Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 58
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 66 -k Arnfríður Jónasdóttir Amfríður Jónasdóttir, Þverá I, Blönduhlíð í Skagafirði, verður ní- ræð á morgun. Starfsferill Arnfríður fæddist í Grundarkoti í Blönduhlíð og ólst upp hjá foreld- rum sínum en þau bjuggu í Grund- arkoti, Uppsölum, að Vöglum, í Óslandi og í Hofdölum. Eftir að Amfríður giftist fyrri manni sínum bjuggu þau í Varmahlíð, á Siglu- firði, í Hofdölum og í Brekkukoti en fluttu síðan í Axlarhaga 1938 og bjuggu þar uns hún missti mann sinn 1955. Amfríður var í Axlarhaga næsta vetur ásamt tveimur yngstu böm- um þeirra hjóna en flutti að Þverá árið 1956 til Hannesar Stefánssonar og giftist hún honum 1958. Arnfríður hefur frá unga aldri unniö öll þau störf sem aðstæðurn- ar kröfðust hverju sinni en einkum eru það sveitin, búskapurinn og húsmæðrastörfin sem notið hafa verka hennar, að ógleymdum pijónaskap og öðrum hannyrðum. Fjölskylda Amfríður giftist 1930 fyrri manni sínum, Jóni Pálmasyni, f. 7.10.1900, d. 1955, frá Svaðastöðum í Viðvík- ursveit. Hann var sonur Pálma Símonarsonar og Önnu Friðriks- dóttur sem bjuggu á Svaðastööum. Börn Arnfríðar og Jóns eru Sig- urbjörgErla, f. 19.6.1931, húsmóðir og starfsmaður Saumastofunnar Vöku á Sauðárkróki, gift Páli Hjálmarssyni, verkstjóra hjá KS, og eiga þau þrjá syni; Pálmi, f. 20.7. 1933, rennismiður og verktaki á Sauðárkróki, kvæntur Eddu Vil- helmsdóttur húsmóður er starfar við heimihsaðstoð hjá bæjarfélag- inu og eiga þau fjögur börn auk þess sem Pálmi á eina dóttur frá því áður með Sigurlaugu Oddsdótt- ur; Hreinn, f.'12.1.1943, b. á Þverá I, var kvæntur Nínu Kristínu Guðnadóttur og eiga þau tvær dæt- ur; Þórdís, f. 23.8.1947, húsmóðir á Sauðárkróki, var gift Tómasi Már- ussyni bónda og eiga þau þrjá syni en seinni maður hennar er Hannes Friðriksson söðlasmiður. Systur Amfríðar: Þórdís, f. 3.6. 1902, d. 1942, húsmóðir á Sauðár- króki; Hólmfríður, f. 12.9.1903, hús- móðir, skáldskona og fyrrv. fbrm- aður Verkakvennafélagsins Öld- unnar á Sauðárkróki. Foreldrar Amfríðar vom Jónas Jónasson (Hofdala-Jónas), f. 13.11. 1879, d. 22.8.1965, b. og skáld í Syðri-- Hofdölum, og k.h., Anna Ingibjörg Jónsdóttir frá Þorleifs- stöðum, f. 6.7.1871, d. 19.12.1960. Ætt og frændgarður Jónas var sonur Jónasar, b. á Tyrfmgsstöðum og Gmndarkoti, Jónassonar, b. í Stóru-Brekku, Gunnlaugssonar, b. í Saurbæjar- gerði í Hörgárdal Jónssonar. Móðir Jónasar skálds var Katrín Hinriksdóttir, Rafnssonar, b. á Breið, Þórðarsonar. Móðir Hinriks var Katrín, systir Hinriks, föður Jóns, skálds á Helluvaði, föður Sig- urðar, skálds á Amarvatni, og Jóns, alþm. í Múla, föður Árna alþm. frá Múla. Katrín var dóttir Hinriks, b. á Tunguhálsi, Gunn- laugssonar, af ætt Hrólfunga. Hálfbróðir Önnu Ingibjargar var Albert Ágúst, h. í Flugumýrar- hvammi, faðir dr. Eiríks, prófasts á Hesti í Borgarfirði, föður Jóns, fyrrv. skattstjóra á Akranesi, og Friðriks, yfirbryta á Keflavíkur- flugvelh. Anna Ingibjörg var dóttir Jóns, b. á Miklabæ í Óslandshhð, Gíslasonar, ogHólmfriðar Skúla- dóttur, b. á Krossi í Óslandshhð og víðar, Gíslasonar. Móðir Skúla var Hólrafríður Skúladóttir, b. á