Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 útíönd stuttar fréttir Hengt í Nígeríu Níu mannréttindafrömuöir í Nígeríu, sem dæmdir voru til dauða af yfirvöldum, voru hengdir í gær, þrátt fyrir víð- tæk mótmæli um allan heim. Berlusconi tapar Silvio Ber- lusconi, fyrr- um forsætis- ráðherra ítai- íu, mistókst í gær að fá væntanleg réttarhöld yfir sér vegria ákæra um spill- ingu fiutt frá Mílanó þar sem hann segir dómara í spillingarmálum vera á pólitískum nornaveiðum. Nunnur skotnar íslamskir harðlinumenn eru grunaðir um að hafa myrt franska nunnu og sært aðra al- varlega í Algeirsborg í gær. Sprengjur í bíl Öryggissveitir á írlandi lögðu hald á sendibíl með 135 kilóum af sprengieihi í gær. María og Eiríkur María og Eirikur eru vinsæl- ustu nöfnin sem foreldrar í Sví- þjóð gefa börnum sínum. Hætta aö reykja Sífellt fleiri konur hætta að reykja þegar þær verða ófrískar kemur fram í rannsókn í Nor- egi. Eins og kókaín Reykingamenn sýna svipuð einkenni og þeir sem eru háðir kókaíni, segja bandarískir emb- ættismenn. Mikið atvinnuleysi Atvinnuleysi innan ESB hef- ur ekki minnkað undanfarna þrjá mánuði og í septemberlok voru 10,5 prósent vinnufærra manna atvinnulaus, eða 17,4 milijónir. Jeltsín stjórnar Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti hefur styrka stjórn á málefnum landsins og hersins þótt hann liggi nú á sjúkrahúsi þar sem hann er að ná sér eftir vægt hjartaáfall, að sögn varn- armálaráðherrans. Kvikasilfur í fiski Portúgalir eru mestu fisk- ætumar i ESB en fiskurinn sem þeir láta í sig inniheldur kvika- silfur nærri hættumörkum. Reuter, TT, NTB, Ritzau Hráolía hækkaði um fímm dollara Hlutabréfavísitalan í Lundúnum hélt áfram að hækka lítillega á fimmtudag þegar hún fór upp um 4,5 stig og hefur þvi þróunin, sem hófst 20. október, haldið áfram. Dow Jo- nes vísitalan í New York hefur hækkað og sama gildir um vísitöl- una í Frankfurt. í fréttaskeytum frá Reuter á fimmtudag sagði að skap viðskipta- aöila væri órólegt þrátt fyrir stöðugt gengi dollarans og gróskumikilla viðskipta í Lundúnum. Hlutabréfavísitalan í París lækk- aði og viðskipti í Tokyo gengu erfið- lega. Bensínverð á erlendum mörkuð- um hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarna viku og sama gildir um olíuverð. Svartolía hækkaði þó um tæpa fimm dollara, úr 97,75 í 102,13 dollara tunnan. Reuter Ruud Lubbers hættur við framboð til NATO-stjóra: Vakti ekki mikla hrifningu vestra Mikil spenna ríkir nú beggja vegna Atlantshafsins eftir að hol- lenska stjórnin neyddist til að draga framboð Ruud Lubbers, fyrrum for- sætisráðherra landsins, í stöðu framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins (NATO) til baka í gær. Það sem réð úrslitum var and- staða Bandaríkjamanna en Lubbers tókst ekki að hrífa ráðamenn vestra þegar hann ræddi við þá um starfið í síðustu viku, að sögn norrænna stjómarerindreka í Washington. Þá munu Bandaríkjamenn hafa reiðst því að Evrópuþjóðirnar í NATO voru nánast búnar að bjóða Lubbers starfið án þess að ráðfæra sig við þá. „Bandarísk stjórnvöld hafa komið því á framfæri að þau styðji ekki Ruud Lubbers hættur við. Símamynd Reuter framboð Lubbers," sagði hans Van Mierlo, utanríkisráðherra Hollands, á fundi með fréttamönnum í Haag í gær. Helsti keppinautur Lubbers um starfið, Uffe Ellemann-Jensen, fyrr- um utanrikisráðherra Danmerkur, heldur til Frakklands á mánudag til viðræðna við stjórnvöld þar um framkvæmdastjórastarfið. Ráðgjafi Frakklandsforseta sagði í gær að frönsk stjómvöld væru opin fyrir stuðningi við Ellemann en þau ættu þó von á því að þriðji frambjóðand- inn kæmi fram á sjónarsviðið sem einhugur gæti orðið um. „Veiðitímabilið er hafið að nýju,“ sagði einh embættismaður NATO. Reuter, NTB Fegurðardísir eru nú fjölmennar í Sun City í Suður-Afríku þar sem keppnin um ungfrú heim verður haldin eftir viku. Þessar glæsilegu stúlkur eru frá Sviss, Svíþjóð, Finnlandi, ísrael, Danmörku og Bandaríkjunum. Alls taka stúlkur