Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Side 27
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 39 Préttir Sjónvarpsstöðin Sýn hefur reglulegar útsendingar á fimmtudaginn: I bullandi samkeppni um hylli áhorfenda - segir Páll Magnússon sjónvarpsstjóri - engan aukabúnaö þarf til aö ná útsendingum Sjónvarpsstöðin Sýn mun hefja reglulegar -útsendingar á fimmtudaginn kemur kl. 20. Útsendingar munu ná til allra sjónvarpsnotenda á svæði sem markast af höfuðborgarsvæð- inu, Suðurnesjum og Akra- nesi. Útsendingarnár verða öll- um opnar til og með 21. nóvem- ber og geta allir séð þær án þess að gera sérstakar tækni- legar ráðstafanir. Frá og með 22. nóvember geta áskrifendur Stöðvar 2 síðan séð útsending- ar Sýnar án endurgjalds í ákveðinn tíma. Er það gert til frekari kynningar á dagskrá stöðvarinnar. Ekkert aukaloftnet né myndlykill Sýn sendir út á VHF- og UHF-bandi sem eru hin hefð- bundnu tíðnisvið sjónvarpsút- sendinga. Sýn mun síðan eiga í samvinnu við Stöð 2 um inn- heimtu og tæknileg atriði. Það þýðir að nota má sama mynd- lykil og notaður er fyrir Stöð 2 til að ná útsendingum Sýnar eftir að þeim verður læst. Síð- ar þurfa væntanlegir áskrif- endur Sýnar ekki að útvega sér nein aukatæki, hvorki ann- an myndlykil né loftnet, til að ná útsendingunum. Þeir sem notast eingöngu við örbylgju- loftnet til að ná útsendingum Fjölvarpsins, RÚV og Stöðvar 2 þurfa heldur engan aukaút- búnað til að ná útsendingum „Það er afar einfalt mál og fyrirhafnarlaust af hálfu áskrifandans að ná útsendingum okkar,“ segir Páll Magnússon, sjónvarps- stjóri Sýnar, en Sýn hefur reglulegar útsendingar á fimmtudaginn. Sýnar. „Það er afar einfalt mál og fyrirhafnarlaust af hálfu áskrifandans að ná útsend- ingum okkar,“ sagði Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Sýnar, við DV. Vinsælir þættir og kvikmyndir Efni það sem Sýn mun senda út verður fjölbreytt þar sem vinsælar og spennandi þátt- araðir og kvikmyndir verða fyrirferðarmiklar. í því sam- bandi má nefna að Sýn hefur gert stóra samninga um kaup á kvikmyndum til sýn- inga. Þá eru ónefndar íþróttaútsendingar stöðvar- innar. Sýn hefur gert samn- ing um beinar útsendingar frá meistarakeppni Evrópu í knattspyrnu þar sem bestu félagslið álfunnar leiða sam- an hesta sína. Síðar munu fleiri íþróttagreinar verða á dagskránni en eftir er að ganga endanlega frá þeim málum. Páll undirstrikar að þó Sýn og Stöð 2 eigi í samvinnu um innheimtu og tæknileg atriði séu þetta tvö aðskilin hluta- félög. „Við verðum i bullandi sam- keppni um hylli áhorfenda við Stöð 2, Stöð 3 og Sjón- varpið og munum hvergi gefa okkur," sagði Páll.. Súðavík: Uppsögn forðagæslu- manna- veldur deilum „Það var ákveðiö að breyta þessum málum nokkuð með spamað fyrir hreppinn í huga. Þetta er landstór hreppur og viö viljum minnka kostnaö við akst- ur og ferðir. Þess vegna var forðagæslumönnunum sagt upp en það kemur alveg til greina að endurráða þá,“ sagöi Ágúst Björnsson, sveitarstjóri í Súða- víkurhreppi, í samtali við DV. Vegna þeirrar ákvörðunar meirihluta hreppsnefndar að segja forðagæslumönnunum upp og breyta starfinu hafa spx'ottið upp deilxxr ixman hreppsnefndar. Heiðar Guðbrandsson, helsti talsmaður minnihlutans, er þessu fullkomlega andvígur. Hann sagðist, í samtali við DV, hafa lagt fram dagskrártil- lögu á fundi hreppsnefndar, þeg- ar þetta kom til umræðu, um að hætta umræöu um máliö og láta forðagæslumenn ljúka vqrki sínu. Síðan að láta bændur gera tillögu um hvemig þeir vifja að þessum málum verði hagað í framtíðinni. Þessi tillaga var felld 3:2. Búast má við að þessu máli sé ekki lokið því ráðherra verður að staðfesta breytingar á forða- gæslu i hreppnum. -S.dór Hljómkoddinn HJÓLIÐ S/F Sími: 561 0304 Koddinn er miklu þægilegri en nokkur Það besta er eftir; hann kostar lítið meira en heymartól því hátalaramir sitja svo djúpt að venjulegur koddi, aðeins 2.890.-. þú finnur aldrei fyrir þeim. Viltu hlusta á hljóðbók, eða bara ná fréttunum á miðnætti án þess að vekja maka þinn? Lausnin er hinn ofurþægilegi Hljómkoddi. Eða bömin, þau elska líka að heyra kvöld- söguna í Hljómkoddanum. Heildverslunin H. k5Uf\L^<M\ Sími: 651027, 896 2860. VERSLUNIN m, il,Jliiisi) EHl VtjéMtoM HIJ&MBÆRf i fl/rnrir/-ÁTf i l/n _ rím r i i ^r/i/i HVmiSGÖTU 103 • SÍMI: 511 2S00 gerir þér kleift að hlusta á útvarp, sjónvarp, segulband eða geislaspilara í steríó uppi í rúmi án þess að tmfla þá sem næstir þér em. Þú getur jafnvel tengt hann við útvarps- vekjarann til að maki þinn vakni ekki þegar þú vilt fara á fætur. Útsölustaðir: Kaupfélag Vopnfirðinga, Kaupfélag Héraðsbúa, Helgi Garðars., Eskifirði, Tónspil, Neskaupsstað, Kaupfélag Rangæinga, Hljóðtækni, Selfossi, Rafeindaþj. Guðmundar, Grindavík, Ljósboginn, Keflavík, Kaupfélag Borgfirðinga, Skipavík, Stykkishólmi, Hljómborg, Isafirði, Laufið, Bolungavík, Ómur, Húsavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.