Neðri-Mýmm í Refasveit, Björns- sonar, prests á Hjaltastöðum, Arnfríður Jónasdóttir. Skúlasonar. Móðir Hólmfríðar var Svanhildur Þorgrímsdóttir, hrepp- stjóra á Bolagmnd, Jónssonar, bróður Ólafs á Frostastöðum, föður Ingibjargar, konu Björns Jónsson- ar, prests í Bólstaðarhlíð, en þau vom ættforeldrar Bólstaðarhhðar- ættarinnar. Ingibjörg var lan- gamma Þorvalds, afa Vigdísar for- seta. Amfríður verður að heiman á afmælisdaginn. Esbjöm Rosenblad 80 ára Árni Ingimar Helgason, Langanesvegi39, Þórshöfn. Marta Sveinsdóttir, Úthhð 12, Reykjavík. 75 ára Anna Björg Sigurðardóttir, Gunnlaugsstöðum, Vallahreppi. 70 ára Ingimar Ottósson, bóndi og hreppstjóri í Vorsabæjar- hjáleigu, Gaulverjabæjarhreppi. Eiginkona hans er Guðbjörg Guð- mundsdóttir húsfreyja. Þau eru ekki heima á afmælisdag- inn, 60 ára Björgvin Guðnason, IUugagötu 16, Vestmannaeyjum. María Leósdóttir, Sléttuvegi5, Selfossi. ÓlafíaG. Blöndal, Sogavegi 148, Reykjavík. Erla Lárusdóttir, Reykjavöllum, Biskupstungna- hreppi. Þuríður Sumarliðadóttir, Gróustöðum, Reykhólahreppi. 50ára Gerður J. Benediktsdóttir, nuddari og söngkona. Eskihlíð 20A, Reykjavík. Eiginmaður hennarerMagn- úsPálssonfrá Gilsárstekk í Breiðdal. Geröur tekur á mótiættingjum ogvinumísam- komusal aö Skúlagötu 40 mihi kl. 16.00 og 19.00 í dag, laugardag. Sesselja Gísladóttir, Strandaselie, Reykjavík. Alda Kjerulf Jóhannsdóttir, Bröttuhlíð 4, Seyðisfirði. Jón Þóroddur Jónsson, Gerðhömrum 2, Reykjavík. Guðbj örg Bárðardóttir, Langholtsvegi 112B, Reykjavík. 40ára Guðfinna E. Guðmundsdóttir, Blönduhhð 19, Reykjavík. Guðmunda H. Jóhannesdóttir, Goðheimum 1, Reykjavík. Dr. jur. Esbjörn Rosenblad, rithöf- undur og fyrrv. diplomat viö sænsku utanríkisþjónustuna, til heimilis að Melabraut 5, Seltjarn- arnesi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Esbjörn fæddist í Stokkhólmi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk stúdentsprófi frá mennta- og heimavistarskólanum í Sigtuna 1940, MA-prófi í fornleifafræði, sögu, latínu, stjórnmálafræði og uppeldisfræði frá háskólanum i Uppsölum 1944 og embættisprófi í lögfræði við sama skóla árið 1948. Esbjörn varð doktor í alþjóðalögum frá Stokkhólmsháskóla 1977 en doktorsritgerð hans ber heitið Int- ernational Humanitarian Law of Armed Conflict, Some Aspects of the Principle of Distinction and Related Problems, og fjallar um mannréttindi á stríðstímum. Rit- gerðin var gefin út í Stokkhólmi 1977 og síðan endurútgefin og dreift víða um heim af Alþjóða Rauða krossinum í Genf tveimur árum síðar. Sem diplómat og sérfræðingur í alþjóðalögum hefur Esbjörn setið fjórar ráðstefnur í Genf um mann- réttindi á stríðstímum og unnið mikið að þeim málefnum, m.a. á vegum Rauða krossins. Esbjörn var diplómat við sænsku utanríkisþjónustuna frá 1948-86. Hann starfaði í Lundúnum á árun- um 1950-52 og 1964-69. Þá starfaði hann í Bonn, Rómaborg og Stokk- hólmi en kom til Reykjavíkur 1977 þar sem hann starfaði síðan fram til eftirlaunaaldurs 1986 er hann settist að hér á íslandi. Esbjörn hefur mikinn áhuga á íslandi. Hann hefur kynnt sér mjög rækilega íslensk málefni og ís- landssögu. Bók hans og Rakelar, konu hans, um ísland, Island i saga og nutid, kom út hjá Norstedts í Stokkhólmi 1990, kom út á ensku hjá Mál og menningu 1993 og mun koma út á frönsku og þýsku í end- urbættri útgáfu á næsta ári. Fjölskylda Esbjörn kvæntist 8.4.1979 Rakel Sigurðardóttir, f. 8.4.1921, d. 4.4. 