Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 Menning________________________________________________ A5 halda fram hjá sjálfum sér í fyrri viku sá ég forsýningu á Glerbrotum eftir Arthur Miller niður í Þjóðleikhúsi. Mér fannst leikritið m.a. fjalla um það hversu erfitt það getur verið að vera maður sjálfur, einfaldlega vegna þess hver maður er. Og sökum þess að ég tók að mér að fara á sýninguna til þess að gera nokkra grein fyrir henni á öðrum vettvangi en þessum finnst mér ég bundinn þagnarheiti og kem naumast frá mér orði því ég er fullur af áhrifum leiksins og get ekki á heilum mér tekið og verið ég sjálfur enda þótt ég sé enginn annar. Þegar ég var búinn að setja saman þennan einstaklega glæsilega og skýra inngang rann upp fyrir mér að ég ætti engra annarra kosta völ en halda fram hjá hugsun minni og mundi samstundis eftir atviki sem ég varð vitni að fyrir skömmu. Þetta var á einum af þessum ömurlegu haustdögum þegar hitinn var við frostmark og það rigndi í næðingi. Ég var að ganga upp Banka- stræti með hund í sálinni líkt og allir sem urðu á vegi mínum og tók lengi vel ekki eftir nokkrum sköpuðum hlut sem rekið gæti hann á burt. Það rigndi á gleraugun mín og heimurinn skekktist svo ekki var allt sem sýndist. Síðan stytti upp og ég skaust inn á kaffihús, stal serví- ettu og þurkaði regnið af augunum og hélt svo áfram göngunni eins rétt sjáandi og mér er eðlilegt. Þá var það að ég mætti tveimur konum, hvorri á eftir annarri, með rjóða ___________________ vanga, óráðinn svip og gáskafull- Alknrjtir an undrunarglampa í augum. nTDUrOir Samstundis var úr mér hundur- _______________________ inn og vakti forvitnina um leið og Mlfor hnrmnAonnn hann fór. bjæst mætti ég karl UITal HOimOOSSOII manni. Hann var allur uppásnú- inn og horföi aftur og á hæla honum annar maður og skein skelfing úr augum hans og hann herti gönguna eftir því sem hann nálgaðist mig og var flóttalegur. Loks mætti ég ungri konu sem var rjóð í framan eins og meyjar einar geta orðið, undirleit og svo feimin að hún tók á rás þvert yfir götuna í fáti. Þá rændi rannsóknareðli mitt völdum og ég hvatti sporiö því ég hafði tekið eftir úlpuklæddum náunga sem gekk upp götuna og var nokkrum bíllengdum á undan mér. Ég hafði hann grunaðan um að vera valdur að þessum geðbrigðum landa minna. Þegar ég var kominn fjögur eða fimm skref fram fyrir manninn leit ég um öxl, síðan fram aftur og hljóp drjúgan spöl, stillti mér síðan upp framan við búðarglugga og fylgdist með honum þar sem hann kjagaði eftir stéttinni í gamalli Hekluúlpu og með hettuna reimaða að andlit- inu. Þetta var stútungskarlmaður og fremur súr á svip. En allt i einu hljóp léttur krampi um andlit hans, varirnar drógust upp í glaðlegt bros og hann drap tittlinga í gríð og ergi í fyrstu en blikkaði síðan öðru auganu hægt og blíðlega eins og af ertandi ástleitni. Loks rann súri svipurinn á hann aftur og með hann framan í sér tók hann fjögur eða fimm skref og þá umbreyttist hann á ný i duggunarlítið hallærislegan glaumgosa en heillandi engu að síður. Ekki hvarflar að mér að þessi maður hafl verið ánægður með að vera eins og hann var. En hann gladdi marga á ferð sinni þó svo hann vekti furðu einhverra og angist annarra yfir sjálfum sér. Því miður hefur sú ánægja sem hann kveikti að mestu farið fyrir ofan garð og neðan hjá honum, bæði vegna þess að hann hefur áreiðanlega liðið fyr- ir að vera eins og hann var og svo vegna þess að hinir glöðu voru jafn- an komnir fram hjá honum þegar ánægjan af tilvist hans greip þá. En hann gladdi mig þessi maður og gerir enn á flótta mínum og framhjá- haldi