Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Page 14
14
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 1 iV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarfprmaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVIK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
Ljós og friður
Veöurspámenn segja, að íslenzku jólin verði köld og
hvít að þessu sinni, mild og þurr, eins og flestum finnst,
að þau eigi að vera. Eftir langan hlýindakafla, sem stað-
ið hefur fram undir jól er snögglega genginn vetur í garð
um aflt land með staðviðrum og greiðum samgöngum.
Botni skammdegismyrkurs hefur þegar verið náð og
nú tekur dag að lengja á nýjan leik. Hátíð ljóssins minn-
ir okkur á þessi kaflaskil í tilverunni og gefur okkur
tækifæri til að hugsa með tilhlökkun til komandi mán-
aða. Ljósadýrð jólanna gefur okkur forskot á sæliina.
Veraldleg umsvif jólanna eru í hámarki um þessar
mundir. Jólahaldið endurspeglar óhjákvæmilega lífskjör
og lífshraða þjóðarinnar eins og endranær. Sumir eru
önnum kafnir við þjónustustörf og aðrir í ýmsu vafstri,
sem þeir telja verða að fylgja jólaundirbúningi.
Flestir fá senn tækifæri til að hægja á sér og njóta há-
tíðar ljóss og friðar. Víða sameinast fjölskyldur í borð-
haldi og gagnkvæmum gjöfum. Þannig hefur það lengi
verið og verður væntanlega lengi enn. Þetta er fasti
punkturinn í árstíðabundnum takti lífsins.
Margt hefur þó breytzt, þegar horft er langt aftur í tím-
ann. Jólaljósin eru fleiri og bjartari en fyrr. Tækni og
auður gera okkur kleift að njóta jólanna betur en marg-
ir forfeðra okkar gátu, þótt fólki takist auðvitað misjafn-
lega að nýta sér velmegunina til betra lífs.
Sumir eru fastir í eltingaleik við meint lífsgæði af
ýmsu tagi, tilgangslausri eftirsókn einskisverðra hluta,
sem kalla á enn hraðari hlaup á eftir nýjum óskum, er
áður voru ekki til. íslenzku jólin hafa því miður löngum
dregið dám af þessum taugaveiklaða vítahring.
Hver verður að smíða sína gæfu sem bezt hann getur.
Fólki ber ekki skylda að taka þátt í dansinum kringum
meira eða minna ímynduð lífsþægindi. Við megum velja
og hafna. Margt fólk kann að halda streitunni í hófi og
ná raunverulegri gleði friðarins um jóladagana.
Við þurfum einnig að átta okkur á, að brestir eru farn-
ir að koma í velmegun þjóðarinnar. Þetta eru önnur jól-
in í röð, sem einkennast af því, að fleiri íslendingar eru
hjálpar þurfi en áður var. Með hægt vaxandi stéttaskipt-
ingu fjölgar fólkinu, sem lifir við fátæktarmörk.
Það er óþægileg tilhugsun, að harkan skuli jafnt og
þétt vera að aukast í þjóðfélaginu og að þeim skuli fara
fjölgandi, sem af ýmsum ástæðum eru ekki þáttakendur
í velmeguninni, er flestir búa við. Það er vont fyrir fá-
menna þjóð að þurfa að sæta vaxandi stéttamun.
Um þessar mundir er verið að rýra kjör aldraðra, ör-
yrkja, atvinnulausra, sjúklinga og barnafólks. Stórbætt
afkoma atvinnulífsins hefur ekki endurspeglazt í auk-
inni atvinnu og auknum tekjum almennings. Á sama
tíma hafa þeir bætt hlut sinn, sem betur mega sín.
Þessi aukni ójöfnuður í þjóðfélaginu mun fyrr eða síð-
ar baka okkur og landsfeðrunum vandræði, ef taflinu
verður ekki snúið við. Okkur er fyrir beztu að skilja
nauðsyn þess, að allir telji sig vera gilda aðila að þjóðfé-
laginu og séu sæmilega sáttir við innviði þess.
