Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Page 20
k&S&É&íl 20 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 BREMSUR! * Klossar * Borðar * Diskar * Skálar RENNUM! skálar og diska allar stærðir Allar álímingar! ÁLÍMINGAR Síðumúla 23 - s. 5814181 Selmúlamegin Góður pappír tilendurvinnslu I/I/IAQE HÁRSNYRTI- VÖRURNAR 5513010 RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG Rýmum fyrir nýjum vörum. Ullar- og bómullargam á frábæru verði. Nýtt ... sprengt, hrokkið gam, silfur- og glansgam, angóra, mohair og silki I miklu úrvali. Nýjar pijónafönd- urbækur og skærir litir I jólaföndrið. Silkislæður og sjöl í jólapakkann. Gamhúsiö Suðurlandsbraut v/Fákafen - s. 568 8235 stjórnbúnaður Þú finnur l < varla betri j lausn. í : HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 æsnmmmiSI Menning_______________ Ekkert skammdegi í Dómkirkjunni Um þessar mundir standa yfir tónlistardagar Dómkirkjunnar. Eru þeir árviss viöburður og er þá boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Síöastlið- ið þriðjudagskvöld voru t.d. orgeltónleikar og komu þar fram hjónin Pavel Manásek og Viera Gulázsiová, en þau munu vera búsett hér á landi. Á efnisskránni voru bæði ný verk og gömul, sem voru eftir Peter Eben, Luis Vieme, Vivaldi, Bach og Mozart. Tónleikarnir hófust á Preludio festivo I eftir Peter Eben. Þaö er nútímaverk og ekki sérlega tilþrifamikið. A.m.k. náði það ekki að grípa undirritaðan, þó Pavel Manásek hafi leikið það vel. Svipaða sögu var reyndar að segja um næsta atriði efnisskrárinnar, en það var Car- illon de Westminster eftir Louis Vierne (1870-1937). Vierne var þekktur, franskur org- anisti og þótti einstaklega fær í að leika af fingrum fram. Tónsmíð hans á umræddum tón- leikum bar því vitni, það var hálfgerð improvisasjón, óttaleg langloka pg ekki sérlega hugmyndarík. En Viera Gulázsiová lék það Tónlist Jónas Sen samt frábærlega vel og af miklum glæsibrag. Var þetta því miður eina verkið sem hún flutti á tónleikvmum. Næst var komið að þætti úr Árstíðunum eft- ir Vivaldi, en Pavel Manásek spilaði það í eig- in útsetningu. Er skemmst frá því að segja að hann hefur unnið prýðilegt starf og hefur tekist að varðveita hin margvíslegu litbrigði upp- runalegu útgáfunnar. Nokkru síðar lék Pavel annan þátt úr sama verki og var sú útsetning ekki síðri. Tvö stórverk voru flutt á tónleikunum. Ann- að var Prelúdía og fúga í h-moll eftir gamla snillinginn Jóhann Sebastian Bach, en hitt var Fantasía í f-moll eftir Mozart. Sýndi Pavel þá að hann býr yfir mikilli leiktækni og að hann hef- ur djúpan skilning á tónmáli meistaranna. Að vísu var hann nokkuð óheppinn og hitti ekki alltaf á réttar nótur, en slíkt er mjög áberandi í Dómkirkjunni þar sem ekkert bergmál er. Á móti kom aö túlkunin var lífleg og skemmtileg og gerðu þá smá mistök ekkert til. Frumformaleikur Pétur Gautur í Gerðarsafni Sífellt eru á kreiki sögusagnir um að málverkið sé dautt og að einskis nýs sé að vænta frá þeim listamönn- um sem alfarið helga sigjnálverk- inu. Slíkar sögusagnir voru hvað há- værastar fyrir aldarfjórðungi en náðu aftur fótfestu fyrir nokkrum árum þegar naumhyggjan komst fram úr í kapphlaupi við nýja mál- verkið. Nú er hins vegar að koma í ljós að gildi málverksins hefur e.t.v. aldrei verið jafn mikið og einmitt á seinni árum. í kjölfar síaukinnar fjöldaframleiðslu eykst í senn áhersla á handverk og andlegri þætti sem málverkið nær að miðla. Á með- an virkar sú list sem dregur dám af fjöldaframleiðslu fremur sem stund- arfyrirbæri eða tímabundið andóf gegn persónuleikaleysi umheimsins. 1 þessu ljósi eru málverk Péturs Gauts, sem nú sýnir verk sín í Gerð- arsafni, fullgild sem handgerð per- sónuskilríki í listheimi sem er yfir- fullur af tískufyrirbærum fjöldaframleiðslunn- ar. Gróft dregin frumform Á sýningu Péturs Gauts eru 33 málverk, þar af eitt utan skrár. 22 verkanna eru olíumálverk á striga og flest í stærri kantinum. 