Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 útíönd stuttar fréttir Hengt í Nígeríu Níu mannréttindafrömuöir í Nígeríu, sem dæmdir voru til dauða af yfirvöldum, voru hengdir í gær, þrátt fyrir víð- tæk mótmæli um allan heim. Berlusconi tapar Silvio Ber- lusconi, fyrr- um forsætis- ráðherra ítai- íu, mistókst í gær að fá væntanleg réttarhöld yfir sér vegria ákæra um spill- ingu fiutt frá Mílanó þar sem hann segir dómara í spillingarmálum vera á pólitískum nornaveiðum. Nunnur skotnar íslamskir harðlinumenn eru grunaðir um að hafa myrt franska nunnu og sært aðra al- varlega í Algeirsborg í gær. Sprengjur í bíl Öryggissveitir á írlandi lögðu hald á sendibíl með 135 kilóum af sprengieihi í gær. María og Eiríkur María og Eirikur eru vinsæl- ustu nöfnin sem foreldrar í Sví- þjóð gefa börnum sínum. Hætta aö reykja Sífellt fleiri konur hætta að reykja þegar þær verða ófrískar kemur fram í rannsókn í Nor- egi. Eins og kókaín Reykingamenn sýna svipuð einkenni og þeir sem eru háðir kókaíni, segja bandarískir emb- ættismenn. Mikið atvinnuleysi Atvinnuleysi innan ESB hef- ur ekki minnkað undanfarna þrjá mánuði og í septemberlok voru 10,5 prósent vinnufærra manna atvinnulaus, eða 17,4 milijónir. Jeltsín stjórnar Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti hefur styrka stjórn á málefnum landsins og hersins þótt hann liggi nú á sjúkrahúsi þar sem hann er að ná sér eftir vægt hjartaáfall, að sögn varn- armálaráðherrans. Kvikasilfur í fiski Portúgalir eru mestu fisk- ætumar i ESB en fiskurinn sem þeir láta í sig inniheldur kvika- silfur nærri hættumörkum. Reuter, TT, NTB, Ritzau Hráolía hækkaði um fímm dollara Hlutabréfavísitalan í Lundúnum hélt áfram að hækka lítillega á fimmtudag þegar hún fór upp um 4,5 stig og hefur þvi þróunin, sem hófst 20. október, haldið áfram. Dow Jo- nes vísitalan í New York hefur hækkað og sama gildir um vísitöl- una í Frankfurt. í fréttaskeytum frá Reuter á fimmtudag sagði að skap viðskipta- aöila væri órólegt þrátt fyrir stöðugt gengi dollarans og gróskumikilla viðskipta í Lundúnum. Hlutabréfavísitalan í París lækk- aði og viðskipti í Tokyo gengu erfið- lega. Bensínverð á erlendum mörkuð- um hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarna viku og sama gildir um olíuverð. Svartolía hækkaði þó um tæpa fimm dollara, úr 97,75 í 102,13 dollara tunnan. Reuter Ruud Lubbers hættur við framboð til NATO-stjóra: Vakti ekki mikla hrifningu vestra Mikil spenna ríkir nú beggja vegna Atlantshafsins eftir að hol- lenska stjórnin neyddist til að draga framboð Ruud Lubbers, fyrrum for- sætisráðherra landsins, í stöðu framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins (NATO) til baka í gær. Það sem réð úrslitum var and- staða Bandaríkjamanna en Lubbers tókst ekki að hrífa ráðamenn vestra þegar hann ræddi við þá um starfið í síðustu viku, að sögn norrænna stjómarerindreka í Washington. Þá munu Bandaríkjamenn hafa reiðst því að Evrópuþjóðirnar í NATO voru nánast búnar að bjóða Lubbers starfið án þess að ráðfæra sig við þá. „Bandarísk stjórnvöld hafa komið því á framfæri að þau styðji ekki Ruud Lubbers hættur við. Símamynd Reuter framboð Lubbers," sagði hans Van Mierlo, utanríkisráðherra Hollands, á fundi með fréttamönnum í Haag í gær. Helsti keppinautur Lubbers um starfið, Uffe Ellemann-Jensen, fyrr- um utanrikisráðherra Danmerkur, heldur til Frakklands á mánudag til viðræðna við stjórnvöld þar um framkvæmdastjórastarfið. Ráðgjafi Frakklandsforseta sagði í gær að frönsk stjómvöld væru opin fyrir stuðningi við Ellemann en þau ættu þó von á því að þriðji frambjóðand- inn kæmi fram á sjónarsviðið sem einhugur gæti orðið um. „Veiðitímabilið er hafið að nýju,“ sagði einh embættismaður NATO. Reuter, NTB Fegurðardísir eru nú fjölmennar í Sun City í Suður-Afríku þar sem keppnin um ungfrú heim verður haldin eftir viku. Þessar glæsilegu stúlkur eru frá Sviss, Svíþjóð, Finnlandi, ísrael, Danmörku og Bandaríkjunum. Alls taka stúlkur