Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 40
52 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 onn Kvennalistakonur á kvennalista- fund Kvennalistinn og kvenna listakonur „Kvennabaráttan kemst kannski af án Kvennalistans en hún kemst ekki af án kvenna- listakvenna." Ragnhildur Vigfúsdóttir, í Tímanum. Talsmenn útlendinga- andúðar „8081 íslendingur rauk í sím- ann til að gerast talsmenn þjóð- rembu og útlendingahaturs." Kolbrún Bergþórsdóttir, í Alþýðublað- inu um atkvæðagreiöslu í Al- mannarómur. Ummæli Að eilífu varaformaðu „Gestur fundarins var sjálfur stórmógúll auðhyggjunnar innan forustusveitar Sjálfstæðisflokks- ins, Friðrik Sophusson íjármála- ráðherra og að eilífu varafor- maður Sjálfstæðisflokksins. Amen.“ Pjetur Hafstein Lárusson, í Tímanum. Frekir útgerðarmenn „Tvímælalaust vegna óbilgirni og frekju ákveðins hóps útgerð- armanna sem forysta LÍÚ hefði átt að setja ofan í við strax í stað þess að taka undir málflutning þeirra." Helgi Laxdal, í DV, um orsök verkfalls- Keanu Reeves hélt eftir fötunum sem hann klæddist í Johnny Mnemonic. Fötin sem enduðu hjá leikurunum Frægir kvikmyndaleikarar fá yfirleitt að eiga það sem þeir kæra sig um úr kvikmyndum sem þeir leika í. Það er bara ekki alltaf sem þeir vilja það en þó hafa margir gaman af að eiga eitthvað til minningar. Nokkrir voru spurðir. John Travolta segist ekki hafa kært sig um hvítu jakkafótin sem hann klæddist í Saturday Night Fever en hefði betur hirt þau þar sem þau seldust á tugi þúsunda dollara, en hann á skóna sem hann dansaði i. Keanu Reeves segist ekki hafa viljað eiga neitt til minningar um Speed: „Ekki gat ég tekið strætisvagninn með mér heim.“ Reeves segist þó hafa eignað sér jakkafötin sem hann klæddist sem Johnny Mnemonic í sam- nefndri kvikmynd. Kenneth Brannagh segist hafa haft heim með sér kórónuna sem hann var með í Henry V. „Kórónan er nú í blómabeðinu í Blessuð veröldin garðinum hjá mér þar sem hún er umvafin fallegum blómum og vekur mikla hrifningu hjá þeim sem hana sjá.“ Ed Harris segist hafa tekið heim með sér hvíta vestið sem hann klæðist í Apollo 13. „Kvöld eitt vorum við konan mín að fara út að borða og mér fannst tilvalið að fara í vestinu. Hún tók andköf og spurði hvort ég ætlaði virkilega að láta sjá mig í þessu. Vestið fór beint í fata- skápinn." Víðast bjart veður í dag verður norðaustangola og smáskúrir eða él við norðaustur- ströndina en víðast bjart veður ann- ars staðar. Frost verður 0 til 4 stig, sunnan- og austanlands í nótt, annars verður 2 til 6 stiga hiti. Veðrið í dag A höfuðborgarsvæðinu léttir til með norðaustangolu og hiti verður 2 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavlk: 16.35 Sólarupprás á morgun: 9.51 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.10 Árdegisflóð á morgun: 10.35 Heimild: Almanak Háskólans Akureyri léttskýjaó 4 Akurnes heióskirt 1 Bergsstaðir skýjaö 6 Bolungarvik skýjaö 6 Egilsstaóir léttskýjaó 1 Keflavíkurflugvöllur léttskýjaö 3 Kirkjubœjarklaustur léttskýjaó -1 Raufarhöfn skýjaó 5 Reykjavík léttskýjaö 3 Stórhöföi léttskýjaö 4 Helsinki skýjaó -3 Kaupmannahöfn léttskýjaö 7 Ósló léttskýjaó -2 Stokkhólmur skýjaö 0 Þórshöfn alskýjaö 8 Amsterdam léttskýjaó 13 Barcelona skýjaó 18 Chicago alskýjaö -7 Frankfurt léttskýjaö 12 Glasgow mistur 12 Hamborg þokumóöa 8 London skýjað 14 Los Angeles þokumóóa 14 Lúxemborg skýjaó 10 Madríd rigning 8 Mallorca skýjaó 21 New York alskýjaö 4 Nice rign. á síð. klst. 19 Nuuk alskýjað -1 Orlando léttskýjaö 7 Valencia léttskýjaö 19 Vín þokumóöa 4 Winnipeg heiöskirt -26 Þröstur Guðbjartsson, leikari og leikstjóri: Tel okkur vera með góða sýningu Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Þegar þau hjá Leikfélaginu leit- uðu til mín í ágúst voru þau með þrjú leikrit í höndunum. Stræti var mest spennandi en það var einnig stærst að umsvifum. Þetta er erfitt verk og glíman var spenn- andi. Leikararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum en ég tel