Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 Ráðstefna Rauða kross fslands um skípulag sjúkraflutninga í tengslum við aðalfund sinn gengst Rauði kross íslands fyrir ráðstefnu um skipulag og framkvœmd sjúkraflutninga. Ráðstefnan verður haldin á Scandic Hótel Loftleiðum föstudaginn 17. nóvember. Hún hefst með skráningu og afhendingu gagna kl. 9.30 og henni lýkur kl. 16.00. FRUMMÆLENDUR: Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra Jón Viðar Matthíasson, aðstoðarslökkviliðsstjóri í Reykjavík Magnús Hreinsson, formaður RKÍ-deildar Djúpavogs Svanhvít Jakobsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu Þórir Sigurbjörnsson, fulltrúi RKÍ í sjúkraflutningaráði Jón Baldursson, yfirlœknir slysadeildar Borgarspitalans Dr. Eelco H. Dykstra, forstöðumaður CIEMS, evrópskrar upplýsingamiðstöðvar um sjúkraflutninga Ulfar Hauksson, formaður heilbrigðis- og almannavarnanefndar RKÍ Ráðstefnustjóri verður Guðjón Arngrímsson blaðamaður. Upphaflega var fyrirhugað aö halda ráðstefnuna 27. október en þá var henni frestað. Þeir sem áður létu skrá sig eru velkomnir á ráðstefnuna nú og aðrir geta látið skrá sig á skrifstofu RKÍ í síma 562 6722 fyrir 16. nóvember. Þátttaka er án endurgjalds. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Helgi Skúlason og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum í Glerbrotum Arthurs Millers. DV-mynd BG vetjajun meo borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heidur fund með íbúum við Berg, Fell, og Hóla, í Efra Breiðholti Gerðubergi mánudaginn 13. nóvember kl. 20.00 Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundar- manna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. Brotnætt tilvera Brothljóðin frá Kristallsnóttinni alræmdu í Berlín hljóma í bakgrunni en á sviði Þjóðleikhússins fylgjumst við með uppstokkun á lífi Sylviu og Filips Gellburgs í New York á sama tíma. í leikriti Athurs Millers, Glerbrotum, hafa fréttir af því sem er að gerast í Þýskalandi á fjórða áratugnum óvænt áhrif á samband hjónanna með örlagaríkum af- leiðingum. Vestan hafs býr fólk við öryggi og vaxandi velsæld og jafnvel þeir sem eru af gyðingaættum þurfa ekki að gera sér stórar áhyggjur af því sem fram fer í Evrópu. Eða hvað? Þessar ytri aðstæður minna okkur óþyrmilega á dag- legar fréttir af grimmdarverkum þar sem leynt og ljóst Leiklist AuðurEydal er stefnt að útrýmingu kynþátta. Öll heimsbyggðin fylgist með því, nánast í beinni útsendingu, en finnur engin ráö til að stöðva hildarleikinn. Nýtt leikrit úr smiðju Millers hlýtur að vekja forvitni allra sem fylgdust með honum á árum áður, þegar hvert verk hans á fætur öðru setti óafmáanlegt mark á leik- bókmenntir samtímans. Sterk persónusköpun og mannleg samskipti sett í víð- ara samhengi sögunnar einkenndu gjarna verk hans og í Glerbrotum fetar hann enn sömu slóð. En jafnvel þótt hann vísi svo ákveðið til voðaverka nasista með óbeinni skírskotun til nútímans fannst mér þegar upp var staðið þetta fyrst og fremst vera uppgjör höfundarins við ýmsa þætti í tilveru bandarískra gyð- inga og hann kemur boðskap sínum á framfæri í gegn- um örlagasögu Gellburg-hjónanna. Það varð næstum aukaatriði hvað hratt sjálfri atburðarásinni af stað. Upp úr stendur skýr og sterk lýsing á tveimur ein- staklingum og ákveðin persónuleikstjórn ÞórhUdar Þor- leifsdóttur undirstrikar þeirra sögu. Guðrún S. Gísladóttir leikur Sylviu af miklum skiln- ingi og innlifun. Þetta er kona i viðkvæmu ástandi, hún nær engu sambandi við eiginmanninn og hefur borið harm sinn í hljóði um árabil. Það tilheyrir nefnilega ekki á þessum árum að vera að gera sér rellu út af smá- munum, sérstaklega ekki þegar húsbóndinn skaffar vel. En fréttirnar af vaxandi ofsóknum á hendur gyðing- um í Þýskalandi setjast að Sylviu i viðbót við persónu- legt vandamál og hún hreinlega lamast í bókstaflegum skilningi. I afburðagóðri túlkun Guðrúnar kristallast margir þættir og persónan verður trúverðug þrátt fyrir svolítið ólíkindalega atburðarás. En vel áð merkja, það dugir ekki að meta persónuna út frá nútimaviðhorfum um op- inskáa umræðu, heldur er hún barn þess tíma sem höf- undurinn velur fyrir sögusvið sitt. Filip, eiginmaður Sylviu, er leikinn af Sigurði Sigur- jónssyni. Hann vinnur mjög vel úr mannlýsingunni sem satt að segja er ekkert sérstaklega aðlaðandi frá höfund- arins hendi. Það er ekki ofmælt að Sigurður vinni leiksigur með túlkun sem er heilsteypt og samsvarar sér í einu sem öllu. Fas og svipbrigði, undirgefni gagnvart yfirboðara, ráðsmennska gagnvart eiginkonunni, allt skapar þetta gegnumheiia og sannferðuga mannlýsingu. Filip afneit- ar á vissan hátt uppruna sinum en á hinn kantinn hreykir hann sér af því hvað hann (og sonurinn) hafi komist langt, „þrátt fyrir“ að þeir séu gyðingar. Arnar Jónsson vinnur vel úr hlutverki læknisins sem kemur mikið við sögu. í mannlýsingunni kemur fram enn önnur hlið á hinum bandaríska gyðingi. Þetta er gamall glaumgosi sem ekki ber upprunann utan á sér og hann hefur kvænst út fyrir sitt samfélag. En þegar hann fer að annast Sylviu í veikindum hennar vakna ýmsar spurningar. Höfundurinn leggur mest í lýsingu þessara þriggja persóna en aörar þrjár koma við sögu. Ragnheiður Steindórsdóttir leikur eiginkonu læknisins og Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir systur Sylviu. Þær vinna báðar ágæt- lega úr þessum hlutverkum, svo langt sem þau ná, en frá höfundarins hendi fá þessar persónur varla að skjóta rótum í verkinu. Helgi Skúlason er eiginlega eini fulltrúi þeirra sem standa utan við samfélag aðalpersónanna. Hann leikur forstjóra fyrirtækisins sem Filip vinnur hjá og með af- burðaleik stækkar hann og víkkar hlutverkið, þannig að afstaða þessa eina manns segir nóg um viðhorfin í þjóð- félaginu í heild. Það þarf enga fjöldafundi á sviðinu til að koma því betur til skila. Leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar var táknræn og sláandi en mér fannst hún of yfirþyrmandi í ofuráhersl- um sínum og í andstöðu við það stofudrama sem fram fór á sviðinu. Hljóðmynd (Hjálmar H. Ragnarsson) féll hins vegar mjög vel að efninu og ljósahönnun (Páll Ragnarsson) var fagmannleg. Birgir Sigurðsson þýðir verkið á áheyrilegt og fallegt mál, með blæ liðins tíma. Þjóðleikhúsið sýnir á stóra sviðinu: Glerbrot Höfundur: Arthur Miller Þýðing: Birgir Sigurðsson Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.