Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 Fréttir Ástráður Hreiðarsson og Ásta B. Þorsteinsdóttir i alvarlegu slysi 1 Bandaríkjunum: Eins og bíllinn hefði orðið fýrir sprengju - Ástráður sat rotaður í krampakasti undir stýri með bensíngjöfina í botni „Það var eins og bíilinn heföi orð- ið fyrir sprengju. Vinstri hliöin lagðist inn og allar rúður brotnuðu. Bíllinn snarsnerist á veginum og það var engin leið að átta sig á því sem var að gerast,“ segir Ásta B. Þorsteinsdóttir, varaþingmaður Al- þýðuílokksins, en hún og maður hennar, Ástráður Hreiðarsson, læknir á Landspitalnum, lentu á dögunum í mjög alvarlegu umferð- arslysi í Bandaríkjunum. Þau eru nú komin heim en Ást- ráöur er enn rúmfastur og veik- burða en samt á góðum batavegi. Hann man ekkert eftir slysinu og rankaði fyrst við sér þegar verið var aö skera bílinn utan af honum. „Ég taldi strax að lungað heföi fallið saman,“ segir Ástráður, en fjölmörg rifbein hans brotnuðu við áreksturinn og auk þess herðablað og viðbein. Það kom og á daginn að lungað var illa marið og blæddi inn á það. Hann sat þeim megin í bíln- um sem ekið var á og rotaðist við höggið. Ég fann engan púls „Hann andaði ekki fyrst eftir höggið og ég fann engan púls. Ég bar mig sjálfsagt ekki fagmannlega að en ég reyndi að hrista hann til og loks fór hann að anda með hryglum en var samt meðvitundarlaus," seg- ir Ásta. Bíllinn var enn í gangi eftir áreksturinn og í meðvitundarleys- inu fékk Ástráður krampa með fót- inn á bensíngjöfinni og bíllinn fór aftur af stað og hringsnerist á ný á götunni. „Mér tókst að ná fæti Ástráðs af bensíngjöfinni en haföi ekki rænu á að drepa á bílnum," heldur Ásta áfram. Nú var og komið fleira fólk aö og þar á meðal maður sem haföi far- Akureyri: Húfuslagur og tannbrot Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Tveir unglingar tókust á við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð á Akureyri á föstudagskvöld með þeim afleiðingum að tvær tennur í öðrum þeirra brotnuðu. Tannbrjóturinn, sem er 13 ára, mun hafa tekið húfu af öör- um unglingi á svipuðu reki og urðu úr átök á miúi þeirra sem lauk með því aö tvær tennur í eiganda húfunnar brotnuðu. Ekiö á dreng á gangbraut Flytja varð 11 ára gamlan dreng á slysadeild á Akureyri í gærkvöldi eftir að ekið hafði verið á hann þar sem hann hjólaði yfir gangbraut. Drengurinn kvartaði undan eymslum í fótum en annars er ekki vitaö hve meiðsli hans voru alvarleg. -GK Hskur um víðan völl Fiskflutningabíll valt á hlið- ina við Djúpá nærri Kirkjubæj- arklaustri um hádegið í gær. Kastaðist farmurinn úr bflnum og dreiföist út frá veginum. Lögreglan og björgunarsveit- armenn frá Klaustri aðstoðuðu við að fiska fiskinn upp að nýju fram á kvöld í gær.