að þessi uppfærsla hafi tekist óskaplega vel Maður dagsins hjá okkur,“ segir Þröstur Guð- bjartsson, leikstjóri Strætis sem Leikfélag Keflavíkur hefur sýnt við góðar undirtektir í Keflavík. Þröstur segir að það sem kom honum mest á óvart hafi verið hvað leikfélagið á breiðan og sterk- an hóp leikara, allt frá unglingum upp í sjötugt, og væri þar hver öðr- Þröstur Guðbjartsson um betri. „Leikfélag Keflavíkur getur tekist á við hvaða leikrit sem er og þarf ekki að kvíða framtíð- inni því að nógur er efniviðurinn." Þröstur útskrifaðist úr Leiklist- arskóla Islands 1978 og hefur verið lausráðinn leikari og leikstjóri síð- an. Hann segist hafa starfað mikið með áhugaleikfélögum sem leik- stjóri og leiðbeinandi og eru sýn- ingarnar, sem hann hefur sett upp hjá áhugafélögum, komnar tölu- vert á fjórða tuginn. Einnig hefur hann leikið hjá stóru leikhúsunum í Reykjavík,- Þá hefur hann leikið í sjónvarpsmyndum og kvikmynd- um og er nýjasta kvikmyndin sem hann leikur í Agnes sem frumsýnd verður að öllum líkindum um jól- in. Þar leikur hann hreppstjóra og segir Þröstur það vera lítið og notalegt hlutverk. Þegar kemur að áhugamálum fyrir utan leiklistina segir Þröstur þau vera ferðalög til útlanda og að fylgjast með menningu annarra þjóða. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1366: Handverk á fslandi í Ráðhúsinu stendur nú yfir sýning á íslensku handverki og listiðnaöi. Á sýningunni eru sýn- ishorn af framleiðslu 66 aðila af öllu landinu. Sýningamefnd skipuð Ástþóri Ragnarssyni iðn- hönnuði, Elísabetu Haraldsdótt- ur leirlistakonu og Helgu Mel- steð prjónakennara völdu hluti inn á sýninguna. Þetta er í raun Sýningar fyrsta handverkssýningin þar sem ákveðið gæðamat er hluti af þátttökuskilyrðum. Allir hlutir á sýningunni eru til sölu i verslun- um, gaUeríum, handverkshúsum eða beint frá framleiðanda. Sýn- ingin er opin aUa virka daga frá kl. 10-19 og um helgar frá kl. Skák Þessi staða er úr B-flokki á stór- meistaramótinu í Horgen í Sviss á dögunum. Þjóðverjinn Gabriel hafði svart og átti leik gegn Svisslend- ingnum Brunner: 31. - Hxg2! 32. Kxg2 Dxf3+ 33. Kgl Dxdl+ og hvítur gaf. Einfalt en sterkt. Sigurvegari í B-flokki var Ung- verjinn Zoltan Almasi sem hlaut 7,5 v. af 9 mögulegum. Julian Hodgson varð í 2. sæti með 6,5 v. en Kinder- mann og Zuger fengu 6 v. sem nægði þeim síðarnefnda tU áfanga að stór- meistaratitli. Jón L. Árnason Bridge Á hverju ári mætast Bridgefélög Selfoss og Kópavogs í bæjakeppni og er þá oft hart barist. Þessi árlega keppni félaganna fór fram í síðustu viku og hér er eitt forvitnilegt spil af viðureigninni á fyrsta borði. I NS sátu Sigfús Örn Árnason og Friðjón Þórhallsson fyrir Bridgefélag Kópa- vogs en Selfyssingarnir Sigfús og Gunnar Þórðarsynir sátu í AV. Sagnir enduðu í þremur gröndum sem við fyrstu sýn virðast vera mun verri samningur heldur en fjórir spaðar. Fjórir spaðar fara hins veg- ar niður í flestum tilfeUum því vörn- in tekur sennilega hjartastungu í spilinu og hnekkir því þannig. Norður (Sigfús Örn) var sagnhafi í þremur gröndum og fékk út lítið hjarta: 4 A V KG10 ♦ ÁK1094 4 KG63 * 875 4» ÁD74 * 765 ♦ G103 83 •+ D83 4 ÁD952 N * 1087 Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsorði 4 KD9642 9652 ♦ G2 4 4 Sigfús Örn átti fyrsta slaginn á tí- una og lagði að sjálfsögðu niður spaðaásinn í öðrum slag. I stað þess að spila tígli að gosanum og treysta á drottninguna í austur ákvað Sig- fús Örn að gera ráð fyrir annarri legu. Hann spilaði tígultíunni í þriðja slag. Sigfús Þórðarson í vest- ur sá fljótt að ekki dugði að drepa á drottninguna og gerði vel í því að gefa slaginn. Sigfús Örn tók þá fjóra slagi á tígul og spUaði sig út á hjarta. Gunnar tók tvo slagi í þeim lit en varð síðan að spila laufi. Norð- ur fékk slaginn á gosann en spilaði einfaldlega aftur litlu laufi. Vestur átti slaginn á drottninguna en varð að gefa níunda slaginn aftur á lauf. Vel spilað. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.