Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Qupperneq 12
eriend bóksjá
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995
Metsölukiljur
I•••••••••••••♦«
Bretland
Skáldsögur:
1. Wllbur Smith:
The Seventh Scroll.
2. Dick Francls:
| Wlld Horses.
3. Terry Pratchett:
Interesting Tlmes.
4. Doug Naylor:
The Last Human.
5. Davld Guterson:
Snow Falllng on Cedars.
6. Jane Austen:
Prlde and Prejudlce.
7. Robert Goddard:
Borrowed Tlme.
8. Maeve Blnchy:
The Glass Lake.
9. Danlelle Steel:
The Glft.
10. Catherlne Cookson:
The Tlnker's Glrl.
Rit almenns eölis:
1. S. Nye & P. Dornan:
The A-Z of Bahavlng Badly.
2. Alan Bennett:
Wrlting Home.
3. Nelson Mandela:
Long Walk to Freedom.
4. S. Blrtwlstle & S. Conklln:
The Maklng of Prlde and Prejudice.
5. Gary Larson:
The Far Slde Gallery 5.
6. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
7. N.E. Genge:
The Unofflclal Z-Files Companlon.
8. Carl Glles: Glles 1996.
9. lan Botham:
Botham: My Autoblography.
10. Blll Watterson:
Calvln & Hobbes lOth Annlversary
Book
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
1. Lise Nergaard:
De sendte en dame.
2. Jung Chang:
Vilde svaner. ,
3. Klrsten Thorup:
Elskede ukendte.
4. Robert J. Waller:
Broerne I Madlson County.
5. Josteln Gaarder:
Sofies verden.
6. Bret Easton Ellls:
Uskrevne regler.
7. Peter Heeg:
De máske egnede.
(Byggt á Polltlken Sendag)
vísindi
Um aðskiljanlegar
náttúrur Nóbelsins
Nóbelsverðlaun ársins hafa verið
afhent með konunglegri pomp og
prakt í Stokkhólmi. En þótt sú skoð-
un sé almenn að írska ljóðskáldiö
Seamus Heaney sé vel að viður-
kenningunni kominn halda deilurn-
ar um þessi eftirsóttustu bók-
menntaverðlaun allra tíma áfram og
sýnist sitt hveijum, eins og gengur.
Lýsandi dæmi um þá umræðu er
eftirfarandi tilvitnun í grein eftir
þekktan breskan blaðamann:
„Fyrsta spurning: Hvað eiga Sully
Proudhomme, Björnstjerne Björn-
son, Jose Echegaray, Selma Lag-
erlöf, Carl Spitteler, Wladyslaw
Stanislaw Reymont, Roger Martin
du Gard, Pearl Buck, Halldór Kiljan
Laxness, Shmuel Yosef Agnon, Ivo
Andric, Bertrand Russell og Win-
ston Churchill sameiginlegt? Svar:
þeir unnu allir bókmenntaverðlaun
Nóbels.
Önnur spurning: Hvað eiga Tol-
stoy, Ibsen, Strindberg, Zola, Hardy,
Gorky, Freud, Mandelstam, Akt-
matova, Joyce, Conrad, DH Law-
rence, Lorca, Rilke, Brecht, Na-
bokov, Lowell og Calvino sameigin-
legt? Svar: þeir fengu ekki Nóbel-
inn.“
Þagnarmúr um
störf akademíunnar
Auðvitað ber fyrri nafnalistinn
hér að framan þess merki að vera
saminn af enskumælandi manni
sem virðist hafa takmarkaðan
áhuga á bókmenntum lítilla mál-
svæða. Þannig eru vafalaust fleiri
en íslendingar þeirrar skoðunar að
Halldór Laxness hafi verið vel að
Seamus Heaney tekur við bók-
menntaverðlaunum Nóbels 1995 í
Stokkhólmi.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
Nóbelnum kominn.
Engu að síður er ljóst að margir
af merkustu rithöfundum aldarinn-
ar hafa ekki fengið þessa æðstu við-
urkenningu á bókmenntasviðinu -
en það hafa hins vegar gert ýmsir
höfundar sem nú þegar eru fallnir í
gleymslu.
Mikil leynd hvílir yfir störfum
Sænsku akademíunnar að því er
varöar Nóbelinn. En þrátt fyrir
þann þagnarmúr er ýmislegt vitað
um hvernig ákvörðun hvers árs
gengur fyrir sig hvað formið varðar.
Nokkur hundruð
tilnefninga
Akademíunni berast á hverju ári
nokkur hundruð ábendingar um rit-
höfunda sem ættu verðlaunin skilið.
Skilafrestur þeirra sem samkvæmt
reglunum hafa rétt til að benda á
verðuga höfunda er til 1. febrúar ár
hvert. Venjulega hljóta um 200 skáld
fleiri en eina tilnefningu.
