Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 12
12 Spurningin MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 Hvað gerir þú í frístundum? Ósk M.S. Guðlaugsdóttir deildar- stjóri: Sinni fjölskyldunni. Vigfús Ingvarsson tæknimaður: Hnýti flugur. Gréta Lárusdóttur hjúkrunar- fræðingur: Ég hef engar. Guðrún Þorsteinsdóttir af- greiðslukona: Ég fer í gönguferðir á sumrin og skíði á vetuma. Edda Nína húsmóðir: Ég hef eng- ar frístundir, því miður. Guðlaug Ólafsdóttir verslunarm- aður: Ég læri t.d. ensku. Annars er ég bara heima og hef það notalegt. Lesendur Guðjón Sigurðsson skrifar: Ég las ágæta og greinargóða fréttaskýringu í DV sl. miðvikudag um kjaramálin - Lækkun matar- verðs ekki leið til lífskjarajöfnunar. Hve lengi sem fundahöld standa yfir hjá svokallaðri launanefnd ASÍ og VSÍ verður engan veginn hægt að sætta sig við neins konar málamiöl- un um að verkafólk taki á sig lag- færingu á pólitískum mistökum varðandi framkvæmd GATT-samn- ingsins sem skiptimynt til kjara- bóta. Það er hins vegar fróðlegt að fylgj- ast með þessum viðræðum, ef við- ræður skyldi kalla. Þar fara menn kringum þær eins og kettir í kring- um heitan graut. Þó virðist mér sem VSÍ sé að bræða verkalýðsleiðtogana til viðræðna um vöruverðslækkun sem ríkið á svo að sjá um að fram- kvæma. Auðvitað bætir verðlækkun á matvörum kaupmátt averkafólks. En sú verðlækkun er ekki eingöngu til góða fyrir verkafólk heldur líka þá sem nýlega hafa fengið launa- hækkanir svo nemur tugum þús- unda á mánuði. Það væri grátlegt fyrir okkur launþega að sjá forustu- menn okkar stuðla að.breikkun bils- ins á milli ríkra og fátækra. Bersýnilegt er að verkalýðsforust- an þorir ekki að taka á málunum eins og hún hefur þó heitið. Þeir eru þó kosnir til að taka á málum fyrir umbjóöendur sína, ekki fyrir VSÍ eða ríkisvaldið. Gengið á fund ráðamanna. - Umræðuefnið matarverðslækkun eða launa- hækkun? Ég ætla ekki að boða nein átök á vinnumarkaðinum. Ég krefst þess hins vegar að forusta launþegasam- takanna taki mark á umbjóðendum sínum og standi fast á því að laun verði hækkuð við þá lægst launuðu með beinum kauphækkunum, ásamt lagfæringum í lífeyrissjóða- málum, t.d. með lækkun aldurs- marka til fulls eftirlaunarréttar úr 70 árum í 65 ár. Einnig að gefa laun- þegum á mánaðarlaunum kost á að fá útborguð laun tvisvar í mánuði í stað einu sinni í mánuði. Þessum áköllum félagsmanna hafa verka- lýðsforingjar aldrei sinnt. Við erum orðnir þreyttir á því virðingarleysi sem forystumennirnir sýna félags- mönnum með því að sniðganga hvert ákallið á fætur öðru. Nú skul- uð þið vinna ykkar verk og vinna samviskusamlega. Kjaramálin enn í rembihnút Klámhögg Súsönnu Kristín skrifar: „Klámhögg" var heitið sem Kol- brún Bergþórsdóttir gagnrýnandi valdi nýútkominni bók eftir Súsönnu Svavarsdóttur. Þar rataðist Kolbrúnu satt á munn, og hún á heiður skilinn fyrir hreinskilni sína um þetta annars allt of umtalaða verk. Mér satt að segja blöskrar hvemig fjölmiðlar hafa hlaupið eins og lóðahundar eftir Súsönnu Svav- arsdóttur undanfarnar vikur. - Blás- ið upp klámið úr henni, sem hún sjálf leyfir sér að kalla „bókmennt- ir“, en er að sjálfsögðu ekkert annað en sjoppulitteratúr af versta tagi. Yfir mig gekk þó fyrir skömmu, þegar ég heyrði „upplesstur" úr bókinni í Ríkisútvarpinu, og eitt- hvert gáfumannatalið í kjölfarið. - Hvað er eiginlega að gerast í menn- ingarvitund íslendinga? Einhverri konu dettur í hug að setja kynóra sína niður á blað og gefa því heitið bókmenntir, og menningarelítan - eins og hún leggur sig - tekur upp hroðann og meðhöndlar sem lista- verk? Sér er nú hvert listaverkið! Ég hef séð frumlegri og fallegri samfaralýs- ingar í Eros og Bósa, en mér dytti aldrei í hug að kalla þær bókmennt- ir. Og hvað gengur bókmenntagagn- rýnanda ■ Morgunblaðsins til þegar hann tekur þessa bók til umíjöllun- ar líkt og hún hcifi eitthvert menn- ingarlegt gildi? Þessi bók hefur ekk- ert menningarlegt gildi, hún er ómenning. En athyglin sem hún hef- ur hlotið er átakanlegt dæmi um menningarfátæktina á fjölmiðlaöld, og sannar það sem lengi hefur verið vitað, að leiðin að hjarta mannsins liggur um hreðjar hans. Ofan í kauþið er svo konan, Sús- anna, látin dæma bækur í sjálfu Ríkissjónvarpinu. Hefur konan með skrifum sínum sýnt þá dómgreind að Sjónvarpinu sé sómi að henni sem bókmenntagagnrýnanda? Kemur álið öllu á fulla ferð? Höskuldur skrifar: Stóra stundin er runnin upp hjá þjóðinni hér sunnanlands. - Álið er komið til að vera, og nóg verður að gera, sagði vinnufélagi minn við mig. Og hann sagðist ekki ætla að bíða, heldur stefndi.