1994, húsmóður, rithöfundi, tann- smið og leiösögumanni. Hún var dóttir Sigurðar Egilssonar, b„ kennara, smiðs og búfræðings á Laxamýri, af Laxamýrarætt, og k.h., Rakelar Pálsdóttur Kröyer Esbjörn Rosenblad. húsmóður. Foreldrar Esbjöms voru Carl Rosenblad, lögfræðingur og liðsfor- ingi, og kona hans, Márta Rosen- blad, f. Rydén. Esbjörn er af sænskum embættis- og prestaættum en föðuramma hans var af þekktum dönskum listamanna- og tónskáldaættum, m.a. komin af tónskáldinu Hans Christian Lumbye. Hundrað ára: Hjónaband Þann 20. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Innra-Hólmskirkju af séra Jóni Einarssyni Inga Ósk Jóns- , dóttir og Hálfdán Ingólfsson. Heimili þeirra er að Fjarðarstræti 11, ísafirði. Myndsmiðjan, Akranesi. Þann 22. júlí voru gefin saman í hjónaband í Lágafellskirkju af séra Jóni Þorsteinssyni María Jónsdóttir og Bergþór Haraldsson. Heimih þeirra er að Suðurvangi 2, Hafnar- firði. Með þeim á myndinni eru börn þeirra, Ámi Reynir og Bryndís. Ljósm. Rut. Þorbjörg Gestsdóttir Þorbjörg Gestsdóttir húsmóðir, sem nú dvelur á hjúkrunarheimil- inu Nausti á Þórshöfn, verður hundrað ára á morgun. Starfsferill Þorbjörg fæddist á Völlum í Þist- ilfirði en flutti ung með foreldrum sínum að Garði í Þistilfiröi og ólst þar upp. Hún stundaði þar öll al- menn sveitastörf þess tíma en var um tvítugt er hún missti móður sína og stóð því fyrir heimilinu hjá föður sínum næstu tíu árin. Þorbjörg flutti síðan til Raufar- hafnar og stundaði þar heimilis- störf á heimili Sumarlínu, systur sinnar. Þá vann hún um árabil á heimih Sigríðar, systur sinnar, á FlöguíÞistilfirði. Þorbjörg flutti til Þórshafnar, haustið 1941 og hefur átt þar heima síðan. Þar stóð hún fyrir heimili með Sigmundi, bróður sínum, og dótturhans. Þorbjörg og Sigmundur bjuggu á sambýh aldraðra á Þórshöfn í tvö ár en hafa nú dvahð á hjúkrunar- heimilinu Nausti á Þórshöfn sl. þrjú ár. Fjölskylda Fóstursonur Þorbjargar er Þor- finnur Jóhannsson, sjómaöur í Reykjavík, kvæntur Margréti El- íasdóttur og eiga þau þijú börn. Systkini Þorbjargar: Sigríður Gestsdóttir, f. 1893, d. 1979, hús- freyja á Flögu í Þistilfirði, var gift Jóhannesi Guðmundssyni, bónda þar, og eignuðust þau sjö börn; Björg Ólöf Gestsdóttir, f. 1897, dó um tvítugt, ógift og barnlaus; Sum- arlína Gestsdóttir, f. 1900, dó há- öldruð, húsmóðir á Raufarhöfn, gift Þorfinni Jónssyni sjómanni og eignuöust þau fimm börn; Þor- steinn Gestsson, dó í bamæsku; Sigmundur Gestsson, f. 1906, verkamaður á Raufarhöfn og síðan á Þórshöfn, dvelur nú á hjúkrunar- heimihnu Nausti og á hann eina dóttur; Þorsteinn Gestsson, f. 1909, verkamaður á Raufarhöfn, kvænt- Þorbjörg Gestsdóttir. ur Guðnýju Sigurðardóttur hús- móöur og eignuðust þau sjö böm. Foreldrar Þorbjargar vom Gest- ur Sigmundsson, bóndi á Garði í Þistilfirði, og k.h., Rósa Lilja Eg- gertsdóttir, húsfreyja. Gestur var Suður-Þingeyingur en Rósa Lilja varEyfirðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.