Þessi nafnalisti er lagður fyrir
fimm manna undirnefnd akademí-
unnar sem velur fimmtán nöfn til
frekari skoðunar. Eftir nokkra
fundi fækkar nöfnunum í hámark
sex. Sá nafnalisti fer til allra sem
sæti eiga í akademíunni en þeir eru
átján sem stendur.
Þegar hausta tekur og umræður
hefjast í akademíunni um þá fáu
höfunda sem enn koma til greina
leggur hver og einn félagi í aka-
demíunni fram skriflegt álit. Síðan
er málið rætt uns öllum er ljóst að
meirihluti hefur myndast. Þá -er
boðað til lokafundar þar sem form-
leg atkvæðagreiðsla fer fram.
Um helmingur félagsmanna í
Sænsku akademíunni er skáld og
rithöfundar en hinir eru háskóla-
menn af ýmsu tagi. Þeir eru flestir í
eldri kantinum; meðalaldurinn er
yfir sjötíu ár. Núna eru í hópnum
fjórar konur sem er óvenju mikið
fyrir stofnun sem lengi hefur haft
orð á sér fyrir aö vera hið mesta
karlaveldi.
I Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. V.C. Andrews:
Hlddel Jewel.
2. James Patterson:
Klss the Glrls.
3. Jude Deveraux:
The Helress.
4. Mary Hlgglns Clark:
The Lottery Wlnner.
5. Jonathan Kellerman:
Self-Defense.
6. Dean Koontz:
Dark Rlvers of the Heart.
7. Tom Clancy & Steve Pieczenlk:
Mlrror Image.
8. Davld Guterson:
Snow Falllng on Cedars.
9. Rlchard Paul Evans:
The Chrlstmas Box.
10. Nancy Taylor Rosenberg:
Callfornla Angel.
11. George Dawes Green:
The Juror.
12. Carol Shlelds:
The Stone Dlarles.
13. Sandra Brown:
Heaven’s Prlce.
14. Lawrence Sanders:
McNally's Trlal.
15. Fern Mlchaels:
To Have and to Hold.
Rit almenns eölis:
1. Tlm Allen:
Don't Stand to Close
To a Naked Man.
2. Rlchard Preston: The Hot Zone.
3. H. Johnson & N. Rommelmann:
The Real Real World.
4. Mary Plpher: Revlvlng Ophelia.
5. R. McEntire & T. Carter:
Reba: My Story.
6. Tom Clancy: Flghter-Wlng.
7. Dorls Kearns Goodwln:
No Ordlnary Tlme.
8. Davld Wlld: Frlends.
9. Paul Relser: Copplehood.
10. Delany, Delany & Hearth:
Havlng Our Say.
11. Clarissa Plnkola Estés:
Women Who Run wlth the Wolves.
12. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
'r 13. Thomas Moore:
Care of the Soul.
14. B.J. Eadle & C. Taylor:
Embraced by the Llght.
15. Joe Montana & Dlck Schaap:
Montana.
(Byggt á New York Tlmes Book Revl-
ew)
Eins árs börn
eins og pabbi
Vísindamenn ft-á Kaliforníu
hafa komist að þvi að böm líkj-
ast foreldrum sínum ekkert sér-
staklega, að undanskildum eins
árs krökkunum sem hafa alla
jafna tilhneigingu tO að líkjast
f pabba.
í tilraun voru 122 manneskjur
J fengnar til að skoða fjölskyldu-
myndir frá ókunnugu fólki,
myndir af foreldrunum á ýms-
um aldri og bömunum eins árs,
10 og 20 ára.
„Hinir tvítugu og tíu ára voru
ekkert líkari raunverulegum
foreldrum en fólki sem valið var
af handahófi," segja vísinda-
mennirnir i tímaritinu Nature.
Það voru bara eins árs börnin
sem líktust föður sínum, ekki
móður.
Ástæðurnar kunna að liggja í
þróunarsögunni. Móðirin þekkir
jú alltaf börnin sín, sama hvern-
ig þau líta út, en ööru máli gegn-
ir kannski um feðurna. Það gæti
þvl hvatt föðurinn til afskipta af
barninu ef það líkist honum.
Risaeðlan vonbrigði
Steingervt 70 milljón ára gam-
alt risaeðluegg, sem vísinda-
menn höfðu vonast til að geymdi
fullþroskað fóstur, með beina-
grind og öllu, olli vísindamönn-
um vonbrigðum um daginn. Inni
í egginu reyndist aðeins vera lítt
þroskað fóstur sem veitir ekki
mikla innsýn í þroska skepn-
unnar.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundssun
Of mikið af vítamínum
getur valdið fósturskaða
Allir vita að hollur og
góður matur er bráðnauð-
synlegur vanfærum kon-
um til að fóstrið þroskist
eðlilega og úr verði heil-
brigt barn. Nýjar rann-
sóknir vísindamanna
hafa bent á að hæfileg
neysla á næringareínum
á borð við fólínsýru dragi
úr líkunum á því að kona
eignist barn með fæðing-
argalla í taugapipu, eins
og klofinn hrygg.