Jólin eru hátíð barnanna, sem síðar munu erfa land-
ið. Okkur ber að reyna að leggja okkar af mörkum til að
stuðla að þvi, að þau komi til verkefna í tiltölulega sam-
stæðu og réttlátu þjóðfélagi, sem er sátt við sjálft sig. Það
er bezta jólagjöf okkar til afkomendanna.
DV óskar lesendum sínum og landsmönnum öflum
bjartra og friðsælla jóla og góðs gengis á næsta ári.
Jónas Kristjánsson
Barist um hver
tekur við af Jeltsín
Úrslit kosninga til Dúmunnar,
neðri deildar Rússlandsþings, á
sunnudaginn ráöa ekki hver
stjórnar Rússlandi. Þar ríkir for-
setastjórn: hann skipar ríkis-
stjórnina og getur haft vantrausts-
yfirlýsingu þingsins á hana að
engu, sé hún ekki ítrekuð með
auknum þunga. Til slíks verða
engin skilyrði í nýrri Dúmu að
því séð verður þegar talning at-
kvæða er langt komin.
Kosningarnar til Dúmunnar
voru því öðrum þræði liðskönnun
fyrir forsetakosningarnar sem
fram eiga að fara í júní á næsta
ári. Þá verður tekist á um raun-
veruleg yfirráð yfir rússnesku rík-
isvaldi.
Þetta hefur sett meginsvip á
málatilbúnað sigurvegara kosn-
inganna, endurreists flokks
kommúnista. Leiðtogi hans,
Gennadí Sjúganov, segir nú opin-
skátt að nýfengnum þingstyrk
verði ekki beitt til að gera orra-
hríð að Boris Jeltsín forseta og
stjórn hans svo ekki sé spillt fyrir
sigurmöguleikum kommúnista í
forsetakosningunni.
Annað mál er hverjum höndum
kommúnistar færu um andstæð-
inga sína og þar með nýgróðursett
lýðræði og tjáningarfrelsi í Rúss-
landi, væru þeir komnir með for-
setavaldið. Jafnvel nú eru teknar
að heyrast raddir um að sá tími
geti komið að Jeltsín verði látinn
standa ábyrgur gerða sinna, sér í
lagi beri að kanna hvaða heimild
hann hafi haft til að beita sér fyr-
ir að Sovétríkin voru leyst upp.'
Hvað sem því líður er Borís
Jeltsín búinn að vera, jafnvel þótt
héilsa hans geri hann færan um
að fara í framboð í sumar. Þar á
hann engar sigurlíkur lengur.
Herferðin gegn Tsjetsjenum gerði
út af við stjórnmálaferil hans.
Einmitt þegar Rússar gengu að
kjörborði buldi rússnesk stór-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
skotahríð á Gudermes, næst-
stærstu borg Tsjetsjeníu, svipuð
þeirri sem lagði höfuðborgina
Grosní í rúst fyrir tæpu ári.
Þær 35 milljónir Rússa sem lifa
á ellilífeyri og starfsfólk hjá halla-
reknum rikisfyrirtækjum búa við
hrakleg kjör. Lág laun greiðast
seint og illa. Samtímis hefur
einkavæðing í þágu gæðinga vald-
hafa fært fámennum hópi mikinn
gróða. Úr þessum jarðvegi, og auð-
mýkingu vegna hrapsins úr risa-
veldisstöðu, er sprottið fylgi
kommúnista og þjóðernissinna-
flokks Vladimirs Zhirínovskís.
Yrðu framboð í forsetakosningu
eitthvað í líkingu við það sem
varð í kosningum til Dúmunnar,
þar sem 43 flokkar buðu fram í
listakosningu um helming 450
þingsæta, yrði síðari umferðin
milli tveggja atkvæðahæstu fram-
bjóðenda fyrirsjáanlega einvígi
milli Zhirínovskís og merkisbera
kommúnista. Eina leiðin til að af-
stýra því er að lýðræðissinnar
sameinist um eitt sterkt framboð.