frá sjálfum mér. Þrautreyndar uppþvottavélar sem hafa sannað glldl sltt á íslandl. FAGOR FAGOR LVE-95E Stærð: 12 manna Hæð: 85 cm Breldd: 60cm Dýpt: 60 cm Elnnlg: kællskápar eldunartækl og þvottavélar á elnstöku verðl Staögreltt kr. Afborgunarverb kr. 51.500 - Visa og Euro raögreiöslur RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 568 5868 Fréttir Magnús Scheving og Ámi Geir Pálsson ryðja nýjar brautir: Smiða gagnvirkt tölvukerfi fyrir erlendan markað Magnús Scheving líkamsræktar- maður og Árni .Geir Pálsson við- skiptafræðingur vinna nú ásamt fleiri úr hópi fremsta líkamsræktar- fólks heims að þróun, framleiðslu og markaðssetningu á gagnvirku lík- amsræktarkerfi á geisladiskum á er- lendum tungum. í gangi eru viðræð- ur við erlenda aöila um styrk og fjármögnun og er stefnt að því að koma forritinu sem fyrst á markað erlendis. Á geisladiskinum verða mörg mismunandi æfingakerfi enda verð- ur forritið ætlað fólki sem stundar líkamsrækt heima hjá sér. Þegar tölvuforritið hefur verið ræst mun það spyrja notandann um aldur og líkamsmál og velja síðan æfinga- kerfi fyrir viðkomandi einstakling. „Við erum komnir með fullt af flinku aerobicfólki viða úr veröld- inni inn í þetta. Núna erum við að baksa við að leita að fjármagni og semja við aðila. Það gengur ljóm- andi vel að koma þessu saman. Horfurnar eru þokkalega bjartar en auðvitað getur brugðið til beggja vona,“ segir Árni Geir Pálsson, einn af upphafsmönnum líkamsræktar- forritsins. Hugmyndin kviknaði þegar til umræðu var að fara utan með stór- an hóp líkamsræktarfólks í sýning- arferðalag og hefur hópvinna verið í gangi síðan. • Bæði Propaganda Films og Sony Corporation í Banda- ríkjunum hafa sýnt hugmyndinni áhuga og bíða þess að frumgerð verði gerð en Ámi Geir vill lítið segja. „Þetta er á þróunarstigi enn þá og ég get ekkert sagt um það hvenær stefnt er að því að koma forritinu á markað. Þetta er hlutur sem þarf að vinnast mjög hratt en fyrir vikið má ekki trufla það ferli sem er í gangi,“ segir hann. - Hvað kostar þetta? „Ég get ekki sagt það. Við höfum verið að leita fyrir okkur og við- brögðin eru mjög jákvæð. Það er væntanlega eitthvað í pípunum en ég get ekki sagt frá því eins og er,“ segir Árni Geir. -GHS „Það er rosalega gaman í frímínútum," sögðu hressir krakkar í Árskógsskóla á Árskógsströnd í Eyjafirði sem DV rakst á þar á dögunum. Krakkarnir, sem sögðust vera í 1., 2. og 3. bekk, sögðu Ijósmyndaranum að flýta sér því þeir hefðu ekki tíma til að vera lengi fyrir framan myndavélina í frímínútunum. DV-mynd gk Keflavíkurflugvöllur: Ekkert tjón af völd- um bruna 1994 Ægir Már Kárason, DVi Suðurnesjum: Robert W. Blake, yfirmaður flota- stöðvar varnarliðsins, afhenti ný- lega slökkviliðsmönnum á Keflávík- urflugvelli viöurkenningu, sem veitt er einu slökkviliði 'Öandarlska flot- ans árlega fyrir frábæran árahgur í starfí. Alls eru 280 slökkvilið á veg- um bandaríska flotans. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli er það níunda í röðinni til að hljóta þessa eftir- sóttu viðurkenningu. Slökkviliðinu voru við þetta sama tækifæri afhent 2. verðlaun fyrir frammistöðu í svonefndri „Ogden- keppni" sem fram fer árlega milli slökkviliða og landgönguliðs flot- ans. Síðustu 10 ár hefur slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli hafnað í einu af þremur efstu sætunum i þessari keppni. Rík áhersla er lögð á fræðslustarf og fyrirbyggjandi aðgerðir hjá slökkviliðinu með frábærum ár- angri því ekkert tjón varð af völdum bruna á Keflavíkurflugvelli 1994. Munið nýtt símanúmer 5505000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.