Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Side 8
8 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 Utlönd Stuttar fréttir r>v Hundruð þúsunda minntust Itzhaks Rabins í Tel Aviv í gærkvöld: Peres leiði ísraelsku þjóðina í átt til friðar „Ég hvet þig, Símon Peres, til að halda áfram að leiða ísraelsku þjóð- ina í átt til friðar á vegi og í anda Itzhaks," sagöi Leah Rabin, ekkja Itzhaks Rabins, forsætisráðherra ísraels, þreytuleg en róleg, í gær- kvöld á fjöldasamkomu á torginu þar sem ísraelski forsætisráðherr- ann var myrtur fyrir rúmri viku. Um 250 þúsund syrgjendur voru samankomnir á torginu, sem hefur verið nefnt eftir Rabin, til að minn- ast hins myrta forsætisráðherra sem féll fyrir hendi öfgasinnaðs gyð- ings þegar hann var að yfirgefa frið- arfund. Þyrlur með leitarljósin tendruð flugu yfir mannhafinu og úrvals- skyttur lögreglunnar höfðu komið sér fyrir á nærliggjandi húsþökum. Öryggisráðstafanir voru strangari en þær höfðu nokkru sinni verið áður i Tel Aviv. Símon Peres, starfandi forsætis- ráðherra ísraels, sótti fundinn í gærkvöldi gegn vilja yfirmanna ör- yggisgæslunnar en hann tók þó ekki til máls. Fyrr um daginn, við minn- ingarathöfn á vegum Verkamanna- flokksins, réðst hann hins vegar á „lærisveina djöfulsins" í ísrael sem stæðu í veginum fyrir friði. Lögreglan skýrði frá því í gær að hún hefði komist að því að öfgasinn- aðir hægrimenn hefðu haft með sér samtök um að brugga Rabin bana- ráð og þeir hefðu einnig áformað að sprengja bílsprengjur í bæjum araba til að spilla fyrir friðarsamn- ingunum við Palestínumenn. Peres gerði þó lítið úr samsæris- kenningunum í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TFl í gær. Aðspurður um hvort samsæri hefði verið um að myrða Rabin, svaraði hann: „Það er mjög erfitt að segja til um. Ef við erum að tala um andrúmsloft er kannski hægt að segja það. En ef þú ert að tala um samtök er það miklu takmarkaðra. Samsærið lá í loftinu en það voru ekki nein raunveruleg samtök,“ sagði Peres. ísraelska lögreglan hefur nú í haldi sjö menn vegna morðsins á forsætisráðherranum, þeirra á með- al morðingjann, laganemann Yigal Amir. Til marks um að friðarstefnu Rab- ins verði framfylgt afhentu ísraels- menn Palestínumönnum í bænum Jenin á Vesturbakkanum borgara- leg völd þar í gær. ísraelskir her- menn í bænum fara þaðan í dag, í samræmi við friðarsamkomulagið sem Rabin og Yasser Arafat, leiðtogi PLO, undirrituðu fyrir tveimur mánuðum. Reuter Ung stúlka, vafin inn í friðarveggspjöld, heldur á minningarkerti á fjöldafundi í Tel Aviv í gærkvöldi þar sem Itzhaks Rabins, forsætisráðherra ísraels, var minnst. Hálft þriðja hundrað þúsund syrgjenda kom á fundínn til að heiðra minningu forsætisráðherrans sem var myrtur á laugardaginn fyrir rúmri viku þegar hann var að koma af friöarfundi á sama torgi og fundurinn í gærkvöld var haldinn á. Símamynd Reuter Herstjórnin í Nígeríu fordæmd um allan heim: Fengu tvö ár til að endurreisa lýðræði Herforingjastjórnin í Nígeríu hefur ekki miklar áhyggjur af mótmælaöldunni sem risið hefur upp um allan heim vegna aftöku níu mannréttindafrömuða í land- inu á fostudag. Talsmaður stjómvalda ítrekaði að yfirmaður herforingjastjómar- innar, Sani Abacha hershöfðingi, hefði í hyggju að endurreisa lýð- ræði í landinu. „Viö þörfnumst samvinnu ykk- ar en ekki fordæmingar," sagði talsmaðurinn, David Attah. Nígería var rekin tímabundið úr breska samveldinu um helgina og hershöfðingjunum gefin tvö ár til að koma á lýðræði í landinu. Að öðram kosti ætti Nígería á hættu að vera rekin úr samveld- inu fyrir fullt og allt. Bandaríkin hafa kallað heim sendiherra sinn í Nígeríu og hið sama hefur Evrópusambandið gert. Þá hefur ESB hætt allri þró- unarsamvinnu við Nígeríu. John Major, forsætisráöherra Bretlands, lýsti yfir algjöru vopnasölubanni til Nígeríu og hvatti aðrar þjóöir til að gera slíkt hið sama. Hann var þó var- kár í orðum, rétt eins og stjórn Clintons, þegar talið barst að banni á olíuviðskiptum við Níger- íu þar sem slíkt bann kæmi harð- ast niður á almenningi. Þessu reiddust baráttumenn fyrir