
jöfnunar við önnur gjöld. Það sem
tekist var á um í dómsmálinu var
því hvort réttur skattaðila til endur-
greiðslu yrði „ríkari við það að
hann hafi fengið heimild til
greiðslustöðvunar“. Samkvæmt lög-
um um gjaldþrotaskipti er sfjórn-
völdum óheimilt að grípa til þving-
unaraðgerða í garð skuldarans
vegna vanefnda hans á meðan
greiðslustöðvun stendur. Hins vegar
er ekki vikið skýrt að lögmæltri
skuldajafnaðarskyldu ríkissjóðs í
lagasetningunni.
Hæstiréttur lítur svo á að tilgang-
ur löggjafans í gjaldþrotaskiptalög-
um sé ekki sá að skapa skuldurum
rétt til greiðslu úr ríkissjóði sem
hann átti ekki áður lögvarða kröfu
til. Hins vegar sé staöa hans gagn-
vart greiðslustöðvunartímabilinu
varin með þeim hætti að ekki megi
beita fyrrgreindum þvingunarúr-
ræðum.
Þar sem löggjafinn tók ekki skýr-
lega fram að skuldajöfnunarreglan
ætti ekki að gilda um þegar
greiðslustöðvun er annars vegar var
skuldajöfnuðurinn talinn heimill.
Tollstjórinn var því sýknaður af
kröfum Stálsmiðjunnar.
Minnihluti dómsins, tveir dómar-
ar, vildu dæma Stálsmiðjunni þær
4,5 milljónir króna sem dómur hér-
aðsdóms kvað á um.
-Ótt
Ófyrirleitinn þjófur:
Stal tveimur kojum frá
börnum einstæðrar móður
- móðirin hefur verið atvinnulaus og var að selja innbú sitt
„Ég hafði auglýst búslóð okkar til
sölu vegna þess að ég er að flytja
með börnin til Danmerkur. Svo
gerðist það að til mín hringdi kona
utan af landi og spurði um barna-
kojur sem ég hafði auglýst. Henni
leist vel á þær eftir lýsingu minni og
sagðist ætla að biðja bróður sinn,
sem byggi í Kópavogi, að fara og
skoða þær. Síðan kom maður, sem
sagðist vera bróðir þessarar konu,
að skoða kojurnar. Hann sagði að
sér litist vel á þær og myndi systir
hans eflaust kaupa þær eftir að
hann hefði talað við hana. Hann
sagðist myndu koma aftur síðar og
sækja þær. Síðan gerðist það að ég
þurfti að bregða mér frá stutta
stund og bömin mín, 10 og 11 ára
gömul, voru hér heima. Á meðan ég
var í burtu kom maðurinn og sagði
við börnin að hann ætlaði að kaupa
kojurnar. Hann bað þau að finna
skrúfurnar sem kojumar eru settar
saman með. Á meðan þau leituðu
bar hann kojurnar út og ók í burtu.
Ég hafði hins vegar límt skrúfumar
við kojurnar og það hefur hann
séð,“ sagði Guðrún Þorláksdóttir,
einstæð móðir með tvö böm, í sam-
tali við DV.
Hún sagðist hafa sett 6000 krónur
á kojurnar og fylgdu dýnumar með.
Þetta væri svo sem ekki há upphæð
en sig munaði um peningana, enda
hefði hún verið atvinnulaus um
nokkurn tíma og því haft lítið
handa á milli.
Guðrún var að selja búslóð sína
og safna þannig peningum því hún
er aö flytja til Danmerkur.
„Ég hef vonir um að fá vinnu við
þrif í Danmörku. Ég Vann við það
hér heima en missti vinnuna. Ég hef
orðið að lifa á atvinnuleysisbótum
og fæ 16 þúsund krónur aðra hverja
viku til að lifa á. Það bara gengur
ekki upp og ég er búin að gefast upp.
í Danmörku er greitt sem nemur
eitt þúsund krónum íslenskum á
tímann fyrir þrif,“ sagði Guðrún
Þorláksdóttir. -S.dór
Bullandi sam-
keppni milli eggja-
framleiðenda
- segir Geir Gunnar Geirsson eggjabóndi
„Það er bullandi samkeppni
milli eggjaframleiðenda þótt það sé
hægt að kalla okkur einokunar-
púka. Ríkisspítalamir hafa undir
þessu svokallaða einokunarkerfi
verið að kaupa egg á verði sem
þeir hafa fengið eftir tOboðum sem
þeir hafa leitað eftir. Þetta sannar
að það er samkeppni. Það er
greinilegt aö menn eru að selja
með mismunandi miklum af-
slætti," segir Geir Gunnar Geirs-
son, eggjabóndi á Kjalarnesi.
Vinnuveitendasamband íslands
hefur sent frá sér ályktun þar sem
lagt er til að eggjaframleiösla heyri
undir samkeppnislög en ekki bú-
vörulög. Bendir Vinnuveitenda-
sambandið á aö framleiðsla og sala
á eggjum sé í öllum aðalatriðum
sambærileg við aðra iðnaðarfram-
leiðslu í landinu en svipi hins Veg-
ar lítt til hefðbundins landbúnað-
ar. Framkvæmdastjóm Verslunar-
ráðs íslands hefur lýst yfir stuðn-
ingi við ályktunina.
Geir Gunnar segir að það hafi
verið starfsmaður Félags eggja-
framleiðenda sem hafi farið út í
það að rukka eftir því að farið yröi
aö lögum í sambandi við kaup Rík-
isspítala á eggjum, eins og hann
orðaði það. „Það var af rælni eða
stríðni eða ég veit ekki hveiju. Það
var engin félagssamþykkt fjrir því
að krefja Ríkisspítala um að borga
verð samkvæmt veröskráningu.
