Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Side 12
12
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
Spurningin
Hvenær fórstu síðast
út úr bænum?
Jóhannes Þorsteinsson nemi: í
október. Þá fór ég til ísafjarðar.
Sandra Ósk Sigurðardóttir nemi:
Fyrir viku í æfingabúðir á Laugar-
vatni.
Vilhelm Sigurðsson nemi: Fyrir
viku til Selfoss að keppa í hand-
bolta.
Kristján Guðmundsson nemi: Fyr-
ir tveim vikum á sveitaball í Þjórs-
árveri.
Jórunn Atladóttir nemi: Það er
svona mánuður síðan, þá fór ég í
sumarbústað.
Ragnheiður Stefánsdóttir nemi:
Fyrir um fgaðijil háUmh'manuði á
sveitaball.
Lesendur________________
Löggæsla hér og
í Bretlandi
Breskur lögreglumaður við umferðargæslu.
Skarphéðinn H. Einarsson skrif-
ar:
Sífellt kvartar fólk um að lögregl-
an sinni illa sínum störfum, bæði á
landsbyggðinni og í höfuðborginni.
Um helgar safnast fólk saman í
miðju höfuöborgarinnar, oft allt að
8.000 manns, þegar skemmtistöö-
unum er lokað. Ber þar mest á ungl-
ingum en ekki eru gamlingjar þó al-
veg fríir við þátttöku i þessum
mannsöfnuði. Hluti þessa hóps verð-
ur eins og villidýr, rúður eru brotn-
ar, matarleifar liggja á víð og dreif
og menn standa upp við veggi og
kasta þar frá sér vatni eins og ekk-
ert sé og kvenfólk í húsasundum.
Ég las nýlega í blaði fyrirsögn:
„Það þarf að aga þessa þjóð“ og var
þar vitnað í núverandi menntamála-
ráðherra af öðru tilefni. Það er rétt;
íslendingar eiga mikið ólært miðað
við aðrar siðmenntaðar þjóðir.
Ég hef séð í breskum borgxun
hvernig málum er háttað þar. Eftir
að skemmtistaðir loka, ýmist kl. 12
á miðnætti eða kl. 1 eftir miðnætti.
Þá hraðar fólk sér heim á leið. Við
leigubflastæði raðar fólk sér upp í
einfalda röð. Sama gerist við stræt-
isvagnastöðvar. Ruðningur og há-
vaði eru óþekkt fyrirbæri. Allt fer
fram í rólegheitum. Væri enda fólk
tekið í vörslu lögreglu fyrir háreisti.
í þaö hefla tekið ber fólk mikla
virðingu fyrir lögreglu í Bretlandi.
Lögreglumenn fá góð laun og því
fást mjög hæfir menn til starfa.
Einnig eru eftirlaun þessara manna
góð.
Almenningur á að sýna löggæslu-
mönnum meiri virðingu. Það tekur
sinn tíma að læra það. En það þarf
að aga þessa þjóð og það meira en
lítið ef hér á að komast á lík hefð og
í Bretlandi og öðrum nágrannaríkj-
um.
Viljum við skoðana-
lausan forseta?
Kristinn skrifar:
í DV 15. nóv. sl. birtist lítið les-
endabréf frá Friðjóni nokkrum þar
sem hann segir að það sé „engin
hæfa að gæla við það“ að kjósa fólk
sem starfað hefur að stjómmálum
sem forseta heldur eigi að finna
skoðanalausan eða „hlutlausan“ að-
ila. Ekki veit ég hvað Friðjóni geng-
ur til með þessu því ekki ómakar
hann sig til að rökstyðja þessa skoð-
un sína, enda augljós vandkvæði á
því.