á að fara beint á hálendið þegar virkjunarfram- kvæmdir hæfust. Ég spurði hann hvort hann þyrði að taka þá áhættu að segja upp starfínu og fá vinnu, kannski í eitt ár eða svo, við virkj- unarframkvæmd. Hann sagðis kæra sig kollóttan, hann skipti glaður á 82 þús. kr. launum í dag og kannski um 200 þús. þar efra. Tækifærið kæmi ekki aftur. Auðvitað hefur þessi vinur minn rétt fyrir sér að því leyti að 200 þús. kr. laun á mánuði eru mun betri 82 þúsund krónur. Og kannski kem ur tækifærið ekki aftur í Kannski aldrei. Þannig held ég að margir hugsi þessa dagana. Ég hel að allir ætli að gera það gott út á álið. Það er sama hvert litið er eða við hvem maður talar, smiði, jáma- menn, múrara, verkamenn, sjó- menn sem eru orðnir þreyttir á sjónum; allir ætla að gera út á álið góða. Er þá að skapast hér ný þensla, eitthvert gullgrafaraæði? Ég held að svo verði ekki. En það em eflaust margir sem hugsa sér Álið komið til að vera. - Iðnaðarráðherra skenkir í bollana því til staðfest- ingar. gott til glóðarinnar, í þeirra orða fyllstu merkingu. Og víst er um það, að það verður hart barist um bitana, verktökur og verkþætti. Ég held hins vegar að það þurfi a.m.k. eitt álver til viðbótar til að hér verði slíkur uppgangur og allrahagur, að menn fari almennt aö finna fyrir raimverulegum efnahagsbata. Efna- hagsbati vegna stækkunar álversins í Straumsvík er ekki meiri en svo að nemur fyrmm Smuguveiðum á ársgrundvelli. Þaö þarf því meira ál og meiri stóriðju til að hér fari „allt á fullt“. Stöðvum ung- lingadrykkju? Sigurbjörn skrifar: Þessi yfirskrift er mjög vin- sælt slagorð þjóðarinnar. Ég verð þó að segja að á meðan hin- ir fullorðnu em að velta sér upp úr vandamálum unglinganna eru þeir á sama tíma að auglýsa þetta sem þeir eru að berjast gegn. Ég hélt t.d. að bannað væri að auglýsa áfengi opinberlega hér á landi. Mér finnst þá skrýt- ið að Reykjavíkurborg, sem er nýbúin að skipa nefnd til að ræða vandamál miðborgarinnar um helgar, þar sem drykkjulæti eiga að vera helsta vandamálið, þá eru mest áberandi bifreiðar borgarinnar, SVR-vagnarnir, ak- andi auglýsingar: Verið villt, verið rétt stillt! Og bjórauglýsing sitt hvorum megin við slagorðin. Ef þetta er ekki eitthvað tyrir unglingana þá veit ég ekki hvað? Og nú sígaunar Kristín Pétursdóttir skrifar: Ég er ekki kynþáttahatari en ég vil að við fylgjumst vel með innflutningi á útlendingum til ís- lands og það vilja mjög margir auk mín. Við höfum fengið fólk frá Asíu og víðar að og nú eru það sígaunar. Gætum þess að þetta sé ekki fyrsta skrefið til flóðbylgju af þessum þjóðtlokki. Það er allur varinn góður þótt sjálfsagt hafi verið að aumka sig yfir eina tiltekna stúlku. Slökkviliðiö á Keflavíkur- flugvelli Kolbeinn hringdi: Slökkiliðsmenn á Keflavíkur- flugvelli hrósa sér mjög af því að vera undir stjórn bandaríska varnarliðsins. Þeir fá einnig greidd laun frá vamarliðinu og sækja allan sinn aðbúnað og vinnureglur til vamarliðsins og segja þær með þeim bestu sem þekkjast. Nú segjast slökkviliðs- menn vera búnir að fá sig fullsadda! Þeir segja launabreyt- ingar íslenska rikisins ekki skila sér til þeirra og segjast dregnir á asnaeymm og hóta að leggja til atlögu við millilandaflugið fáist ekki leiðrétting. Þetta á því ekki að vera mál ríkisins. Burt með for- setaembættið Lárus skrifar: Ég er sammála þeim sem hafa verið að skrifa um að leggja for- setaembættið niður og sameina það eða láta embætti forsætisráö- herra duga. Við myndum spara mikið fé til æðstu stjórnar, auk þess sem emhættisfærslan yrði mun skilvirkari. Og svo gæti Davíð Oddsson náttúlega sleppt því að bjóða sig fram til forseta, hann sæti bara í sínu embætti eins og margir vilja líka að hann geri. Bílaþjónusta I neyð Helgi skrifar: Ég var á bíl minum í hádegi á föstudegi þegar ég varð fýrir því óláni að skottlokiö fór í baklás. Ég þurfti á skjótri og góðri þjónstu að halda og hringdi því í Neyðarþjónustu v/Hekluhúsið. Þar var svarið þetta: Komdu með bílinn á mánudag - þetta kostar í kringum 8 þús. kr. Mér blöskr- aði. Ég hringdi því i verkstæði er heitir Betri bílar og er í Skeif- unni. Þar var svarið: Komdu með bílinn strax og þú getur. Um kl. 15 sama dag hringdi verk- stæðismaður í mig og segir: Bíll- inn er tilbúinn, viðgerðin kostar 1500 kr. Svona er þjónustan furðulega misjöfn. - Bestu þakkir til Betri bíla verkstæöisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.