Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 15 Endurheimt stjarnanna Þegar undirritaður var barn sáust fleiri stjörnur yfir Reykjavík en núna. Þær tindruðu skært á haust- og vetrarkvöldum í djúpum og dularfullum geimi. Á slíkum kvöldum stóðum við stundum úti, bömin á Laugaveginum, og biðum eftir stjörnuhrapi. Þá var hægt að óska sér. Þeir sem voru harðastir í þessu stjörnulottói náðu þremur, flórum óskum á kvöldi. Norðurljósin yfir borginni voru líka mun skarpari og litauðugri en nú og vetrarbrautin eins og fínofið híalín yfir öllu saman. Þessi litla borg var yfirskyggð himnéskri ná- lægð og næstum sjálfgefið að finna að alheimurinn er heimkynni okk- ar og stjörnurnar í sömu flöl- skyldu og við. Ljósmengun Á þessum árum var borgin lítil umfangs. Menn voru ekki fyrr lagðir af stað út úr henni en þeir voru komnir upp í sveit. Nú þekur hún svipað landsvæði og fimm hundruð til átta hundruð þúsunda manna borgir og ljósbjarminn frá henni nær langt upp í himininn. Þetta er ekki alveg sami stjömu- himinn og við stóðum undir á Laugaveginum forðum. Hann er orðinn upplitaður yfir borginni, stjörnunum hefur fækkað, norður- ljósin eru svipminni og vetrar- brautin eiginlega ósýnileg. Rafljós borgarinnar hafa rænt íbúa hennar talsverðum hluta af skarti himinfestingarinnar. Það sjáum við ef við stöndum undir heiðskírum næturhimni utan borgarinnar. Þá kvikna ótal stjörn- ur sem ekki sjást lengur vegna Ijósbjarmans frá henni. Yfir Reykjavík sjást þó miklu fleiri stjörnur en yfir flestum öðr- um borgum í Vesturheimi. Margar borgir og þéttbýlissvæði þar sem greina mátti þúsundir stjarna með berum augum fyrir nokkrum ára- tugum eru nú stjarnlaus að kalla. Úþensla borganna verður til þess að sífellt meira ljósmagn berst út í himingeiminn. Þetta er kallað ljós- mengun. Orkusóun Fyrir fáeinum árum voru stofn- uð alþjóðleg samtök gegn ljós- mengun. í þeim er flöldi stjörnu- fræðinga af ýmsum þjóðernum, Kjallarinn Birgir Sigurðsson rithöfundur ljósahönnuðir, umhverfissinnar og aðrir sem vilja endurheimta stjörnumar. Við fyrstu sýn mætti ætla að harðsótt yrði að fá valda- menn borga og héraða til þess sjá ávinning við það að flölga sýnileg- um stjörnum. En ljósið sem berst upp í himin- inn felur í sér gífurlega orkusóun. Þeir sem til þekkja fuUyrða að ár- lega skipti þessi sóun milljörðum dollara í Bandarikjunum einum. Og talið er að 30-35% af öllu ljós- magni útilýsingar í Bretlandi lýsi ekkert til jarðar heldur berist upp í himininn engum til gagns. Ástandið í mörgum öðrum lönd- um er svipað. Illa hannaðir lampar og ljósastæði ásamt óvörðum ljós- um eiga mesta sök á þessu. Rétt hönnuð útiljós lýsa eingöngu til jarðar. Hver ljóseind nýtist þá til fulls. Þar með má fækka ljósum og hafa veikari perur. Það getur spar- að feiknmikla raforku. Áðurnefnd samtök gegn ljós- mengun hafa opnað augu margra valdamanna fyrir þessu. Víða er nú unnið að endurbótum á útilýs- ingu. Ef að líkum lætur munu þær að endingu færa íbúum þéttbýlis- svæða stjörnurnar aftur. Útilýsing i Reykjavík er sjálfsagt betri en víða annars staðar. Þó þarf ekki að ganga lengi til þess að sjá illa hönnuð ljós sem senda mik- inn flölda ljóseinda út í buskann. Það sannar bjarminn yfir borg- inni. Hvemig væri að Rafínagns- veitan gerði úttekt á þessari ljós- mengun? Það gæti leitt til mark- vissari útilýsingar. Þá myndi stjömuhiminninn yfir borgarbú- um aftur frá fyrri dýrð. Eða svona hér um bil. Birgir Sigurðsson „Útilýsing í Reykjavík er sjálfsagt betri en víða annars staðar. Þó þarf ekki að ganga lengi til þess að sjá illa hönnuð ljós sem senda mikinn fjölda ljóseinda út í búskann. Það sannar bjarminn yfir borg- inni.