Ég held aö Ríkisspítalamir hafi
viljaö borga skráð verð eftir hvatn-
ingu frá Vinnuveitendasamband-
inu svo að það væri hægt aö búa
til einhverja bombu úr þessu. Ég
held líka að þeim hafi staðið til
boöa eftir sem áður að fara í lægra
verðið,“ segir Geir Gunnar sem
jafnframt bendir á að í öllum lönd-
um sé eggjaframleiðsla álitin vera
landbúnaður, óháð stærð og
magni. -IBS
Guðrún Þorláksdóttir og dóttir hennar á heimili sínu í gær. DV-mynd BG
f’i
m
Lögbrjótar verða
senn myndaðir
Settur hefur verið upp_búnaður
fyrir myndavél við gatnamót Hring-
brautar, Bústaðavegar og Miklu-
brautar er taka á myndir af þeim er
aka yfir á rauðu ljósi. Myndavélam-
ar verða þó ekki teknar í notkun
fyrr en dómsmálaráðuneytið hefur
gefið út leiðbeinandi reglur um
notkun þeirra.
Búast má við að reglumar verði
tilbúnar í desember og að þá verði
vélamar teknar í notkun. „Þettá er
þekkt víða erlendis og hefur leitt til
fækkunar slysa. Það liggur í eðli
hlutarins að þegar færri aka á
rauðu ljósi minnka líkumar á að
menn keyri saman,“ segir Ómar
Smári Ármannsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn.
Ætlunin er að setja upp kassa fyr-
ir myndavélar á fleiri stöðum þar
sem mikið er ekið yfir á rauðu ljósi.
Að sögn Baldvins Baldvinssonar hjá
umferðardeild Reykjavíkurborgar
verða myndavélar færðar milli
kassa að ncéturlagi. -IBS
stuttar fréttir
Vaxtalækkun í dag
Vaxtabreytingadagur er i
dag. íslandsbanki einn banka
■ lækkar útlánsvexti um 0,15 til
0,25 prósentustig auk þess sem
sparisjóðirnir eru með lítils
háttar vaxtabreytingar á af-
urðalánum og gjaldeyrisreikn-
ingum.
IFerðamaður fer í mál
ísraelskur ferðamaður hefur
krafist þess við Ferðamálaráð
að opinber rannsókn fari fram
á því hvað fór úrskeiðis þegar
hópur útlendinga lenti í hrakn-
ingum i Kverkfjöllum í sumar.
Samkvæmt frétt RÚV ætlar
ferðamaðurinn í mál við Sam-
vinnuferðir-Landsýn.
■
Ofanflóðasjóður kaupir
Ofanflóðasjóður ætlar að
kaupa hús á snjóflóðahættu-
j svæöum í Hnífsdal og Súðavík
fyrir um 800 milljónir króna.
RÚV greindi frá þessu.
Útgerð á
Falklandseyjum
Fyrirtækið Sæblóm hefur
stofnað útgerðarfélag á Falk-
landseyjum. Samkvæmt Fiski-
fréttum munu 3 íslenskir togar-
ar stunda þar veiðar á smokk-
. fiski, lýsingi og hokinhala allan
ársins hring.
Fjallað um fíkniefni
Stjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga hefur beint þeim
tilmælum til sveitarstjóma um
land allt að taka til sérstakrar
umfjöllunar fikniefnanotkun
unglinga.
Hundar í reiðhöll
Hundaræktarfélag íslands
stendur fyrir sýningu í reiðhöll
Gusts í Kópavogi á morgun.
j Sýndar verða þrjár tegundir;
enskir „setterar“, springer-
spaniel og yorkshire-terrier
hundar.
Vildi ekki tengdó!
Konunglega jórdanska flugfé-
lagið varð fyrir tugmilljóna
króna tjóni vegna sprengjuhót-
unarinnar í fyrrakvöld og taf-
anna sem hún olli. Kona í
Chicago stóð fyrir gabbinu en
hún vildi ekki fá tengdamóður
sína, sem var í vélinni, í heim-
sókn og var grunuð um græsku.
Gigtveikir safna
Gigtarfélag íslands stendur
um helgina fýrir landssöfnun
til styrktar starfsemi sinni en
þess má geta að rúmlega 50 þús-
und íslendingar þjást af gigt á
einn eða annan hátt.
Halldór fordæmir
Halldór Ásgrímsson utanrík-
Sisráðherra hefur fyrir hönd ís-
lands komið á framfæri for-
dæmingu á dauðadómum yfir
nígerískum rithöfundi og átta
félögum hans.
m ...
Landgræðsluverðlaun
Landgræðsluverðlaunin 1995
Iverða afhent með viðhöfn í
Gunnarsholti í dag. Fjórir aðil-
ar munu fá verðlaunin úr hendi
landbúnaðarráðherra.
Stórstúkan mótmælir
Stórstúka íslands mótmælir
harðlega tillögu nokkurra þing-
manna um lækkun aldurstak-
marks niður í 18 ár við kaup á
áfengi.
Heimsókn frá Eistlandi
IOpinberri heimsókn Tiit
Váhi, forsætisráðherra Eist-
lands, lýkur í dag en hann hef-
ur verið hér síðan á miðviku-
dag. í gær skoðaöi hann m.a.
Gullfoss og Geysi og tók sund-
sprett í Árbæjarsundlauginni í
Reykjavík. -bjb