11 eru minni og máluð með olíu á pappír. Hér fetar listamað- urinn áþekkar slóðir og á sýningum sínum í GaUeríi Borg í fyrra og Portinu í hittifyrra. Enn sem fyrr eru gróft dregin frumform áberandi, Myndlist Ólafur J. Engilbertsson einkum hringformið, og verkin byggjast í raun öU á leik með frumform. Það má segja að hér séu tU umfjöUunar þær frumforsendur mál- verksins að skrásetja með hjálp lita form á tví- víðan flöt. Svo fánýt sem slík iðja kann að vera í fljótu bragði freistar Pétur Gautur þess að kanna hvort eitthvað eimi eft- ir af hinni rómantísku fagurfræði módernismans um að átök geti átt sér stað á dauðum fleti á mUli dauðra forma sem hafa ekkert persónulegt yf- irbragð en e.t.v. snefil af handbragði. Óformlegar kyrralífsmyndir Pétri Gaut tekst einna best upp í verk- um þar sem form og litir ná að kaUast á, s.s. í mynd nr. 1, Kyrru. Aðrar kyrralífsmyndir eins og nr. 4 og 5 ganga líka ágætlega upp og sömuleiðis nr. 19 og 20. Þar nær Pétur að beita þeirri tækni óformleikastefnunnar að láta líta svo út sem verkin séu hálf- kláruð en um leið krydduð áferð sem gefur þeim nánast graflskt yfirbragð. Líkt og á fyrri sýningum er þó of mik- iö um verk hér sem virðast ýmist ókláruð án þess að eiga innistæðu fyr- ir því, llkt og Dögun (nr. 22) og Stál- borö (nr. 29) og einnig verk sem virka ofunnin líkt og flest pappírsverkin. Pétur Gaut- ur hefur þó greinilega allt til brunns að bera til að gera kraftmikil málverk en hann mætti sleppa því að setja upp tjöld líkt og nú eru í Gerðarsafni. Þau hylja að vísu hina síðri hluta sýningarinnar frá vissum sjónarhornum en frá öðrum gera þau ekki annað en að varna því að gesturinn fái heildstæða mynd af sýningunni. Sýning Péturs Gauts í Gerðarsafni stendur tU 19. nóvember. Stórkonsert Caput-hópurinn kom fram á tónleikum í tón- leikaröð Leikfélags Reykjavíkur sl. þriðjudags- kvöld. Flytjendurnir voru aUs 20 talsins að þessu sinni og flutti hópurinn sex tónverk eftir jafn marga núlifandi höfunda. Það er nokkuð bagalegt hversu mjög vantar upplýsingar í efnisskrár þessarar tónleikaraðar á vegum LR. Hafa hljóðfæraleikararnir sjálfir reynt að bæta þar úr með því að kynna sjálfir á tónleikunum, en það kemur aldrei í stað vand- aðrar efnisskrár. Fyrsta verkið á tónleikunum, sem reyndar byrjuðu fyrst tæpu kortéri eftir auglýstan tíma, var Þrjú stykki fyrir píanó, eftir Hans Abra- hamsen. Hans byggir verk sitt á samnefndu verki Carls Nielsens og skrifar það fyrir strengjakvintett og blásarakvintett án nokkurs píanós, þrátt fyrir titilinn. Verkið er faUega unnið fyrir hljómsveit og býr yfir fögrum litbrigðum. Flutningurinn hefði mátt vera nákvæmari, þótt á heildina hefði hann verið góður. Annar Dani, Bent Sörensen, átti næsta verk, Minnelieder - Zweites Minnewater. Verkið var samið að beiðni Caput-hópsins á síðasta ári. Verkið er ákaflega litrænt og býr yfir sterkum stemningum. Það myndar síbreytUega hljóð- mynd, þar sem stakar línur hljóma upp úr öðru hverju. Þetta er vel skrifað verk og var það einnig ágætlega flutt af hópnum undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Það var síðan Tónlist Áskell Másson verk Hauks Tómassonar, Árhringur, sem siðast hljómaði fyrir hlé. Haukur samdi Árhring sinn fyrir Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands í fyrra, en hefur nú einnig skrifað það fyrir minni hljómsveit. Verk- ið hefst á moto perpetuo, eða síhreyfingu, en eft- ir seUóeinleik kemur að meira líðandi kafla. Þetta er hreint frábært verk eftir Hauk og var það einnig mjög vel flutt af hópnum. Magnus Lindberg frá Finnlandi var síöan kynntur meö verkinu Coyote Blues, frá árinu 1993. Þetta er mjög glæsUega skrifað verk fyrir hljómsveitina. Á stöku stað minnir það nokkuð á Stravinsky og er það ekki leiðum að líkjast, þótt færni Magnúsar risi reyndar mun hærra en sem nemur stælingum. Ululation eftir Jukka Koskinen frá Finnlandi kom næst. Titillinn mun þýða eitthvað í líkingu við ýlfur og er verkið reyndar nánast aUt byggt á sífelldum glissandóum, mest í blásurum. Verkið er nánast eins konar hljóðteppi og sjálf- sagt gott að haUa sér aftur og njóta þess þannig, án væntinga um átök. Síðasta verkið var Parafrasi II frá síðasta ári, eftir ítalann Riccardo Nova. Verkiö er hárytmískt, í samsettum rytmum og úir og grúir af mismunandi áherslum innan þeirra. Það er töluverð ögrun fyrir hljómsveitarstjór- ann og flytjendur á rytmíska sviðinu, nokkuð sem Caput skilaði með glæsibrag. Þetta voru sérlega áhugaverðir tónleikar, þar sem splunku- ný tónlist hljómaði í góðum flutningi. Þökk sé þeim er að stóðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.