Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Page 18
18 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 Dagur í lífi séra Páturs Þórarinssonar: Mikid annriki á aðventunni Síðastliðinn laugardagur var ágætur dagur hjá mér. Ég vaknaði tímanlega til að undirbúa kirkju- skóla og lagði af stað um klukkan 10 um morguninn ásamt konu minni suður í Svalbarðskirkju en þar hófst kirkjuskóli klukkustundu síðar. Konan mín er min hægri hönd í þessu starfi, en þarna mætti mikill fjöldi og viö áttum góða stund saman í klukkutíma. Við renndum heim í hádeginu og síðan af stað aftur, nú til Grenivík- ur en þar var ég með kirkjuskóla klukkan hálftvö. Þar var sömu sögu að segja, allt gekk ljómandi vel og að því loknu komu verðandi ferm- ingarbörn í kirkjuna á Grenivík til að undirbúa sig fyrir aðventukvöld sem var haldið kvöldið eftir. Við fórum í gegnum helgileik, upp- lestra og fleira og þessu lauk um klukkan hálffjögur. Þegar heim kom náði ég í síðustu mínúturnar af fótboltáleiknum í sjónvarpinu sem er vítamín sem ég fær yfirleitt beint í æð á laugardög- um eigi ég þess nokkum kost. Ég hef mikinn áhuga á ensku knatt- spyrnunni sem hefur tekið stakka- skiptum með tilkomu margra góðra leikmanna. Að því loknu settist ég við tölv- una og fór að semja. Ég samdi pistil fyrir kvöldmat sem ég flutti í svæðisútvarpinu á mánudag, og eft- til Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Húsavíkur til að tala þar á aðventu- kvöldum þannig að það er mikil yf- irferð á manni þessa dagana og talsverð heimavinna viö undirbún- ing. Sérstaklega er mikil undirbún- ingsvinna með börnunum og ung- lingunum fyrir þessi aðventukvöld en ég legg upp úr því að þeir hafi eitthvað fram að færa og taki virk- an þátt á þessum kvöldum bæði í formi söngs og helgileiks. En þetta er mjög' ánægjulegur tími, mikið annríki en virkilega gefandi. Ég finn þó aldrei fyrir því að þetta þreyti mig, það er frekar að þetta komi barninu í mér til að finna fyrir jólunum. í fyrra fór þetta fram hjá mér þar sem ég lá á sjúkrahúsi og það er afskaplega góð tilfinning að geta verið heima um jólin, sinnt sínum prestsverkum og verið með fjölskyldu sinni. Það eru forréttindi sem maður fínnur til eft- ir að hafa reynt annað. Rétt áður en ég sofnaði á laugar- dagskvöldið greip ég aðeins í bók. Það er orðin eins konar helgiathöfn hjá mér að taka bókina Þeim varð á í messunni sem inniheldur sögur af kollegum minum og sjálfum mér, og lesa örlítið. Þetta er saklaust grín og skemmtilegt, og afskaplega gott og jákvætt fyrir hugann að sofna út frá þessari lesningu. ir kvöldmatinn settist ég við tölv- una aftur og undirbjó aðventu- kvöldið á Grenivík. Það var komið ansi vel fram á kvöldið þegar ég loks sniglaðist í rúmið. Þetta var mér drjúgur dagur og ég þurfti ekki langan tíma til að hverfa inn í draumalandið. Dagamir á aðventunni eru marg- ir mjög áþekkir þessum. Það eru ýmsar samverustundir í skólunum með börnunum og aðrar með gamla fólkinu. Ég undirbý þrjú aðventu- kvöld hér í prestakallinu, einnig hef ég farið á aðventunni afla leið Finnur þú fimm breytingar? 338 - Það er yndislegt að sjá hvernig þessi litlu dýr njóta sín í náttúrunni. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð þrítugustu og sjöttu getraun reyndust vera: 1. Anna Eiríksdóttir 2. Þorsteinn Karlsson Kleppsvegi 44 Bæjargili 110 105 Reykjavík 210 Garöabæ Myndirnar . tvær virðast við fyrstu sýn eins en þeg- ar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liönum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr. 4.275, frá Bræðrunum Ormsson, Lág- múla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1.790. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagiö með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 338 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.