Það er harla einkennilegt að
halda því fram að útiloka eigi fólk,
sem einhvern tíma hefur verið kos-
ið til að gegna ábyrgðarstöðum, frá
því að gegna embætti forseta. Þetta
fólk hefur vissulega viðrað skoðanir
sínar og tekið afstöðu til margs kon-
ar mála en það á ekki að standa í
vegi fyrir því að það geti tekið þátt
í forsetaframboði. Allir hafa sínar
skoðanir og hugmyndir um lífið og
tilveruna og verðandi forsetafram-
bjóðendur hljóta að verða að gera
grein fyrir skoðunum sínum.
Kjósendur þekkja skoðanir stjóm-
málamannanna og verk þeirra en
þeir þekkja ekki skoðanir allra
hinna sem hafa verið nefndir sem
vænleg forsetaefni; þeirra sem eng-
an vilja styggja og vilja vera vinir
allra (a.m.k. fram yflr kosningar) og
geta ekki tekið af skarið og upplýst
kjósendur um skoðanir sínar. Þeir
sem hins vegar ætla sér að verða
teknir alvarlega sem forsetafram-
bjóðendur munu vitaskuld greina
kjósendum undanbragðalaust frá
hugmyndum sínum og skoðunum og
þannig er krafan um hlutlausan
frambjóðanda í rauninni út í hött.
Það er enginn hlutlaus.
Það vekur mönnum því kátínu
hvemig Friðjón hringsnýst í mál-
flutningi sínum. Maðurinn sem vill
fá skoðanalausan og hlutlausan for-
seta heldur því fram í sama lesenda-
bréfi að ef enginn slíkur finnist þá
skuli forsetaembættið sameinast
embætti forsætisráðherra! - Þar fór
nú krafan um hlutleysi fyrir lítið.
Endurbætur á Reykjavíkurflugvelli?
Uppfyllir Reykjavíkurflugvöllur ekki lengur alþjóðlegar öryggiskröfur til far-
þegaflugs?
Gunnar Guðjónsson skrifar:
Sem íbúi utan þéttbýlissvæöisins
við Faxaflóa langar mig að leggja
nokkur orð í umræðuna um innan-
landsflugið og hugsanlega tilfærslu
þess frá Reykjavík tfl Keflavíkur. Ég
vil taka það fram strax að flutning-
ur innanlandsflugsins til Keflavík-
urflugvallar er sjálfsagður í mínum
huga. Landsbyggðarfólki, sem fer
„suður“, eins og það er kallað þótt
flogið sé héöan eða þaðan af land-
inu, ætti ekki að muna um þann
tíma sem það tekur að aka því frá
Keflavík til Reykjavíkur. Og auk
þess eru ekki allir að fara til Reykja-
víkur heldur annaö sunnan borgar-
innar eða beint til útlanda.
Það sem alvarlegast er þó við
Reykjavíkurflugvöll er að hann er
sagður óhæfur til notkunar við full-
komið farþegaflug. Flugbrautimar
em meira og minna í óstandi og það
kostar um einn og hálfan milljarð
króna að gera þær upp einar sér. Þá
er ótalið allt annað svo sem lending-
arbúnaður af fullkomnustu gerð.
Völlurinn uppfyllir þvi engan veg-
inn alþjóðlegar kröfur. Þó er beint
til hans erlendum þotum, jafnt með
þjóðhöfðingja sem hinn almenna
flugfarþega.
Að sjálfsögðu er það ekki bara
mál ríkisins og Reykjavíkurborgar
hvort innanlandsflug fyrir farþega
heldur áfram að vera staðsett í
Vatnsmýrinni. Hér er líka um ör-
yggisatriði fyrir farþega og jafnvel
fleiri að ræða. Ráðamenn geta ekk-
ert ábyrgst að ekki verði dauðaslys
af völdum óhappa yfir borginni. Og
þaö er ekki bara ríkisins að segja tfl
um það að innanlandsflug verði
áfram í Reykjavík. Ég held að borg-
arbúar veröi að hafa eitthvað um
það að segja hvort þeir séu tilbúnir
að taka á sig viðbótarskattheimtu
vegna framkvæmda fyrir milljarða
króna og margra ára vinnu vegna
endurbóta á Reykjávlkurflugvelli.