frá 88 löndum þátt í keppninni. Símamynd Reuter Innanbúöarerjur plaga færeysku landsstjórnma: Kosningar ekki útilokaðar Innbyrðisdeilur í færeysku lands- stjórninni em orðnar svo miklar að háttsettir menn innan flokkanna, sem að henni standa, eru farnir að tala um nýjar kosningar. Þannig segir Marita Petersen, fyrrum lög- maður og formaður Jafnaðarmanna- flokksins, í viðtali við blaðið Sosial- urin að samsteypustjómin sé á svo miklum brauðfótum að það geti end- að meö því að boða verði til kosn- inga. Marita Petersen visar þar til nið- urstaðnanna af samningafundi landsstjórnarinnar og danskra stjómvalda í síðustu viku sem hafa sætt mikilli gagnrýni heima í Fær- eyjum. Landsstjórnin kom með af þeim fundi lán upp á rúman millj- arð íslenskra króna í stað lækkunar á hinni miklu skuld sem stofnað var til viö að bjarga færeyska banka- kerfinu. Þá bendir Marita einnig á innanbúðardeilur í flokkunum fjór- um, Sambandsflokknum, Jafnaðar- mannaflokknum, Sjálfstjórnar- flokknum og Verkamannafylking- unni, sem mynda stjómina undir forustu Edmunds Joensens lög- manns. Eftir samningaviðræðurnar við Dani, sem margir bundu vonir við fyrir fram aö mundu leiða til lækk- unar bankaskuldarinnar, hefur einn frammámaðm: úr flokki lögmanns- ins, Finnbogi Arge, hætt stuðningi við stjórnina. Þá em einnig uppi deilur í Verkamannafylkingunni um hver eigi aö taka sæti flokksins í landsstjóminni. Núverandi full- trúi, Óli Jacobsen, hverfur til fyrri starfa sem formaður færeyska sjó- mannasambandsins í lok mánaðar- ins. Ritzau Mona Sahlin tek- ur hatt sinn og staf og hættir Mona Sa- n: hlin, varafor- I sætisráðherra Svíþjóðar, sem sætir rannsókn vegna mis- notkunar sinnar á opin- beru greiðslukorti sínu, til- kynnti í gær að hún sæktist Eekki eftir að taka við for- mennsku í jafnaðarmanna- flokknum á næsta ári af Ingvari Carlsson forsætisráðherra. Þá hefur hún einnig horfiö úr rík- : isstjóminni. .„Ég vil ekki skaða flokkinn. Ákvörðun mín á að létta flokkn- um að ræða hver eigi að leiða hann og einnig hver stefnan eigi að vera,“ sagði Mona Sa- hlin á fundi með fréttamönnum , í gær, sólbrún og sæt eftir frí á sólareyjunni Máritíus. Mona lýsti því jafnfram yfir að hún væri ekki hætt þátttöku í stjórnmálum. Hiti á meðgöngu I kannski valdur að geðklofa Getur hitasótt á meðgöngu- tímanum leitt til þess að barnið þjáist af geðklofa síðar meir á lífsleiðinni? Þetta er ein fjöl- margra ósvaraðra spurninga um sambandið milli heilsu móðurinnar, lyfjanotkunar og ígerða á meðgöngutímanum og heilsu barnsins sem norskir visindamenn ætla að rannsaka. Rannsóknin á að hefjast haustið 1996 og stendur í fimm ár. Hún kemur til með að ná til eitt hundrað þúsund ófrískra kvenna. Tilgangurinn er að fletta ofan af sambandinu milli álags á meðgöngutímanum og erfið- leika í fæðingu eða sjúkdóma á barns- og unglingsárunum. Rætt um sparnað á fundi Noröur- landaráðs Allt útlit er fyrir líflegar og harðar umræður þegar 87 norr- ænir þingmenn koma saman til 47. fundar Norðurlandaráðs í finnska bænum Kuopio á mánudag. Helsta umræðuefni fundarins verða fjárlög Norður- • landaráðs og gagnrýnin skýrsla um að skera verði niður ein- hverjar hinna 47 samnorrænu stofnana. Þá verður rætt um til- lögu um að styrkja samstarfið við heimsskautasvæðin. Samtímis Norðurlandaráðs- fundinum hittast forsætis- og utanríkisráðherrar landanna. íí Gagnrýnir ekki heimsókn Ara- fats til Leuh Benjamin Netanyahu, leiðtogi hins hægrisinnaða i Likud-banda- : lags í ísrael, sem for- dæmdi friðar- samningana við PLO árið 1993, vildi ekki gagnrýna heimsókn Yassers Arafats, leiðtoga PLO, til Leuh Rabin, ekkju hins myrta forsæt- isráðherra, í fyrrakvöld. „Ég tel að svona sorgarheim- sókn sé skiljanleg. Ég held að ekki eigi að fjalla um hana á pólitískan hátt,“ sagði Netanya- hu. Almenningur í ísrael sýndi heimsókninni mikinn skilning og fannst ekkert athugavert við hana. TT, NTB, Ritzau, Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.