Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 16
Menning MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 Oryggismiðstöð íslands Öryggiskerfi. Vaktgæsla. Knarrarvogi 2, Sími 533-2400 DV býður öllum landsmönnum í afmæli hringinn í kringum landið TÍGRI verður í afmælisskapi 4 HOPPKASTALI fyrir fjörkálfa ’Z SAGA DAGBLAÐSINS í máli og myndum ’Z ALLIR HRESSIR krakkar fá blöðrur, stundatöflur og annan glaðning Egílsstadir DV og Kvenfélagið Bláklukkan bjóða bér og fjolskyldunni til afmælisnátíðar í íþrottahúsinu á Egilsstöðum þriðjudaginn 14. nóvember, klukkan 17-19. Skemmtiatriði: >/Jón Arnrímsson leikur af fingrum fram '/Atriði frá Tónlistarskóla Fellahrepps /Vítakeppni í körfuknattleik - glæsileg verðlaun Gómsætt í gogginn: \f Kaffi yf Afmælisveitingar / Ópal sælgæti / Tomma og Jenna ávaxtadrykkir FRABÆR SKEMMTUN FYRIR ÞIG OG ALLA FJÖLSKYLDUNA! Ólafur Árni Bjarnason og Bergþór Pálsson í hlutverkum sínum. íslenska óperan frumsýndi óperuna Madömu Butter- fly, eftir Puccini, í leikstjóm Halldórs E. Laxness á fostudagskvöldið var. Hljómsveitarstjóri var Robin Stap- leton, leikmynd sáu J. Michael Deegan og Sarah G. Con- ly um, búninga hannaði Huida Kristín Magnúsdóttir og ljósahönnun var á höndum Johns Michaels Deegans. Aðalhlutverkið, Cio-Cio-San, eða madömu Butterfly, syngur Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Pinkerton sjóliðs- foringja syngur Ólafur Árni Bjamason. Fara þau bæði Tónlist Áskell Másson - fram úr sjálfum sér í þessum hlutverkum og skila hér bæði betri söng og leik en áður hefur til þeirra sést og heyrst. Má tvimælalaust tala hér um óperusigur hjá þeim báðum svo geysivel sem þau túlkuðu hin erfiðu hlutverk sín. Sharpless var sunginn af Bergþóri Páls- syni og Suzuki söng Rannveig Fríða Bragadóttir. Fóru þau frábærlega með hlutverk sín, bæði hvað söng og leik snertir, náðu að gæða persónurnar dýpt og voru á allan hátt mjög sannfærandi. Það em fyrst og fremst áðurnefndar fjórar persónur leiksins sem halda uppi verkinu. Þegar svo vel tekst til með þessi hlutverk sem hér hefur gerst og við bætist að samstarf leikstjóra, leikmynda-, ljósa- og búningahönn- uðar er með ágætum, þá er víst að komin er góð sýning. En nú er gert enn betur. Minni hlutverkin voru einnig öll í góðum höndum og má þar t.d. nefna Goro hjúskaparmiðlara sem Sigurður Björnsson söng, Prins Yamadori sem Loftur Erlingsson söng, Keisaralegan fulltrúa sem Eiður Á. Gunnarsson fór með, Kate Pinkerton, sem Ásrún Davíðsdóttir 'söng og Bonze og Yakusidé sem þeir Sigurður Skagfjörð Steingrímsson og Valdimar Másson sungu. í þessu meistaralega skrifaða verki er dramatísk framvinda ekki minnst í framvindu tónlistarinnar sjálfrar og eru sönglínurnar þar aðeins hluti stærri heildar, nefnilega hljómsveitarvefjarins alls. Túlkun hljómsveitarstjórans Robins Stapletons var yfirleitt vel mótuð, utan að forspilið að þriðja þættinum þyrfti að vera þrungnara. Hljómsveitiri lék annars með besta móti og vil ég þakka það m.a. góðri frammistöðu konsertmeistarans, Sigurlaugar Eðvaldsdóttur, en auk hennar voru í burðarhlutverkum og áttu jafnframt fal- legar einleiksstrófur, þeir Daði Kolbeinsson á óbó og Ingvar Jónasson á víólu. Þessi sýning er að mati undirritaðs fallegasta og best unna óperusýning íslensku