Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 44
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sölarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 50 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 Sveitarstjórinn: Éghef aldrei séð skýrsluna „Ég hef aldrei séö þessa skýrslu og man ekki eftir ferðum norskra vísindamanna á þessum tíma,“ sagöi Kristján J. Jóhannesson, sveitarstjóri á Flateyri, aðspurður um viðbrögð við skýrslu norskra vísindamanna um snjóflóðahættu á Flateyri og víðar. Skýrslan var gerð fyrir 12 árum i kjölfar flóðsins á Patreksíirði og lýsir m.a. svæði sem siyóflóðið á Flateyri féll yfir 26. október síðastliðinn sem algjöru hættusvæði. Kristján var sveitarstjóri á Flat- eyri þegar skýrslan var unnin. í henni er mynd af Flateyri þar sem hættulína er dregin fyrir neðan Hjallaveg og Tjarnargötu. Niður- staða Norðmannanna var að engu höfð og látið nægja að setja Goða- tún og Ólafstún inn á hættusvæði. Sem fyrr segir kannast Kristján ekki við þessa skýrslu og sagði hann nær öruggt að Flateyrar- hreppur myndí fara fram á að sjá hana. „Það er alvarlegt mál ef skýrsla af þessu tagi er niðri í skúffum í 12 ár. Ég skynja ekki ástæðuna fyrir því. Við hljótum að vilja sjá hana fyrst hún er komin í dagblöðin." -bjb Sá norsku skýrsluna fyrst fyrir viku - segir Guðjón Petersen „Þessi skýrsla hefur aldrei komið fyrir okkar sjónir hjá Almanna- vörnum ríkisins. Ég sá hana fyrst fyrir viku hjá veðurstofustjóra og það var í fyrsta sinn sem ég sá þetta plagg,“ segir Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, um skýrslu sem norskir snjóflóðasérfræðingar gerðu um hættu á skaða af völdum snjóflóða hérlendis. Norðmennirnir fóru víða um Vestfirði í kjölfar snjóflóðsins á Patreksfirði sem varð 12 manns að bana. í skýrslu sinni, sem virðist hafa verið stungið undir stól, segja þeir að byggt sé undir fjallshlíðum af fullkomnu hugsunarleysi og ís- lendingar verði fyrr eða síðar að taka afleiðingunum. „Þetta kom mér mjög á óvart. Þessi skýrsla er gerð áður en lögin voru sett en það er sama. Við eig- um að fara með þessi hættumats- mál og þetta er gagn sem við hefð- um þurft að vita af. Skýrslunni var flett fyrir mig en ég hef hana ekki undir höndum í dag,“ segir Guðjón. -rt - sjá einnig bls. 6 Reykhólahreppur rambar á barmi gjaldþrots: Skuldir nema hálfri milljón á hvern íbúa - sveitarstjórinn hættur og gjörgæsla blasir við Reykhólahreppur i Austur- Barðastrandarsýslu rambar nú á barmi gjaldþrots samkvæmt heimildum DV. Á lokuðum sveit- arstjórnarfundi á laugardagskvöld var ákveðið að Bjarni P. Magnús- son sveitarstjóri léti strax af störf- um. Á fundinum voru lagðir fram ársreikningar fyrir árið 1994 sem sýndu að skuldir sveitarfélagsins væru á bilinu 170-180 milljónir króna. Það samsvarar því að hver hinna 350 íbúa skuldi sem nemur hálfri milljón króna. . Skatttekjur hreppsins voru á síðasta ári um 17 milljónir króna en hallinn á rekstri þess nam 10 milljónum samkvæmt heimildum DV. Hvorki Bjarni P. Magnússon, fráfarandi sveitarstjóri, né Stefán Magnússon, oddviti hreppsins, vildu staðfesta þessar tölur en sögðu að sátt væri um að sveitar- stjóri hætti störfum. „Sveitarstjórinn óskaði eftir því að láta af störfum og það er ekkert meira um það að segja. Þetta var allt í sátt og samlyndi," segir Stef- án Magnússon sem vildi sem minnst gera úr erfiðleikum sveit- arfélagsins. „Ég er ekkert að láta uppi um skuldir hreppsins. Við kláruðum reikningana í gær og vorum að senda þá suður í félagsmálaráðu- neytið. Staðan hefur aðeins versn- að,“ segir Stefán. - Er sveitarfélagið komið á hættumörk? „Það verður auðvitað ráðuneyt- ið að dæma um,“ segir Stefán. „Ég er hættur störfum en það er allt í sátt og samlyndi. Nú verða menn bara að snúa bökum saman í erfiðleikum. Það er full sátt um þessi starfslok mín,“ segir Bjarni P. Magnússon og vildi ekki tjá sig frekar um málið. -rt Ástráður Hreiðarsson læknir og Asta B. Þorsteinsdóttir varaþingmaður lentu í alvarlegu umferðarsiysi í Bandaríkj- unum þann 27. október. Þau eru nú komin heim en Ástráður er enn rúmfastur enda slasaðist hann mjög alvarlega. DV-mynd JAK OG EG SA EKKI SKÝRSLUNA ) HELDUR! Veöriö á morgun: Gola eöa kaldi Á morgun verður norðaust- angola eða kaldi á landinu með skúrum eða éljum við norðaustur- og austurströnd- ina en þurru og víða björtu veðri annars staðar. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn. Veðrið í dag er á bls. 52. Féll af þaki Þriggja hæöa húss Maður slasaðist alvarlega þegar hann féll af þaki þriggja hæða húss á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði um miðjan dag í gær. Húsið er í byggingu og var mað- urinn að vinna við það. Fallið er átta til níu metrar og kom maður- inn niður í steypuruðning við hús- vegginn. Maðurinn var þegar fluttur á slysadeild Borgarspítalans i aðgerð. Hann mun ekki í lífshættu en að öðru leyti gátu læknar ekki greint frá líðan hans. -GK Hafnarfjörður: Fimm menn börðu táning Átján ára gamall táningur var barinn til óbóta í Hafnarfirði að- faranótt laugardagsins. Fimm menn voru að verki en þeir grun- uðu piltinn um þjófnað. Lögreglan telur að sá grunur eigi ekki við rök að styðjast. Fimmmenningarnir eru allir þekktir ófriðarseggir. Auk þess að ganga í skrokk' á piltinum skemmdu þeir bU hans nokkuð. Táningurinn er illa marinn eftir átökin og með glóðaraugu. Hann hefur kært líkamsárásina til Rann- sóknarlögreglunnar. -GK ^HafnarQörður: Öldruð kona hætt komin vegna kulda Lögreglan í Hafnarfirði fann konu á áttræðisaldri hætt komna vegna kulda þar í bænum aðfara- nótt laugardagsins. Konan fór að heiman frá sér bá um kvöldið en rataði ekki heim aft- ur. Var leit að henni hafin þegar hún fannst. Var konan lögð á sjúkrahús en mun ekki hafa verið í lífshættu. -GK Tekinn með amfetamín í bíl Hafnarfjaröarlögreglan handtók á fóstudagskvöldið mann sem grun- aður var um að hafa fíkniefni und- ir höndum. Var maðurinn tekinn á bíl sínum og fundust í honum 6,5 grömm af amfetamíni. Maður þessi hefur ekki áður komið við sögu fíkniefna en lögregl- an hafði fengið áreiðanlegar upp- lýsingar um hvaöa farm hann hafði í bíl sínum. Málið verður sent sak- sóknara til meðferðar. -GK AMSU N Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 Grœnt númer: 800 6 886

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.