í listakosningunni kemst lík-
lega aðeins einn flokkur lýðræðis-
sinna yfir 5% fylgismarkið sem
sett er til að fá úthlutað þingsæt-
um. Það er Jabloko, undir forustu
Grigoris Javlinskís. Hann hefur
það meðal annars sér til ágætis að
hafa aldrei verið viðriðinn stjórn
Jeltsíns meðan forsetinn studdist
við unga og ákafa umbótasinna.
Viðleitni þeirra til skipulegrar
kerfisbreytingar rann út í sand-
inn, ekki síst vegna þess að þingið
fékkst aldrei til að setja viðhlít-
andi lagagrundvöll fyrir eignar-
rétti, samningsskuldbindingum og
einkavæðingu. Þá tóku við kerfis-
vanir forstjórar og embættis-
menn, eins og Viktor
Tsjernomyrdín forsætisráðherra.
Samanlagt hafa flokkar lýðræð-
issinna hlotið atkvæðafylgi sem
slagar hátt upp í styrk kommún-
ista en vegna dreifingarinnar nýt-
ast aðeins atkvæði, greidd
Jabloko, til sæta í Dúmunni. Mest
munar þar um flokk Égors Gaid-
ars, fyrrverandi forsætisráðherra,
sem stundum hefur verið sagður
komast yfir 5% mörkin eftir því
sem talning sveiflast dag frá degi.
Horfur í forsetakosningunum
velta mjög á því hvort Gaidar
snýst til fylgis við forsetaframboð
Javlinskis, þrátt fyrir fyrri vær-
ingar þeirra. Að Jeltsín frágengn-
um er búist við að Tsjernomyrdín
gefi kost á sér en í úrslitaumferð
tveggja efstu eru yfirgnæfandi lík-
ur á að fylgi hans og annarra
miðjumanna færist til Javlinskís
frekar en framjóðanda kommún-
ista.
Það eina sem er víst að svo
komnu er að næsta misserið snú-
ast rússnesk stjórnmál öðru frem-
ur um viðleitni forsprakka helstu
stjórnmálaafla til að setja sig í
stellingar til að keppa um forseta-
embættið í júní.
Grigorí Javlinskí, foringi Jabloko, greiðir atkvæði í kosningum til Dúmunnar.
Símamynd Reuter
skoðanir annarra r>v
--------------------------
Bændur biðla til neytenda
„Óvenjulegt bandalag hefur myndast. Bændur
vilja fá néytendur í lið með sér í baráttunni fyrir
ódýrari mat. Hingað til hafa hagsmunir bænda og
neytenda ekki farið saman. Bændur hafa á síðari
árum fengið æ minna fyrir framleiðslu sína. En
verðið til neytenda hefur hreint ekki lækkað jafn
mikið. Vísitala matvælaverðs hefur að mestu leyti
fylgt almennri verðlagsþróun hin síðari ár. Þetta
hlýtur að þýða að einhverjir hafa hlaupið burt með
meiri gróða en áður.
Úr forustugrein Dagbladet 21. desember.
Opnun landamæra frestað
„Fríverslunarsamkomulag Norður-Ameríkuríkja
1 heimilar frjálsari umferð mexíkóskra og banda-
Irískra flutningabíla beggja vegna landamæranna.
Það mun hafa í fór með sér mikla aukningu á viö-
skiptum. En ótti manna við slys af völdum mexí-
kósku bílanna norðan landamæranna og áhyggjur
Mexíkóa af samkeppninni við Bandaríkjamenn
hafa leitt til þess að opnun landamæranna var
frestað.“
Úr forustugrein New York Times
21. desember.
Kjarnorkan allt of dýr
„Svíar verða fyrr eða síðar að horfast í augu við
að það er engin framtíð í kjarnorkunni. Um daginn
kvaö ríkisrekna breska kjamorkumálastofnunin,
British Energy, sem rekur 16 kjarnorkuver lands-
ins, upp eigin dauðadóm. Útskýringin var sú að
kostnaðurinn við þau er of mikiÚ, það er of dýrt að
geyma geislavirkan úrgang og verð á jarðgasi er
svo lágt að kjarnorkan er ekki samkeppnishæf. Þá
er bara að koma sér í gang og leggja niður kjarn-
orkuverið í Barseback.“
Úr forustugrein Politiken 20. desember.