óperunnar til þessa. Grafík, olía og hvalir í Nýlistasafninu - Guðný B. Richards, Thomas Nýlistasafnið býður upp á marga möguleika í sýn- ingahaldi, enda skiptist það i raun upp í fimm rými. Um helgina var opnuð þar samsýning tveggja listamanna sem tekur yfir fióra sali, auk sýningar þriðja lista- mannsins í setustofu. Þau Thomas Ruppel og Guðný Björk Richards sýna grafik og málverk í sölunum fiór- um og hafa valið þá leið að blanda verkum sínum sam- an utan þess að Guðný sýnir ein í anddyrinu og Thom- as einn í Súm-sal. Sú leið gengur ágætlega upp, nema á pallinum þar sem grisja hefði mátt verkin. í setustof- unni sýnir Martin Leiensetter hálíbernskar og lúmskt skoplegar myndir af hvölum og öðru sjávarfangi. Lífrænar uppsprettur Verk Guðnýjar Bjarkar Richards á sýnirigunni eru 26 talsins, 14 olíumálverk, 11 grafíkverk og eitt verk málað meö akrýl á bakhlið glers að hætti þýskra alþýðulista- manna. í verkum Guðnýjar eru áberandi ýmiss konar mynstur sem hafa í flestum tilvikum skírskotanir í nátt- úruna, grafiska ásýnd snjóskafla í fialllendi, uppþornað- an leir í árfarvegi eða aðrar lífrænar uppsprettulindir. í olíumálverki nr. 27 er engu líkara en skóglendi sé fyrir- myndin en Guðný heldur sig þó jafnan innan marka hugsæisins og lætur hið hlutvakta ekki ráða ferðinni heldur heildarmynd sem er á mörkum hins þekkjanlega. Grafikverkin eru ýmist þurrnálarmyndir eða ætingar og eru á sömu nótum og málverkin. Þar koma jafnframt fram hæfileikar Guðnýjar til að nýta möguleika hverrar tækni til að gera einfaldar en áferðarfallegar myndir sem gefa í skyn fremur en að birta konkret hugmynd. Fínleg tækni og strangir fletir Thomas Ruppel sýnir 36 verk, 14 olíumálverk og 22 grafikmyndir, flest ætingar. Thomas er mun meiri til konkretsins en Guðný. Verk hans eru öll í strangflatar- Ruppel og Martin Leiensetter stílnum og þar er leikið á þanþol lita og forma og leitast við að skapa heildir úr ólíkum ferstrendum flötum. Stundum birtist þessi viðleitni sem leikur að kubbum, eins og í olíumálverkum nr. 12 til 15 þar sem svo virð- ist sem hægt sé að breyta uppröðun hinna mislitu flata innan rammans. í grafíkverkunum er víða um að ræða Myndlist ÓlafurJ. Engilbertsson flnlega tæknilega úrvinnslu á möguleikum flatarins þar sem ekki liggur í augum uppi hvaða tækni er beitt. T.d. er engu líkara en vatnslitur sé uppistaðan í mynd nr. 57 þar sem ætingu og akvatintu er beitt á japanskan papp- ír. Sömuleiðis eru ætingar/akvatintur nr. 48 og 49 harla langt frá hinni viðteknu ímynd aðferðarinnar. Þar hef- ur Thomas notað eir með stálþynnu til að skapa litrík- ar og athyglisverðar samsetningar. Hvalir í setustofu Loks ber að nefna málverk Martins Leiensetters í setustofunni. Þar er bæði um að ræða úm tug lítifla mál- verka af hvölum og fiskum og tvær lágmyndir bak við gler er sýna annars vegar í iður hvals og hins vegar augnlit hans. Hér er léttleikinn í fyrirrúmi og vangavelt- ur um grænfriðungaáróður fara fyrir lítið við slíkar kringumstæður. Leiensetter tekur þannig á viðfangsefn- inu að það kemur skoðandanum við. Einlægni og alþýð- leiki virðast vera útgangspunktar hjá listamanninum í þessari smámyndaröð. Sýningarnar í Nýlistasafninu standa til 26. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.