Frábærir áróð-
ursfundir VÍS
Helga skrifar:
Mig langar til að þakka VÍS
fyrir frábæra áróðursfundi sem
fýrirtækið hefur gengist fyrir
handa ungum ökumönnum. Son-
ur minn, 19 ára, fékk boð um að
mæta á slíkan fund og kom alveg
uppnuminn heim. Mér er sagt að
fundir þessir séu afar áhrifa-
miklir og fjalli um afleiðingar
umferðarslysa án þess að verið
sé að predika yfir krökkunum.
Ég er viss um að fundurinn hef-
ur áhrif á son minn enda hefur
hann ekki tekið af sér bílbeltið
undir stýri eftir að hann sótti
fundinn. Hann kom einnig heim
með blað sem í eru viðtöl við
ungt fólk sem lent hefur í alvar-
legum umferðarslysum. Ég færi
VÍS bestu þakkir fyrir að reyna
að hafa áhrif á unga fólkið í um-
ferðinni. Ef vátryggingafélögin
eyða sjóðum sinum í slíka fundi
er fénu vel varið.
Meirihluti til
forsetakjörs
Gunnþórunn skrifar:
Þjóðvaki hefur beint því til Al-
þingis að lög verði sett um að
forseti verði að hafa meirihluta í
forsetakosningum og kjósa verði
á milli tveggja efstu manna sé at-
kvæðamagn undir 50%. Nú er að
sjá hvort hinir þingflokkamir
hafa þor eða skilning á þessu
máli. Það á ekki að vera bara
leikur að komast til æðstu met-
orða í þjóðfélaginu.
Tillaga Sivjar
drepin á þingi
Einar Magnússon skrifar:
Margir munu eflaust taka und-
ir tillögu Sivjar Friðleifsdóttur
alþm. um jöfnxm atkvæðisréttar.
Ekki hafa aðrir þingmenn haft
það þor til að bera að ýta því
máli á flot með þingsályktunar-
tillögu. - En tillagan var drepin i
fæðingu. Þingflokkur framsókn-
armanna sá til þess. Allir rétt-
sýnir menn munu þó styðja Siv á
Alþingi í þessu sanngjama máli.
Bindindis-
dagurinn
Loftur Magnússon skólastj.
skrifar:
Laugardagurinn 26. nóv. nk.
verður bindindisdagxxr fjölskyld-
xrnnar. Ég hvet alla til þess að
gera þennan dag að bindindis-
degi bragða ekki áfengi þennan
dag. Því miður hefia stöðugt
fleiri unglingar drykkju og þeir
sem taka fyrsta sopann yngri.
Unglingar og jafnvel börn virð-
ast eiga auðvelt með að komast
yfir vín eða landa. Það verður að
stöðva með öllum tiltækum ráð-
xnn. Og þá er stutt í hættxflegri
vímuefni. Meö því að taka þátt í
bindindisdeginum eram við að
undirstrika og leggja okkar lóð á
þá vogarskál að minnka ung-
lingadrykkju og sýna vilja okkar
í að koma í veg fyrir áféngis-
neyslu barna og xmglinga.
Landbúnaðar-
stefnan glapræði
Þorgeir S. Jónsson skrifar:
Að eyða 2,7 milljörðum króna
á ári næstu 5 árin í aðstoð við
landbúnaðinn er glapræði. En
hvers vegna mega bændur ekki
verða gjaldþrota, rétt eins og aðr-
ir einstaklingar eða illa reknar
útgerðir? Ef styrkja á eina stétt
en ekki aðra er þá ekki verið að
mismuna íbúum þessa lands?
Hér er Framsóknarflokknum
rétt lýst. Væri ráöamönnxun ekki
nær að lækka skattana með þess-
um 2,7 milljörðum og leyfa
bændum að rúlla geti þeir ekki
rekið bú sín? Rétt eins og krafan
er gagnvart okkxxr hinxxm.