frá 88 löndum þátt í keppninni. Símamynd Reuter Innanbúöarerjur plaga færeysku landsstjórnma: Kosningar ekki útilokaðar Innbyrðisdeilur í færeysku lands- stjórninni em orðnar svo miklar að háttsettir menn innan flokkanna, sem að henni standa, eru farnir að tala um nýjar kosningar. Þannig segir Marita Petersen, fyrrum lög- maður og formaður Jafnaðarmanna- flokksins, í viðtali við blaðið Sosial- urin að samsteypustjómin sé á svo miklum brauðfótum að það geti end- að meö því að boða verði til kosn- inga. Marita Petersen visar þar til nið- urstaðnanna af samningafundi landsstjórnarinnar og danskra stjómvalda í síðustu viku sem hafa sætt mikilli gagnrýni heima í Fær- eyjum. Landsstjórnin kom með af þeim fundi lán upp á rúman millj- arð íslenskra króna í stað lækkunar á hinni miklu skuld sem stofnað var til viö að bjarga færeyska banka- kerfinu. Þá bendir Marita einnig á innanbúðardeilur í flokkunum fjór- um, Sambandsflokknum, Jafnaðar- mannaflokknum, Sjálfstjórnar- flokknum og Verkamannafylking- unni, sem mynda stjómina undir forustu Edmunds Joensens lög- manns. Eftir samningaviðræðurnar við Dani, sem margir bundu vonir við fyrir fram aö mundu leiða til lækk- unar bankaskuldarinnar, hefur einn frammámaðm: úr flokki lögmanns- ins, Finnbogi Arge, hætt stuðningi við stjórnina. Þá em einnig uppi deilur í Verkamannafylkingunni um hver eigi aö taka sæti flokksins í landsstjóminni. Núverandi full- trúi, Óli Jacobsen, hverfur til fyrri starfa sem formaður færeyska sjó- mannasambandsins í lok mánaðar- ins. Ritzau Mona Sahlin tek- ur hatt sinn og staf og hættir Mona Sa- n: hlin, varafor- I sætisráðherra Svíþjóðar, sem sætir rannsókn vegna mis- notkunar sinnar á opin- beru greiðslukorti sínu, til- kynnti í gær að hún sæktist Eekki eftir að taka við for- mennsku í jafnaðarmanna- flokknum á næsta ári af Ingvari Carlsson forsætisráðherra. Þá hefur hún einnig horfiö úr rík- : isstjóminni. .„Ég vil ekki skaða flokkinn. Ákvörðun mín á að létta flokkn- um að ræða hver eigi að leiða hann og einnig hver stefnan eigi að vera,“ sagði Mona Sa- hlin á fundi með fréttamönnum , í gær, sólbrún og sæt eftir frí á sólareyjunni Máritíus. Mona lýsti því jafnfram yfir að hún væri ekki hætt þátttöku í stjórnmálum. Hiti á meðgöngu I kannski valdur að geðklofa Getur hitasótt á meðgöngu- tímanum leitt til þess að barnið þjáist af geðklofa síðar meir á lífsleiðinni? Þetta er ein fjöl- margra ósvaraðra spurninga um sambandið milli heilsu móðurinnar, lyfjanotkunar og ígerða á meðgöngutímanum og heilsu barnsins sem norskir visindamenn ætla að rannsaka. Rannsóknin á að hefjast haustið 1996 og stendur í fimm ár. Hún kemur til með að ná til eitt hundrað þúsund ófrískra kvenna. Tilgangurinn er að fletta ofan af sambandinu milli álags á meðgöngutímanum og erfið- leika í fæðingu eða sjúkdóma á barns- og unglingsárunum. Rætt um sparnað á fundi Noröur- landaráðs Allt útlit er fyrir líflegar og harðar umræður þegar 87 norr- ænir þingmenn koma saman til 47. fundar Norðurlandaráðs í finnska bænum Kuopio á mánudag. Helsta umræðuefni fundarins verða fjárlög Norður- • landaráðs og gagnrýnin skýrsla um að skera verði niður ein- hverjar hinna 47 samnorrænu stofnana. Þá verður rætt um til- lögu um að styrkja samstarfið við heimsskautasvæðin. Samtímis Norðurlandaráðs- fundinum hittast forsætis- og utanríkisráðherrar landanna. íí Gagnrýnir ekki heimsókn Ara- fats til Leuh Benjamin Netanyahu, leiðtogi hins hægrisinnaða i Likud-banda- : lags í ísrael, sem for- dæmdi friðar- samningana við PLO árið 1993, vildi ekki gagnrýna heimsókn Yassers Arafats, leiðtoga PLO, til Leuh Rabin, ekkju hins myrta forsæt- isráðherra, í fyrrakvöld. „Ég tel að svona sorgarheim- sókn sé skiljanleg. Ég held að ekki eigi að fjalla um hana á pólitískan hátt,“ sagði Netanya- hu. Almenningur í ísrael sýndi heimsókninni mikinn skilning og fannst ekkert athugavert við hana. TT, NTB, Ritzau, Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.