__-GK Ástráður Hreiðarsson, læknir á Landspítalanum, slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Bandaríkjunum á dögunum. Hann er nú kominn heim og nýtur umönnunar konu sinnar, Ástu B. Þorsteinsdóttur varaþingmanns, sem slapp ómeidd úr slysinu. DV-mynd JAK síma. Hringdi hann á lögreglu og að skammri stund liðinni var sjúkr- alið komið á staðinn og slökkvilið með klippur til aö skera bílinn í suijdur. Ástráður fór á námskeið í San Di- ego í Kaliforníu í síðasta mánuði og Ásta með honum. Hann er sérfræð- ingur á Landspítalanum í hormóna- og efnaskiptasjúkdómum og var að kynna sér það nýjasta í þeim fræð- um. I heimsókn til New Jersey Á heimleiðinni ætluðu þau hjón að koma við hjá fjölskyldu í New Jersey en Ástráður var þar skiptinemi 17 ára gamall. Þau tóku bfl á leigu en komust aldrei á leiðar- enda. Við tollstöð skammt frá heim- ili vinafólksins var stórum sendibíl ekið á þau með fyrrgreindum afleið- ingum. Ástráður var fyrstu átta dagana eftir slysið á sjúkrahúsi þar vestra en var síðan fluttur heim og lá á Landspítalanum nokkra daga en er nú kominn heim, æfir öndun og bíð- ur þess að komast til vinnu á ný. Ásta slapp ómeidd frá slysinu að öðru leyti en því að hún nefbrotn- aði. „Það voru bara smámunir," seg- ir hún. „Mest er um vert að þetta fór allt vel þótt illa liti út um tíma. Við vorum eiginlega mjög heppin þegar á allt er litið.“ -GK Björn Ingvarsson, 18 ára menntaskólanemi sem kæröi Heiðar Jónsson: Ég hef ekki sett myndir á Internetið - fletta veröur ofan af þeim óprúttnu aðilum sem það gerðu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég hvorki vil né get rætt það í smáatriðum sem fram fór á herberg- inu mínu á gistiheimilinu þegar Heiðar Jónsson kom þangað inn. Mér finnst hins vegar ástæða til að skýra frá því hvers vegna ég kærði Heiðar því hann og fjölmiðlar hafa snúið málunum þannig að ég sé sökudólgurinn í málinu en Heiðar fórnarlamb einhverra aðstæðna sem hann réð ekki við. Þetta er auðvitað alrangt alveg eins og það að 'ég hafi dreift mynd af Heiðari og sett hana inn á Internetið.“ Þetta segir Björn Ingvarsson, 18 ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri, en hann hefur kært Heið- ar Jónsson fyrir kynferðisbrot. Björn fullyrðir við blaðamann DV að Heiðar hafi tvisvar sinnum bank- að á herbergisdyrnar hjá sér. „Ég var sofandi og hafði sofið nokkra klukkutíma þegar Heiðar kom og það var engin tónlist í gangi. Þetta gerðist klukkan 7 um morgun- inn. Hann sagðist vilja spjalla við mig. Ég veit varla hvers vegna ég hleypti honum inn. Mér fannst þó allt í lagi að spjalla við hann en hvað svo gerðist tjái ég mig ekki um. Kæruna lagði ég fram tfl þess að aðrir lendi ekki í því sama og ég þurfti að ganga í gegnum. Hann kom aftur um hádegið. Það . sem þá átti sér stað var ekki eins al- varlegt og ég vil taka það fram að I hvorugt skiptið beitti hann mig of- beldi. Það sem menn spyrja sig án efa er hvers vegna ég hafi ekki rek- ið hann út og því get ég ekki svaraö öðruvísi en á þann hátt að ég var hræddur og ruglaður. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregöast við þessu. Þetta hefur hins vegar haft mikil áhrif á mig, ég hef lítið getað sofið og lítið mætt í skólann," segir Björn. - Það að þú tókst myndir af Heið- ari og að þær voru settar inn á Internetið hefur farið illa í marga og því athæfi veriö líkt við opinbera af- töku. „Heiðar segir að hann hafi ekki vitað af myndatökunni. Ég sagði honum það hins vegar að ég ætlaði að taka af honum myndir og hann sagði að það væpi í lagi því ég fengi þær myndir hvergi framkallaðar. Ég fékk filmuna hins vegar fram- kallaða og þrjár myndir gerðar eftir henni í ljósmyndavöruverslun og síðan aðrar