Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 Fréttir_________________________________________ íslenskir athafnamenn eru stórtækir í Namibíu: Nýuppgert frysti- hús og glæsi- legur togari Nýuppgert, stækkað og tækjavætt frystihús í eigu Seaflower Whitefish Corporation, sameiginlegs fyrirtæk- is fslenskra sjávarafurða, ÍS, Nýsis og namibískra stjórnvalda, verður vígt í Liidderitz í Namibíu um næstu mánaðamót. Húsið tekur til starfa í byrjun desember og er von- ast til að það geti framleitt allt að 15 þúsundum tonna af fiski, mestmegn- is lýsingi, á ári. Hátt í 400 starfs- menn verða hjá frystihúsinu, þar af nokkrir tugir íslendinga, og fer framleiðslan á Evrópumarkað, til dæmis á Spán. „Það var skipt um allt, settar nýj- ar vinnslulínur og tækjavætt algjör- lega upp á nýtt þannig að húsið á að vera eins og fullkomnustu frystihús hér heima. Þama verður öll hefð- bundin vinnsla. Við eruni komnir með stóran lausfrysti þannig að við höfum alla möguleika á að fram- leiða beint fyrir neytendur,“ segir Sigurður Gils Björgvinsson, hag- fræðingur hjá íslenskum sjávaraf- urðum, ÍS. Áætlað er að endurbætumar á frystihúsinu hafi kostað um það bil 150 milljónir króna og er fjármagnið að mestu tekið að láni hjá Norræna þróunarsjóðnum. Frystitogarinn Hannover, sem er í eigu fyrirtækisins og mun heita Seaflower, heldur í dag til Namibíu. Áætlað er að togarinn, sem er 93ja metra langur, verði kominn þangað fyrir vígslu frystihússins. Sigurður segir að Slippstöðin Oddi á Akur- eyri hafi útbúið hann fyrir lýsings- vinnslu og hafi það tekist mjög vel. „Þetta er flottasti úthafstogari sem sést,“ segir Sigurður. Um 90 starfsmenn verða á frysti- togaranum, þar af verður stór hluti íslendingar. -GHS Frystitogarinn Hannover í eigu íslensk-namibíska fyrirtækisins Seaflower Whitefish Corporation er á leið til Ludderitz í Namibíu en þar er verið að vfgja nýendurbætt og tækjavætt frystihús sem mun framleiða 15 þúsund tonn af fiski á ári fyrir Evrópumarkað. DV-mynd BG Álafosskvosin í Mosfellsbæ: Reynt að selja leigjend- um verksmiðjuhúsið Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og forsvarsmenn Framkvæmdasýslu ríkisins hafa hist til að ræða sölu húsa í Álafosskvosinni í Mosfells- bæ en bæjarfulltrúar hafa verið óánægðir með það hvernig staðið hefur verið að sölunni. Jóhann Sigurjónsson, bæjar- stjóri Mosfellshæjar, segir að nið- urstaöa fundarins hafi orðið sú að Framkvæmdasýslan myndi láta á það reyna hvort leigjendur í verk- smiðjuhúsinu svokaUaða í Ála- fosskvosinni geti og vilji kaupa húsiö. -GHS m moo ÞANNIG VIRKAR TÖLVAN Bok ug geisladiskur! P Þannig virkar tölvan er skemmtileg leið til að kynnast tölvunni og framar öllum í sinni röð. Alfrcd Poor, PC Magazine Sláandi...fræðandi...auðskilin. L.R. Shannon, The New York Times Hnökralaus samsetning texta og mynda gera flókna eðlisfræði einkatölvunnar eins sjálfsagða og þyngdarlögmálið. Lorry Blosko, The Associoli Þau Sigríður D. Friðjónsdóttir og Róbert Freyr Jónsson, sem starfa hjá Sölt- unarfélagi Dalvíkur, sátu í mestu makindum fyrir utan vinnustað sinn, með kaffibolla og sígarettur í höndunum. Þau sögðu harðbannað að reykja inn- andyra í fyrirtækinu og því væri ekki um annað að ræða