mannréttindum í Nígeríu sem sögðu að fámenn valdaklíka stjórnaði olíuiðnaðinum. Rithöfundurinn Ken Saro- Wiwa, sem var hengdur ásamt átta félögum sínum, leiddi bar- áttu Ógoní- manna, sem em í minnihluta í Nígeríu, fyrir sjálfs- forræði. Mennirnir höfðu verið dæmdir til dauða fyrir morð á fjórum Ógoní-höfðingjum á bandi stjórnvalda. Reuter Austur-Slavónía aftur hluti Króatíu: Gott samkomulag ef það færír frið Uppgjöf, ótti og óvissa einkenndu viðbrögð Serba, sem búsettir eru í Austur-Slavóníu-héraði í Króatíu, við fréttum um að umdeilt hérað þeirra yrði aftur fært undir stjórn Króata. „Hvar eigum við þá heima þegar þeir eru búnir að undirrita sam- komulag? Hver tekur okkur? Ég vildi bara óska þess að þeir lykju þessum viðræðum sínum og leyfðu okkur að lifa í friði,“ sagði Zlatica Stojnovic, ellilífeyrisþegi í Vukovar, höfuðborg Austur-Slavóníu. „En að sjálfsögðu er þetta gott ef það færir okkur frið. Ég þoli bara óvissuna um framtíðina ekki lengur," bætti hún við. Samkomulag sem undirritað var í gær bindur enda á uppreisn Serba í Austur-Slavóníu sem hófst þegar Króatía sagði sig úr lögum við Júgó- slavíu árið 1991. Blóðugustu bardag- amir sem hafa orðið í Evrópu frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari urðu í Austur-Slavóníu í kjölfarið. Króatar höfðu hótað að taka hér- aðiö með valdi ef ekki næðist sam- komulag um framtíð þess fyrir mán- aðamót. Alþjóðlegir sáttasemjarar lýstu yfir ánægju sinni með samkomulag- ið í gær. „Þetta er upphafið að enda- lokum styrjaldarátakanna í fyrrum Júgóslavíu. Ég tel að það eigi eftir að smita út frá sér og leiða til friðar um alla fyrrum Júgóslavíu," sagði Torvald Stoltenberg, sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, á fundi með fréttamönnum í Zagreb. Samkomulagið sem var undirrit- að í gær er í fjórtán liðum og gerir það ráð fyrir eins árs aðlögunar- tímabili áður en Króatar fá aftur yf- irráð yfir Austur-Slavóníu. Á aðlög- unartímabilinu verður héraðið und- ir alþjóðlegri stjórn. Áritunarskylda Danir ætla að taka upp vega- bréfsáritunarskyldu fyrir ríkis- borgara Kólumbíu, Perú, Bólivíu og Taílands til að stemma stigu við eiturlyfja- smygli. Ágreiningur í Vín Ríkisstjórn Austurríkis er klofin í afstöðu sinni til þess hvort senda eigi austurríska hermenn til friðargæslu í Bosn- íu. Juppé í vanda Alain Juppé, forsæt- isráðherra Frakklands, má búast við erfiðleikum í vikunni þegar hann kynnir tillögur stjóm- ar sinnar um leiðir til að eyða fjárhagsvanda velferðarkerfisins. Fótspor risaeðla Kínveijar hafa fundið tuttugu risaeðlufótspor, 130 milljón ára gömul, á sléttum Norður-Kína. Heimsendi frestað Heimsendi hefur verið frestað og verður hann ekki í bráð, að sögn Votta Jehóva. Sprengjuvargar Lögreglan i Oklahoma í Bandaríkjunum hefur handtekið þrennt vegna gruns um samsæri um að smíða sprengju úr áburöi. Sigur Shevardnadzes Allt stefndi i sannfærandi sigur borgara- sambands Eduards She- vardnadzes, forseta Georg- íu, í þingkosn- ingum sem fram fóru um helgina, ef marka má fyrstu atkvæðatölur. Deilt um frið írar og Bretar deila um hvern- ig eigi að bjarga friðarumleitun- um á Norður-írlandi sem nú eru í uppnámi. í yfirliði Tugir Alsírbúa féllu í ómegin eða voru troðnir undir fyrir utan ræðismannsskrifstofuna í Nice þar sem þúsundir komu til að kjósa í forsetakosningum. Skutla á loft Geimskutlan Atlantis er nú á leið á stefnumót við rússnesku geimstöðina Mir á miðvikudag. Ekki í framboði Hollepsk stjómvöld sögðu í gær að Hans van den Broek, ut- anríkismálastjóri ESB, yrði ekki í framboði fyrir framkvæmda- stjórastöðuna í NATO. Kosið á réttum tíma Borís Jeltsín Rúss- landsforseti áformar að efna til for- setakosninga á þeim tíma sem áður hafði Verið ákveðinn, þegar kjör- tíma- bil hans rennur út í júní á næsta ári, að sögn forseta efri deildar þingsins. Ágreiningur um leiðir Innan Evrópusambandsins eru menn sammála um að ýmis- legt sé að en greinir á um lausn- ir. Lok, lok og læs Hætta er á að rikisbákninu í Ameríku verði lokað á þriðjudag vegna fjárskorts. Ritzau, Reuter Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.