“ „Utþensla borganna verður til þess að sífellt meira Ijósmagn berst út í himingeiminn. Þetta er kallað Ijósmeng- un.“ Verkalýðsforystan Hver er árangur verkalýðsfor- ystunnar síðastliðin 30 ár? Eng- inn. Verkalýðsforystan hefir verið að heimta það sem ekki er til, í stað þess að benda á stefnumark- andi leiðir. Verkalýðsforystan hef- ur því verið til bölvunar með því að vera til, því fólk hefur vonað að um síðir muni eitthvað gerast af viti, en það er borin von. Verkalýðsforystan samþykkti kvótakerfið, sem er það mesta böl sem yfir þjóðina hefir dunið varð- andi almenna velferð. Verkalýðs- forystan horfði þegjandi á að yfir 700 bátum var fargað frá árinu 1990 þar til nú og þar með var vinnu fyrir 5600 manns kastað á glæ. Þessir bátar voru eyðilagðir til að ná saman tonnafíölda handa frystitogarauppbyggingunni, svo hægt væri að færa frystinguna frá landverkafólki og síðan senda hrá- efnið óunnið úr landi. Útleiga á sameigninni Verkalýðsforystan gerir sér enga grein fyrir því að tvöfalda þarf útflutningsverðmæti þjóðar- innar tfl að ná jafnvægi í þjóðar- búskapinn svö fólk geti fengið helmingi betri laun og styttri vinnutíma. Verkalýðsforystan hef- ur víst enga hugmynd um að land- grunn íslands hefur að geyma gjöf- ulustu fiskimið veraldar, og að þetta landgrunn samanstendur af tiltölulega ungu og viðkvæmu hrauni sem stórvirkir togarar eru í þann veginn að leggja i algera Kjallarinn Garðar Björgvinsson útgerðarmaður og bátasmiður auðn. Verkalýðsforystan veit það held- ur ekki að ef fiskimiðin væru nýtt á náttúrulegan hátt með kyrrstæð- um veiðarfærum, þá myndu fisk- stofnar ná sér furðufljótt, og heild- arafli þannig tekinn mætti nú þeg- ar fara upp í 400.000 tonn. Með nú- verandi veiðiaðferðum er mestall- ur fiskur tekinn í troll Verkalýðsforingjar, biðjið nú Þórð Friðjónsson hjá Þjóðhags- stofnun að reikna hvað launaum- slögin gætu gildnað ef bætt væri við heildarafla 150.000 tonnum af fullunnu hráefni til útflutnings. Biðjið hann að reikna út hvað launaumslögin gætu gildnað ef það fé sem hinir útvöldu sérhags- munahópar i sjávarútvegi fá fyrir að leigja út sameignina, fyrir 100 kr. hvert kg af þorski, færi i réttar hendur. Eða vitið þið e.t.v. ekki að á meðan úthafsskipin eru á sínum rétta stað, sem þau eru byggð fyr- ir, þá leigja pabbadrengimir litla Jóni þennan svonefnda kvóta sinn (sameignina) fyrir 100 kr. hvert kg. Þjóðarsátt Halda menn kannski að fisk- vinnslan geti borið sig við slik skilyrði? Litli Jón er ekki í sjálf- boðavinnu. Nei, kvótakerfið þarf að víkja fyrir fiskveiðistjórnun framtíðarinnar, sem er aflatoppur samkvæmt stærð skipa, og tog- veiðar út fyrir 150 mílur. Fækka þarf togskipum um helming og flölga bátum og skipum sem nota kyrrstæð veiðarfæri. Enginn sporður má fara úr landi í bókstaf- legri merkingu, því allan fisk þarf að fullvinna fyrir sölu. Á