en að flytja sig út á götuna til að svala nikótínnautninni. DV-mynd gk Byggingar í eigu Akureyrarbæjar: Brunavörn- um víða ábótavant - æfingum ekki sinnt þrátt fyrir lög þar um Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það má segja að ástandið sé víða slæmt en þetta erindi, sem var verið að ræða í framkvæmda- nefnd bæjarins, er að mestu leyti ítrekun vegna ábendinga um úr- bætur sem lagðar voru fram af Brunamálastofnun á árunum 1990 til 1991. Síðan hefur því mið- ur lítið gerst,“ segir Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri vegna ástands brunavarna í ýms- um mannvirkjum í eigu Akureyr- arbæjar. Úttekt eldvarnaeftirlitsmanns sem varðar ýmis opinber mann- virki, s.s. skóla, íþróttahús og samkomnhús bæjarins, ber með sér að krafist er umtalsverðra úr- bóta í brunavarna- og öryggis- málum sem munu hafa mikinn kostnað í för með sér. Fram- kvæmdanefnd Akureyrar ræddi þessi mál á fundi sínum og óskaði eftir því að byggingadeild bæjar- ins færi yfir skýrslur og gerði til- lögur um forgangsröðun þess hvernig að úrbótum verði staðið. Tómas Búi Böðvarsson segir að Samkomuhúsið við Hafnarstræti komi ávallt upp í þessari um- ræðu, en það hús er leikhús bæj- arins. Húsið er gamalt timburhús og Tómas Búi segir að þar sé margt öðruvísi en æskilegt megi teljast. Hann segir að þar séu leið- ir til úrbóta, s.s. að setja upp við- vörunarkerfi og vatnsslök- kvikerfi auk þess að hólfa húsið betur niður. Varðandi skólahúsin sem gerð- ar hafa verið athugasemdir við benti Tómas Búi á að í gildi væru lög sem kveða á um rýmingará- ætlun og skyldu þess að æft sé hvernig rýma eigi slík hús. Hann segir að í sumum tilvikum sé því sinnt, t.d. í Bamaskóla Akureyr- ar, en segir jafnframt að á öðrum stöðum hafi slíkar æfingar ekki farið fram. Breytingar í áfengissölu 1. desember: ATVR-merking á flöskum ekki nauðsynleg - innflytjendur mega sjálfir flytja inn bjór, vín og áfengi „í þeirri reglugerð sem tekur gildi 1. desember næstkomandi er sú breyting að ekki er lengur nauðsyn- legt að ÁTVR-merkið sé á flöskum með áfengum drykkjum. ÁTVR hafði sent vínframleiðendum, sem höfðu umboðsmenn á íslandi, bréf þess efnis að ÁTVR hefði einkaleyfi á ÁTVR- merkinu og því þyrfti leyfi til að setja það á flöskurnar. Nú er það úr sögunni og þess vegna verð- ur þetta allt miklu einfaldara í snið- um,“ sagði Andrés B.- Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bræðranna Ormsson, sem hefur umboð bæði fyrir vín og bjór. Það hefur verið uppi nokkur ágreiningur milli innflytjenda og ÁTVR um ýmislegt í reglugerðinni meðan hún var í undirbúningi. Andrés segir þær nú að mestu leyst- ar og að hann sé ágætlega sáttur við hana. Það sem helst vanti sé að ÁTVR hætti að flytja sjálft inn þær tegundir sem hafa umboösmenn hér á landi. Innflytjendur vilji sjálfir annast það mál. Hann sagði menn vona að breyting yrði þama á hægt og rólega. „Önnur nýlunda verður tekin upp eftir 1. desember. Hún er sú að nú mega innflytjendur sjálfir flytja inn áfenga drykki og eiga þá í öruggri lagergeymslu og afgreiða sjálfir til veitingahúsa og þeirra sem hafa skemmtana- og vínveitingaleyfi," sagði Andrés B. Sigurðsson. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.