þrjár myndir unnar á öðrum stað eftir filmunni. Síðan lagði ég fram kæruna og afhenti lög- reglunni filmuna og þrjár mynd- anna. Hvað svo gerðist veit ég hins veg- ar ekkert um. Ég lét myndirnar ekki í hendur neins aðfla og ég kom hvergi nærri þvi að þær fóru inn á Intemetið. Ég hef beðið um lög- reglurannsókn á því hver kom þeim í umferð á þennan hátt og vil að það verði leitt í ljós. Það er það eina sem ég er sammála Heiðari um að hér hafa óprúttnir aðilar verið á ferð og ofan af þeim á að fletta. Allt þetta mál hefur hins vegar snúist þannig að ég er sökudólgur- inn en Heiðar fómarlambið. Það er erfitt fyrir mig að sitja undir því,“ segir Bjöm Ingvarsson. DV Höfn í Hornafirði: Tekinn meö hass og landa Maðúr um tvítugt var hand- tekinn á Höfn í Homafirði á laugardaginn og fundust 18 grömm af hassi í bíl hans og 18 lítrar af landa í húsnæði sem hann hefur til umráða. Landann sagðist hann ætla til sölu en hassið til eigin neyslu. Maður þessi hefur dvalið á Höfii um skamma hríð en samt náð að skilja þar eftir sig slóö innbrota og smáglæpa. Hann var handtekinn á föstudaginn í Reykjavík ásamt öðrum manni eftir að lögreglan á Höfn vísaði RLR á hann vegna innbrots í söluturn á Höfn nóttina áður. Mönnunum var sleppt eftir yfirheyrslur og fór annar þeirra rakleiðist austur á Höfn aftur og var þar handtekinn vegna inn- brots í einbýlishús. Þar var þó engu stolið. Öll málin eru upp- lýst. Maðurinn sat inni á Höfti að- faranótt sunnudagsins en þá var brotist inn á tveimur stöðum í bænum. Eru þau mál óupplýst. -GK Stuttar fréttir Vígvöllur í Borgarfirði Rjúpnaveiði í Borgarfirði hef- ur verið dræm í haust. Sam- kvæmt frétt RÚV er ofveiði kennt um og segir bóndi Borgar- fjörð breytast í vígvöll um helg- ár. Óánægja innan SVR Stjóm SVR ákvað um helgina breytingar á leiðakerfinu. Tveir reyndir vagnstjórar eru óánægð- ir með að stjórnin vildi ekki skoða tillögur þeirra að nýju leiðakerfi. RÚV greindi frá þessu. Karlar í orlofi Nefnd hefúr verið skipuð til að endurskoða fyrirkomulag á fæðingarorlofi hér á landi í sam- ræmi við foreldraleyfi sem samið hefur verið um á evrópsk- um vettvangi. Samkvæmt frétt RÚV hefur þeim karlmönnum fjölgað í Noregi sem taka fæðing- arorlof. Elísabet kemur Eitt þekktasta og stærsta skemmtiferðarskip heim, Queen Elizabeth II, er væntanlegt til ís- lands næsta sumar. Þetta kom fram í Mbl. 500 störf í hættu Vegna yfirvofandi viðskipta- banns á Nígeríu eru um 500 störf í hættu á íslandi. Samkvæmt frétt Stöðvar 2 seldist skreið fyr- ir 700 milljónir króna til Nígeríu í fyrra. Fokdýr fegurð r' íslendingar eru hættir þátt- töku í fegurðarsamkeppninni Miss World sem gerði Hófi og Lindu P. frægar. Ástæðan er sí- vaxandi keppniskostnaður, sam- kvæmt frétt Stöðvar 2. Stærra varðskip Forráðamenn Landhelgisgæsl- unnar vilja stærra varðskip og skoðuðu danskt varðskipt í því skyni sem átti hér viðdvöl um helgina. Stöð 2 greindi frá þessu. Slysanefnd skipuö Ferðamálastjóri telur mögu- legt að stofna sérstaka nefhd til að rannsaka slys i ferðaþjónustu en ísraelskur ferðamaður hefur farið fram á rannsókn á slysi sem varð á Vatnajökli síöasta sumar. Þetta kom fram á Stöð 2. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.