Alþingi Islendinga liggur fyr- ir fullútfærð tillaga um aflatopp til handa bátum upp að 12 tonnum. Tillagan felur í sér þjóðarSátt í er- fiðri deilu, og ekki nóg með það, hún felur í sér endurheimt frelsi sem er orðið langþráð. Hún felur í sér næga vinnu á landsbyggðinni og möguleika á betri nýtingu á hráefni og vinnutíma fólks, auk ótalmargra annarra hagræðinga. Síðast en ekki síst felur hún í sér stóraukna virðingu fyrir störfum Alþingis, en virðing fyrir störfum Alþingis er meginforsenda fyrir velferð þjóðarinnar. Ég vona því að þessi tillaga um aflatopp fyrir smábáta verði orðin lög fyrir jól, því þá mun skamm- degismyrkrið verða sem sólbjartur vordagur í huga hins dugmikla landsbyggðarfólks. Að lokum; munið landsfeður: Engin virkjun- arframkvæmd er ódýrari en virkj- un einstaklingsins! Garðar Björgvinsson „Verkalýðsforustan gerir sér enga grein fyrir því að tvöfalda þarf útflutningsverð- mæti þjóðarinnar til að ná jafnvægi í þjóðarbúskapinn svo fólk geti fengið helmingi betri laun og styttri vinnutíma.“ Með og __^ ■ ■ ð moti Bóksala undanþegin samkeppnislögum með föstu bókaverði Bækur eru öðruvísi „Ástæða þess að bóksalar vflja fast verð á bók- um er aö það tryggir áfram út- gáfu vandaðra bóka og bók- menntaverka og að ísland verði áfram sú bóka- þjóð sem hún hefur verið. Lestur ritmáls og þjálfun í lestri er forsenda fyrir þekk- ingaröflun og samhengi er á milli lesturs og þroska. Bækur eru öðruvísi en aðrar vörrn-. Fast bókaverð tryggir aðgengi að bókum um allt land allt árið, en ekki bera í 1 mánuð eins og í stór- mörkuðunum og að íbúar á lands- byggðinni njóti þeirrar þjónustu sem bókabúðin veitir árið um Teitur Stefáns- son, formaður bóksala. kring. í Frakklandi var bókaverð gefið frjálst 1989 en stjórnvöld gripu í taumana 1992 og settu fast verð á aftur þar sem bókatitlum fækkaði, bókabúðum var lokað í stórum stíl og bækur fengust eingöngu í stærstu bæjum Frakklands. Ef fast bókaverð verður afnum- ið mun það leiða til þess að færri bókatitlar verða gefnir út, bækur verða dýrari og bókaverslanir verða færri og fábreyttari.“ Ekki hagur neytenda „Ég er á móti þessari undan- þágu vegna þess að ég tel að hag neytenda sé best borgið með frjálsri sam- keppni og það eigi við um bækur eins og aðrar vörur. Ég tel það óþarfa að setja upp ein- Oskar Magnús- son, forstjóri Hagkaups. hvern helgisvip þegar bók ber á góma. Þar er vissulega margt vel gert en líka óhemju mikið magn af rusli sem á engan rétt á því að njóta sérstöðu undir þeim for- merkjum að um menningu sé að ræða. í öðru lagi er það umhugsunar- eöii að Samkeppnisstofnun er að ákveða það fyrir þjóðina hvað telj- ist vera menning og hvað ekki. Það eru sjálfsagt margir sem gætu vel hugsað sér aðra menningar- neyslu en bók þó að vegur hennar eigi að sjálfsögðu að vera sem mestur. Það er ekkert sem sýnir að veg- ur bókarinnar verði eitthvað meiri meö þessari undanþágu. Ekkert segir okkur að gefnar verði út betri bækur, að neytend- ur kaupi frekar betri bækur en verri eða aö þeir kaupi þær yfir lengri tíma ársins en skemmri. Úrskurður Samkeppnisstofn- unar er líkari fomleifauppgreft- inum í Skriðdal en öðrum nútíma- legum ákvörðunum sem stofnunin hefur tekið.“ -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.