En það er með þetta
eins og svo margt annað
að allt er best í hófi og að
meira er ekki endilega
alltaf betra. Það segja að
minnsta kosti rannsóknir
sem gerðar hafa verið á
neyslu ófriskra kvenna á
A-vítamíni og líkunum á
því að eignast bam með
fæðingargalla.
í grein, sem birtist ný-
lega í New England Jo-
urnal of Medicine, segir að óhófleg
inntaka á A-vítamíni á meðgöngu-
tímanum geti haft í fór með sér
fjölda fæðingargalla sem flestir eigi
upptök sín í heilanum.
Það hefur verið á almanna vitorði
í mörg herrans ár að mikið magn A
og D vítamíns geti verið eitrað. Þess
ber þó að geta að þetta mikla magn
fæst að öllum líkindum ekki með
neyslu næringarríkrar fæðu. Á hinn
bóginn eru vítamín þessi nauðsyn-
leg til að viðhalda góðri heilsu og þó
sérstaklega mikilvæg fyrir fóstur-
þroskann.
Á undanfömum árum hafa menn
hins vegar glatað þessu fína jafn-
vægi sem þarf að viðhalda við inn-
töku vítamína. Almenningur hefur
flykkst í heilsufæðisverslanir og
apótek til að kaupa vítamín og bæti-
efni af ýmsum tegundum vegna
mikillar aukningar á fréttaflutningi
af hollustu þeirra og góðum áhrif-
um. Allir vilja jú fá að njóta dýrðar-
innar. Ófrískar konur ættu hins
vegar að endurskoða inn-
töku sína á vítamínum og
steinefnum, ef flest þeirra
eru fengin úr piUuglasi
en ekki vénjulegum mat.
í áðurnefndri rannsókn
voru tuttugu og tvö þús-
und ófrískar konur skoð-
aðar og gögnum safnað
um matarvenjur þeirra,
lyfjanotkun og sjúkdóma
á fyrstu þremur mánuð-
um meðgöngunnar.
Ávöxtur þungunarinnar
var síðan skoðaöur með
hliðsjón af gögnum þess-
um. Niðurstööurnar urðu
þær að meiri líkur væru
á því að börn hefðu fæð-
ingargalla ef mæður
þeirra tóku meira en tíu
þúsund alþjóðlegar ein-
ingar af A-vítamíni sam-
anborðið við fimm þús-
und eininga inntöku.
A-vítamín kemur úr fæðu
eins og lifur, nýrUm, eggj-
um og mjólk. Þá breytir líkaminn
betakarótíni, sem kemur úr dökk-
grænu og appelsínugulu grænmeti
og *ávöxtum, í A-vítamín en það
tengist ekki fæðingargöllum.
í annarri grein í læknablaðinu
var mælt með því að konur, sem eru
ófrískar eða kynnu að verða það,
tækju ekki meira en átta þúsund
einingar af A-vítamíni og ættu líka
að stilla neyslu á lifur og lifraraf-
urðum í hóf.
Stærsti róbóti í heimi
í Þýskalandi er hafin fram-
leiðsla á stærsta róbóta í heimi.
í Skywash heitir hann og gegnir
| því göfuga hlutverki að þvo far-
i þegaflugvélar að utan. Róbóti
þessi þvær þotumar ekki að-
I eins fjórum sinnum hraðar en
hreiftgerningamenn, heldur
| leysir hann verkið betur af
hendi.
Róbóti þessi er með 33 metra
langan arm úr ellefu hlutum.
Liðamótin stjórnast af vökva-
| dælum og hægt er að fetta arm-
inn og bretta á alla kanta.
Auga hugarins fundið
Bandarískir vísindamenn
I segjast hafa fundiö hugarins
l auga, þann stað í heilanum sem
l fólk notar þegar það hugsar um
myndir. Það voru Stephen
Kosslyn og félagar hans við
Harvard háskólann sem fundu
augaö með aðstoð svokallaðs
PET-skanna.
Tólf sjálfboðaliðar voru
i fengnir til að hugsa um ýmsar
myndir á meðan þeir voru í
; skannanum og komust vísinda-
mennimir að því að sjónbörk-
urinn er virkur bæði þegar til-
1 raunadýrin hugsa um myndir
j og horfa á.
„Sjónbörkurinn fer í gang
þegar viðföngin loka augunum
og sjá hluti fyrir sér,“ segja
Kosslyn og félagar í grein í rit-
I inu Nature.
Vísindamennirnir báðu sjálf-
boðaliðana, allt karlmenn, um
að leggja á minnið myndir af
venjulegum hlutum sem birtust
á tölvuskjá. Svörun þeirra var
borin saman við annan hóp
manna sem höfðu bundið fyrir
augun.